Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 1

Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 261. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgoinblaðsins Sjö Sovétlýðveldi: Sátt um aðalatriði sambandssáttmála Sihanouk fagnað sem friðflytjanda Norodom Sihanouk prins og fyrrum konungur Kambódíu sneri aftur heim til landsins í gær eftir 13 ára útlegð og var fagnað við komuna til höfuð- borgarinnar, Phnom Penh, af hundruðum þúsunda manna. Vilja Kambódíumenn trúa því, að nú sé loks- ins að komast. á friður í þessu stríðshijáða landi. Sihanouk veifar hér til mannfjöldans en með honum í bílnum er Hun Sen, forsætisráðherra núverandi stjórnar,_ sem Víetnamar studdu til valda. Sjá „í Sihanouk eygja ...” á bls. 22. Moskvu. Reuter. VIÐRÆÐUR um hvort stofna eigi nýtt ríkjasamband. Sovétlýðvelda hófust í Moskvu í gær en aðeins sjö af tólf leiðtogum lýðveldanna sátu fyrsta fundinn með Míkhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. Leiðtogarnir náðu samkomulagi um grundvallaratriði nýs sambands- sáttmála lýðveldanna. Fréttastofan TASS skýrði frá samkomulaginu en ekki í hveiju það fælist. Hún sagði aðeins að sáttmál- inn kæmi í stað stjómarskrár Sovét- ríkjanna og legði grunninn að nýju ríkjasambandi án miðstýringar frá Moskvu. Gorbatsjov vill að lýðveldin teng- ist í nýju ríkjasambandi en tíu af lýðveldunum tólf hafa hins vegar lýst yfir sjálfstæði og mörg þeirra eru treg til að fallast á hugmyndir Sovétforsetans. Lýðveldin kunna hins vegar að neyðast til þess þar sem yfirvofandi er algjört stjórn- leysi í efnahagsmálum. Forsetar Úkraínu, Úzbekístans, Armeníu, Georgíu og Moldovu mættu ekki á fundinn í Moskvu. Efasemdir eru um að þeir muni styðja allir samkomulag leiðtog- anna sjö um sambandssáttmálann. Gorbatsjov hafði sagt fyrir fundinn að hann myndi segja af sér ef lýð- veldin undirrituðu ekki sáttmálann. Vítold Fokín, forsætisráðherra Úkraínu, hótaði einnig í vikunni að segja af sér nema þing lýðveldisins Stríðið í Júgóslavíu: Auknar vonir um vopnahlé og komu friðargæsluliðs Belgfrad, Vukovar, Brussel. Reuter. CARRINGTON lávarður, sendi- maður Evrópubandalagsins, sagði í gær, að stríðsaðilar í Júgóslavíu hefðu fallist á að koma á vopnahléi og væru sam- þykkir komu erlends friðar- gæsluliðs til landsins. Bardagar lágu þá niðri í hafnarborginni Dubrovnik en í Vukovar við Dóná verjast Króatar enn á litlu svæði í miðborginni. Er borgin öll í rústum en talið að þar haf- ist enn við um 14.000 manns. Utanríkisráðherra Serbíu, Vlatko Jovanovítsj, sagði í Lon- don í gær að serbneskir ráða- menn hefðu nokkur áhrif á gerðir yfirmanna sambands- hersins en réðu ekki yfir þeim. Carrington sagði eftir viðræður við leiðtoga Serbíu og Króatíu og yfirmann sambandshersins, að þeir vildu stöðva stríðið í landinu og hefðu sjálfir óskað eftir, að alþjóðlegt friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna kæmi til Júgóslavíu. Ætlar hann að skýra Evrópubandalaginu og Cyrus Vance, sendimanni SÞ, frá niður- stöðu viðræðnanna en lagði áherslu á, að til lítils væri að senda friðargæslulið til landsins nema raunverulegt vopnahlé kæmist á. Króatar og Serbar hafa deilt um hvar slíkt heriið ætti að vera, við víglínuna eins og hún er nú eða á eiginlegum landamærum ríkjanna. Sambandsherinn hætti árásum á hafnarborgina Dubrovnik í gær þegar þangað kom feija til að sækja níu eftirlitsmenn á vegum Evrópubandalagsins, fréttamenn og konur og böm. Lagði hún aftur frá með 2.500 manns og vildu fleiri fara með henni en fengu. Enn eru í Dubrovnik um 50.000 manns en borgin er vatns- og rafmagnslaus og nauðsynjar af skornum skammti. í króatísku borginni Vukovar við Dóná hafa byssurnar ekki þagnað í þijá mánuði og hefur hún verið jöfnuð við jörðu að stórum hluta. Þar veijast þó Króatar enn á litlu svæði í miðborginni en fara um holræsakerfið til árása á Serba og sambandshermenn. staðfesti samning lýðveldanna tólf um efnahagssamvinnu. Þau lýðveldi sem undirrita ekki samninginn þurfa að greiða fyrir viðskipti við hin lýðveldin með alþjóðlegum gjaldeyri og Fokín sagði að hrun blasti við efnahag Úkraínu ef þing- ið féllist ekki á hann. Könnun í ísrael: Hernumin svæði verði látin af hendi Jerúsalem. Reuter. FLESTIR ísraelar eru andvígir þeirri stefnu Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, að láta ekki hcrnumin landsvæði af hendi, samkvæmt skoðanakönnun sem var birt í gær. 80.766 manns tóku þátt í könnun- inni og fleiri en í nokkurri annarri sem gerð hefur verið í landinu. 74% aðspurðra sögðu að til greina kæmi að ísraelar skiluðu Vesturbakka Jórdanar og Gaza-svæðinu, sem þeir hernámu 1967, ef það gæti orðið til þess að samið yrði um varanlegan frið í Miðausturlöndum. Hins vegar var aðeins tæpur þriðjungur þeirrar skoðunar að til greina kæmi að skila Gólan-hæðunum til að tryggja friðar- samning við Sýrlendinga, líkan þeim sem Israelar gerðu við Egypta 1979. Sýrlendingar hvöttu í gær Samein- uðu þjóðirnar til harðra aðgerða vegna nýstofnaðra landnemabyggða gyðinga á Gólan-hæðum. Aðeins 21% aðspurðra í könnun- inni voru sömu skoðunar og Shamir um að ekki væri hægt að láta nein landsvæði af hendi af öryggisástæð- um. Þá töldu 71% að það myndi greiða fyrir friðarsamkomulagi að stöðva landnám gyðinga á hernumdu svæðunum. Lýbíumenn grunaðir um Lockerbie-tilræðið: Bush útilokar ekki hemaðaraðgerðir Edinborg, London, Washington. Reuter. BRESK og bandarísk yfirvöld birtu í gær ákærur um fjöldamorð á hendur tveimur líbýskum lcyniþjónustumönnum og sökuðu þá um að hafa komið fyrir sprengju í bandarískri farþegaþotu, sem sprakk í loft upp yfir bænum Lockerbie í Skotlandi árið 1988 ineð þeim afleið- ingum að 270 manns fórust. Jafnframt voru áréttaðar kröfur um að stjórnvöld í Líbýu framseldu mennina vegna málsins. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að George Bush væri að íhuga „alþjóðlegt svar” við ákærunum og er spurt var hvort hernaðaraðgerðir kæmu til greina var svarið. „Við útilckum ekkert.” Líbýumennirnir heita Abdel Baset Ali Mohmed al-Megrahi og Ali Amin Khalifa Fhimah og störfuðu báðir fyrir líbýsku leyniþjónustuna þegar sprengjutilræðið var framið. Bresk yfírvöld gáfu út fyrirskipun um að þeir yrðu handteknir. William Barr, æðsti lagaembættis- maður Bandaríkjanna, og Douglas Ali Amin Khalifa Fhimah Reutcr Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, áréttuðu kröfur ríkjanna um fram- sal. „Öðruvísi verður réttvísinni ekki fullnægt. Þetta var djöfullegur Abdel Baset Ali Mohmed Megrahi. verknaður og við getum ekki látið sem ekkert sé,” sagði Hurd meðal annars um þetta mesta fjöldamorð í sögu Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.