Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 3

Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. NOVEMBER 1991 Unnið að borun holu númer 26 við Kröfluvirkjun. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Borað við Kröfiu: Leitað eftir orku fyrir seinni vélasamstæðuna áfanga að leita eftir gufu fyrir seinni vélasamstæðuna hér við Kröflu,” sagði Ásgrímur. Fyrri vélasamstæðan getur framleitt 30 megavatta orku og sú síðari sama afl þegar hún kemst í gagnið. Ellefu starfsmenn vinna við borunina og auk þeirra er einn eftirlitsmaður frá Lands- virkjun á svæðinu og tveir starfs- menn frá Orkustofnun, alls fjórt- án starfsmenn. UNNIÐ er að borun á holu númer 26 við Kröfluvirkjun og er ráðgert að borun verði lokið um næstu mánaðamót. Að sögn Ásgríms Guðmundssonar, jarð- fræðings hjá Orkustofnun, er vonast til að holan gefi næga orku til að knýja seinni véla- samstæðu Kröfluvirkjunar. Hola 26 var fyrst boruð niður á 1.200 metra dýpi sl. sumar. Nú er verið að dýpka hana niður í 2.000 metra. Ásgrímur sagðist ekki geta sagt fyrir um hvort næga orku væri að finna í hol- unni en hitinn væri nægur. Búið var að bora 23 holur á Kröflusvæðinu fram til 1983. 1988 var boruð grunn hola og 1990 var boruð 2.100 metra djúp hola sem var mjög öflug. Ásgrím- ur sagði að vegna tæringar hefði ekki verið unnt að nýta hana. „í raun er þetta önnur holan í þeim Almenna bókafélagið: Hlutafé verði fært niður um 95 prósent 11 bílar sóttir inn á Kjöl: Leiðaiigxirinn væntanlegur í fyrramálið LEIÐANGUR bandarískra varnarliðsmanna og ís- lenskra björgunarsveita- manna upp á Kjalveg, sem farinn var í gærmorgun til að ná 11 jeppum sem annar leiðangur varð að skilja eftir um síðustu helgi eftir hrakn- inga, var væntanlegur til Keflavíkurflugvallar upp úr kl. 4 í morgun. Joseph Quinby, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins, sagði að leiðangurinn hefði komist að bílunum þar sem þeir eru fastir á um 10 km svæði í kringum Fjórðungsöldu um kl. 15 i gær. Þegar síðast fréttist hafði tekist að losa 10 bíla og voru þeir lagðir af stað niður af hálendinu. Þá voru leiðangurs- menn staddir um 43 km norð- ur af Gullfossi. Veður var gott. STJÓRN Almenna bókafélags- ins hf. leggur á aðalfundi félags- ins næstkomandi föstudag fram tillögur um að núverandi hlutafé verði niðurskrifað um 95% og um heimild til aukningar hluta- fjár um 30-40 milljónir kr. Til- lögur þessar eru lagðar fram til Kvikmyndasjóður: Tæplega 100 umsóknir 96 UMSÓKNIR bárust úthlutun- arnefnd Kvikmyndasjóðs fyrir árið 1992, en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. í frétt frá Kvikmyndasjóði segir að fjárþörf þeirra verkefna sem sótt var um vegna sé um 560 milljónir króna. 47 umsóknir tengjast bíómynd- um, 24 heimildarmyndum, 13 stutt- myndum en 12 umsóknir öðrum verkefnum. í úthlutunarnefndinni sitja Sig- urður Valgeirsson, Róbert Arn- finnsson og Laufey Guðjónsdóttir. Nefndin mun ljúka störfum um miðjan janúar. að fullnægja skilyrðum hóps at- hafnamanna, undir forystu Frið- riks Friðrikssonar hagfræðings, sem gert hefur félaginu tilboð um hlutafjárframlag. Almenna bókafélagið er með greiðslustöðvun til áramóta og hefur verið unnið að endurskipu- lagningu á ijárhag og rekstri fé- lagsins. Jafnframt hafa farið fram viðræður við þá nýju aðila sem hafa uppi áform um að endurreisa félagið. Tilboð þeirra manna er m.a. bundið því skilyrði, auk niður- færslu hlutafjár, að farið sé í lög- formlega nauðasamninga þannig að almennum kröfuhöfum verði boðið að fella niður um 75% af kröfum sínum en fá öruggar greiðslur á eftirstöðvunum. Að sögn Óla Björns Kárasonar fram- kvæmdastjóra AB er nú unnið að því að fá meðmæli kröfuhafa með tillögu um nauðasamninga. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að skuldir Almenna bókafélagsins eru um 180 milljónir kr. Hlutafé Almenna bókafélagsins er um 105 milljónir kr. og lækkar í rúmar 5 milljónir ef tillaga um niðurskrift þess verður samþykkt. Hluthafar eru á fimmta hundrað. Eimskip er stærsti hluthafinn, á 20 milljónir í félaginu. Hlutafé Eimskips lækkar um 19 milljónir, verður ein milljón kr., ef tillaga stjórnarinnar verður samþykkt. Sjóvá-Almennar og Hagkaup eiga um 10 milljónir og lækkar hlutafé þeirra niður í um hálfa milljón. Hlutafé annarra hluthafa lækkar hlutfallslega jafn mikið. Umframorka Blönduvirkj- unar 610 GWst. fyrst um sinn um það leyti sem ákvörðun var tekin um virkjun Blöndu bentu til 5-6% aukningar næstu árin. í ljósi þessa var löngu víst að fullnýting virkjunarinnar tæki mun lengri tíma en ráð var fyrir gert í upp- hafi,” segir Þorsteinn Hilmarsson. í samtali við Þortein kom fram að segja mætti að tekjumissir Landsvirkjunar vegna umframorku Blönduvirkjunar væri mismunurinn á orkusölu eins og hún hefði orðið ef orkuspáin frá 1985 hefði gengið eftir og orkusölu eins og áætlað sé að hún verði á næstu árum en tölur þar um liggi ekki fyrir. Á móti komi að Blönduvirkjun styrki orkukerfið og auki öryggi í afhendingu og framboði á raf- orku sem geti skilað miklum sparnaði, verði til dæmis brestur í vatnsbúskap á næstu misserum. Auk þess standi fyrir dyrum stór og aðkallandi viðhaldsverkefni við Búrfellsvirkjun og Hrauneyjar- fossvirkjun, sem vegna tilkomu Blönduvirkjunar verði unnt að ljúka á 18 mánuðum í stað 6 ára. Með því móti sparist mjög umtals- verðar íjárhæðir. Þá sagði Þorsteinn að Lands- virkjun líti svo á að það að nú sé unnt að framleiða meiri raforku en þörf sé fyrir valdi almennum neytendum ekki auknum kostnaði. Á undanförnum árum hafi verið stefnt að því að lækka raunverð raforku um 3% á ári en raunverðs- lækkun hafi orðið mun meiri og hækkanir á þessu ári hafi verið ætlaðar til að vinna gegn því og vegna Blönduvifkjunar. Eins og staðan sé nú telji stjórnendur fyrir- tækisins raunhæft að raforkuverði verði haldið óbreyttu að raungildi til aldamóta og að það lækki síðan á næstu árum éftir það. SÚ umframorka sem Blönduvirkjun framleiðir í fyrstu nemur um 610 gígawattstundum á ári en orkugeta raforkukerfis Landsvirkj- unar er tæpar.5 þúsund gígawattstundir, að Blönduvirkjun meðtal- inni. Að mati Landsvirkjunar er ekki með einhlítum hætti unnt að nefna ákveðna tölu um tekjutap eða útgjaldaauka vegna óseldr- ar umframorku. Fyrirsjáanlegt þykir nú að þörf verði fyrir orku Blönduvirkjunar á almennum markaði árið 1994 og orkusala frá henni aukist síðan árlega uns hún verði fullnýtt árið 2008. Þorsteinn Hilmarsson upplýs- næsta ári er 796 milljónir króna ingarfulltrúi Landsvirkjunar sagði að aldrei hefði verið reiknað með neinum tekjum upp í rekstrar- kostnað Blönduvirkjunar frá orku- sölu til stóriðju en áætlaður rekstr- arkostnaður Blönduvirkjunar á þar af 400 milljónir vegna vaxta og 290 milljónir vegna afskrifta. Upphafleg ákvörðun um bygg- ingu Blönduviurkmnjunar var reist á orkuspá 1982, sem gerði ráð fyrir að þörf væri fyrir hana 1988. Ný spá 1985 benti til hægari aukn- ingar í orkunotkun og þótt hægt. væri á framkvæmdum og unnt reyndist að fresta afhendingu vél- búnaðar virkjunarinnar um 3 ár varð stærð og gerð virkjunarinnar ekki breytt og því fyrirsjáanlegt að virkjunin væri of stór í ljósi nýrrar orkuspár. „Raunin er sú að vegna samdráttar í þjóðarbú- skap hefur aukningin í orkunotkun orðið enn minni en orkuspá 1985 gaf til kynna. Orkuþörf á almenna markaðnum er talin munu aukast um 2-3% á ári næstu árin en spár Ævisaga Kristjáns Eldjárns komin út ÚT ER komin ævisaga Kristjáns Eldjárns fyrrverandi forseta Islands eftir Gylfa Gröndal. Byggir hann söguna á rituðum heim- ildum, dagbókum Kristjáns, ininningarbrotum og blaðagreinum. Að sögn höfundar kom það verulega á óvart hversu mikið er til af rituðum heimildum um og eftir Kristján. „Eg tók þetta verk hikandi áð dagbækur, að vísu með nokkrum mér og hélt að ég myndi fljótlega gefast upp en vegna þess hversu vel gekk að afla heimilda meðal annars með aðstoð fjölskyldunnar, sem studdi mig, þá hélt ég áfram,” sagði Gylfi. Ævisagan er skrifuð í þriðju persónu og vitnað til heim- ildaskrár aftast í bókinni. Þar er einnig að finna ritskrá dr. Kristj- áns Eldjárns, sem Halldór J. Jóns- son tók saman, yfir þau verk sem eftir hann liggja. „Það kom verulega á óvart hvað Kristján var mikill eljumaður og kom miklu í verk,” sagði Gylfi. „Þrátt fyrir annríki skrifaði hann hléum og þá oft þegar mikið var um að vera en síðustu ár ævinnar skráði hann íjölmörg minningar- brot frá æskuárunum. Það var því hægt að bregða upp svipmyndum frá þessum tíma, sem gerir frá- sögnina persónulegri.” Meðal efnis í bókinni er frásaga Kristjáns af leiðangri sem hann tók þátt í á Grænlandi, rituð á íslensku og dönsku og telur Gylfi að ætlunin hafi verið að gefa hana út síðar. „Þetta er ekki fræðileg saga heldur persónuleg ævisaga Kristjáns og ég er sannfærður um að þeir sem telja sig hafa þekkt Morgunblaðið/KGA Gylfi Gröndal rithöfundur og Halldóra Eldjárn, ekkja Kristjáns, fletta nýútkominni ævisögu. hann vel komast að raun um margt sem þeir ekki vissu um við lestur bókarinnar,” sagði Gylfi. Kristján Eldjárn - Ævisaga er 416 blaðsíður í stóru broti. I bók- inni eru hátt á annað hundrað myndir, þar af íjöldi litmynda. Þröstur Magnússon hannaði kápu og Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. Utgefandi er Forlagið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.