Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991 EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON FORMAÐUR YSÍ SEGIR RAUNVERULEIKANN NÓGU SÓTSVARTAN - YSÍ ÞURFI EKKI AÐ MÁLA NEINN SKRATTA Á VEGGINN eftir Agnesi Bragadóttur Ljósmynd/Ragnar Axelsson Á SÖMU stundu og íslenska landsliðið okk- ar í brids sest niður í Yokohama í Japan, og hefur áttundu lotuna í úrslitaleiknum gegn Pólverjum í heimsmeistaramótinu í brids, sest Einar Oddur Kristjánsson for- maður VSÍ niður með blaðamanni Morgun- blaðsins á einni af efri hæðum Morgun- blaðshússins við Aðalstræti, í höfuðstöðvum S.H. og upphefur raust sína um rústir ís- lensks efnahagslífs. Einar Oddur sér í mesta lagi ljóstýru framundan í ísiensku efnahagslífi og sú ljóstýra er æði skilyrt, og nær aldrei að glæðast að hans mati, nema til komi samstillt átak launþega, vinnuveitenda, stjórnvalda, lífeyrissjóða og banka. Þessi sjónarmið sín ræðir formaður Vinnuveitendasambandsins hér á eftir í samtali við Morgunblaðið á þann kjarnyrta hátt sem bjargvætturinn að vestan er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur fyrir. VSI hrópar núna „Úlfur! Úlfur!” í gríð og erg. Samningar eru lausir, og það hlýtur að þjóna hagsmunum Vinnuveitendasambandsins að mála skrattann á vegginn og hræða þjóðina til þess að semja um minna en ekki neitt. Er ekki hætt við að þjóðin líti á þessa svart- nættismessu ykkar, sem ótrúverð- ugt áróðursbragð, í því skyni að knýja fram samninga sem fela enga kjarabót í sér? Einar Oddur hallar undir flatt eins og honum einum er lagið, otar fingri í átt til mín og hvessir á mig augum. Segir svo: „Við þurf- um ekkert á því að halda að mála neinn skratta á vegginn vegna kjarasamninga. Við skulum líta á þessa svörtu spá okkar og aðra svarta spá - spá Þjóðhagsstofnunar fyrir næsta ár. Það er nú ekki all- ur munurinn á þessum tveimur spám. í spá Þjóðhagsstofnunar geta menn lesið að mjög ósennilegt er talið að framkvæmdir vegna nýs álvers hefjist hér á næsta ári. Þeir segja að áætluninni verði breytt, þegar það er endanlega ljóst að engar framkvæmdir verði. Við, aftur á móti, segjum að við reikn- um ekki með álveri á næsta ári. Hið góða skaðar ekki. Við skulum breyta okkar áætlun ef í ljós kem- ur að framkvæmdir hefjast á næsta ári.” - Ætlar VSÍ þá að stökkva fram og bjóða kjarabætur, ef fram- kvæmdir við nýtt álver hefjast á næsta sumri? Einar Oddur hvessir sig: „Ekki grípa fram í fyrir _ mér!” Heldur svo áfram: „í öðru lagi gera okkar spár ráð fyrir því að bæði álið og kísilj áynið fari nið- ur um þijá milljarða í útflutnings- tekjum á næsta ári, og það mat byggjum við bara aNþví sem hefur Líf og dauði; „Við skulum reyna að 'fækka gjaldþrotunum eins og við getum, nógu skelfilega mörg verða þau samt. Það er upp á líf og dauða fyrir okkur að festast ekki í svartsýninni. Við verðum að reyna að sjá eitthvert ljós - þó það sé ekki nema ljóstýra. En slíkt gerist ekki nema með nýrri atvinnustarfsemi. Það vex engin jurt upp af ís og klaka.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.