Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 25

Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtrygg'sson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200, kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Norrænt samstarf á tímamótum Tyjóðir Norðurlanda standa að æt ýmsu leyti á krossgötum vegna pólitískrar þróunar í Evr- ópu. Eftir rúmt ár munu fjórar þeirra, Islendingar, Norðmenn, Svíar og Finnar, gerast aðilar að evrópsku efnahagssvæði, sem mun hafa í för með sér náin tengsl við Evrópubanda- lagið, en Danir hafa átt aðild að því frá 1972. Það er óhjá- kvæmilegt, að þessi þróun hafi mikil áhrif á norrænt samstarf eins og það hefur verið undanf- arna áratugi, ekki sízt þar sem Svíar hafa ákveðið að sækja um aðild að EB og líklegt er að Finnar fylgi í kjölfarið. Þetta er nú til umræðu innan Norður- landaráðs og norrænu ríkis- stjórnanna. Norðurlandaráð er 40 ára á næsta ári, en ríkisstjórnir og þjóðþing fjögurra landanna ákváðu að stofna til formlegs samstarfs sín á milli í .kjölfar heimsstyijaldarinnar síðari og í skugga Kóreustríðsins. Hrammur kommúnismans hrifsaði til sín hvert landið á fætur öðru og vestræn lýðræðis- ríki bundust varnarsamtökum innan Atlantshafsbandalagsins. Utan þess stóðu tvær Norður- landaþjóðir, Svíar og Finnar, en vegna ofríkis Sovétríkjanna tre- ystu Finnar sér ekki til að ge- rast aðilar að Norðurlandaráði fyrr en 1957. Tilgangurinn með stofnun Norðurlandaráðs var frá upp- hafi að eyða tortryggni milli landanna, ekki sízt vegna varn- armála, og efla samstarf þeirra á sem flestum sviðum. Ohætt er að fullyrða, að tilgangurinn hafi náðst og gott betur. Nor- rænt samstarf er ótrúlega víðf- eðmt og nær yfír öll svið þjóð- lífsins. Einstaídingar, fyrirtæki og hvers konar félagasamtök eru virkir þátttakendur í nor- rænu samstarfi og fyrir flesta er það eðlilegur og sjálfsagður vettvangur samskipta. Heita má, að norrænir ríkisborgarar njóti fullra réttinda í landi hvers annars og er það einsdæmi í alþjóðlegu samstarfi. Þjóðþing, ríkisstjórnir og hvers kyns opin- berar stofnanir hafa mikil, náin og bein samskipti sín á milli. Þetta er ómetanlegt, sparar tíma, fyrirhöfn og kostnað. Fjárhagslegur ávinningur ís- lendinga af norrænni samvinnu á opinberum vettvangi er mik- ill, en við borgum 1% af útgjöld- unum. Hann er samt ekki aðal- atriðið heldur sá mikli styrkur, sem Island nýtur af norrænu samstarfi á sviði stjórnmála og alþjóðamála. Þetta á reyndar við um löndin öll. Vegna sam- starfs þeirra og samstöðu njóta þau miklu meiri áhrifa á al- þjóðavettvangi en þau myndu gera hvert fyrir sig. Litið er á norræna samvinnu sem dæmi um svæðabundið ríkjasamstarf eins og það gerist bezt. Sönnun þessa má m.a. ráða af því, að nýfrjáls Eystrasaltsríkin hafa sótzt eftir aðild að Norðurlanda- ráði, svo og Rússar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Norðurlanda- ráðs á myrkum upphafsdögum kalda stríðsins. Heimsmyndin, sem við blasir, er allt önnur. Veldi kommúnismans í Evrópu er hrunið. Þrátt fyrir að hættur séu fólgnar í upplausninni í Austur-Evrópu er ógnin, sem að lýðfijálsum ríkjum vestursins stafaði, að mestu horfin. Fram- tíðin vísar til æ nánara sam- starfs Evrópuþjóða og þátttaka Norðurlanda í því kallar á breyt- ingar á norrænu samstarfi. Mik- ilvægt er, að breytingar á skipu- lagi og áherzlum norræns sam- starfs miði að því að varðveita þann mikla árangur, sem náðst hefur, og tryggja, að það verði Norðurlandaþjóðunum til styrktar í Evrópusamstarfinu og alþjóðasamstarfi yfirleitt. Tillögur eru nú uppi innan Norðurlandaráðs um eflingu og aukna skilvirkni á starfsemi þess og aukinn hlut ríkisstjórn- ánna. Forsætisráðherrarnir hafa ákveðið, að frumkvæði ráðsins, að fela pólitískum full- trúum sínum að gera tillögur um breyttar áherzlur í norrænu samstarfi með tilliti til Evrópu- samstarfsins Qg eiga þær að liggja fyrir á riæsta ári. Frá sjónarhóli íslendinga er mikilvægt, áð breytt skipulag og hlutverk Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar feli ekki í sér yfirþjóðlegt vald, heldur verði áfram leitað sam- komulags um ákvarðanir. Það hefur reynzt vel í samstarfi þjóðanna, þótt stundum hafi tekið tíma að komast að sameig- inlegri niðurstöðu. Aukin áhrif stjórnmálaflokka á kostnað sendinefnda þjóðþinganna fela einmitt í sér hættu á þessu. Það er engum til góðs að þvinga fram ákvarðanir í krafti meirihlutavalds, ef það gengur gegn hagsmunum og vilja eins aðilans. Það er því ánægjulegt, að fulltrúar Alþingis í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, þeir Geir H. Haarde og Halldór Ás- grímsson, hafa báðir lýst and- stöðu gegn þróun norræns sam- starfs í þessa átt. Stofnkostnaður virkjana og sæstrengs 108 milljarðar kr. Fjallað um raforkuútflutning á Orkuþingi: Hagkvæmast yrði að virkjajökulár á Norðausturlandi „SAMKVÆMT athugun sem gerð liefur verið, virðist umrædd sæ- strengslögn geta skilað vel þeirri arðsemi sem liingað til liefur ver- ið krafist af orkuframkvæmdum hér á landi,” sagði Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar, í ræðu um útflutning raforku á Orku- þingi 91, sem hófst í gær. Áætlaður stofnkostnaður við virkjanir og einn sæstreng til Skotlands er 108 milljarðar kr. Er þá reiknað með að virkjanakostnaður verði 61 milljarður og kostnaður við flutningsvirkin 47 millj. Er talið að framleiðsla og lagning sæ- strengs til Skotlands gæti tekið um 3 ár. Sagði Halldór að ef um yrði að ræða stórfelldan útflutning raforku lægi beinast við að virkja jökulárnar á Norðausturlandi, kostnaður væri þá í lágmarki og hagkvæmni virkjana fengi að nóta sín. „Orkuþörf vegna fyrsta strengsins mætti þó anna með virkjunum annars staðar, en þá er reiknað með að Fljótsdalsvirkjun hafi þeg- ar verið byggð vegna álversins á Keilisnesi og hálendislínur verið Iagðar,” sagði Halldór. Fram kom í erindi Halldórs að stofnkostnaður eins sæstrengs og virkjana vegna verkefnisins miðað við 500 MW og 3.750 GWh flutn- ingsgetu á ári yrði samtals 108 milljarðar kr. ef endastöð strengs- ins yrði í Skotlandi. Heildarkostn- aðurinn yrði 118 millj. miðað við að endastöðin yrði í Norður Eng- landi, 130 millj. í Suður Englandi og 138 milljarðar ef strengurinn yrði lagður 1.830 km. leið til Ham- borgar í Þýskalandi. í þessum kostnaði felast einnig loftlínur frá landtaki strengsins og svokallaðar áriðilsstöðvar. Halldór benti og á að athuganir sýndu að sé íslensk raforka borin saman við þá valkosti sem virðast verða fyrir hendi á Bretlandi næsta áratuginn sé ljóst að íslensk orka væri á samkeppnisfæru verði, hvort sem sæstrengurinn yrði lagð- ur til N-Skotlands eða suður með austurströndinni til Englands. ís- lensk raforka ætti þá aðallega í samkeppni við raforku sem fram- leidd er með jarðgasi en samkeppn- isstaða jarðgass virtist vera mjög sterk í dag. Verði tekinn upp kol- efnisskattur í Bretlandi gæti hann gert orkuver sem nýta jarðgas tals- vert óhagkvæmari í samanburði við íslenska raforku, skv. mati Landsvirkjunar. Áhætta og óvissa Jakob Björnsson orkumálstjóri vék að útflutningi raforku í erindi sínu á Orkuþingi í gær. Að hans mati gætu Islendingar flutt út 15 TWh árlega á fyrstu áratugum næstu aldar til viðbótar 20-25 TWh á ári til orkufreks iðnaðar innan- lands. „Þetta samsvarar nokkurn- veginn 2.000 MW flutningi sem með núverandi tækni má ná með fjórum sæstrengjum,” sagði Jakob. Hann hafði þó fyrirvara á hag- kvæmni útflutnings raforku í ná- inni framtíð. Honum fylgdu bæði tæknileg og íjárhagsleg áhætta og óvissa og tæplega væri tilefni til annars en að bíða og sjá hvort aðstæður myndu breytast íslandi í hag. Þá væri umframgeta í skoska raforkukerfinu og einnig í kjarnorkustöðvum Frakka sem þeir séu nú að leitast við að selja til útlanda, þ.á.m. til Bretlands gegnum sæstrengi undir Ermar- sund. Jakob sagði að þó mætti búast við að raforkuverð færi hækkandi í Evrópu á næstu árum og ýmislegt benti til að þróunin myndi bæta samkeppnisstöðu ís- lenskrar raforku á mai'kaðinum í Bretlandi í framtíðinni. „Að mínu áliti getur útflutningur á raforku frá íslandi því orðið fullkomlega raunhæfur möguleiki eftir svo sem 10-15 ár,” sagði Jakob og sagði rétt að hefja undirbúning að slíkum útflutningi nú þegar. Halldór gat þess að með virkjun Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, flytur ræðu á Orkuþingi. Blöndu væri búið að virkja til raf- orkuframleiðslu um 16% af því vatnsafli, sem hagkvæmt er talið að virkja hér á landi. Sagði Hall- dór að miklar breytingar hefðu orðið á skipulagi raforkumála á Bretlandi með einkavæðingu raf- orkuiðnaðarins. Því hefði Lands- virkjun látið endurskoða fyrri áætlanir um lagningu sæstrengs. Hefðu verkfræðistofan Afl og ráð- gjafarfyrirtækið Caminus Energy Ltd. unnið að máiinu fyrir Lands- virkjun. Framleiðendur sæstrengja hefðu einnig sýnt málinu áhuga en það eru Alcatel í Frakklandi, Asea Brown Boveri í Svíþjóð og Pirelli á Ítalíu, sem öll telja að tæknilega séð sé ekkert því til fyr- irstöðu að leggja sæstreng milli Islands og Bretlands. „Lagning sæstrengs alla leið til Þýskalands hefur komið til tals og hafa aðilar í Hamborg sýnt því máli töluverðan áhuga. Nærtækast er hins vegar að líta til orkumarkaðarins á Bret- landi,” sagði Halldór. Aðild að orkusáttmála Evrópu Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á Orkuþingi í gær að aðild íslendinga að orku- sáttmála Evrópu, sem nú er í undir- búningi, styrkti stöðu íslendinga þegar kæmi að beinum útflutningi á orku frá íslandi. Þá yrði óheim- ilt að Ieggja hömlur á sölu íslenskr- ar raforku í Bretlandi eða í öðrum aðildarríkjum sáttmálans. Fram kom í ræðu Halldórs að framleiðsla svo langs sæstrengs sem hér um ræðir tæki langan tíma. „Miðað við núverandi skipa- kost sem völ er á til sæstreng- slagna verður hægt að leggja 100 til 125 km. langa hluta hans í einu og er þyngd hvers hluta 5 til 6 þúsund tonn. Framleiðsja og lagn- ing sæstrengs milli íslands og Skotlands gæti tekið um 3 ár,” sagði hann. Halldór benti á að stofnkostnað- ur við framleiðslu íslenskrar raf- orku væri hár og þar sem sæ- strengurinn væri óvenju langur og færi niður á mikið dýpi mætti gera ráð fyrir að erlendar lánastofnanir teldu þetta áhættusama fram- kvæmd. Stærsti kostur íslenskrar raforku væri sá, að framleiðsla hennar veldur engri mengun. Samningsbundið verð eða markaðsverð . „Sala íslenskrar raforku um sæstreng gæti farið fram með þeim hætti að gerðir væru samningar við margar rafveitur um tiltekið orkumagn hjá hverri á samnings- bundnu verði. Annar möguleiki væri að selja orkuna eingöngu eft- ir markaðsverði eins og það er á hveijum tíma,” sagði Halldór í erindi sínu. Meginniðurstöður úr athugun Caminus Energy fyrir Landsvirkj- un eru að útflutningurinn sé aðeins hagkvæmur ef raforktiverð erlend- is hækkar í framtíðinni. Hag- kvæmni útflutningsins væri hins vegar ótvíræð ef tækist að lækka stofnkostnaðinn um 10-20%. Stofnkostnaður virkjana og flutningsvirkja 500 MW og 3750 GWh nettó flutningur. Milljarðar kr., verðlag í des. 1990. Endastöð Virkjanir Jafnstraumskerfi AIIs N-Skotland 61 47 108 N-England/Hartlepool 61 57 118 SA-England/ Norður af Norwich 62 68 130 Þýskaland 62 76 138 Samanburður orkuöflunarkosta í Bretlandi 6 til 8% reiknivextir, verðlag í desember 1990. 7500 h nýtingartími orkusölu. Raforkuverð Orkuöflunarkostur Afhendingarstaður kr/kWh Raforka frá íslandi N-Skotland 2,2-2,8 Raforka frá íslandi N-England 2,4-3,0 Raforka frá íslandi SA-England 2,8-3,3 Jarðgasstöðvar (CCGT) 2,3-3,0 Kolaorkuver 3,7-4,8 Kjarnorkuver 2,7-4,2 Greiðslan myndi lenda beint hjá lands- mönnum í stað þess að fara til ríkisins - segir Tór Einarsson hagfræðingur um nýja útfærslu veiðigjaldsins „ÞAÐ íiefur verið tæpt á þessari hugmynd sem öðrum kosti í tengsl- um við veiðigjald. Báðar útfærslurnar fela í sér að útgerðarmenn greiði fyrir aðgang að miðunum en munurinn felst í því að í þessari nýju útfærslu myndi greiðslan Ienda beint hjá landsmönnum en hjá ríkinu, eins og veiðigjaldið hefur yfirleitt verið útfært,” sagði Tór Einarsson dósent í hagfræði við Háskóla íslands um útfærslu á veiði- gjaldi sem hann fjallaði um í grein í Morgunblaðinu í gær. Tór segir að þessi útfærsla veiði- gjaldsins myndi koma í veg fyrir útþenslu ríkisins svo og mæta kröf- um um sanngjarna tekjuskiptingu. „Leiðin fælist í því að öllum lögr- áða einstaklingum yrði afhent hlut- deild í miðunum, eins konar hluta- bréf þannig að heildarkvótinn yrði gerður að séreign þar sem hver ætti sína hlutdeild. Síðan myndu skapast markaðir um þetta og þeir sem eru í útgerð sækjast eftir hluta- bréfunum, annað hvort til kaups eðaleigu. Stórhluti bréfanna myndi því á endanum lenda hjá útgerðar- fyrirtækjum sem eign þeirra sem þau hefðu keypt á markaði auk þess sem leigumarkaður myndi væntanlega einnig myndast,” sagði Tór. Hann segir að það mætti hugsa sér að leigumiðlun, t.d. verðbréfa- fyrirtæki sæju um miðlun bréfanna. „Með þessu móti kæmi ríkið ekki beint nærri nema með því að setja ákveðnar leikreglur í löggjöf. Það fengi ekki peninga til sín eins og það fengi með veiðigjaldinu. Greið- 'éndúrniri 'yfðu þeir serh káúpa myndu kvótana eða leigja þá og leigutekjurnar myndu handhafar kvótans fá. Þetta væri því önnur leið til að fullnægja markmiðum um hagkvæmni en í leiðinni yrði komið í veg fyrir að kvótinn lenti í höndum fárra, sem óhjákvæmilega myndi gerast ef honum yrði úthlutað ókeypis,” sagði Tór. Að sögn Tórs hefur þessi leið verið farin í Kólombíufylgi í Kanada með námur og nytjaskóga en hann segir að ekki sé kunnugt um að hún hafi ekki vet'ið reynd áður með fiski- gtofna. ' I Morgunblaðið/Sverrir Örn Jóhannsson, formaður FlP, heldur ræðu við formlega setningu Prenttæknistofnunar s.I. miðvikudag. Formleg setning Prenttæknistofnunar: Tillögnr um breytta skipan iðnnáms gætu sparað ríkinu milljónatugi Menntamálaráðuneytið mun ekki draga lappirnar í þessu máli, segir aðstoðarmaður menntamálaráðherra TILLOGUR Prenttæknistofnunar um hvernig beri að standa að iðnn- ámi í prentiðn gætu sparað ríkinu milljónatugi ef þær kæmust í fram- kvæmd. Þetta kom fram í ræðu Arnar Jóhannssonar, forinanns Fé- lags íslenska prentiðnaðarins, við formlega setningu Prenttæknistofn- unar miðvikudaginn 13. nóvember sl. Jafnframt undraðist Örn liversu það vefðist fyrir niennlamálaráðuneytinu að koma þessu máli í höfn. Olafur Arnarson, aðstoðarmaður Olafs G. Einarssonar menntamála- ráðherra, flutti ræðu þar sem hann lofaði skjótum viðbrögðum mennt- amálaráðuneytsins. „Eg heiti því fyrir hönd míns ráðherra að mennta- málaráðuneytið mun ekki draga lappirnar í þessu máli,” sagði hann. Prenttæknistofnun tók formlega til starfa sl. miðvikudag. Að stofn- uninni standa Félag bókagerðar- manna og Félag íslenska prentiðn- aðarins. Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Prenttækni- stofnunar, lýsti höfuðmarkmiði stofnunarinnar svo í setningarræðu: „Höfuðmarkmið Prenttæknistofn- unar er að auka þekkingu og hæfni starfsmanna og stjórnenda í ís- lenskum prentiðnaði, þannig að árangurinn verði aukin gæði og framleiðni,_ samfara meiri starfs- ánægju.” I lok ræðu sinnar sagði Guðbrandur: „Hvað ætlar þú að gera árið 2000? Þeirri spurningu þarf hver einasti starfsmaður í prentiðnaði að svara, og þá ekki síður stjórnendur fyrirtækjanna. Spurningin felur í sér kröfu til stefnumörkunar. Við þurfum að skapa sérstaka menningu í prent- iðnaði, þar sem áherslan er á sí- virka nýsköpun og framtak, þekkingarleit og gæði. Hver og einn þarf að taka til hendinni, hver starfsmaður, hvert fyrirtæki. Takist okkur að skapa slíka menningu má treysta því að framtíð prentiðnaðar sé björt og hlutverk Prenttækni- stofnunar umfangsmikið.” Örn Jóhannsson, formaður FÍP, rakti aðdragandann að tilurð Prent- tæknistofnunar. I máli hans kom fram, að í júní 1989 var birt skýrsla starfshóps um tilraunakennslu í bókiðnagreinum, þar sem dregin var upp dökk mynd af ástandi kennslunnar við bókiðnadeild Iðn- skólans í Reykjavík. I skýrslunni voru tillögur til úrbóta sem fólu m.a. í sér tækjakaup fyrir u.þ.b. 20 milljónir króna á núvirði. Skýrsla þessi varð kveikjan að umræðum í FÍP og FBM og síðan samvinnu félaganna um endurskipulagningu grunnmenntunar í bókiðnagreinum og uppbyggingu eftirmenntunar. Kjarni stefnu félaganna varðandi iðnnámið er að fyrirtækið verði miðstöð verknámsins en skólinn þess bóklega og iðnnámið verði styttra og markvissara en nú er. Samstarf tókst um Prenttækni- stofnun, sem á áð ájá1-unr *éftiw ‘ menntunarnámskeið. Rekstur stofnunarinnar er fjármagnaður með því að taka 1% af launum starfsmanna með aðild að FBM. Félagið féll frá áður umsaminni 0,5% kauphækkun og FÍP bætti við 0,5%, svo að atvinnurekendur og starfsmenn borga reksturinn í sam- einingu. Samningur um Prenttækn- istofnun tók gildi 1. júlí sl. Stjórn Prenttæknistofnunar skipa Þórir Guðjónsson og Olafur Björnsson frá FBM og Guðmundur Kristjánsson og Þorgeir Baldursson frá FÍP. „Prenttæknistofnun er samnefn- ari atvinnurekenda og launþega í menntunarmálum,” sagði Örn Jó- hannsson. Hann kvað grunntón til- lagna Prenttæknistofnunar þann, að verknámi bæri fyrst og fremst að stýra með hagsmuni atvinnulífs og nemenda að leiðarljósi, en ekki skóla eða kennara. „Það hefur vissulega komið okkur á óvart, að einmitt hagsmunir skóla og kenn- ara skuli hafa svo mikið vægi sem raun ber vitni. Hugmyndir Prent- tæknistofnunar hafa verið að velkj- ast í menntamálaráðuneytinu í marga mánuði án sýnilegs árang- urs,” sagði Örn. Hann kvað millj- ónatugi sparast fyrir ríkið ef verk- lega námið væri fært frá iðnskólan- um til fyrirtækjanna. og Prent- tæknistofnun væri jafnvel opin fyr- ir því að taka við bóklega náminu. „Með það í huga, að tillögurnar spara ríkinu milljónatugi og námið verður markvissara, er ótrúlegt hversu það vefst fyrir ráðamönnum að koma þessu máli í höfn,” sagði hann. I máli Arnar kom fram, að laða þyrfti ungt og hæfileikaríkt fólk'til starfa í prentiðnaði. Prenttækni- stofnun þyrfti að hafa forystu um að vekja áhuga unglinga á prentiðn- aði í samstarfi við skólayfirvöld, launþega og atvinnurekendur. Gera þyrfti unglingunum ljóst, að í prent- iðnaði væru miklir framtíðarmögu- leikar, áhugaverð störf og laun vel fyrir ofan meðaltal. Örn lauk máli sínu með því að *géra ktéfnúmörkvinLtíl: fáiihtfðar'að umtalsefni. Kröfur til prentiðnaðar- ins yrðu æ meiri og við þeim þyrfti að bregðast með nýrri tækni og aukinni hæfni og menntun starfs- manna. Fjárfesting í þekkingu væri ósýnileg í fyrstu en skilaði sér smám saman í aukinni framleiðni og arð- bærari rekstri. Horfa þyrfti a.m.k. tíu ár fram í tímann. Aðeins væru 9 ár til aldamóta og það væri u.þ.b. sá tími sem tæki ósýnilega fjárfest- ingu í þekkingu að skila sér. „Menntunarmál þurfa að vera dag- legt viðfangsefni starfsmanna og stjórnenda,” sagði Örn að lokum. Þórir Guðjónsson, formaður FBM, sagði, að loks hefðu nvenn áttað sig á því, að menntunarmál prentiðnaðarmanna yrðu ekki,.frek- ar en önnur mikilvægustu mál þeirra, leyst af öðrum en þeim sjálf- um. Fjörpgg iðngreinanna lægi fyrst og fremst í menntuninni. „Því er mjög mikilvægt, að félagarnir sæki nú námskeiðin hjá Prenttækn- istofnun. Með því efla þeir að sjálf- sögðu fyrst og fremst eigin stöðu og stöðu þess fyrirtækis sern þeir starfa hjá, en um leið styrkist einn- ig staða heildarinnar og faggreina okkar,” sagði Þórir. Derek Porter, aðstoðarskólastjóri London College of Printing, sem hefur verið Prenttæknistofnun til ráðuneytis við mótun menntastefn- unnar, sagði, að flókin og fullkomin tækni mætti sín lítils ein sér, allt kapp yrði að leggja á að efla verk- kunnáttu og þekkingu með þeim sem ættu að hagnýta tæknina. Kristinn Siguijónsson, offsetljós- myndari og einn af leiðbeinendum á námskeiðum Prenttæknistofnun- ar, gerði að umtalsefni muninn á'íí' tækni fyrir 50 árum, þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í grein- inni, og nú, og lagði jafnframt áherslu á gildi prentgripsins sjálfs: „I prentverki er sannarlega hægt að hafa sköpunargleði af fagurlega unnu verki. Ef hjá okkur fylgjast að nýjasta tækni og fagurfræði, þá er þessi atvinnugrein á góðum vegi. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra flutti ávarp og sagði m.a., að með þátttöku íslendinga í Evrópska efnahagssvæðinu myndu íslenskum prentiðnaðarmönnum bjóðast ný tækifæri til að hleypa heimdragan- um og vinna erlendis. Jafnframt yrðu fyrirtækin að búa sig undir harða samkeppni. „Þau munu eiga*T þess betri kost en áður að sækja inn á nýja markaði og ná samstarfi við aðila erlendis,” sagði Jón Sig- urðsson. Fyrsta námskeið Prenttækni- stofnunar hófst í gær og var við- fangsefni þess gæði og gæðastjórn- un. Fyrst um sinn leigir stofnunin hluta af húsnæði FÍP á Háaleitis- braut 58-60, en þar hefur verið komið upp tölvukosti og kennslu- stofu. Vond rök og vænir menn eftirMarkús Möller Ég benti á það hér í blaðinu í gær að ræða sjávarútvegsráð- herra á fundi LIÚ á dögunum sýndi greinilega að hann kynni ekki skil á alþekktum og óum- deildum grundvallarrökum í mál- inu. I viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í gær birtist einnig grein eftir einn virtasta hagfræðing þjóðar- innar, Sigurð B. Stefánsson, þar sem hann gerir nákvæmlega sömu kórvillu og ráðherrann: Hann átt- ar sig ekki á eða gleymir í svip, að til þess að ná fram hag- kvæmni í sjávarútvegi þarf að leggja aukagjald á rekstur fiski- skipa til að vega upp þann óbætta kraðakskostnað sem þau valda hvert öðru. Það varðar tekjuskipt- ingu fremur en hagræði, hvort gjaldið er tekið sem arðkrafa fá- menns hóps eða afgjald til alþjóð- ar. Ónýt rök eru því háskalegri sem þau eru sett fram að virðu- legri mönnum, og þeim má ekki láta ómótmælt. Þessar línur eru, eins og þær fyrri, skrifaðar til að fullnægja þeirri skyldu. Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.