Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991 Helgi Tómasson: Árangur sem þessi næst ekki nema með algjöru einræði. Égræð öllu í dans- flokknum. HelgiTómasson hefurskapað nýjan stíl sem danshöfundur og sló dansflokkur hans rækilega í gegn í háborg ballettsins í síðustu viku Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson l\ií tala þeir um Tómasson eftir Kristínu Marju Baldursdóttur DANSFLOKKUR Helga Tómassonar, San Francisco-ballettinn, sló í gegn í New York í síðustu viku. Stjórnandi og dansarar fengu frá- bæra dóma listgagnrýnenda stórblaðanna, sem voru sammála um að dansflokkur Helga Tómassonar væri nú á heimsmælikvarða. Helgi kom í stutta heimsókn til íslands núna fyrir helgina og ræddi þá stuttlega við Morgunblaðið um dansflokkinn og dagana í New York. Isíðasta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins var grein eftir blaðamann „The New York Times” þar sem sagt var frá endurreisn San Francisco- ballettsins undir stjórn Helga, og list- rænum sigrum hans. Lesendur fengu þá einnig að vita að dansflokkurinn kæmi í fyrsta sinn fram í New York, dagana 1.-6. október, og er því gam- an að geta einnig skýrt frá árangri þeirrar farar, sem var í einu orði sagt frábær ef marka má blöðin. Stórblöðin í New York voru sam- mála í lofsverðum dómum sínum og segir Anna Kisselgoff, listgagnrýn- andi „The New York Times” meðal annars: „Tómassyni hefur tekist það sem engin fordæmi eru fyrir, að gera landsbyggðarballett að dans- flokki á heimsmælikvarða. Stórkost- legur stíll og ferskleiki fylgdi dönsur- unum frá Kalifomíu og er heimsókn þeirra sú mest spennandi sem New York-búar hafa fengið í áraraðir.” Clive Bames, einn þekktasti gagn- rýnandi borgarinnar, segir í „New York Post”, að nú sé kominn fram nýr stíll, Tómassonarstíllinn. Því þótt ílelgi Tómsson hafi orðið fyrir áhrif- um frá felanchine, Petipa og Robb- ins, þá itandi hann jafnfætis þeim með síbb ákveðna, sérstaka stíl. Helgi Tómasson sem kom í þriggja daga heimsókn til Islands núna fyrir helgina er að vonum ánægður eftir þessa sigurför. í fimmtán ár var hann aðal- dansari „The New York City bállet”, og kom nú aftur og sá og sigraði sem stjórnandi og danshöfundur. „Móttökurnar voru mjög góðar, ég var sem sagt boðinn velkominn aft- ur. Dansflokkurinn hafði ekki dansað á Manhattan i 20 ár og af tíu dans- verkum vorum við með átta sem aldr- ei höfðu sést áður,” segir hann. Fimm verkanna eru eftir Helga, og þegar við ræðum um gagnrýni erlendu blaðanna, er greinilegt að Helga þykir einna vænst um orð Barnes þegar hann talar um hin sér- stöku verk Tómassonar. „Ég var mjög spenntur fyrir sýn- inguna þótt ég væri ekki beint kvíð- inn. Vissi nokkurn veginn að við myndum slá í gegn,” segir Helgi. „Ég var öruggur um að áhorfendurtækju sjálfum dansflokknum mjög vel, en var ekki eins viss um viðtökumar þegar verkefnin áttu í hlut. A fyrstu sýningunni fann ég það á mér að okkur hafði tekist vel upp. Það myndast ákveðinn ys og þys meðal áhorfenda þegar sýning er góð! Hins vegar átti ég ekki von á því að skrifað yrði um okkur eins og gert var.” Helgi segir að takmark hans hafi verið að sýna New York-búum hveiju dansflokkurinn hefði áorkað eftir endurreisnina. „Það var margt að sýna, bæði dansana og annað. Og ef menn sigra í New York, þá eru þeir búnir að slá í gegn.” Helgi tók við San Francisco-bail- ettinum árið 1985 og var þá flokkur- inn klofinn og sundraður. Deilur og mannukemmandi andi hafði lamað siðgæðisþrekið og synd væri að segja að Helga hafi verið tekið tveimur höndum. í raun var honum tekið illa af sumum dönsurunum og hluta af föstum áhorfendum. Oft er talað um erfiðleikatímabil flokksins á þessum árum, en ég spyr hann hvort þetta hafi í rauninni ekki verið hrein átök? „Jú þetta voru átök,” segir Helgi umbúðalaust. „Við urðum að byrja á öllu frá byrjun. Dansararnir dönsuðu ekki vel, verkefnaval var ekki gott, það var enginn agi, - það tók okkur sex ár að ná flokknum upp aftur. Því er það stórkostlegt að fá þessa viðurkenningu, og einkum að heyra það að dansflokkurinn hafi sinn ákveðna stíl. Að nú hafi skapast Hotfoot it to the Frisco IfnuTuu^. mw. ---- ------ rtU«UMih « « u» c«7 I aivE I BAgNES „ . „ - ---- I ——R *• -•* 1-roH.uin, mT/iúí.rnTT ■ís.^7ZZJ52Z z.'Zsæjrrszs: swtZLsrrLZ&z ssrí“"........... ■ “ STE^ k3s£SkS§ JaMHMaM. k, tkantrMr- ;“„S!SSS: '•StSiSS _______ - • rf-l-.. M <to- | lc buoqu. «rl. rsvsiís r.taaa The Arts THURSDAY. OCTOBEK i. Ittl Cþr ^’rU/Jjork Simrfi Review/Paac* A Fresh Approach to Classicism From the San Francisco Ballet rútL. l I 'S® CWura. »4 AiKWy R—d... lr -Tb. CW«l - STSS^S^ *>uii«»«iiva HelgiToraasson leadsaregional company into the national ranks. íjs £i*s=at=as SS- Syrgzaáá: gtg®jp[f irrá^ WAvsastxS M.fl.1 Manic, ChflsioplWf ■ MM. »*kr Vhntff >nd Mt, gÚM Hft Blaðaúrklippur frá stórblöðum New York borgar þar sem Helga og dansflokknum er hælt á hvert reipi. Tómassonarstíll, því það er jú til Balanchinestíll, Petipastíll og svo framvegis.” Dansgleði, fijálsleiki, og ná- kvæmni eru þau orð sem Helgi notar um stíl sinn þegar hann er spurður hvað einkenni hann. Og þegar við tölum um dansana og hvernig þeir verða til, segir Helgi að dansinn sé ein erfiðasta listgreinin. Þegar hann sémji verði hann að hafa dansarann fyrir framan sig, og oft sé tíminn naumur sem hann fái til sköpunar. „Að semja dansa er mest vinna, minnst andagift,” segir hann af hóg- værð. Að ná umtöluðum árangri er ekki lítill sigur og segir Helgi að slíkt hafist ekki nema með vinnu og aftur vinnu. „Ég er þarna frá morgni til kvölds. En árangur sem þessi næst ekki nema með algjöru einræði. Ég ræð öllu í dansflokknum, hvað hann gerir, hvar hann sýnir.” Ég spyr hvort hann hafi ekki ver- ið að því kominn að gefast upp þeg- ar verst gekk, og hann jánkar því innilega. Segist oft hafa verið að hugsa um að hætta þessu öllu. „En það var þijóska sem kom í veg fyrir það, gamla, íslenska þrjóskan, gefast ekki upp, halda áfram,” segir hann og hlær. San Francisco-ballettinn byijar á nýjum verkefnum núna í október og mun fyrst sýna í „Orange County”, sem er skammt frá Los Angeles, en síðan mun ball- ettinn „opna” í San Francisco með Hnetubijótnum. Fyrsta sýningin er Galasýning svokölluð, sem er mikill viðburður, en hún er haldin í fjáröfl- unarskyni. Helgi segir að hann hafi vissulega stefnt að því allan tímann að dans- flokkurinn sýndi í New York. Nú hefur hann náð því takmarki með glæsibrag, en hvað er þá framundan, á hvað stefnir Helgi Tómasson nú? „Ég stefni að því að eftir okkur verði óskað á hveiju ári í New York," segir hann. „Sú viðurkenning sem okkur hlotnaðist núna auðveldar að leýsa fjárhagsleg vandamál og auð- veldar okkur að ferðast um með flokkinn. Við höfum farið til Parísar, Tókýó, en ég vil fara aftur til Evr- ópu. Ég vil komast til London með dansflokkinn.” - Það er talað um dansgleði en jafnframt strangan stíl hjá dans- flokknum þínum, og að þú sért fjör- mikill en jafnframt hæggerður. Eru hér kannski tvær persónur á ferðinni? „Nei það held ég ekki,” segir hann hægur. „Ég er mjög kröfuharður bæði við sjálfan mig og aðra, og mér tekst að ná því besta frá dönsurun- um. Tekst það án þess að vera æp- andi, þeir vita hvað ég vil fá frá þeim. Það geta ekki allir verið best- ir, það eru bæði aðaldansarar og aukadansarar, en allir eru jafn mikil- vægir og það segi ég þeim. Ég geri kröfur til þeirra á því stigi sem þeir eru á. Og þau vilja ekki valda mér vonbrigðum.” - Er dansflokkurinn þinn að verða einn sá bestr í heimi? „Það er ekki hægt að segja það, því dansflokkar dansa á mismunandi stigum. En það er enginn vafi á því, að hann er talinn vera einn sá besti í Bandaríkjunum. Það hefur ekki verið sagt berum orðum á prenti, því þetta er pólitískt mál og viðkvæmt, en árangur okkar í síðustu viku hef- ur haft gífurleg áhrif í New York. Þetta hafa verið erfiðir dagar hjá tveimur stærstu dansflokkunum þar í borg, „The New York Ballet” og „The American Ballet Theatre. En það er erfitt að komast á topp- inn og enn erfiðara að halda sér á honum, eins og ég komst að þegar ég var dansari. Allir vilja komast á toppinn og því miður er ekki pláss fyrir marga þarna uppi. Og þeir sem eru þar verða stöðugt að sýna færni og gæði.” i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.