Morgunblaðið - 15.11.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
Lögfesting almennra
sljórnsýslureglna
eftir Gunnar Jóhann
Birgisson
í tilefni af gildistöku laga um
aðskilnað dómsvalds og umboðs-
valds 1. júlí 1992 hefur farið fram
heildar endurskoðun á lögum um
dómstólaskipan og réttarfar. Dóms-
málaráðherra kynnti lagabreytingar
þessar á blaðamannafundi ekki alls
fyrir löngu. Margir hljóta að fagna
þessum breytingum og þá ekki síst
að aðskilnaður dómsvalds og um-
boðsvalds hefur náð fram að ganga.
Það er brýnt að löggjafinn, Al-
þingi, fylgi þessum miklu breyting-
um á íslensku réttarfari eftir og
setji almenn stjórnsýslulög, þar sem
kveðið er á um grundvallaratriði
stjórnsýslunnar, s.s. máismeðferð
stjórnsýslunnar, leiðbeiningar-
skyldu stjórnvalda við almenna
borgara, andmælarétt aðilja, að-
gang aðilja að gögnum máls og um
skyldu stjórnsýsluhafa til rökstuðn-
ings ákvarðana sinna.
Það er óþolandi að Alþingi hafi
ekki haft þrek eða vilja til þess að
taka á þessu máli. Ríkisvaldið hefur
þanist út dg borgararnir eiga sífellt
meira undir ákvörðunum stjórnsýsl-
unnar. Krafan um skýrar og Ijósar
reglur í stjórnsýslunni fær auk þess
nú aukið gildi þegar allt virðist
benda til þess að Alþingi samþykki
samninginn um sameiginlegt evr-
ópskt efnahagssvæði.
íslenskur stjórnarfarsréttur
Það er ekki aðeins fyrir dómstól-
unum, heldur einnig innan stjóm-
sýslunnar, sem kveðið er á um rétt
eða skyldur manna. Sérstök fræði-
grein er til innan lögfræðinnar sem
fjallar um þetta réttarsvið og nefn-
ist stjórnarfarsréttur.
Islenskur stjórnarfarsréttur
byggist að miklu leyti á óskráðum
reglum og viðurkenndar reglur
varðandi málsmeðferð eru fáar. Af
þessu leiðir að þeir sem þurfa að
leita réttar síns hjá stjórnvöldum
hafa á brattann að sækja. T.d.
skortir í íslenskum stjórnarfarsrétti
almennar settar lagareglur um
heimild manna til þess að koma að
andmælum við meðferð máls er þá
sjálfa varðar. Engar reglur eru held-
ur til um það hvað langan tíma
málsmeðferð má taka. Skortur á
skýrum og Ijósum reglum er einnig
mjög bagalegur hvað varðar starfs-
skilyrði stjórnsýslunnar sjálfrar.
Hætta er á handahófskenndum úr-
lausnum og lítilli skilvirkni.
Þegar reglur eru fáar og óljósar
byggist stjórnsýslan eingöngu á ein-
staklingunum sjálfum, sem þar
starfa, og sumir eru snöggir en
aðrir seinir eins og gengur. Það er
ekki óalgengt að einstaklingar hafi
beðið mánuðum saman eftir úrlausn
stjórnvalda og stundum eingöngu
eftir því að fá fyrirspurnum svarað.
Bréf umboðsmanns Alþingis
Umboðsmaður Alþingis ritaði for-
sætisráðherra bréf 29. desember
1989, þar sem hann ijallar um nauð-
syn þess að sett verði lög á þessu
sviði og þar sem hann beinir þeim
tilmælum til forsætisráðherra, að
hann beiti sér fyrir að frumvarp til
stjórnsýslulaga verði lagt fram á
Alþingi. í bréfinu kemur m.a. fram,
að ekki sé til að dreifa í almennum
skráðum lögum reglum um rétt
manna til þess að kynna sér gögn
í vörslu stjórnvalda, ekki séu til
skráðar reglur um hæfi þeirra, sem
hafa á hendi stjórnsýslu og á ýmsum
sviðum stjórnsýslu sé ekki svo skýrt
sem skyldi, hvaða rétt menn eigi til
þess að skjóta ákvörðunum sínum
til æðri stjórnvalda. Út frá þessum
atriðum telur umboðsmaður Alþing-
is að brýnt tilefni sé til lagasetning-
ar.
Áhugi Alþingis
Víðast hvar í Evrópu á stjórnsýsl-
ulöggjöf sér langa sögu og einnig í
Bandaríkjunum. Öll Norðurlöndin,
fyrir utan ísland, hafa lögfestar
reglur á þessu sviði.
Hugmynd um lagasetningu af
þessu tagi er ekki ný af nálinni hér
á landi. Þannig var tillaga til þings-
ályktunar um upplýsingaskyldu
stjórnvalda fyrst lögð fram á Al-
þingi 1969-1970. Tillagan var ekki
útrædd, en slík tillaga var samþykkt
Gunnar Jóhann Birgisson
„Það er löngu kominn
tími til að Alþingi taki
af skarið í þessum efn-
um og lögfesti grund-
vallarreglur íslenskrar
stjórnsýslu.”
á Alþingi tveimur árum seinna. Ára-
tug síðar, á Alþingi 1980-1981, var
samþykkt tillaga frá Ragnhildi
Helgadóttur, sem hún flutti um
undirbúning almennra stjórnsýsl-
ulaga. Slík tillaga var síðan aftur
samþykkt árið 1985.
Á Aiþingi 1986-1987 var lagt
fram frumvaip til stjórnsýslulaga,
sem samið var af lögmönnunum
Eiríki Tómassyni og Jóni Steinari
Gunnlaugssyni. Það frumvarp dag-
aði uppi eins og sagt er. Nýtt frum-
varp var síðan lagt fram á Alþingi
árið 1990, en varð ekki að lögum
frekar en fyrra frumvarpið.
í báðum frumvörpunum er að
finna ákvæði sem fjalla um rétt
manna til þess að kynna sér gögn
í málum er þá sjálfa varða. Þar er
einnig að finna ákvæði um andmæl-
arétt aðila, þ.e. um rétt aðila máls
til þess að kreíjast þess að mál
hans verði ekki afgreidd fyrr en
hann hefur fengið tækifæri til þess u'
að kynna sér málsgögn og tjá sig
um málsefni. Fleiri atriði mætti
nefna sem fram koma í frumvörp- p
unum sem yrðu til þess að tryggja
réttarstöðu einstaklinga gagnvart
stjórnvöldum, ef þau yrðu lögfest. P
Lögfesting stjórnsýslureglna
nauðsynleg
Á meðan ekki eru til almenn
stjórnsýslulög sem kveða skýrt á
um málsmeðferð hjá íslenskum
stjórnvöldum byggist gagnrýni á
störf stjórnsýslunnar fyrst og fremst
á mati.
Það er hægt að halda því fram
að óeðlilegt sé að fyrirspurnum ein-
staklinga sé ekki svarað fyrr en
eftir dúk og disk, að óeðlilegt sé
að ákvörðun sé tekin um málefni
manna án þess að þeim sé gefið
tækifæri til þess að tjá sig um mál-
ið og að óeðlilegt sé að viðkomandi g
starfsmaður sem ákvörðun tekur sé '
of tengdur viðkomandi máli. En það
eru engar lögfestar reglur til sem g,
hægt er að byggja gagnrýnina á, »
engar reglur sem tryggja að rétt sé
á málum haídið. g
Það er löngu kominn tími tii að P
Alþingi taki af skarið í þessum efn-
um og lögfesti grundvallarreglur
íslenskrar stjórnsýslu.
Höfundur er
héraðsdómslögmaður ogrekur
lögmannsstofu í Reykjavík.
FJOL SKYL DUSP/L /Ð
Tri-Ominos er skemmtilegt og ódýrt fjölskylduspil sem allir geta spilað,
frá 5 ára aldri. Spilið gefur möguleika á uppbyggingu á allskyns
formum og er þvi mjög skemmtilegt að spila fyrir alla aldurshópa.
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
HEILDVERSLUN, SÍMI 65 30 75
I
6
í
I
!