Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 17
MORGtJNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991 17 heimili mínu og ég þekkti aðstæðurn- ar sem sýndar voru í sjónvarpinu. A öðrum degi sá maður að það var eitt- hvað bogið við þetta allt saman og að þetta myndi fara út um þúfur. Ég gerði mér ennfremur strax grein fyrir því að valdaræningjarnir yrðu að sýna Gorbatsjov, hvort sem hann væri á sjúkrahúsi eða ekki. Væri hann veikur þá væri hér um stjórn- skipulega réttar aðgerðir að ræða, ella ekki.” Karpov segist þekkja pers- ónulega marga af þeim mönnum sem komu við sögu í valdaráninu, bæði úr neyðarnefndinni og þó einkum úr herbúðum Jeltsíns. „Ég þekki Janajev fyrrverandi varaforseta frá því hann starfaði í Komsomol en þá sat ég í miðstjórn sovéska æskulýðs- sambandsins. Honum þótti gott í staupinu þannig að mér finnst ekki fjarstæðukennt að hann hafí verið drukkinn mest allan tímann eins og haldið hefur verið fram. Ég er nokk- uð viss um að Janajev hefur ekki verið foringi valdaránsins. Það hlýtur að hafa verið einhver annar, en ég veit ekki hver, sennilega ekki Jazov varnarmálaráðherra og varla Krjútsjkov heldur, hann var ekki jafn öflugur yfirmaður KGB og margir forvera hans og hafði auk þess ekki verið lengi í embætti.” Karpov segist hafa nokkra trú á Jeltsín sem framtíðarleiðtoga þótt draga megi í efa að ákvarðanir hans eftir valdaránið hafi allar verið lýðræðinu til' framdráttar. Þegar hann er spurður hvort ástæða sé til að óttast rússneska þjóðernisstefnu svarar hann: „Ég óttast hvers kyns þjóðemisstefnu hvar sem hún birtist. Nú eru að minnsta kosti fimmtán slíkar í Sovétríkjunum. Frá blautu barnsbeini hef ég verið mótfallinn hvers kyns þjóðemisstefnu.” Karpov vildi þó alls ekki fella dóm yfír þeim þjóðum sem nú leitast við að öðlast sjálfstæði frá Sovétríkjunum, það yrði að koma í ljós hvort hin nýju ríki virtu mannréttindi, það væri meginatriðið. Umboðsmenn óskast Risol er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar f Englandi. Það hefur sérhæft sig í góðum og sérlega ódýrum vörum. 80 síðna litprentaður vörulisti sem inniheldur t.d. Yfirleitt er hægt að fá flestar vörur í listanum með mjög stuttum fyrirvara. Umboðsmenn óskast á eftirtöldum stöðum: ♦ Akureyrí ♦ Húsavík ♦ Akranesi ♦ Vestmannaeyjum ♦ ísafirði ♦ Keflavík ♦ Sauðárkrók ♦ Borgarnesi ♦ Blönduós ♦ Hornafirði ♦ Neskaupstað ♦ Selfossi Þeir sem hafa áhuga á dreifingu og sölu þurfa ekki endilega að vera með verslun. Dæmi um verð í smásölu □ Regnfatasett frá kr. 1.990,- □ Wax úlpur frá kr. 6.900,- □ Kuldaúlpur frá kr. 4.900,- □ Vinnugallar frá kr. 2.790,- □ Skyrtur frá kr. 1.190,- □ Gallabuxur frá kr. 2.900,- Einkaumboð, heildsöludreifing: RGMANN RGMANN hf. Nýbýlavegi 4, 202 Kópavogi, sími 91-45800 B „Sem þingmaður hef ég reynt að varðveita sjálfstæði mitt. Ég hef ekki bundið trúss mitt við ákveðna þingflokka því ég kæri mig ekki um að lúta flokksaga þegar ég greiði atkvæði.” „Undanfarin tvö tU þrjú ár hafa íslensku stórmeistararnir staðnað. En e.t.v. er þetta millibilsástand sem þeir nota til að safna reynslu og kröftum til frekari afreka.” Karpov var félagi í Kommúnista- flokki Sovétríkjanna og gegndi trúnaðarstörfum í Komsomol, æsku- lýðsfylkingu flokksins. Hann var spurður hvetjar væru tilfinningar hans nú þegar flokkurinn hefði verið bannaður. „Ég harma það. Ekki vegna þess að ég telji að kommúni- staflokkurinn hafi gert landinu gott heldur vegna þess að þetta er full- komlega á skjön við stjórnarskrá landsins. Einungis hæstiréttur lands- ins hefði getað tekið slíka ákvörðun. En þar að auki er ákvörðunin röng vegna þess að þótt tveir ritarar flokksins hafi átt sæti í neyðarnefnd- inni þýðir það ekki flokkurinn hafi verið glæpsamlegur. Milljónir flokks- manna höfðu ekkert með valdaránið að gera og studdu það ekki.' Lýðræð- ið á enn langt í land hjá okkur. Þetta er einræðisleg ákvörðun sem ég get ekki stutt.” - En fái flokkurinn að starfa á ný munt þú styðja hann áfram? „Ég hafði verið að bíða eftir flokksþingi þar sem ákveðið yrði hver yrði framtíðarstefna flokksins. Síðan ætlaði ég að gera upp hug minn til þeirrar stefnuskrár. Nú veit ég ekki hvernig stjórnmál landsins þróast. Sem þingmaður hef ég reynt að varðveita sjálfstæði mitt. Ég hef ekki bundið trúss mitt við ákveðna þingflokka því ég kæri mig ekki um „Fyrir fimm eða sex árum keypti ég gott íslenskt safn í Sovétríkjun- um og hef verið að bæta við það síðan. Núna á ég næstum öll ís- lensku frímerkin en mig vantar enn nokkrar gamlar yfirprentanir.” „Kasparov er sterkari persónuleiki og getur þvingað fólk til að leggja allt í sölurnar en það get ég ekki.” þegar fréttirnar af valdaráninu bár- ust? „Fyrstu stundimar reyndi ég að ná sambandi við fjölskyldu niína í Moskvu og Leníngrad og síðan við samtökin sem ég starfa fyrir. Það gekk vel að hringja þannig að ég hugsaði með mér: Þetta er nú ekki eins alvarlegt og það gæti verið. En vissulega var ég kvíðinn þegar ég sá skriðdrekana á götum Moskvu. Ég bý nærri rússneska þinghúsinu þannig að allt þetta gerðist nærri hefur hann aðrar fyrirætlanir, hver veit,” segir Karpov og vill ekki fara nánar út í þá sálma. Hann segir að líklega verði Rússar með sterkustu skáksveitina en sveit Úkraínu verði einnig mjög öflug þar sem eru ívantsjúk, Beljavskíj og Túkmakov. Karpov segist hafa teflt við flesta íslensku stórmeistarana. „Undanfar- in tvö til þrjú ár hafa ungu stórmeist- ararnir staðnað. En e.t.v. er þetta millibilsástand sem þeir nota til að safna reynslu og kröftum til frekari afreka. Ég vona að það verði raunin. Ég hef fylgst með þeim tefla á Ólympíumótum og hreifst af góðum liðsanda þeirra.” Sú spurning vaknar hvort maður sem varið hefur mestum hluta ævi sinnar til skákiðkunar verði aldrei leiður á tafli. „Það kemur fyrir. En eftir viku eða tíu daga hvíld fyllist ég sama áhuga og þegar ég var barn.” En er ástæða til að mæla með skákiðkun fyrir börn? „Já, tvímæla- laust,” svarar Karpov. Hefur hann kennt syni sínum að tefla? „Nei, það gerði afi hans en strákurinn hefur ekki nógu mikla þolinmæði.” að lúta flokksaga þegar ég greiði atkvæði.” Þegar valdaránið var framið var Karpov staddur í Brussel þar sem hann tefldi áskorendaeinvígi við Ind- vetjann Anand. Hvernig leið honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.