Morgunblaðið - 15.11.1991, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
Hitt húsið opnar í Þórscafé:
Frístunda o g menning-
arhús fyrir ungt fólk
Reykjavíkurborg hefur gert 6 mánaða leigusamning við Landsbank-
ann um afnot af huseigninni Brautarholti 20 sem áður var skemmti-
staðurinn Þórskafé. Þar mun íþrótta- og tómstundaráð reka alhliða
frístunda og menningarhús fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára.
Húsið hefur fengið vinnuheitið „Hitt húsið”.
Hugmyndin að rekstrarformi
hússins byggir að sögn aðstandenda
þess á því að þátttakendur í starf-
semi hússins líti á það sem sinn stað
þar sem skipulögð er margvísleg
starfsemi sem þeir hafi alla mögu-
leika á að móta sjálfir.
Þá segir í fréttatilkynningu að
komið verði á fót hússtjórn þar sem
sitji fulltrúar allra þeirra klúbba/fé-
laga/starfshópa/skóla sem aðstöðu
hafi í húsinu. Að öðru leyti verði
tekið mið af rekstri félagsmiðstöðva
ITR við rekstur hússins og treyst á
vinnuframlag unglinganna enda
fengju þeir hluta tekna til ráðstöfun-
ar í þágu hússins.
Húsið verður opnað með dansleik
milli 9 og 24.30 í kvöld, föstudag,
þar sem hljómsveitin Síðan skein sól
mun leika fyrir dansi. Formleg starf-
semi hefst á mánudaginn með opnun
kaffihúss. Meðal þeirrar starfsemi
sem fyrirhuguð er í húsinu , sem
fengið hefur vinnuheitið „Hitt hús-
ið”, er tónlistarflutningur af ýmsu
tagi, leiklist, ráðgjöf og sérþjónustu
við unglinga í vanda, hljóð og mynd-
vinnsla og alhliða upplýsingaþjón-
usta. Þá leggja aðstandendur húss-
ins mikla áherslu á að þar verði
hægt að bjóða ungu fólki upp á
húsnæði til hvers kyns starfsemi.
Má þar nefna æfingar af ýmsu tagi,
námskeiðshald og klúbbastarfsemi.
Gísli Arni Eggertsson, æskulýðs- og
tómstundafulltrúi, sagði að mikill
áhugþ væri á húsinu hvert sem hefði
verið leitað.
Starfsmenn hússins eru þrír. Logi
Sigurfinnsson, forstöðumaður,
Sveinn M. Ottóssson, starfsmaður,
og Már Guðlaugsson í hálfu starfi.
Morgunblaðiö/Porkell
F.v.: Sveinn M. Ottósson, starfsmaður hússins, Gísli Árni Eggerts-
son, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, og Logi Sigurfinnsson, forstöðu-
maður.
Ráðstefna
um vímu-
efnavarnir
RÁÐSTEFNA um áfengis- og aðr-
ar vímuefnavarnir verðurhaldin á
vegpim heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins dagana 29. og
30. nóvember næstkomandi, en á
vegum ráðuneytisins er unnið að
gerð frumvarps til laga um þessi
mál, sem lagt verður fram á yfir-
standandi þingi.
í frétt frá ráðuneytinu segir að á
ráðstefnunni verði meðal annars
rædd mótun framtíðarstefnu í vímu-
efnavörnum, fyrirhugað frumvarp
kynnt, og störf ýmissa opinberra
aðila. Til hennar verður boðið fulltrú-
um stofnana og samtaka auk ein-
staklinga sem láta sig þessi mál
varða. Ráðstefnan er undirbúin í
samvinnu við félagsmálaráðuneytið,
dómsmálaráðuneytið, menntamála-
ráðuneytið, fjármálaráðuneytið, ut-
anríkisráðuneytið og landlækni. Vig-
dís Finnbogadóttir forseti íslands
setur ráðstefnuna sem haldin er í
Borgartúni 6, og hefst kl. 13 föstu-
daginn, 29. nóvember.
VEÐUR
IDAGkl. 12.00
Heimild: Veöurstola íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFURIDAG, 15. NOVEMBER
YFIRLIT: Um 200 km suðvestur af Reykjanesi er 1002 mb lægð,
sem hreyfist lítið í bili, en yfir Grænlandi er vaxandi háþrýstisvæði.
SPÁ: Austan- eða norðaustan hvassviðri eða stormur suðvestan-
lands, en hægari í öðrum landshlutum. Él norðanlands, einkum við
ströndina en úrkomulítið í innsveitum norðvestanlands. Sumstaðar
dálítil snjókoma með köflum suðvestan- og sunnanlands. Kólnandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðlæg eða breytileg
átt. Smám saman minnkandi éljagangur norðanlands, en víða bjart-
viðri í öðrum landshlutum. Harðnandi frost og víða allt að 17 stigum
í innsveitum.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TAKN:
Heiöskirt
Lettskýjað
Hálfskýjað
Skyjað
Alskyjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
\J Skúrir
*
V H
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
vn / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +5 skýjað Reykjavík +3 úrkoma i gr.
Bergen 5 hálfskýjað
Helsinki 6 súld
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Narssarssuaq 4-10 hálfskýjað
Nuuk 4-9 léttskýjað
Osló 3 rigning
Stokkhólmur S skýjað
Þórshöfn 4 snjóél
Algarve 18 skýjað
Amsterdam 7 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Berlín 8 skýjað
Chicago 5 léttskýjað
Feneyjar 14 skýjað
Frankfurt 6 rigning
Glasgow 8 léttskýjað
Hamborg 7 skýjað
London 7 skýjað
Los Angeles 14 heiðskírt
Lúxemborg vantar
Madríd 12 skýjað
Malaga 18 skýjað
Mallorca 16 hálfskýjað
Montreal 3 skýjað
NewYork 7 léttskýjað
Orlando vantar
París 8 skýjað
Madeira 20 skýjað
Róm 14 rigníng
Vln 10 skýjað
Washington 3 þokumóða
Winnipeg +1 léttskýjað
Sambýli fatlaðra í Þverárseli:
Málinu er vísað til
umhverfisráðuneytis
SVÆÐISSTJÓRN málefna fatlaðra í Reykjavík hefur vísað deilunni
um sambýli fatlaðra í Þverárseli til umhverfisráðneytis. Fer lögmað-
ur Svæðisstjórnar, Jóhann Pétur Sveinsson, fram á beiðni um úr-
skurð um túlkun byggingarlöggjafar í málinu, þ.e. hvort það stand-
ist að mati ráðuneytisins sú túlkun byggingarnefndar í Reykjavík
að sambýlið brjóti í bága við skipulag fyrir Þverársel.
I greinargerð sem Jóhann Pétur
Sveinsson sendi umhverfísráðu-
neytinu með beiðni sinni síðdegis í
gær kemur m.a. fram að það sé
túlkun umbjóðenda síns að fyrr-
greint sambýli í Þverárseli feli ekki
í sér breytta notkun á íbúðahúsi
því sem ætlað er undir starfsemi
þess. Síðan segir í greinargerðinni:
„Til viðbótar framanrituðu verður
einnig að telja að sú túlkun bygg-
ingarlöggjafarinnar að ekki beri að
sækja um „breytta notkun” húsa
til bygginganefnda þegar „sambýl-
um” er komið á fót í þeim sé löngu
venjuhelguð. Allt frá því núverandi
byggingarlöggjöf tók gildi hefur
fjöldi sambýla verið settur upp,
þ. á m. í Reykjavík. í engu þeirra
tilfella hefur verið talið að sækja
þyrfti um leyfi til byggingarnefndar
fyrir „breytta notkun” og við það
hafa ekki verið gerðar neinar at-
hugasemdir. Þessi sambýli eru að
sjálfsögðu öll í íbúðahverfum.”
I lok greinargerðar sinnar segir
Jóhann Pétur svo: „íslenskt samfé-
lag hefur með lögum um málefni
fatlaðra, með aðild að mannrétt-
indasáttmála Sameinuðu þjóðanna
og með þeim óskráðu reglum sann-
girnis og réttlætis sem við teljum
gilda skuldbundið sig til að tryggja
Norsk einingahús
fötluðum jafnrétti, tryggja þeim
möguleika á fullri þátttöku í samfé-
laginu. Starfræksla sambýla sem
heimila er einn þátturinn í því að
tryggja fötluðum þennan samfé-
lagslega rétt sinn.”
Kepptust
við að skera
sjálfa sig
TVEIR MENN um tvítugt
voru fluttir á sjúkrahús um
miðnætti í fyrrakvöld eftir
að þeir höfðu keppst um hvor
þeirra þyldi betur að láta
skera sig. Annar hafði skorið
sig með hníf í kviðinn. Hinn
hafði skorið sig með gler-
brotum í handlegg.
Kalla þurfti úr sérfræðing til
að gera að sári hans en hinn
sem rispað hafði á sér kviðinn
fékk að fara heim eftir skamma
dvöl á slysadeild. Meðan á þeirri
dvöl stóð þurfti lögregla þó að
vakta mennina þar sem þeir
létu ófriðlega.
boðin til sölu:
Tekið á móti húsbréfum
og boðið upp á erlend lán
ISLENSKT innflutningsfyrirtæki mun a næstunni setja á markaðinn
norsk einingahús sem að hluta til verður hægt að greiða með húsbréf-
um án affalla eða erlendu láni sem boðið verðuð upp á með 12-13%
vöxtum til 30 ára.
Einn eiganda fyrirtækisins sagði
í gær að viðskiptin færu fram með
þeim hætti að eftir að búið væri að
ganga frá því um hvaða verkþætti
væri að ræða festi kaupandi hússins
'h söluverðsins á bók þar til húsið
yrði afhent og kaupin gengju í gegn.
Þá fengi eigandinn afsal og húsbréf-
um væri þinglýst. Tekið verður við
húsbréfum án affalla eða með 6%
vöxtum.
Bréfin fara til norsku framleiðend-
anna en eru geymd í íslenskum banka
þar til lög heimija að þau verði flutt
úr landi eftir áramót. Einnig verður
boðið upp á grlend lán með 12-13%
vöxtum til 30 ára að verðmæti allt
að 7 milljónum króna.
Einingahúsin eru hönnuð af Ein-
ari Tryggvasyni fyrir íslenskar að-
stæður. Hægt verður að fá þrjár teg-
undir af húsum, um það bil 327 fm
af stærð. Meðalverð á fullfrágengnu
húsi er 16-17 milljónir. .......