Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991 M0RGUNBIjAÐ1Ð ' SUNtjíj6a1ÍU)Í' lll lMfölER 1991 tr .19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Orð og gerðir Almennt er álitið, að komið sé að lokakafla í viðræðum aðildarríkja EFTA og EB um stofnun hins svonefnda evr- ópska efnahagssvæðis. Það var hugmynd Evrópubandalagsins að koma því á fót og Evrópu- bandalagið bauð EFTA-ríkjun- um til viðræðna um slíkt sam- starf. Nú ríkir veruleg svartsýni um að viðræður þessar leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Eitt helzta ágreiningsefnið snertir sjávarútvegsmál. Á undanförnum misserum hafa ýmsir háttsettir ráðamenn Evrópuríkjanna komið hingað til lands. Mitterrand, Frakklands- forseti, yar hér á ferð, einnig forseti Ítalíu og utanríkisráð- herra Ítalíu, utanríkisráðherra írlands og ljölmargir fleiri ráða- menn innan Evrópubandalags- ins. Þá hafa íslenzkir ráðamenn átt viðræður við flesta helztu valdamenn í aðildarríkjum Evr- ópubandalagsins svo og við framkvæmdastjórn bandalags- ins. í nánast öllum þessum sam- tölum hefur komið fram ríkur skilningur á sérstöðu íslands og vilji til þess, að við getum náð skynsamlegum tengslum við bandalagið án þess að fórna þeim hagsmunum okkar, sem úrslitum ráða um líf þjóðarinnar í þessu landi. Ráðherrar í hverri ríkisstjórn- inni á fætur annarri og allur almenningur hafa haft ríka ástæðu til að ætla, að við mund- um mæta skilningi, þegar kæmi að samningum við bandalagið. Reynslan er hins vegar allt önn- ur. Þrátt fyrir ítrekaðar og margendurteknar yfirlýsingar frá ráðherrum einstakra aðildar- ríkja Evrópubandalagsins um góðan vilja í okkar garð getur allt eins farið svo, að samninga- viðræður um evrópska efna- hagssvæðið fari út um þúfur m.a. og ekki sízt vegna þess, að samningar takist ekki um hin sérstöku hagsmunamál okkar og Norðmanna. Er ekkert að marka það sem þessir menn segja? Hefur það enga þýðingu, að Frakklands- forseti komi hingað til lands og láti orð falla, sem vissulega vöktu mikla bjartsýni meðal manna? Hverjir ráða ferðinni í Brussel? Fyrir nokkru var forseti Is- lands á ferð í opinberri heimsókn á Irlandi ásamt utanríkisráð- herra. írar hafa komið okkur hvað mest á óvart með síðbúnum kröfum, sem valda okkur mikl- um erfiðleikum í þessum samn- ingaviðræðum. Hvaða þýðingu hafa kurteisisheimsóknir af þessu tagi? Utanríkisráðherra Islands fékk að vísu tækifæri til þess að koma sjónarmiðum okkar mjög rækilega á framfæri við almenning og ráðamenn þar í landi. í samskiptum þjóða skipta tímasetningar máli ekki síður en í stjórnmálum almennt. Óneitanlega er heldur þungt í okkur í garð íra um þessar mundir vegna afstöðu þeirra í viðræðunum um evrópska efna- hagssvæði. Góðar móttökur, sem forseti okkar fékk þar í landi, hafa engu breytt um það. Kurteisisheimsóknir og kurt- eisistal skiptir litlu máli, ef gerð- ir fylgja ekki orðum. Það hefur komið okkur íslendingum á óvart, hversu lítið virðist að marka orð hinna æðstu ráða- manna Evrópubandalagsins. En við erum a.m.k. reynslunni rík- ari. Við höfum átt mikil og góð samskipti við nágrannaríki okk- ar beggja vegna Atlantshafsins. Við höfum undantekningarlaust átt góð samskipti við Bandaríkin og orðum ráðamanna þeirra hefur mátt treysta. Það kemur verulega á óvart, ef annað kem- ur í ljós, þegar gamlar vinaþjóð- ir okkar í Evrópu eiga hlut að máli. Þátttaka í evrópsku efna- hagssvæði ræður engum úrslit- um um afkomu okkar íslend- inga. Við komumst af án þess. Við lítum hins vegar á okkur sem Evrópuþjóð og viljum tengj- ast þeirri þróun til aukins sam- starfs og samvinnu, sem er að verða á milli Evrópuþjóða. Tengslin við evrópska efnahags- svæðið skipta okkur ekki bara máli efnahagslega heldur eru þau staðfesting á því, að við eigum.heima meðal Evrópuríkja. Evrópubandalagið hefur ekki verið traustvekjandi í þessum viðræðum. Það stendur frammi fyrir margfalt flóknari viðfangs- efnum í samskiptum við hin nýfrjálsu ríki Austur-Evrópu og Sovétríkin. Ef EB ræður ekki við samningana við EFTA-ríkin vegna innbyrðis ágreinings, við hveiju er þá að búast, þegar stærri vandamál koma til úr- lausnar? III Við drekkum karlovarska og það syngur í stórum kristals- glösum í gamla klaustur- veitingahúsinu Vikarka, Veitskirkjan á næstu grösum og forsetafáninn við hún á Hradchinkastala. Nú kemur hann og fær sér bjór og árbít með öryggislausum öryggisvörðum, við heilsum uppá hann, Havel, segi ég og hann stanzar lítur um öxl og réttir mér höndina réttir mér hikandi höndina óviss og undrandi en brosir svo einsog öll von heimsins búi í þessu hikandi brosi, heldur áfram útí kastalann hugsunarlaust einsog náttúrulögmál ep„okkur iíður HELGI spjall einsog Lúther þegar hugur hans var laus úr hlekkjum Ambrósíusarbanka. Karlovarska Becherovka, segjum við og setjumst. Hugsunarlaust hverf ég'til Jóhanns Húss við bálköstinn. , IV Á torginu Jari Palachs og minnir á dauðan konung Krónborgar. Galdrabrennur að baki en hvarvetna auglýsingar um óperuna Andy Warhol. Það er ekki einsog þessu sé lokið hugsa ég inní hljóðlátt hugskot og einsmanns- klefa vestræns lýðræðis. Engar túróttar konur né lausbáróttar, engar stúlkur í ofþröngum pilsum né svörtum sokkum einsog í Borgin hló, engar tálbeitur aðeins ofurvenjulegar konur einsog hversdagslegir og vinalegir skuggar eða einnota konur í þögulum kvikmyndum, það er veruleikinn sjálfur og allt þetta fólk í erindum ókunnra daga allt þetta fólk einsog fuglar í flögrandi umhverfi. VI í kastalagarðinum hittum við mann í hlutverki Sveiks, gamlan og kringluleitan með bernharðshund í bandi. Og þeir horfa yfir borgina og dýrð hennar er sól í bjórglasi. M. (meira næsta sunnudag.) REYKJAVTKURBREF Það er vel til fund- ið hjá ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðu- flokks að gefa út hvíta bók um stefnu og starfsáætlun stjórnar- innar. Sú útgáfa minnir á aðra bók, sem út kom fyrir rúmum þrjátíu árum og nefndist Við- reisn. Þá er skynsamlegt að setja verk- efnaáætlun ríkisstjórnarinnar fram með þessum hætti. Hún verður aðgengileg fyr- ir almenning og veitir stjórninni sjálfri aðhald um framkvæmd stefnumála. Þegar á heildina er litið mundi fram- kvæmd þeirra stefnumiða, sem fjallað er um í bókinni hafa jákvæð áhrif á þróun íslenzks samfélags og hægt er að taka undir flest af því, sem þar kemur frarn. Hitt er svo annað mál, að reynslan sýnir, að stefnumál nýrrar ríkisstjórnar eru eitt en framkvæmdin annað. Það á við um allar ríkisstjórnir og mun eiga við um núverandi stjórn ekkert síður en margar aðrar, sem hér hafa setið að völdum. Þjóðfélagskerfið er þungt í vöfum og ótrúlega erfitt að koma fram breytingum, sem máli skipta. Það á ekki við um okkur íslendinga eina. Fyrir nokkrum áratugum sagði fyrrverandi Bandaríkjaforseti við einn þeirra, sem á eftir honum komu, að það væri mikill misskilningur að ætla, að fyrirmæli frá forseta væra framkvæmd þegar í stað. Bandaríkjaforsetar mættu vera ánægðir, ef eitthvað af fyrirmælum og óskum þeirra kæmist í framkvæmd og hefur þó bandarískur þjóðhöfðingi marg- falda möguleika til þess að fylgja málum sínum fram, ef miðað er við íslenzka ráð- herra. Þar að auki era dægurvandamálin oft svo erfið viðureignar hér, að ráðherr- arnir verða á skömmum tíma uppteknir við lausn þeirra og hafa minni tíma til þess að fylgja hinum stærri stefnumálum fram. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar kynnzt þessu. Fyrstu aðgerðir hennar, skömmu eftir að hún tók við, voru ráðstaf- anir til þess að draga úr halla ríkissjóðs á þessu ári og lánsfjárþörf hins opinbera. Eins og útlitið er nú virðast þessar ákvarð- anir frá sl. vori skila sáralitlum árangri. Allt bendir til að lánsfjárþörf hins opin- bera verði heldur meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir við stjórnarskiptin og mörgum milljörðum meiri en að var stefnt með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þá sýnast til- raunir til þess að draga úr hallarekstri ríkissjóðs á þessu ári skila litlu. Skýring- arnar, sem gefnar eru á því, að lítill sem enginn árangur verður af þessum ráðstöf- unum eru fyrst og fremst þær, að ný vandamál hafi komið fram í dagsljósið, sem ekki var vitað um, þegar staða ríkisfjár- mála var endurmetin við stjórnarskiptin. Þær skýringar verða ekki dregnar í efa. En ekki er hið opinbera bókhald í nógu góðu lagi, ef það veitir ríkisstjórn ekki yfírsýn yfir raunverulega stöðu mála. Og ef slíka yfirsýn skortir er ekki við því að búast, að hægt sé að taka raunhæfar ákvarðanir eða fylgja þeim fram. Þá vill brenna við í stjórnmálum hér, að ríkisstjórnir og flokkar segi eitt en geri annað. Sá tvískinnungur verður meira og meira áberandi vegna þess, að upplýs- ingastreymið er að verða svo mikið. Fólk hefur greiðari aðgang að upplýsingum um það hvað var sagt og hvað er gert en áður. I hinni hvítu bók ríkisstjómarinnar er t.d. hvatt til aukinnar samkeppni á mörgum sviðum þjóðlífsins og þá er auðvitað gerð krafa til þess, að hún standi við það í verki og í ákvörðunum frá degi til dags. Ríkisfjár- málin I INNAN STJORN- arflokkanna og meðal forystu- manna atvinnulífs, bæði í hópi atvinnu- rekenda og verkalýðsforingja er nokkuð almenn samstaða um þá skoðun, að rót- tækar aðgerðir í ríkisfjármálum séu for- senda þess að koma hér á viðunandi jafn- vægi í efnahagsmálum. Svo að notuð sé hin skýra framsetning Einars Odds Krist- jánssonar, formanns Vinnuveitendasam- bands íslands, snýst þetta einfaldlega um það að draga úr eyðslu ríkisins. Raunar bendir Einar Oddur á það í skeleggu sam- tali í þessu tölublaði Morgunblaðsins, að það þurfi að draga úr eyðslu hjá ríki, sveit- arfélögum, bönkum, fyrirtækjum , m.ö.o. á öllum sviðum þjóðlífsins. Vanda ríkisfjármála er lýst með eftirfar- andi hætti í hvítu bókinni: „Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla um langt árabil. Auk skattahækkana hefur verið gripið til óhóflegrar Iántöku. Nú er svo komið, að vextir og afborganir af lánum ríkisins nema um 17% af áætluðum heild- artekjum ríkissjóðs á árinu 1992. Stór hluti skuldanna er neyzluskuldir og skuldir vegna misheppnaðra fjárfestinga, sem dregur úr hagsæld þjóðarinnar, þegar til lengdar lætur.” Síðar er því lýst yfir, að ríkisstjórnin hyggist taka á þessum vanda með eftirfar- andi hætti: „Dregið verður úr úmsvifum ríkisins og þannig búið í haginn fyrir hóf- lega skattheimtu í framtíðinni. Þessar fyr- irætlanir era forsenda þess, að viðreisn efnahagslífsins takist ... Um leið og dreg- ið verður úr hallarekstri ríkissjóðs árið 1992 með því að stöðva þau vaxandi ríkis- umsvif, sem viðgengist hafa undanfarin ár verða næstu skref til uppbyggingar og kerfisbreytinga í ríkisrekstrinum undirbú- in.” Loks segir í hvítu bókinni: „Stefnt er að því, að ijármál ríkissjóðs verði komin í jafnvægi í árslok 1993 en með því skap- ast svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun í atvinnulífínu. Með minnkandi lántökum ríkisins ætti einnig að vera unnt að lækka vexti og örva fjárfestingu og uppbygg- ingu.” Ekki vill Morgunblaðið draga úr bjart- sýni ríkisstjórnar og ráðherra en sannleik- urinn er sá, að þessir aðilar standa frammi fyrir svo risavöxnu verkefni við að snúa ofan af þeirri þróun, sem verið hefur í ríkis- umsvifum, að það má heita góður árang- ur, ef ekki afrek, takist þeim í raun að ná þessu jafnvægi, sem hér er boðað innan tveggja ára, við lok kjörtímabilsins, eftir tæp fjögur ár. Viðbrögð samfélagsins síðustu vikur og mánuði sýna bezt hversu erfitt þetta verk- efni er. í fjárlagaframvarpi Friðriks Soph- ussonar eru stigin fyrstu skref í þá átt, sem stefnt er að og lýst er í hvítu bók- inni. Það eru ekki stór skref, en það er ósanngjarnt að gera kröfu tjl þess, að þau verði stærri, þar sem ríkisstjórnin hefur einungis setið í fimm mánuði og þarf auð- vitað að átta sig á stöðu mála. En hver hafa viðbrögðin verið? Þeim verður bezt lýst með því, að allir era sammála um að það sé nauðsynlegt að draga úr ríkisút- gjöldum en bara ekki í þeim málaflokki, sem snýr að hverjum og einum. Það er alveg sama hvar komið hefur verið við í viðleitni fjármálaráðherra til þess að hemja útgjöld hins opinbera. Alls staðar rísa hagsmunasamtök og hópar upp til mót- mæla. Námsmenn mótmæla skerðingu á námslánum, þótt augljóst sé, að það eru ekki lengur til peningar til þess að halda uppi óbreyttu námslánakerfi. Lyfjafræð- ingar rísa upp til mótmæla gegn breyting- um á lyljaverzlun. Starfsfólk heilbrigðis- kerfis rís upp og andmælir hugsanlegum breytingum á rekstri heilbrigðisstofnana. Allir mótmæla skólagjöldum, þótt hærri skólagjöld séu greidd hér og þar í skóla- kerfinu, en rætt hefur verið um að taka upp við t.d. Háskóla íslands. Og þingmenn kjördæmanna rísa upp til þess að mót- mæla niðurskurði í þeirra kjördæmum. Að sumu leyti geta ráðherrar sjálfum sér um kennt. Sumir þeirra hafa verið með eindæmum klaufalegir í samskiptum við þær stofnanir og þá hagsmunahópa, sem þeir hafa verið að takast á við. Það er ekki nóg að taka ákvörðun. Það þarf að skýra hana með réttum og skynsamleg- um hætti fýrir þeim, sem mestra hags- muna eiga að gæta. En kjarni málsins er þó sá, að ráðherrarnir hljóta að leita lið- sinnis almennings, skattborgaranna í átök- unum við hagsmunahópana. Þeir þurfa að höfða til hins þögla meirihluta, sem Nix- on, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kallaði svo fyrir langa löngu. Með stuðningi hins Laugardagur 12. október þögla meirihluta er hægt að koma fram niðurskurði á ríkisumsvifum, sem máli skiptir. Ætli núverandi ríkisstjórn að vinna þetta verk í alvöru verður hún að taka því að búa við veralegar óvinsældir í skoðana- könnunum framan af kjörtímabilinu. Upp- skeran verður þeim mun meiri í lok kjör- tímabilsins, ef vel tekst til. Atvinnumál- m KJARNINN I AT- vinnumálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er annar af tveimur mikilvæg- ustu þáttum í stefnu hennar, er sá að draga úr fjáraustri í atvinnureksturinn úr marg- víslegum opinberum sjóðum en gera at- vinnufyrirtækjunum kleift að standa á eig- in fótum með því að skapa þeim almenn viðunandi rekstrarskilyrði. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, lýsti efasemdum um þessa stefnu í umræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra sl. fimmtudagskvöld og taldi fengna reynslu sýna, að ríkisvaldið yrði alltaf að vera bakhjarl atvinnulífsins. Auðvitað er það rétt hjá Steingrími, að þeir tímar hafa komið og eiga vafalaust eftir að koma aftur, að ríkisvaldið þurfí að koma til skjalanna með öflugum hætti, þegar á bjátar. Dæmi um það eru aðgerð- ir Viðreisnarstjórnarinnar á kreppuárunum 1967 til 1969. En það er grundvallarmun- ur á slíkum ráðstöfunum við erfiðar að- stæður og þeim íjáraustri, sem stundaður hefur verið sl. tvo áratugi úr opinberam sjóðum, sérstaklega af vinstri stjórnum þessa tímabils, oft í hinu mesta góðæri. Sá ljáraustur er nú að koma okkur í koll og á ríkan þátt í að halda niðri lífskjöram í landinu. Þess vegna er það fagnaðar- efni, að ríkisstjórnin og þá ekki sízt Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur skorið upp herör gegn þessari vitleysu. Endurreisn atvinnulífsins á skynsamleg- um grandvelli byggist auðvitað fyrst og fremst á sjávarútveginum. í umijöllun hvítu bókarinnar um sjávarútveginn er margt jákvætt sagt. En þar kemur líka glögglega fram, að ríkisstjórnin hefur ekki eina sameiginlega stefnu í sjávarútvegs- málum og sennilega er þar veikasti og viðkvæmasti punkturinn á núverandi stjórnarsamstarfí. í hvítu bókinni segir: „Hafin verður endurskoðun á stjórn fískveiða, sem miðar að hóflegri og hagkvæmri nýtingu fiski- stofnanna og sanngjarnri skiptingu á arð- inum af auðlindum sjávar. Stjórnskipuleg staða sameignarákvæðis laga um stjórn fiskveiða verður tryggð.” Síðasta setningin endurspeglar það sjónarmið, sem Davíð Oddsson setti fram í kosningabaráttunni, þegar hann sagði að gera þyrfti laga- ákvæðið um sameign þjóðarinnar á fiski- miðunum virkara. Formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki gengið öllu lengra í yfírlýsingum um þetta mál og látið öðrum eftir að leggja eigin skilning í þá yfirlýs- ingu. Það er skiljanlegt vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað þverklof- inn í afstöðu til fiskveiðistefnunnar og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hefur lýst sig algerlega andvígan öllum hugmyndum um gjaldtöku vegna veiðirétt- ar en orð Davíðs Oddssonar verða tæpast skilin á annan veg en þann, að hann hafí a.m.k. einhverja samúð með sjónarmiðum þeirra, sem hvatt hafa til gjaldtöku. Af- staða Alþýðuflokksins er hins vegar skýr eins og margsinnis hefur komið fram. Mikil átök eiga eftir að verða um þetta mál innan Sjálfstæðisflokksins og milli stjórnarflokkanna. Satt bezt að segja er ekki mikil ástæða til bjartsýni um niður- stöðu málsins miðað við það hvernig nefnd sú, sem rikisstjórnin hefur sett á fót er skipuð en það verður auðvitað að koma í ljós og ekki ástæða til að vera með hrak- spár fyrirfram. Með nokkrum hætti má þó segja, að ríkisstjórnin hafi stigið fyrsta skrefið til þess að láta þjóðina, eigendur fískimið- anna, njóta einhvers afraksturs af eign sinni með því að selja aflaheimildir Hag- ræðingarsjóðs og nota tekjurnar til þess Morgunblaðið/RAX að kosta hafrannsóknir, sem áður hafa verið greiddar m.a. með skattpeningum landsmanna. Þótt í litlu sé er með þessum ráðstöfunum stefnt að því, að nokkur af- rakstur auðlindarinnar gangi í sameigin- legan sjóð og síðan til sérstakra þarfa. Einkavæð- ing TÖLUVERÐ áherzla er lögð á einkavæðingu í hvítu bókinni og virðist ljóst, að rík- isstjórnin hyggist gera einkavæðingu að einu helzta stefnuniáli sínu á kjörtímabil- inu. Þar er um merkilegt málefni að ræða og skiptir verulegu máli, að rétt sé á hald- ið. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að selja atvinnufyrirtæki í eigu ríkisins, sem engin ástæða er til að ríkið reki. Hvers vegna á ríkið t.d. að standa í rekstri á síldarverk- smiðjum eins og málum er nú háttað? Auðvitað er engin ástæða til þess, enda er sala á Síldarverksmiðjum ríkisins eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Hið sama má segja um starfsemi Skipaútgerð- ar ríkisins, prentsmiðju á vegum ríkisins, eignaraðild að ferðaskrifstofu, Sements- verksmiðju ríkisins og sjálfsagt fleiri fyrir- tæki, sem ríkið á að öllu leyti eða hluta til. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnar- innar að gera Búnaðarbanka íslands að hlutafélagi og selja síðan. Áður en hluta- bréf ríkisins í væntanlegu hlutafélagi um Búnaðarbankann verða seld er hins vegar nauðsynlegt að setja sérstök lög um eignaraðild að bönkum. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, vék m.a. að þessu atriði í ræðu á fundi með bankamönnuni sl. vor. Það er nauðsynlegt að tryggja með lögg- jöf að þeir fáu bankar, sem eftir eru í land- inu lendi ekki í höndunum á örfáum og jafnvel sömu aðilum. Þróunin á hinum unga hlutabréfamarkaði okkar bendir ótví- rætt til þess, að mikil hætta sé á sanrþjöpp- un valds í atvinnulífinu og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir, að sú þróun gangi of langt, með því að setja löggjöf um hámarkseignaraðild að bönk- um. Það má t.d. færa rök fyrir því, að stærstu hluthafar í íslandsbanka eigi of stóran hlut í bankanum. En væntanlega á ríkisstjórnin við þetta, þegar hún segir í hvítu bókinni: „Stefnt er að því að við sölu fyrirtækja verði sett skýr markmið um dreifingu eignarhalds t.d. þannig að hlutabréfaeign verði sem almennust.” í umfjöllun hvítu bókarinnar um einka- væðingu er m.a. vikið að Pósti og Síma, Landsvirkjun og Rafmagnsveitum ríkisins. í þessu samband er ástæða til að minna á viðlal, sem birtist hér í Morgunblaðinu fyrir tæpri viku, við einn af trúnaðarmönn- um brezka Ihaldsflokksins, sem á langa sögu að baki í þeim flokki, Douglas Smith að nafni, þar sem hann sagði frá reynsl- unni af einkavæðingu í Bretlandi og sér- staklega þar sem um væri að ræða fyrir- tæki, sem í raun búi við einokun. Að þeim vandamálum, sem komið hafa upp í Bret- landi, þarf að hyggja. En það er líka ástæða til að benda á, að um allan heim eru málefni fyrirtækja á borð við Póst og síma í mikilli geijun og töluverð viðleitni á ferðinni til þess að koma upp samkeppni á sviði fjarskipta. Það er fagnaðarefni að einkavæðing er að komast á dagskrá með skipulögðum hætti. Töluverðar umræður urðu um hana í tíð þeirrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem sat á áranum 1983 til 1987. Albert Guðmundsson, þá- verandi fjármálaráðherra, vakti snemma á ferli þeirrar ríkisstjórnar máls á nauðsyn þess að selja ríkisfyrirtæki og eignarhlut ríkisins í fyrirtækjum. Bæði Albert Guð- mundsson og ekki síður Sverrir Hermanns- son, sem var iðnaðarráðheiTa á fyrri hluta kjörtímabils þeirrar ríkisstjórnar, fylgdu þeim umræðum eftir með aðgerðum. Síðan hefur einkavæðing ekki verið mikið á dag- skrá fyrr en nú. Að tala við þjóðina A STUTTUM valdaferli hefur nú- verandi ríkisstjórn bryddað upp á ýms- um-hugmyndum og nýjungum. I sumum tilvikum hafa þær valdið miklu fjaðrafoki og sett ríkisstjórn- ina í varnarstöðu. í flestum tilvikum hafa þessar hugmyndir stefnt í framfaraátt og þess vegna alveg óþarfi fyrir ráðherrana að láta setja sig í varnarstöðu af þeim sökum. Það sem á hefur skort, það sem af er valdatíma þessarar stjórnar er hins vegar það, að ráðherrarnir tali við þjóðina. Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram að- gengilega verkefnaáætlun og Davíð Odds- son, forsætisráðherra, hefur fylgt henni úr hlaði með stefnuræðu sinni á Alþingi. í kjölfarið er nauðsynlegt að helztu for- ystumenn ríkisstjórnarinnar, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og nánustu sam- starfsmenn þeirra í ríkisstjórninni, kynni þessa verkefnaáætlun og þessar hugmynd- ir fyrir almenningi í landinu. Utkoma hvítu bókarinnar gefur þeim tækifæri til þess að fylgja stefnumálum sínum eftir. Hún kallar raunar á að slíkt verði gert. „Nú hefur ríkis- stjórnin lagt fram aðgeng'ileg’a.verk- efnaáætlun og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur fylgt henni úr hlaði með stefnuræðu sinni á Alþingi. í kjöl- farið er nauðsyn- legt að helztu for- ystumenn ríkis- stjórnarinnar, forsætisráðherra, utanríkisráð- herra og nánustu samstarf smenn þeirra í ríkis- stjórninni, kynni þessa verkefna- áætlun og þessar hugmyndir fyrir almenningi í land- inu. Útkoma hvítu bókarinnar gefur þeim tækifæri til þess að fylgja stefnumálum sín- um eftir. Hún kallar raunar á að slíkt verði gert.” —...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.