Morgunblaðið - 12.10.1991, Síða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
í ^
Jtles&ur r np
a
mnrcrun
V II 1—EðaHBBBU; 'I-1 SdfeálSiSl
Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra:
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Kaffi eftir messu. Munið kirk-
jubílinn. Árni Bergur Sigur-
björnsson. Fimmtudagur: Bibl-
íulestur í safnaðarheimilinu kl.
20.30 og kvöldbænir í kirkjunni
að honum loknum.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barna-
messa kl. 11. Arna, Gunnar og
Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14.
Einsöngur Eiríkur Hreinn Helg-
ason. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Dómkórinn syngur. Organisti
Marteinn H. Friðriksson. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Messa kl.
14. Skírn. Dómkórinn syngur.
Organisti Marteinn H. Friðriks-
son. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Samkoma Hjálpræðishersins
kl. 16.30. Sr. Jakob Á. Hjálm-
arsson tekur þátt í samko-
munni. Hjálpræðisherinn. Mið-
vikudag kl. 12.05. Hádegis-
bænir. Léttur málsverður á
kirkjuloftinu á eftir. Miðvikudag
kl. 13.30-16.30. Samvera aldr-
aðra í safnaðarheimilinu.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Yngri börnin niðri,
eldri börnin uppi. Fjölbreytt
starf. Guðsþjónusta kl. 14. Org-
anisti Árni Arinbjarnarson. Sr.
Gylfi Jónsson. Þriðjudag:
Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgel-
leikur í 10 mínútur. Þá helgi-
stund með fyrirbænum og alt-
arisgöngu. Að henni lokinni er
súpa, brauð og kaffi á boðstól-
um. Ollu þessu getur verið lok-
ið fyrir kl. 13.00. Þriðjudag:
Biblíulestur kl. 14.00 fyrir eldri
borgara og vini þeirra. Opið hús
og kaffiveitingar á eftir. Prest-
arnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar-
dag: Samvera fermingarbarna
kl. 10. Sunnudag: Messa og
barnasamkoma kl. 11. Ferm-
ing. Fermd verða: Helga Sig-
urðardóttir, Fjölnisvegi 20,
Kristján Leifur Pálsson, Miklu-
braut 20, og Ásgeir Valur Sig-
urðsson, Frakkastíg 26b. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Kirkja
heyrnarlausra: Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Miyako Þórðarson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgun-
messa ki. 10. Sr. Arngrímur
Jónsson. Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Kirkjubíllinn fer ffá Suð-
urhlíðum um Hlíðarnar fyrir
barnaguðsþjónustuna. Há-
messa kl. 14. Sr. Tómas
Sveinsson. Kvöldbænir og fyrir-
bænir eru í kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Kl. 11
óskastund barnanna. Söngur,
sögur, fræðsla. Sr. Flóki Krist-
insson og Jón Stefánsson org-
anisti sjá um stundina. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Jón
Stefánsson. Prestur sr. Flóki
Kristinsson. Kór Langholts-
kirkju flytur stólvers. Molasopi
að guðsþjónustu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA: Laugar-
dagur: Guðsþjónusta kl. 11 í
Hátúni 10b. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson. Sunnudag: Messa
kl. 11. Drengjakór Laugarnes-
kirkju syngur. Sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson. Barnastarf á
sama tíma. Heitt á könnunni
Matt. 22:
Brúðkaupsklæðin.
eftir guðsþjónustuna. Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigrún
Oskarsdóttir prédikar. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir
altari. Kór Laugarneskirkju
syngur. Kaffisala Kvenfélags
Laugarneskirkju í safnaðar-
heimilinu strax að lokinni guðs-
þjónustu. Fimmtudag: Kyrrðar-
stund kl. 12. Orgelleikur, alt-
arisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu
að stundinni lokinni.
NESKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 11. Sr. Frank M. Halldórs-
son. Messa kl. 14. Fermdur
verður Hlynur Páll Pálsson,
Frostaskjóli 21. Prestarnir.
Miðvikudag: Bænamessa kl.
18.20. Beðið fyrir sjúkum. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Kynningarátak í Seltjarnarnes-
kirkju. Fjölskyldumessa kl. 11.
Sönghópurinn „Án skilyrða"
syngur ásamt kirkjukór og
organista, Þóru Guðmunds-
dóttur. Bobby Arrington syngur
og Inge Österby sýnir hreyfilist.
Þorvaldur Halldórsson prédik-
ar. Sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir þjónar fyrir altari. Opið
hús eftir messu með ýmsum
uppákomum. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu.
Miðvikudagur: Kyrrðarstund kl.
12. söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 11 árdegis.
Barnaguðsþjónusta á sama
tíma í kirkjunni. Miðvikudagur:
Fyrirbænaguðsþjónusta í Ár-
þæjarkirkju kl. 16.30. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Jakob
Hallgrímsson. Fundur með for-
eldrum fermingarbarnanna að
guðsþjónustunni lokinni. Bæ-
naguðsþjónusta þriðjudag kl.
18.30. Sr. Gísli Jónasson.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðar-
heimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa
kl. 10. Sr. Magnús Björnsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
sr. Hreinn Hjartarson. Organ-
isti Guðný M. Magnúsdóttir.
Barnasanrikoma kl. 11. Fyrir-
bænir í Fella- og Hólakirkju
mánudag kl. 18. Helgistund í
Gerðubergi fimmtudag kl. 10.
Prestarnir.
GRAFARVOGSSÓKN: Barna-
guðsþjónusta kl. 11 í Félag-
smiðstöðinni Fjörgyn. Skólabíll-
inn leggur af stað frá Hamra-
hverfi kl. 10.30 og fer venjulega
skólaleið. Nýr sunnudagspóst-
ur. Umsjón: Valgerður, Katrín
og Hans Þormar. Almenn guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Sig-
ríður Jónsdóttir. Vigfús ÞórÁrn-
ason.
HJALLASÓKN: Messusalur
Hjallasóknar, Digranesskóla.
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Kristján
Einar Þorvarðarson.
FRÍKIRKJAN RVÍK: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Gestgjafar
í söguhorninu Sigríður Hannes-
dóttir leikkona og hundurinn
Gúlli (Gúliníus). Guðsþjónusta
kl. 14.00. Miðvikudagur 16.
október kl. 7.30: Morgunand-
akt. Orgelleikari Pavel Smid.
Cecil Haraldsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fílad-
elfía: Sunnudagaskóli kl. 11.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Tákn og undur. Sr. Halldór S.
Gröndal.
KRISTKIRKJA, Landakoti:
Laugardaga messa kl. 14 og
20. Sunnudaga messa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Messa kl.
14 og kl. 20. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Laugardag messa kl. 14,
sunnudag kl. 11, fimmtudag kl.
19.30. Aðra rúmhelga daga kl.
18.30.
KFUM/K: Kristniboðssam-
koma í kristniboðssalnum.
Upphafsorð: Birna G. Jónsdótt-
ir. Ræðumaður Benedikt Arn-
kelsson
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam-
koma í Dómkirkjunni kl. 16.30.
Kafteinn Vinke Nygaard, sr.
Jakob Hjálmarsson og Daníel
Óskarsson tala og stjórna.
Sunnudagaskóli á sama tíma í
kjallara Herkastalans.
NÝJA Postulakirkjan: Guðs-
þjónusta kl. 11.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 14.
Organisti Guðmundur Óskar
Ómarsson. Barnastarf í safnað-
arheimilinu kl. 11. Sr. Jón Þor-
steinsson.
GARÐAKIRKJA: Sunnudaga-
skóli í Kirkjuhvoli kl. 13. Messa
í Garðakirkju kl. 11. Nemendur
á söngnámskeiði Garðasóknar
annast söng. Stjórnandi Feren-
ce Utassý. Sóknarprestur.
BESSASTAÐAKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Kirkjudagur, kaffiveiting-
ar að athöfninni lokinni.
Sóknarprestur.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Sunnudaga messa
kl. 10, lesin á þýsku.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
KARMELKLAUSTUR: Sunnu-
daga messa kl. 8.30. Rúmhelga
daga kl. 18.
KÁLFATJARNARKIRKJA:
Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla kl.
11. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 í grunnskólan-
gm í Sandgerði. Sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 16.
SELFOSSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Organisti
Glúmur Gylfason. Sóknarprest-
ur.
AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli
yngstu barnanna í dag kl. 13 í
safnaðarheimilinu.
BORGARPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Borgar-
neskirkju kl. 11. Sóknarprestur.
KELDNAKIRKJA, Rang.:
Messa kl. 14. Organisti Anna
Magnúsdóttir. Sóknarprestur.
STORÓLFSHVOLSKIRKJA:
Kvöldguðsþjónusta kl. 21. Org-
anisti Gunnar Marmundsson.
Fundur með fermingarbörnum
og foreldrum þeirra í kirkjunni
eftir messu.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Almenn
guðsþjónusta kl. 11 á sunnu-
dag. Órganisti: Michael A. Jo-
nes. Sóknarprestur.
Kirkjudag-
ur Oháða
safnaðarins
Á morgun, sunnudaginn 13.
I október kl. 14.00, verður hátíðar-
guðsþjónusta í Kirkju Óháða safn-
aðarins. Kirkjudagurinn er árviss
hjá Óháða söfnuðinum og er hann
ávallt haldinn hátíðlegur á sunnu-
degi í októbermánuði.
P Fyrsti prestur
Safnaðarins sr. Emil
Björnsson og kona
hans frú Álfheiður
L. Guðmundsdóttir
hófu í upphafi safn-
aðarstarfsins að Kirkjs ÓHáða
halda sérstakan safuaðarins.
kirkjudag hátíðlegan. Þannig
minntist söfnuðurinn byggingar og
vígslu kirkjunnar með sérstökum
kirkjudegi ár hvert. Þetta framtak
þeirra hjóna var til þess að fjöl-
margir aðrir íslenzkir söfnuðir
fylgdu í kjölfarið og nú er sérstakur
kirkjudagur haldinn hátíðlegur í
nær öllum söfnuðum landsins.
) Guðsþjónustan er þungamiðja
hátíðarinnar og að henni lokinni
gefst kirkjugestum og öllum, sem
I áhuga hafa, kostur á að ræða sam-
. an yfir kaffi og góðu meðlæti, sem
kvehfélag safnaðarins sér um og
I selur til styrktar safnaðarstarfinu.
Þorsteinn Ragnarsson,
safnaðarprestur.
VOTN 0£
DALIR I
SKOTLANDI
— fimm daga ferd,
33.990,-*
Loch Achray hótelið stendur í draumfögru og
hlýlegu umhverfi við rætur hins tignarlega Ben
Venue fjalls í hjarta Skotlands. Hótelið er
skemmtilega í sveit sett, umkringt óspilltum
skógi á bökkum Achray stöðuvatnsins. Allt í
kring eru víðar lendur, ótal skógarstlgar og
þægilegar gönguleiðir meðfram vatninu.
Innifalið í ferðinni er:
• Flug báðar leiðir milli Keflavíkur og Glasgow
með Flugleiðum.
• Flugvallarskattur.
• Gisting í fjórar nætur á Loch Achray hótelinu.
• Hlý og notarleg svefnherbergi með sérbaði.
• Akstur.
• Skoðunarferðir á hverjum degi, auk
verslunarferða.
• Skemmtisigling.
• Rlkulegur morgunverður að skoskum hætti
hvern dag.
• Þríréttaðar kvöldmáltíðir að eigin vali.
Ferðaáætlun:
1. dagur
Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow.
Þaðan flytur rúta farþegana til Loch Achray
hótelsins.
2. dagur
Dagsferð til Inversnaid, en þangað liggur leiðin
um fögur héruð að bökkum hins nafntogaða
Lomond vatns. Farið verður I siglingu á vatninu,
en síðan ekið til baka um skosku hálöndin.
3. dagur
Dagsferð til höfuðborgar Skotlands, þeirrar
sögufrægu Edinþorgar. Þar gefst kostur á að
skoða sig um eða versla að vild.
4. dagur
Dagsferð um hálöndin og meðal annars numið
staðar I Crieff. Þar verður gestunum boðið að
skoða Glenturret, elsta brugghús I Skotlandi.
5. dagur
Brottför til Glasgow og flug þaðan til
Keflavíkur.
Brollför/heimkoma:
12. nóvember -16. nóvember
10. desember-14. desember
FERDASKRIFSTOFA
ÍSLANDS
Söluaðili: Ferðaskrifstofa Islands - Skógarhllð 18 -
101 Reykjavík - slmi 91-2 58 55
* Miðað við gengi 01.08. 1991