Morgunblaðið - 12.10.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.10.1991, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐlÐ LAUGÁRDAGUR 12. OKTÓBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér er í mun að öðlast aukinn starfsframa og brölt í þeim efnum kann að vekja óvild annarra. Haltu aftur af sjálf- umgleðinni í dag. '*• Naut (20. apríl - 20. maí) Iffö Fyrirhugað ferðalag þarfnast frekari undirbúnings. Ráð sem þú vilt veita öðrum mæta lít- illi hrifningu. Ekki ætlast til alls af öðrum. Njóttu lífsins. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú ert skapstirður í dag og kannt að lenda í rifrildi við vin út af fjármálum. Farðu varlega með greiðslukortið og vertu sparsamur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HI6 Samlyndi hjóna er með ein- dæmum gott í dag. Sýndu nærgætni og forðastu deilur á vinnustað. Vertu ekki með neina geðvonsku því hún gæti orðið þér fjötur um fót. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gerðu þér ekki grillur út af gangi mála því þú getur lítið bætt úr í bili. Huggaðu þig við að morgundagurinn getur bara orðið betri. Meyja (23. ágúst - 22. september) Bam getur orðið mjög fyrir- ferðamikið í dag. Forðastu áhættuspil og gerðu engar fjárhagslegar skuldbindingar. Varastu rifrildi við lífsföru- naut í kvöld. (23. sept. - 22. október) Þú er friðarstillir frá náttúr- unnar hendi en lendir samt í rifrildi og deilum út af fjöl- skyldumálum. Útsjónarsemi og sáttfýsi er nauðsyn. 4 Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) Hjp0 Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur það dregur einung- is úr afköstum. Varastu deilur við vinnufélaga. Gefðu smá- atriðunum gaum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) «0 Þig langar mikið til að skemmta þér og njóta lífsins og hættir því til að eyða um efni fram, rétt eins og pening- ar væru að detta úr tísku. Þú hefur áhyggjur af barni. Vog Steingeit (22. des. - 19. janúar) Settu þig ekki á of háan hest gagnvart fjölskyldumeðlim- um. Best er að leysa vanda- mál heima fyrir í dag. Varastu að íþyngja öðrum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Gættu þín í umferðinni og fylgdu umferðarreglunum vandlega. Láttu ekki vanhugs- aðar yfirlýsingar annarra særa þig. - Fiskar (19. 'febrúar — 20. mars) Þetta er ekki rétti dagurinn til að fara út á meðal fólks. Þú kannt að lenda í deilum við vin út af peningamáli. Mundu að sókn er besta vörn- in. Stjörnusþána á að lesa sem dagradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra sta&reynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI STUNDU/M HELD és AÐ t>ú . HLUST/e ALLS E/CK/ 'A /W6- LJOSKA SÆJ.L < VE&Of S£L ... HRÓt )£*,*£* WO WERNfG HEFÉ&-EH \ HAF/D t>/P ÞAE>? ) FEeo þó eicki eeAocvn) AÐ G/FTA f!G ? rtKUINAIMu —A 11 x SMÁFÓLK U/HAT YOU 5H0ULD DO 15 L00K AT TI4E TOP OF THE PASE..THEN 6ET YOUKSELF A CALENPAR.. Er þetta blaðið í daff? you'll knou) it's topay's PAPEKIF THE PATE AT TI4E T0P OFTHEPAGE MATCHE5 THE DATE 0N THE CALENDAl^ Það sem þú ættir að gera, er að líta efst á blaðið og ná þér í dagatal.. Þú veist að það er blaðið í dag, ef dagsetningunni efst á blaðinu ber saman við dag- setninguna á dagatalinu. Þetta er eins viðkomu og blaðið í gær... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Gegn 5 tíglum suðurs spilar makker út spaðakóng og drottn- ingu. Þitt vandamál er að ákveða hvar síðasti spaðinn er: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ G97 V ÁDG82 ♦ K1093 ♦ D Austur ♦ Á10853 V K76 ♦ 87 ♦ 965 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Allirpass Stökk norðurs í 2 hjörtu er hálf klunnalegt, en það er ekki þitt vandamál. Spurningin er, áttu að yfirdrepa spaðadrottn- inguna til að gefa makker hugs- anlega stungu, eða láta lítið og bíða eftir þriðja slagnum á hjartakóng? Með öðrum orðum, hvort er líklegra að safnhafi eigi 3-1-5-4 eða 2-2-5-4? Auðvitað er hugsanlegt að safnhafi sé með 6-lit í tígli, en 5 lauf á hann ekki. Þá hefði hann sagt 4 lauf við 3 spöðum. Með 4 tígium er hann einfald- lega að neita fyrirstöðu í spaða. Hvað sem því líður, virðist þetta vera enn ein ágiskunarstaðan. Og þó. Gleymum ekki makk- er. Hafi hann byijað með KDx ætti hann að sjá vanda okkar og leysa hann strax með því að spila smáa spaðanum í öðrum slag! Úr því hann gerði það ekki, ber okkur að draga þá ályktun að hjónin séu blönk: Vestur ♦ KD V10543 ♦ 64 ♦ G10742 Norður ♦ G97 V ÁDG82 ♦ K1093 ♦ D Austur ♦ Á10853 ¥K76 ♦ 87 ♦ 965 Suður ♦ 645 V 9 ♦ ÁDG52 ♦ ÁK83 Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í næstsíð- ustu umferð Heimsbikarmóts Flugleiða, í viðureign þeirra Alex- anders Beljavskí (2.650), Sovét- ríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Murrays Chandler (2.605), Englandi. Svartur, sem var í miklu tímahraki, lék síðast 28. - Re5-d7. 29. Hxd7! - Dxd7, 30. Rxf6+ - Hxf6, 31. Dxf6 - Dd5+, 32. Kh2 — Bf8, 33. h6 og svartur gafst upp. Síðasta umferð heimsbikar- mótsins verður tefld í dag að Hótel Loftleiðum kl. 17.10. Þá tefla saman: Andersson — Jóhann, Portisch — Salov, Speelman — Beljavskí, Chandler — Karpov, Ehlvest — Khalifman, Timman — Gúlko, Nikolic — Ljubojevic og Seirawan — Ivantsjúk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.