Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
Gengið í hús með hljómplötu Landgræðslunnar:
Stærsta pöntun á
hljómplötu til þessa
Á MORGUN, laugardag, munu grunnskólabörn á Reykjavíkursvæðinu
og Suðurnesjum og Lionsmcnn um land allt ganga í hús og selja hljóm-
plötuna „Landið fýkur burt” sem Landgræðslan gefur út til styrktar
starfsemi sinni. Félagarnir Ájgúst Atlason, Helgi Fétursson, Jónas Frið-
rik, Gunnar Þórðarson og Olafur Þórðarson i Rió gáfu Landgræðsl-
unni útgáfurétt á hljómplötunni og rennur allur ágóði af sölunni til
starfsemi stofnunarinnar.
Lionshreyfingin hefur tekið málið
upp á sína arma og hafa félagar
hennar selt hljómplötuna um land
allt undanfarnar vikur. Aðalsölu-
átakið á höfuðborgarsvæðinu verður
á morgun. Böm úr flestum grunn-
skólum borgarinnar munu þá ganga
í hús undir stjórn Lionsmanna. Frá
mánudeginum verður hljómplatan til
sölu í hljómplötuverslunum.
Að sögn Landgræðslumanna hefur
þessu átaki verið mjög vel tekið og
margir lagt hönd á plóginn. Þeir
væru fullir bjartsýni og hefðu pantað
20 þúsund eintök af plötunni í fyrstu
pöntun sem mun vera stærsta pöntun
á hljómplötu hingað til. Margir aðilar
aðstoða Landgræðsluna við útgáf-
íslenska málfræðifélagið:
una. Kaupþing hf. lagði til fjármagn
fyrir útgáfukostnaði og hefði það
skipt miklu máli, því hagstæðir
samningar hefðu náðst við hljóðver,
hljóðfæraleikara og ekki síst erlenda
framleiðsluaðila með staðgreiðslu.
Auglýsingastofan Nýr Dagur vann
hljómplötuumslagið og veggspjald.
Útvarpsstöðvamar hafa fylgt mál-
inu vel eftir og á morgun munu Ríó-
menn verða á þönum á milli stöðva.
Þá hefur Saga Film gefíð alla
vinnu við gerð myndbands við titillag
plötunnar. Á laugardaginn kemur
mun Sjónvarpið sýna beint frá dag-
skrá í Perlunni í Reykjavík þar sem
talað verður við landgræðslumenn,
flugmenn og fleiri áhugamenn um
landgræðslu auk þess sem Ríó mun
leika lög af nýju hljómplötunni.
Kvöldstund með Mozart á Höfn
KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur til Hornafjarðar sunnudaginn
17. nóvember þar sem hún flytur tónlistar- og skemmtidagskrá í
samvinnu við Tónskóla A-Skaftafellssýslu. Tónleikarnir verða í
Hafnarkirkju kl. 16.00.
Nefnist dagskráin „Kvöldstund
með Mozart” og er helguð 200 ára
ártíð tónskáldsins. Á efnisskránni
verða þrjú verk: Flautukvartett í
C-dúr, Óbókvartett í F-dúr og hið
alþekkta næturljóð „Eine kleine
Nachtmusik”. Á milli verka verða
verkin kynnt og m.a. lesið úr bréf-
um Mozarts. Hljóðfæraleikaramir
sem fram koma á þessum tónleik-
um eru Martial Nardeau, flautu-
leikari, Kristján Þ. Stephensen,
óbóleikari, og Reykjavíkurkvartett-
inn, þau Rut Ingólfsdóttir, fíðla,
Zbigniew Dubik, fiðla, Guðmundur
Kristmundsson, víóla, og Inga Rós
Ingólfsdóttir, selló. Tónleikamir
eru Iiður í tveggja vikna tónlistar-
veislu á vegum Tónskóla A-Skafta-
fellssýslu í samvinnu við grunn-
skóla bæjarins.
í næstu viku verður Bandaríkja-
maðurinn Paul Weeden með nám-
skeið fyrir jazzáhugamenn og
hljómsveitir Tónskólans sem lýkur
með tónleikum þ. 21. nóv. þar sem
hann mun koma fram ásamt ís-
lenskum jazzleikurum. Félag ís-
lenskra tónlistarmanna styrkir
Kammerveit Reykjavíkur til farar-
innar.
(Fréttatiikynning)
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar:
Nettóútgjöld verða um 144
millj. kr. hærri en áætlað var
Rask-ráð-
stefna í Odda
SJÖTTA ráðstefna íslenska mál-
fræðifélagsins, Rask-ráðstefnan,
verður haldin í stofu 201 í Odda
laugardaginn 16. nóvember, og
hefst hún kl. 10.25.
Átta erindi verða flutt á Rask-ráð-
stefnunni. Svavar Sigmundsson fjall-
ar um orðabækur ogtökuorð, Vetúrl-
iði Óskarsson um tökuorð á ensku
öldinni, Magnús Fjalldal um ímynduð
samskipti Gunnlaugs skálds ormst-
ungu og Aðalráðs konungs ráðlausa,
Eiríkur Rögnvaldsson um samtíning
um samtengingar, Pétur Helgason
um áherslulaus sérhljóð í íslensku,
Margrét Jónsdóttir um breytingár-
sagnir í íslensku, Pétur Knútsson um
eftirritun, umritun og alritun og
Guðrún Þórhallsdóttir flytur erindi
um þýska sáðmenn að fornu og nýju.
NETTÓÚTGJÖLD Hafnarfjarðar-
bæjar verða um 144 milljónum
króna hærri á þessu ári en gert
var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, en
það þýðir um 7% breytingu á fjár-
hagsáætlunni, að sögn Guðmund-
ar Árna Stefánssonar bæjarstjóra.
í endurskoðaðri fjárhagsáætlun
er gert ráð fyrir 250 milljóna
króna nýrri lántöku á þessu ári,
og að sögn Jóhanns G. Bergþórs-
sonar, oddvita Sjálfstæðismanna í
bæjarstórn, segir að verði ekki
stigið á bremsurnar og horfst í
augu við þann veruleika að ekki
sé endalaust hægt að taka ný Ián
í bæjarreksturinn, þá stefni í það
ástand sem nú ríkir í fjármálum
Kópavogs.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðar var afgreidd á auka-
fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum
lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fram bækling með athuga-
semdum við þær breytingartillögur
sem fyrir lágu. í bæklingnum er
áréttuð bókun sjálfstæðismanna,
sem lögð var fram við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar í febrúar, og hún bor-
in saman við þann raunveruleika sem
þeir telja blasa við í fjármálum bæjar-
sjóðs Hafnarfiarðar.
„Staðfestir bókun
bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins”
Jóhann G. Bergþórsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að breyt-
ingartillagan við fjárhagsáætlun
staðfesti í einu og öllu það sem fram
hafi komið í bókun bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.
„Meginatriðin eru þau að í breyt-
ingartillögu meirihlutans er enn gert
ráð fyrir því að greiða niður 302
milljónir af skuldum, en í stað þess
að engin ný lántaka átti að verða
er nú gert ráð fyrir 250 milljóna
króna nýrri lántöku. Miðað við allt
árið 1991 var áætlaður rekstraraf-
gangur 302 milljónir, en nýja áætlun-
in gerir ráð fyrir að hann verði 171
milljón. Hins vegar sýnir níu mánaða
uppgjör 44 milljóna króna halla. Sem
lið í því að laga stöðuna var gert ráð
fyrir 40 milljóná króna auknum tekj-
Um vegna gatnagerðargjalda, en á
upprunalegu áætlunipni var reiknað
með 151 milljón í gatnagerðargjöld.
Á níu mánaða uppgjörinu hafði að-
eins verið innheimt og tekjufærð
29,5 milljón, en það þýðir að eftir á
að innheimta 162 milljónir í gatna-
gerðargjöld síðustu þijá mánuði árs-
ins. Við teljum að það sé óraunhæft,
og þá ekki síst í ljósi síðustu fregna
um að ekkert álver rísi. Nú þegar
eru óseldir tugir íbúða sem byggðar
hafa verið á Hvaleyrarholti og ekki
sjáanlegt að menn muni fara í frek-
ari framkvæmdir, enda bankarnir
búnir að segja stopp. Við teljum því
að þessi breytingartillaga sé óraun-
hæf og í henni sé ekki tekið á öllum
rekstrarþáttum, -Við teljum að rekst-
urinn hirði allar þessar 300 milljónir
og þannig verði ekkert eftir til þess
að greiða niður skuldir,” sagði Jó-
hann.
Hann sagði að samkvæmt níu
mánaða uppgjörinu væru skuldir
bæjarsjóðs Hafnarfjarðar orðnar
1.388 milljónir, en þær hafí hins
vegar verið 1.187 á sama tíma í
fyrra, og þannig aukist um 201 millj-
ón.
„Þess ber þó að geta að skuldir
um áramót voru bókaðar 1.435 millj-j
ónir, en það er eðli þessa uppgjörs
að í það vantar uppfærslu skulda,
og miðað við þá breytingu sem varð
á níu mánaða uppgjörinu í fyrra og
til lokauppgjörs má ætlað að þarna
bætist við um það bil 250 milljónir.
í Ijósi þess og ofáætlaðra hugmynda
um gatnagerðargjöld, þá teljum við
að skuldirnar verði komnaryfir 1.600
milljónir þegar endanlegt ársuppgjör
liggur fyrir. Við teljum í raun og
veru að bæjarreksturinn sé kominn
á það stig að venjulegar tekjur svari
nánast til útgjaldanna, þannig að
ekki verði um að ræða niðurgreiðslu
skulda eða framkvæmda, og því
stefni í þetta Kópavogsfar sem menn
eru núna að upplifa. Þar er talað um
að komið sé yfír það stig að almenn-
ar tekjur dugi fyrir rekstri, en það
þýðir gjörgæslumeðferð. Allt það
sem við sjálfstæðismenn vöruðum við
í febrúar hefur sannast, og það þarf
því virkilega að stíga á bremsurnar
og horfast í augu við þann veruleika
að ekki er endalaust hægt að taka
lán í bæjarreksturinn,” sagði Jóhann
G. Bergþórsson.
„Meginmarkmið
fjárhagsáætlunar hafa staðist”
Guðmundur Árni Stefánsson bæj-
arstjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að öll meginmarkmið fjár-
hagsáætlunarinnar um að hægja á í
framkvæmdum og lækka skuldir
stæðu fullkomlega. Hann sagði að
skuldir yrðu lækkaðar um 170 millj-
ónir á árinu, en að vísu hefðu verið
uppi áform um að að fara enn hrað-
ar yfir sögu í þeim efnum og lækka
skuldirnar um 300 milljónir.
„Við ákváðum hins vegar á miðju
ári að breyta þessu eilítið að því er
varðar ný verkefni, en skuldirnar
lækka þó umtalsvert, og eru þær og
voru raunar mjög vel viðunandi. Níu
mánaða uppgjör segja nákvæmlega
ekki neitt, því þá erum við að koma
úr framkvæmdatímabili og síðustu
þrír mánuðirnir eru þeir drýgstu í
tekjulegu tilliti. Þá er miklu minna
útstreymi og framkvæmdir litlar sem
engar yfir hávetrarmánuðina. Þessi
endurskoðun fjárhagsáætlunar stað-
festir það og undirstrikar að þessi
meginmarkmið nást fullkomlega.
Tekjustreymið hefur óneitanlega ver-
ið minna þessa fyrstu mánuði heldur
en við gerðum ráð fyrir, en aftur á
móti miðað við það sem er í pípunum
núna, þá eigum við von á að það
verði umtalsverðir fjármunir sem
koma inn á þessum síðustu mánuðum
ársins,” sagði Guðmundur Árni. ■,
KJUKLINGAR
Á K0STAB0ÐI
Fjölskyldupakki fyrir 5.
10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 2000 kr.
Athugib abeins 400 kr. á mann.
Fjöiskyldupakki fyrlr 3.
6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verb 1300 kr.
Pakkifyrir 1.
2 kjúklingabitar, franskar, sósa og satat. Verb 490 kr.
Þú getur bæ&i tekib matinn meb þér heim
eba borbab hann á stabnum.
Sími 29117
Hraórétta vwtingastaóur
' hjarta borgarinnar
Sími 16480