Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
35
Minning:
Jón Magnússon
garðyrkjubóndi
Fæddur 29. apríl 1921
Dáinn 8. nóvember 1991
í dag fer fram í Vejle í Dan-
mörku útför Jóns Magnússonar
garðyrkjubónda.
Jón lést á heimili sínu þar 8.
nóvember sl., varð bráðkvaddur er
hann var að raka saman gras í
garði sínum sem hann hafði slegið
daginn áður. Hafði Jón þá haft orð
á því að ekki hefði hann búist við
því að eiga eftir að slá sinn blett
svo seint sem í nóvembermánuði.
Jón var áður til heimilis í Mos-
fellsbæ, fyrst á Árvangi í Mosfellsd-
al, siðar í Dvergholti 13, þar til
hann flutti ásamt eiginkonu sinni,
Jensínu Magnússon, til Vejle í Dan-
mörku árið 1988.
Foreldrar Jóns voni Guðrún
Kristín Jónsdóttir frá Hólsbúð í
Flatey á Breiðafírði og Magnús
Jónsson, einnig frá Flatey. Jón
fæddist í Flatey en fluttist þaðan
með foreldrum sínum ársgamall til
Reykjavíkur. Móðir hans lést þegar
hann var aðeins níu ára gamall og
flutti hann þá til afa síns í Flatey
þar sem hann dvaldi fram yfir ferm-
ingu. Þá kom hann í Mosfellssveit-
ina og hóf störf hjá frændfólki sínu
við garðyrkjustöðina að Reykjum.
Þar var honum eindregið ráðlagt
að afía ser frekari starfsreynslu í
garðyrkjunni og fór hann út til
Danmerkur 1939, nánast -sendur
utan til náms. Þar vann Jón við
garðyrkjustörf bæði á Fjóni og á
Amager. Dvölin varð lengri en ráð
var fyrir gert því hann komst ekki
heim aftur fyrr en að lokinni síðari
heimsstyijöldinni.
Á gamlársdag 1941 kynntist Jón
17 ára danskri stúlku, Jensínu frá
Stige, nálægt Óðinsvéum. Þau
felldu strax hugi saman og varði
samband þeirra í nær 50 ár. Hann
gerði heldur ráð fyrir því að foreldr-
ar stúlkunnar tækju þessum útlend-
ingi miður vel og þurfti hún nánast
að draga hann með sér heim til
þeirra. Honum var hins vegar mjög
vel tekið þar strax í upphafi og
foreldrar hennar, Meta og Carl
Schneider, reyndust mjög ánægðir
með þennan verðandi tengdason
sinn. Móðir hennar tók að sér þvotta
og þangað kom garðyrkjumaðurinn
með óhrein föt sín og þar var stopp-
að í skrýtnu íslensku pijónaleistana
sem náðu upp að hnjám. Fékk hann
skammir fyrir að henda þeim þó
þeir væru orðnir slitnir, því það
hefði mátt bæta þá. Á þessum árum
var eldsneytisskortur í Danmörku
og var gripið til þess ráðs að grafa
brúnkol, mókol, úr jörðu á JÓt-
landi. Það þóttu uppgrip að komast
í slíka vinnu og fór Jón þangað
ásamt verðandi tengdaforeldrum
sínum og gróf þar í jörðu í tvö ár.
Hann átti góðar minningar frá þeim
tíma og var nánast gullgrafara-
bragur af frásögnum frá þessum
árum.
Jensína eða Systa eins og hún
hefur alltaf verið kölluð, og Jón
giftust 1944 og fluttu til íslands
ári síðar. Starfaði hann við garð-
yrkju í Reykjahlíð í Mosfellsdal árin
1946—48 en síðan leigðu þau garð-
yrkjustöð í Laugabóli í þijú ár. Þá
var mikið selt af blómum til banda-
rísku hermannanna sem enn voru
staðsettir á Ásunum. Þau urðu að
hverfa frá Laugabóli, fluttu þá aft-
ur í Reykjahlíð þar sem þau bjuggu
þar til hús og jörð voru seld Reykja-
víkurborg til nota fyrir vegalaus
börn. Nokkuð bar brátt um að flytja
þaðan en þau höfðu þá byggt eigið
gróðurhús og vinnuskúr á Árvangi
í Mosfellsdal sem þau innréttuðu
til bráðabirgða og dvöldu þar meðan
þau byggðu hús sitt. Þarna í dalnum
ólst Bjarki sonur þeirra upp. Hann
er nú sjómaður á Ólafsfirði. Jón og
Systa bjuggu í Mosfellsdal í 29 ár,
upp á '.dag.' Þau bjuggu þai-sþégar
kona mín, sem síðar varð, kom fyrst
til íslands frá Danmörku, 18 ára
gömul, til Jensínu móðursystur
sinnar. Þau hjón höfðu þá útvegað
henni vinnu á Reykjalundi. Vel var
tekið á móti henni og gengu þau
Systa og Jón henni í foreldra stað.
Hún kom í vinalegt umhverfi þeirra,
umlukið fjöllum, þar sem þetta ein-
kennilega lyktandi heita vatn spratt
upp úr jörðinni. Hún heillaðist af
landi og þjóð og ákvað að hér
skyldi hún búa. Einkum líkaði henni
þó vel afslöppuð afstaða íslendinga,
og þá sérstaklega Jóns, til tilver-
unnar.
Smám saman dró úr garðyrkju-
störfunum og Jón réði sig til starfa
á Álafossi. Þar kom að þau seldu
Árvang og byggðu sér hús við
Dvergholtið í Mosfellsbæ árið 1975.
Þar héldu þau síðar brúðkaups-
veislu fyrir okkur að dönskum sið.
Þau áttu stóran og myndarlegan
garð í Dvergholtinu. Hjá þeim hjón-
um óx allur gróður, betur en ann-
ars staðar, og mátti Jón hafa sig
allan við á sumrin til að halda hon-
um í skefjum. Jón vann lengst af
við að sníða teppi á Álafossi og við
teppalagnir. Hann var vinnusamur
og tók duglega til verka. Oft var
hann kallaður til starfa utan vinnu-
tíma og var ávallt reiðubúinn til
þess, hvort sem var að kvöldi eða
á frídegi.
Þegar hann átti 25 ára starfsaf-
mæli árið 1988 var hann heiðraður
fyrir vel unnin störf, en meinlegt
var það að hann fékk uppsagnar-
bréf vegna samdráttar í fyriitæk-
inu, daginn eftir að haldið var upp
á starfsafmælið. Jón var á atvinnu-
leysisbótum eftir þetta í 2 mánuði,
í fyrsta sinn á ævinni, og hann var
þá að nálgast ellilífeyrisaldurinn.
Hann virtist aldrei ná sér fyllilega
eftir þetta áfall, enda þá orðinn slit-
inn eftir margra ára erfiðisvinnu
og kenndi sér ýmissa melna, sér-
staklega í þeim líkamshlutum sem
mest hafði reynt á í störfum hans,
nánast stöðugir verkir þótt fæstir
gerðu sér grein fyrir því.
Frístundir voru aldrei miklar en
Jón gaf sér þó tíma til að spila
handbolta á sínum yngri árum og
síðar söng hann í karlakórum í
mörg ár. Hann las mikið og hafði
yndi af þjóðlegum fróðleik og skáld-
skap. Jón hafði greinilega ánægju
af að hitta fólk, kunningja sína og
Ijölskyldu, og spjalla og naut þess
að vera í góðra vina hópi.
Þau hjónin sýndu það hugrekki
að rífa upp rætur sínar og flytja
til Danmerkur eftir að hafa búið á
íslandi í 43 ár. Þar keyptu þau sér
lítið hús í námunda við systur Jens-
ínu og fjölskyldu hennar. Hver veit
nema Jón hafi þá verið að huga að
framtíð konu sinnar. Sjálfum var
honum hlýtt til tengdafjölskyldu
sinnar og vildi gjarnan búa í nám-
unda við þau. Þar fékk Jón aftur
sinn garð til að rækta og tók nú
duglega til hendinni við að saga
niður tré til að rýmka fyrir nýjum
gróðri því að enn óx allt vel hjá
Jóni. Þau áttu nokkur góð ár þar,
ferðuðust og nutu tilverunnar. Þó
mun hugurinn stundum hafa leitað
heim að Fróni. Dönum brá í bnín
þegar komið var með sviðahausa
til Systu og Jóns en hjá þeim urðu
þá hátíðarhöld. Alltaf var gott að
sækja þau heim, hvort sem það var
á Islandi eða í Danmörku enda var
gestkvæmt hjá þeim, og ekki síður
eftir að þau fluttu út. T.d. hélt Jón
veglega upp á sjötugsafmæli sitt
sl. vor. Hann var ekki langorður
maður en alltaf var gott að ræða
við hann, nánast um hvað sem vera
skyldi, og hann var glaðlegur og
vingjarnlegu. Börn okkar og ann-
arra löðuðust að honum og höfðu
gaman af að koma til hans. Þeir
sem umgengust hann fundustrax
hversu reiðubúinn hann var til að
rétta vinum sínum hjálparhönd.
Hann var vinamargur og hans er^
saknað af gömlu vinnufélögunum
og vinum. Ég sagði kunningjum
okkar í Danmörku að Jón væri
dæmigerður íslendingur og tel ég
að það hafi aukið hróður íslands.
Jón féll frá allt of snemma og hans
verður sárt saknað. Ég mun minn-
ast hans með virðingu fyrir vinnu-
semi hans, óeigingimi og fómfýsi
og með þakklæti fyrir þægilegt við-
mót og góða viðkynningu. Við Anna
Gréta og börn okkar vottum Systu,
Bjarka, ættingjum og venslafólki
okkar innilegu samúð.
Pétur Hauksson
Hann afi Jón er dáinn. Nú er
hann sko hátt uppi, alla leið hjá
Guði.
Við systurnar viljum þakka hon-
um kærar samverustundir sem þó
voru alltof fáar. En við munum allt-
af eiga ljúfar minningar um góðan
mann. Alltaf var hann tilbúinn til “
að hlaupa eftir duttlungum okkar.
Skamma flugur og maura sem voru
of ágeng við litlar stúlkur. Við
munum hann í garðinum sínum sem
honum þótti svo vænt um.
Elsku amma Systa, megi Guð
styrkja þig á þeim erfiðu tímum sem
nú fara í hönd. Það er alveg öruggt
að afa Jóni og Guði kemur vel sam-
an í nýja landinu hans afa.
Litlu frænkurnar ykkar,
Sandra Karen og Birna Rut.
t
Bróðir okkar og frændi,
MARINÓ PÉTURSSON
fyrrum stórkaupmaður
frá Bakkafirði,
lést á heimili sínu Bakkafirði þriðjudaginn 12. nóvember.
Jarðarförin verður ákveðin síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Elín Pétursdóttir,
Oddgeir Pétursson.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLGRÍMUR SIGURÐSSON,
Suðurgötu 15,
Keflavík,
sem andaðist 11. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 11.00 f.h.
Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd
njóta þess.
Ingvar Hallgrímsson, Guðrún María Þorleifsdóttir,
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Gerða Halldórsdóttir,
Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Garðar Jóhannesson,
Hlöðver Hallgrímsson, Guðrún Númadóttir,
Jóhann Sigurður Hallgrímsson, Gréta Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð og vináttu
andlát og útför eiginmanns, föður og tengdaföður,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
frá Mýrartungu.
Guð blessi ykkur öll.
Árný Anna Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Þórður F. Sigurðsson,
Edda Gerður Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Guðlaugsson
og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
VALDIMARS GUÐMUNDSSONAR
vélstjóra,
Óðinsgötu 16b.
Ásgerður Þorleifsdóttir
og fjölskyldur.
+
Hjartans þakkir til ykkar allra, er auðsýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓRUNNAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Hæðarenda,
Grindavík.
Halldór Jónsson, Regína Gunnarsdóttir,
Guðmundur Ágúst Jónsson, Hanna Zoéga Sveinsdóttir,
Jóna Lóa Sigþórsdóttir, Jórunn Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, er auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför unnusta míns, föður,
sonar okkar og bróður,
BJARNA JÓHANNSSONAR,
Eyjaholti 10,
Garði.
Sigrún Högnadóttir,
Ásdís Björg Bjarnadóttir,
Helga S. Bjarnadóttir, Jóhann Þorsteinsson,
Þorsteinn Jóhannsson, Hlynur Jóhannsson,
Þórhallur Jóhannsson, Njörður Jóhannnsson.
+
Hjartans þakkir til ykkar allra, er auðsýnduð samúð og vináttu
við andlát og utför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
KRISTMUNDAR GUNNARSSONAR,
Vikurbraut 10,
Vík í Mýrdal.
Hrefna Hákonardóttir,
Karólína Kristmundsdóttir, Jan C. Jensen,
Kristín Kristmundsdóttir, Vilhelm Harðarson,
Edda Herborg Kristmundsdóttir, Steini Kristjánsson,
Hákon Jón Kristmundsson, Hildur Guðmundsdóttir,
Björgvin Þórður Kristmundsson, Jóhanna Jónsdóttir
og barnabörn.