Morgunblaðið - 12.10.1991, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
43
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
ísland á mót íTúnis
KSI hefurfengið boð um að senda lið á mót með Sheff. Wed. og landsliðum Túnis og Senigal
Islenska landsliðinu hefur verið
boðið að taka þátt í fjögurra
liða móti í Túnis í byijun nóvemb-
er. „Þetta er skemmtilegt verkefni
og tilvalið tækifæri fyrir nýja
landsliðsþjálfarann að vera með
landsliðshópinn í æfíngum fyrir
Evrópuleikinn gegn Frökkum í
París,” sagði Eggert Magnússon,
formaður Knattspyrnusambands
íslands í stuttu spjalli við Morgun-
blaðið. KSí bíðuð nú eftir endan-
legri staðfestingu frá Túnis.
Sheffield Wednesday og lands-
lið Túnis og Senegal taka þátt í
mótinu. Fyrirkomulag mótsins er
þannig að hvert lið leikur tvo leiki.
Sigurvegarinn úr fyrstu leikjunum
leika til úrslita og liðin sem tapa
leika um þriðja sætið. Mótið verð-
ur í Túnis 5. til 7. nóvember.
„Við bíðum eftir staðfestingu. Það
er erfitt að hafna þessu boði, enda
kostar það okkur ekkert að taka
því. Túnismenn borga bæði ferðir
og uppihald liðanna, sem taka
þátt í mótinu,” sagði Eggert
Magnússon.
Ferðin til Túnis er tilvalin und-
irbúningsferð fyrir landsliðsmenn
íslands, sem leika gegn Frökkum
20. nóvember í Evrópukeppni
landsliða.
Landsliðið heldur til Kýpur á
morgun, en þar leikur liðið lands-
leik gegn Kýpur á miðvikudaginn
kemur. Engin forföll hafa verið í
íslenska landsliðahópi Ásgeirs
Elíassonar, landsliðsþjálfara.
KNATTSPYRNA
Sævar Jóns-
son í þriggja
leikja bann
Sævar Jónsson, fyrirliði Valsliðs-
ins, var í gær dæmdur í
þriggja leikja bann hjá aganefnd
Knattspyrnusambands Evrópu,
UEFA. Sævar og Blaise Piffaretti,
fyrirliði Sion, sem fékk einnig
þriggja leikja bann, voru dæmdir í
bannið fyrir slagsmál í Evrópuleik
liðanna í Sviss. Þeir voru reknir C-
leikvelh í upphafi seinm halfleiksins.
Sævar mun því ekki leika með
Valsmönnum í 1. umferð Evrópu-
keppni bikarhafa á næsta ári og
ef Valsmenn komast þá í aðra
umferð mun Sævar geta leikið í
seinni leiknum i umferðinni. Ef
Valsmenn komast ekki áfram mun
einn leikur í banninu geymast.
Wim Kieft, miðheiji Eindhoven,
var dæmdur í tveggja leikja bann
fyrir að argast í dómara í Evrópu-
leik gegn tyrkneska liðinu Besiktas.
KÖRFUKNATTLEIKUR/ÚRVALSDEILD
Sannkölluð eldskím
„Þetta var sannkölluð eldskírn
að lenda gegn íslandsmeistur-
unum og þar að auki í „Ljóna-
gryfjunni”, sagði Birgir Mika-
elsson, þjálfari og leikmaður
Skallagríms, nýliðanna í Úr-
valsdeildinni sem mættu
Njarðvíkingum í Njarðvík í sín-
um fyrsta leik gærkvöldi. Eins
og við var búast sigruðu
heimamenn nokkuð örugglega
eða með 30 stiga mun 93:63
og virðast til alls líklegir.
Nýliðamir náðu þó að skora
fyrstu stigin í leiknum en
Njarðvíkingar voru fljótir að ná
hbhmhbí undirtökunum sem
þeir héldu síðan allt
til loka. „Þrátt fyrir
tapið get ég verið
ánægður með
margt hjá mínum
mönnum sem mér fannst á köflum
bera fullmikla virðingu fyrir ís-
landsmeisturunum. Við erum búnir
Bjöm
Blöndal
skrifar frá
Keflavík
að leika marga æfingaleiki að
undanförnu, en að leika í Úrvals-
deildinni er nýr heimur fyrir marga
í liðinu,” sagði Birgir. „Hraðinn
er miklu meiri en í neðri deildunum
og greinilegt er að við þurfum að
lagfæra vamarleikinn því Njarð-
víkingar náðu að skora mikið úr
hraðaupphlaupum vegna þess hve
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
UMFN-UMFS 93:63
íþróttahúsið í Njarðvik, Islandsmótið i
körfuknattleik, Úrvalsdeild, föstudaginn 11.
október 1991.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:5, 8:5, 21:13,
30:22, 40:26, 52:35, 58:40, 63:46, 69:58,
81:62, 87:63, 93:63.
Stig UMFN: Teitur Örlygsson 28, Rondey
Robinson 14, Kristinn Einarsson 12, Jó-
hannes Kristbjömsson 11, Rúnar Jónsson
8, Friðrik Ragnarsson 8, Ástþór Ingason
5, ísak Tómasson 5, Brynjar Sigurðsson 2.
Stig UMFS: Maxim Krupachev 19, Eggert
Jónsson 12, Elvar Þórólfsson 10, Birgir
Mikaelsson 8, Guðmundur Kr. Guðmunds-
son 8, Hafsteinn Þórisson 4, Gunnar Jóns-
son 2.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Helgi
Bragason er dæmdu vei.
Áhorfendur: Um 200.
Knattspyrna
Þýskaland:
Þrír leikir voru leiknir í þýsku úrvalsdeild-
inni í gærkvöldi:
Bochum - Karlsruhe..................1:3
Niimberg - Stuttgart.............. 4:3
■Eyjólfur Sverrisson skoraði ekki fyrir
Stuttgart.
Frankfurt - Mönchengladbach.........0:0
EM 21 árs liða
Cordoba, Spáni:
Spánn - Frakkland...................0:0
Um helgina
Einn leikur fer fram í úrvals-
deildinni í dag kl. 16. Haukar
fá Grindavík í heimsókn. Á
morgun verða þrír leikir.
Skallagrímur - Snæfell-kl. 16
og Þór - ÍBK og Tindastóll -
Njarðvík kl. 20.
Morgunblaðið/Einar Falur
Teitur Örlygsson lék vel með Njarðvíkingum og var stigahæstur.
KNATTSPYRNA
Maradona vill setjast
að í Bandaríkjunum
Knattspyrnukappinn Diego Maradona frá Argentínu sagði í gærkvöldi
að hann vilji setjast að í Bandaríkjunum. „Ófriðurinn er orðinn mik-
ill við heimili mitt. Fréttamenn og ljósmyndarar eru þar allan sólarhring-
inn og ég fæ ekki stundlegan frið. Eg þolt þetta ekki lengur og vil setjast
að í Bandaríkjunum. Ég gerði mistök, en það er óhæft að það komi niður
á fjöískyldu minni. Það eins sem ég óska eftir nú er að lifa í friði.”
seinir við vorum að snúa í vörnina.”
Teitur Örlygsson besti maður
vallarins og var í sannkölluðum
vígamóð. Rondey Robinson og
Krisinn Einarsson voru einnig
sterkir. Rúnar Jónsson sem til
þessa hefur ekki verið í byijun-
arliðinu sýndi einnig góð tilþryf.
Maxim Krupachev var yfirburðar-
maður í liði Skallagríms en eigi
að síður eru þar nokkrir athyglis-
verðir leikmenn svo sem Eggert
Jónsson og Elvar Þórólfsson. Birg-
ir Mikaelsson lék vel í fyrri hálf-
leik en náð sér ekki á strik í þeim
síðari. „Lið Borgnesinga er sterk-
ara en þessi úrslit gefa til kynna
og ég er sannfærður um að þeir
eiga eftir að gera það gott. Liðinu
vantar greinilega meiri leikreynslu
og þegar hún er fengin geta Borg-
nesingar velgt hvaða liði sem er
undir uggum,” sagði Friðrik Rún-
arsson, þjálfari UMFN.
UEFA-KEPPNIN
Tottenham*
heima fyrst
Forráðamenn Tottenham eru
afar óhressir með ákvörðun
UEFA í gær að Tottenham leiki
fyrst heima í Evrópukeppni bikar-
hafa gegn portúgalska félaginu
Porto, en fyrri leikurinn átti að fara
fram í Portúgal 23. október. Ástæð-
an fyrir þessari breytingu er að
Arsenal leikur sama dag í Evrópt^^
keppni meistaraliða í Portúgal -
gegn Benfica. UEFA óttaðist að til.
óláta stuðningsmanna félagsins
kæmi ef þeir væru á ferð í Portúgal
á sama tíma.
„Við hefðum vilja eiga heimaleik-
inn til góða,” sagði Peter Shreeves,
framkvæmdastjóri Tottenham.
Heilir og tvískiptir gallar
Verb st. 120 -130 kr. 6.880.-
" st. 140 -150 kr. 7.880,-
" st. 160 -170 kr. 8.880.-
Cullfallegur
sænskur vetrarfatnabur.
^^■■■■■^B
Verö
frá: 4.550.-
Sportfatnabur
100% vind- og vatnsþéttur
13 Heilir oq tvískiptir gallar
3 Úlpur
13 Pólarpeysur Gengt Umferöamiöstöðinni sími:19800 og 13072
alpina
Skólaskór