Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 UNDRAEFNI FYRIR ULLARÞVOTT Woolite er undravert þvotta- og mýkingarefni fyrir ull og annan viðkvæman þvott. 3 mínútur í köldu vatni nægja! Aðtil- einka sér hið góða Bókmenntlr Jenna Jensdóttir Gunnþór Guðmundsson: Óðurinn til Iífsins, spakmæli og þanka- brot. Hörpuútgáfan 1991. Þegar blærinn hreyfir laufblððin mjúklega og bárugjálfrið kvikar við ströndina, þá er dagur dýrðar og nótt nýrra vona. Hálfáttræður bóndi frá Dæli í Húnavatnssýslu hefur safnað í þessa litlu bók, sem minnir á spekibækur erlendar, fyrn alda höf- unda að útliti og broti. Áður hefur hann gefið út bókina Horft til nýrrar aldar, um ástandið í heim- inum og ýmsar vangaveltur í sam- bandi við það. Óðurinn til lífsins hefur að geyma samnefnt ljóð og fleiri ljóð eftir Gunnþór Guðmundsson, sem öll eru ótvírætt vandaður skáld- skapur. Þar að auki eru spakmæli og þankabrot. Allt lýsir jákvæðu viðhorfí til lífsins og ber vott um einlæga lotningu fyrir sköpunar- verkinu og þeim er að baki þess stendur. Mörg spakmæli sem hér eru geymd mættu gjaman vera það oft lesin að þau rótfestust í hugum les- enda, ekki síst þeirra sem yngri eru og þurfa á góðum vegvísum að Gunnþór Guðmundsson haida: „Njóttu hljóðlega svo þú eig- ir inni hjá lífinu,” eða: „Sönn vin- átta er að gera lítið úr yfirsjónum annarra.” Hins vegar eru að mínu mati of mörg spakmæli og brot sem tæp- lega standast rökræna hugsun: „Ef vitsmunirnir voga sér ekki að vænta stórra hluta, verður innsæishugur- inn að taka að sér hlutverkið,” eða: „Vörumst að skerða hugmynda- flugið með upptalningu staðreynda, þá kynni svo að fara, að það yrði einni staðreyndinni færra.” í ijósi þessa held ég að strangara val og beinskeyttara hefði verið ávinningur — þótt allt sé þetta sagt í jákvæðum tilgangi og af hvötum hins góða. Séra Hjálmar Jónsson ritar aðf- araorð. Þau eru sögð af mikilli góð- vild og trú. Ég er næsta viss um að þessi litla bók getur orðið mörgum vísir til þess sem gott er og kærleiksríkt á vegferð um veröld. SKAGFJÖRÐ • mí. j / j ú 4 y •> i j i a Hólmaslóð 4, 101 Reykjavik, sími 24120 Þú svalar lestrarþörf dagsins ■ SÝNJNG á grafíkverkum eftir listamanninn Vytautas Jurkúnas frá Litháen var opnuð í Kaffistofu Hafnarborgar 11. nóvember sl. Jurkúnas starfar sem kennari við listaháskólann í Vilnius. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Á sýningunni í Hafnarborg eru graf- íkmyndir hans með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 19. nóvember og er opið frá kl. 11-18 virka daga en kl. 12-19 um helgar. Visnuð stráin hyljast fónn eða §úka um víðátturnar, en lífið heldur áfram og glókollar og fjólur lifna upp af rót sinni á ný við sól og rep, heita daga og svalar nætur, Bókin er vönduð að frágangi — nánast falleg. Lágfiðluleikur Tónlist Jón Asgeirsson Helga Þórarinsdóttir, lágfiðlu- leikari og Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld, héldu tónleika í Norr- æna húsinu sl. mánudag. Á efnis- skránni voru verk eftir J.S. Bach, Ernest Bloch, Schumann og Brahms. Tónleikarnir hófust á sónötu í D-dúr, nr. 2 af þremur sónötum sem meistari Bach samdi fyrir viola da gamba. Það gætti nokkurs óstýrks í fyrsta þættin- um, Adagio, en lagaðist er á leið og var lokaþátturinn hressilega leikinn, enda fjörmikil tónsmíð. Píanóhlutverkið er mjög erfítt í þessum sónötum og var leikur Snorra Sigfús ágætlega útfærður og leikandi léttur í hröðu köflun- um. Hebreska svítan eftir Bloch var annað viðfangsefnið. Bloch (f.1880) var sérkennilegt tónskáld og þrátt fyrir þær viðhorfsbreyt- ingar, sem urðu í upphafi aldar- innar, hélt hann sínu striki og sótti sér viðfangsefni í hebreska tónlist, með stuttri viðkomu í ný- klassík þá sem Stravinsky og fleiri fengustvið um ogeftir 1925. Bloch lærði m.a. hjá fiðlusnillingn- um Ysaýe, sem vel má merkja í fágaðri útfærslu fyrir strengi. Það var margt gott og músík- alskt vel gert hjá Helgu og Snor- ra í Hebresku svítunni og þar naut sín fallegur tónn Helgu. Sama má segja um Adagio og Allegro eftir Schumann, sem var þriðja viðfangsefnið. Fyrri hlut- inn, sem er hægur, var ver leikinn en sá seinni, en hann skal leika hratt og með ákafa. Helga virtist eiga betra með að leika hröðu kaflana og frekar vera slysasöm í þeim hægu. Es dúr sónata, eftir Brahms, sem bæði er skrifuð fyrir klari- nett og lágfíðlu, var meginvið- fangsefni tónleikanna. Verkið er mikill skáldskapur og var leikur Helgu og Snorra á köflum góður, sérstaklega í tveimur síðustu köfl- unum, sem leiknir eru sem ein samfella. Snorri lék mjg vel undir en millikaflar píanósins voru of sterkt leiknir, svo að á köflum urðu þeir harðir, í stað þess að vera gæddir hinni sérkennilegu mýkt, sem einkennir tónmálið hjá Brahms. Það er aðeins á sex stöð- um í öðrum kaflanum, þar sem á að leika tvöfalt „forte”. Að öðru leyti var leikur Snorra vel útfærð- ur og sérlega vel samvirkur við leik Helgu, bæði hvað varðar mótun blæbrigða og hrynskerpu. Fallegur tónn hennar og „músí- kantísk” úrfærsla hennar naut sín vel í þessu fagra tónverki, sem er þrungið af tilfinningu, er ýmist brýst út í ljóðrænum tónhending- um eða hrynieik, sem þá er á víxl magnaður upp í sterkum átökum eða leikið með undur veikt ogjafn- vel á gamansaman máta. MUSICA NOVA Einar Jóhannesson klarinettu- leikari og Robyn Koh píanóleikari komu fram á vegum Musica Nova sl. þriðjudag og fluttu tónverk eftir Judith Weir, Ligeti, Karólínu k Eiríksdóttur, Áskel Másson og Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Fyrsta verkið var „Uppkast úr nótnabók sekkjapípuleikara” eftir Judith Weir og er það samið fyrir klarinett og píanó. Verkið er áheyrilegt en hver kafli byggður að mestu á einni tónhugmynd, sem ávallt birtist í sömu tónstöðu. Það þarf vart að tíunda það að verkið var vel leikið af Einari og Robyn Koh en í næsta verki, Cont- inuum, eftir Ligeti, lék Koh ein- leik á sembal. Verkið er samfelld úrvinnsla á „tremólúm”, skemmti- lega unnið og var frábærlega vel leikið. Hrynhenda fyrir einleiks- klarinett, eftir Karólínu Eiríks- dóttur, var næst á efnisskránni og þar eins og fyrr, var útfærsla Einars á þessu ágæta verki hreint frábær. Robyn Koh lék þtjár prelúdíur eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, hljómfalleg verk sem Koh lék ágætlega. Tvö verk voiu frum- flutt eftir Áskel Másson, það fyrra þrjú smálög fyrir einleiksklarinett og það síðara fantasía fyrir klari- nett og sembal. Smálögin eru hefðbundin nútímatónlist að gerð og það var helst í miðþættinum, sem ber nafnið „dans” að brá fyrir skemmtilegum tónhugmynd- um. Seinna verkið, fantasía, er mun viðameira verk og á margan hátt mjög vel unnið, magnað upp með sterkri hrynspennu og stórt í formskipan. Þetta ágæta verk léku Einar og Koh mjög vel og var frábær flutningur þeirra að- alsmerki tónleikanna. Tónlistarfélagið í Reykjavík Tónlist Ragnar Björnsson Á vegum Tónlistarfélagsins héldu þeir félagar Olaf Bár og Geoffrey Parsons ljóðatónleika í íslensku óperunni sl. þriðjudags- kvöld. Á verkefnaskrá voru ein- göngu ljóð eftir þýska og austur- ríska höfunda. Fyrir hlé voru þijú lög eftir Mozart, þijú eftir Beetho- ven, þijú eftir Schubert og þijú eftir Mendelssohn. Það sem sló mann fyrst var afburðagóður píanóleikur Geoffrey Parsons. Þessum yfírburðum hélt Parsons út alla tónleikana, litaði undirleik- inn töfrum sem fáum er gefið og minnti gjarnan á einn glæsileg- asta píanóleikara síðar tíma á þessu sviði, Gerald Moore. Par- sons mun halda námskeið fyrir píanóleikara og söngvara á mið- vikudag og fímmtudag nú í vik- unni og er vonandi að margir nái að njóta þess. En fleiri koma við sögu en þessi framúrskarandi píanóleikari. Olaf Bár, bariton frá Dresden, fastráðinn við óperuna þar í borg, var hinn aðili þessara tónleika. Bár er mjög „kúltiverað- ur”, listamaður, músíkalskur og áberandi „rithmískur” og á þann mælikvarða að sjaldgæft er meðal söngvara, jafnvel þeirra sem þýskir eru. Því kom það nokkuð á óvart að Olaf var ekki alltaf réttu megin í tóninum. Ekki veit ég hvort þessa smá ónákvæmni mátti rekja til raddbeitingar eða annars, en svo ágætur listamaður sem Olaf er, verður að laga þetta hjá sér, en þetta var nokkuð gegn- umgangandi í fyrri hluta efnis- skrárinnar og mest áberandi í mp.- og mf.-söng. Þó lagaðist þetta mjög eftir hlé í lögum Schumanns, Brahms og Hugo Wolfs og þar með hafði Bár af- greitt alla helstu lagahöfunda þýskrar tungu. Hæst náði túlkun Olafs kannski í lögum H. Wolfs, en einhvern veginn náði Olaf ekki að þessu sinni að hrífa fólk með sér í hinn „sjöunda himin”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.