Morgunblaðið - 15.11.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 15.11.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 HANN ER YFIRGNÆFANDI HANN ER HROKAFULLUR HANNER SMÁNARLEGUR HANN ER RUGLAÐUR HANN ER FRÁBRUGÐINN OG NU ER HANN EINN AF OSS Richard Dreyfuss Holly Hunter Danny Aiello Laura San Giacomo m Gena Rowlands ~ Hringurinn Frá Leikstjóra Myndarinnar „Mv life As A Dog" UNIVERSAl PICTURES m ClNECOM EHTERTAINMENT GROUP wam»DOUBLE PtAV mnow* IASSE HAtlSTRÓM fo RICHARÐ DREYEUSS HOtlV HUNTER DANNV AIEUO IAURA SAN GIACOMO w GENA ROWLANDS "ONCE AROUND' JAMES HORNER DIANE OfLOUISE WESSKl |9| ANDREW MONDSHEIN' , DAVID GROPMAN. . THEO VAN OE SANDE - OREYFUSS/JAf/ES PRODUCTIONS' i G. MAC BROWN MALIA SCOTCH MARMO WV ROBINSON m GRIFFIN DUNNE LASSE HALLSTRÓM A UNlilERSAl RELEASE ■ ■ Oi^nuuwdbyllHltfOIHTEHNATIONA, PlCTUnffi , ÍTIl ow. aifnrol ,, , OfíivlíT! SOUNDTRACK AVAILABLE DN VARfSE SARABANDF CDs ANO CASSETTES Einstök úrvals gamanmynd með Richard Dreyfuss og Holly Hunter undir leikstjórn Lasse Hallström. Sýnd kl. 5 — 7 — 9 og 11 LAUGARAS= = Einhverfa: „Er kjallari heima hjá þér?” „Þeir sem vegna fötlun- ar sinnar læra aldrei að segja ósatt varðveita barnið í sjálfum sér lengur en flestir aðrir og hjálpa okkur hinum til að finna barnið í okkur sjálfum. Um- gengni við einhverfa getur þannig verið þroskandi og mannbæt- andi.” hverfu væru uppeldislegar; hún staf- aði af því að foreldrum hefði ekki tekist að veita börnum sínum þá til- finningalegu örvun og hlýju sem nauðsynleg væri. Nú hefur hins veg- ar verið sýnt fram á að þessi skýring var röng og orsakir einhverfu eru af líffræðilegum toga spunnar. Vitað er að erfðir eiga nokkurn hlut að máli en einnig virðist sem í vissum tilvikum megi tengja einhverfu ákveðnum sjúkdómum í taugavef. I einstökum tilfellum einhverfu er sjaldnast hægt að benda á ákveðna orsök þótt menn séu sammála um að ástæðan hljóti að vera einhvers konar truflun í starfsemi heilans. Einkenni Hegðunareinkenni einhverfu koma yfirleitt fram á fyrstu 36 mánuðum ævinnar. Þeim má skipta í þrjá flokka: í fyrsta lagi einkenni sem varða tengsl og samspil. í öðru lagi einkenni á sviði máls og tjá- skipta og í þriðja lagi sérkennilega, áráttukennda hegðun. Oft virðist eins og einhverf börn lifi í eigin heimi, meðvitundarlítil um tilveru og tilfinningar annarra. Tengslaskerðingin er þó mismikil. Sum einhverf börn hafa allgóð tengsl við sína nánustu en skerðingin kem- ur þá einkum fram í vangetu til að eignast leikfélaga og eiga samspil við önnur þörn. Einhverf börn eru yfirleitt sein til málþroska og u.þ.þ. helmingur þeirra fær aldrei mál sem nýtist þeim fylli- lega til samskipta við annað fólk. Þegar þau byija að tala er mál þeirra oft sérkennilegt. Algengt er að mikið af tali þeirra felist í að bergmála það sem við þau er sagt. Þeim gengur oft mjög illa að átta sig á fornöfnum og nota þá „hann” og „þú” í stað „ég”. Tíðum endurtaka þau í síbylju sömu fullyrðingarnar eða spurning- arnar og verður þá lítið um eiginleg- ar samræður þótt vissulega sé barn- ið talandi. Áráttukenndar hreyfingar eru áberandi meðal ungra einhverfra barna og þeirra einhverfra sem lítið mál hafa. Oft er um að ræða að hreyfa fingurna í sífellu fram og aftur fyrir framan andlitið eða veifa höndum í axlarhæð. Meðal ein- hverfra sem eldri eru og meira mál hafa birtist áráttuhneigðin oft í óvenjulegum áhugamálum sem taka mikinn tíma og orku. Þannig hneigjast sumir einhverfir til að hugsa og tala í sífellu um mjög þröng áhugasvið svo sem þvottavél- ar, umferðarskilti eða tímaáætlanir samgöngutækja. Unga stúlkan sem minnst var á í inngangi þessa máls hafði lifandi áhuga á kjöllurum og öllu sem þeim tengdist. Þá eru sum- ir einhverfir óvenjulega uppteknir af ákveðnum eiginleikum hluta svo sem áferð þeirra, bragði eða lykt. Hvernig hugsa einhverfir? Fyrst er þess að geta að flestir einhverfir búa við skerta greind. Hjá u.þ.b. helmingi þeirra er sú skerðing svo rnikil að hún ein gerir þeim ókleift að sjá um sig sjálf jafnvel þó ekki kæmu til þeir erfiðleikar sem stafa af sjálfri einhverfunni. Þrjátíu af hundraði einhverfra hafa hins vegar ekki. alvarlega. skertan greindar-- þroska. Nokkuð margir hafa meðal- Rað er aldrei of seint að byrja ! eftir Pál Magnússon sálfræðing Miðaldra hjón voru á kvöldgöngu i Reykjavík: Sunnan við gamla kirkj- ugarðinn kom myndarleg unglings- stúlka gangandi á móti þeim, glað- beitt í fasi. Þegar þau mættust vék hún sér að þeim og spurði glaðlega: „Er kjallari heima hjá þér?” Spum- ingin kom flatt upp á hjónin og á meðan þau voru að átta sig á hveiju svara skyldi horfði stúlkan dálítið fjarrænum augum út í loftið við hlið þeirra. Hún beið ekki svars nema í nokkur andartök en gekk þá leiðar sinnar, e.t.v. með það í huga að leita betri heimildamanna um kjallara. Hjónin héldu áfram göngunni, litu inn hjá vinafólki sínu í nágrenninu, þáðu kaffi og sögðu frá þessu at- viki. Húsráðendur brostu góðlátlega, könnuðust við stúlkuna og kunnu skýringu á undarlegri hegðun henn- ar. Þessi unga nágrannakona þeirra var nefnilega einhverf. Á síðustu misserum hafa orðið nokkrar umræður í íjölmiðlum um einhverfa, einkum búsetumál ein- hverfra unglinga. Umræðurnar hafa borið vott um mismikla þekkingu á einhverfu og kann því að vera gagn- legt að reifa þetta fyrirbæri í nokkr- um orðum. Hvað er einhverfa? Af hveiju stafar hún? Hvernig lýsir hún sér? Hvemig hugsa einhverfir? Einhverf börn em fötluð á hlið- stæðan máta og þroskaheft börn eða málhömluð börn. Sérstaða einhverf- unnar ræðst af því að þroskatruflun- in snertir einkum tiltölulega afmark- aða þætti á vitsmunasviðinu og veld- ur þannig sérstökum hegðunarein- kennum. Orsakir Lengi vel var álitið að orsakir ein-- mmmmm^mmmmmmm Hin viðurkenndu KAWAI HLJÓMBORÐ oq skemmtarar við ALLRA hsefi á frábæru verði frá - 5.900,- R EYKJ LAUGAVEGI 96 © 600935

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.