Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTOBER 1991 Ót 11 Að neðan sést hversu mikil útlán til húsnæðiskaupa hafa verið á síðastliðnum 4 árum og hvaðan þau koma, auk áætlunar fyrir árið í ár. Allar tölur eru á föstu verðlagi ársins 1991 og eru í milljónum. Rauða línan sýnir fjölda kaupsamninga þessi sömu ár og miðast hún við kvarðann til hægri við myndina. Innlánsstofnanir 20 þúsundir 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 5.000 15 Húsbréfadeild Byggingarsjóður ríkisins Húsnæðisstofnun 4.000 3.000 10 2.000 ^Erlendis f'Suðurland S*Austurland J,Nb eystra '>«NI. vestra >Vestfirðir >Vesturland T'Reykjanes 'Reykjavík 1.000 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 Umsóknir Umsækjendur Að ofan má sjá hvernig skiptingin ^ er milli kjördæma, bæði milli umsókna og?k r* <u. umsækjenda. Til samanburðar er skipting þjóðarinnar sýnd á bak við hvora súlu um sig. Til hægri sést pda þeirra, sem fengu greiðslu- erfiðleikalán, miðað við mánaðartekjur og hreina eign. þegar húsbréfakerfíð komst á í upp- hafi. Ekki hækkað fasteigmaverð Frá því að húsbréfakerfíð komst á laggimar hefur alls verið veitt úr því tæplega 5.800 lánum, þar af 2.272 lánum á síðasta ári og rúmlega 3.600 á þessu ári. Þeir sem Morgun- blaðið ræddi við um málið voru al- mennt á þeirri skoðun að þetta kerfi hefði ekki leitt til hækkunar á fast- eignaverði nema síður væri. í grein- argerð starfshópsins sem vinnur að endurskoðun á kerfinu kemur þetta m.a. fram og er byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. í bráðabirgðaáliti starfshópsins kemur fram að hann hafí kannað ýmsar leiðir til að breyta framkvæmd fasteignaviðskipta og þeirri af- greiðslu sem fram fer hjá húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sérstaklega þurfi að liggja skýrt fyr- ir hvemig húsbréf em meðhöndluð í fasteignaviðskiptum og hver ber kostnað sem e.t.v. kemur upp. Einn- ig þurfi að stytta afgreiðslutímann frá því sem nú er en tillögur um þessi atriði muni liggja fyrir hjá hópnum síðar. Starfshópurinn bendir einnig á að ríkisskattstjóri hafi nú til athugunar möguieika á að afföll á húsbréfum til kaupa á notuðum íbúðum geti veitt skattaafslátt. I greinargerðinni segir: „Fram hefur komið að þegar nýbyggingar eiga í hlut er hægt skv. skattalögum að fá vaxtabætur vegna affalla sem koma fram við sölu hús- bréfa á markaði en ekki þegar um notaðar íbúðir er að ræða. Þess ber að geta að ríkisskattstjóri hefur til athugunar möguleika á að afföll telj- ist til vaxtagjalda vegna vaxtabóta þegar um notaðar íbúðir er að ræða ... Starfshópurinn væntir þess að fá skýrslu frá ríkisskattstjóra varðandi ofangreint atriði til skoðunar fljót- lega.” Lítið reynt að svindla í kerfinu Það sem af er hefur lítið verið reynt að svindla á húsbréfakerfinu þótt þess fínnist vissulega dæmi. Aðallega hefur fólk reynt þrjár að- ferðir til þessa. í fyrsta lagi að selja íbúð og kaupa hana strax aftur, í öðru lagi að selja íbúð en rifta síðan kaupsamningi þegar húsbréfalánið er komið í gegn og í þriðja lagi að tveir aðilar taka sig saman um að selja hvor öðrum íbúð sína og hirða síðan lánin sem þeir fá hvor í sínu lagi. Sigurður Geirsson segir að fyr- ir utan þetta sé síðan til að fólk reyni ýmsar aðferðir til að ná í stærra lán en viðkomandi hefur í raun greiðslu- getu til, einkum með að segja ekki frá öllum skuldum sínum. í máli Sigurðar kemur fram að það hefur verið tiltölulega auðvelt fyrir Húsnæðisstofnun að sjá við þessu svindli. Hvað varðar tvo síð- asttöldu möguleikana þurfa viðkom- andi að fá nöfnum breytt á skulda- bréfunum og stofnunin einfaldlega neitar að verða við þeim óskum. Sem dæmi má taka dæmið þar sem tveir aðilar selja hvor öðrum íbúð sína. Eftir að kaupin hafa gengið um garð reyna þeir að rifta þeim og sækja um að fá að yfírtaka skuldabréfín hjá hvor öðrum. Stofnunin neitar því og sitja viðkomandi þá uppi með að á eignum þeirra eru áhvílandi skuld- ir sem annar aðili er greiðandi að. VETUR DORM! Verð fyrir fullorðinn í 3 vikurfrá 8000 kr. barnaafs Vetrarferðir Samvinnuferða- Landsýnar til Benidorm undanfarin ár hafa notið mikiila vinsælda og enn gefum við fólki kost á að ná úr sér vetrarhrollinum á hinni notalegu strönd Costa Blanca. Ekki dregur úr þægilegheitunum að verðið er það langbesta sem í boði er! VIÐ BYRJUM AJ0LAFERÐ í DESEMBER Það er samdóma álit allra sem farið hafa í þessar ferðir að þær eru afskaplega skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna jólahaldi og margar fjölskyldur hafa tekið sig saman og dvalið á Benidorm yfir jól og áramót. í janúar höldum við áfram og bjóðum ferðir á þriggja vikna fresti út veturinn. Á þeim árstíma er afar notalegt veður á Benidorm. ENGIRTVEIR DAGAR EINS Það er hægt að hafa nóg fyrir stafni á Benidorm. Bærinn iðar af lífi allan ársins hring með fjölda veitingastaða, verslana og skemmtistaða. íslensku fararstjórarnir sjá um að engum leiðist og halda lauflétt íþróttamót og kvöldvökur með íslensku sniði. Hægt er að fara í góðar gönguferðir, taka þátt í félagsvist, skák, bingói, keilu og svo auðvitað golfinu. GLÆSILEGARIBUÐIR Gist er á íbúðarhótelinu Residencia el Paraiso. íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, stofu og eldhúsi. Sími er í íbúðunum og hægt er að fá sjónvarp. Þar er úpphitun og loftkæling og á hótelinu er margháttuð sameiginleg þjónusta. .EKKERT VERÐ" Verðið er mjög hagstætt. Þannig er staðgreiðsluverð í þriggja vikna ferð fyrir hvern fullorðinn miðað við 4 í íbúð aðeins 41.135 kr! Sé miðað við 2 í íbúð er staðgreiðslu- verðið 47.595 kr. Barnaafsláttur fyrir börn á aldrinum 2-12 ára er 8.000 kr! Þetta verð er miðað við gengi 1/10 1991 og er án flugvallarskatts og forfallatryggingar. \wsssmm Samvlnniilerðir-Laiiilsj/ii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 39 80 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195 f-?' " - r*~’ gjgt,J ' ' -Jm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.