Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 44

Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 nmmm 1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicale ,, þú þarft aubaitad ekJci að borya- fyp'r ótÁnx piz--u), ctþá hektrbara pantaá mióUings. Ást er .. 6-ZO ... aðtaka við uppgjöf henn- ar. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffmu POLLUX 1UO c=p Við verðum að fara að kaupa nokkra hreina diska. '* HOGNI HREKKVISI Biskup og ný trú Kæri Velvakandi! Biskup íslands virðist óttast ný trúarbrögð. Hann nefnir villutrú. Ég vil segja: Ekki ný trú, heldur nýr skilningur. Meðal almennings hefur verið áhugi á nýju og betra lífi. Fólk sér og finnur að það eru nýjar leiðir sem vekja hjá því meiri vellíðan og fróðleik_ en það sem áður hefur verið til. Ég hef einbeitt mér að því að kynna og kenna að- ferðir sem ég hef lært eða haft kynni af og leiða til góðs. Sumar þeirra eru innan nýaldar, sumar góðar og gildar. Þjóðarhagur eykst þegar við öll sem þjóð einbeitum okkur að því að finna leiðir til bóta, sem auka okkar andlegu og líkamlegu vellíð- an sameiginlega. Nudd er mjög skýrt dæmi. Slök- unarnudd mýkir vöðva líkamans, en veitir einnig andlega vellíðan í gegnum það að sinna snertinemum líkamans. Nudd getur bæði verið ódýrt og dýrt. Það er ódýrt þegar einstaklingar beita því á hvorn ann- an í heimahúsum, það er dýrt þegar farið er til fagmanns sem hefur á bak við sig sérþekkingu. Góð blanda af báðu er holl. Jóga er annað dæmi. í hinum nýju aðferðum eru líkamsstellingar mýktar upp, svo þær séu aðgengi- legri og þægilegri fyrir byijendur. Jóga liðkar líkamann, en það róar einnig hugann. Sá sem lærir það getur gert það ókeypis heima við. Einnig er hægt að fara í sérstaka tíma. Bæði er hollt. Heilsufæði er þriðja dæmið. Hollt fæði sinnir líkamanum, en veitir einnig andlega vellíðan. Það er bæði hægt að finna mjög ódýrt fæði, eins og korn og baunir, en einnig dýrar máltíðir með allskyns kryddum, hnetum og unnum vörum. Einu sinni enn, blanda af báðu er holl. Ég minntist á það í einni grein- inni að náttúran hér kringum okk- ur, sjálfur móinn, er matarkista. Nánast í gríni, en samt í alvöru, venjulegur arfi er ætur og má nota í salat. Allt í einu er illgresi orðið að hollustufæði. Við búum á gull- kistu, án þess að taka eftir því. Við óttumst þjóðargjaldþrot, en sjáum ekki að það er aðeins gjaldþrot á gömlu lausnunum. Nýjar lausnir eru til, stundum með því aðendur- heimta gömul bjargráð, stundum með því að kveikja á perunni. Þetta er kallað að „leggja hausinn í bleyti”. Ný trú: Hin nýja trú er trúin á lífið sjálft, að það hafi gildi og að til séu leiðir sem leiða til góðs. Geti biskup veitt góð ráð til þjóðar, þá er það vel. Gangi honum vel. Ég þakka. Rafn Geirdal Ellilífeyrisþegar í Reykja- vík silja ekki við sama borð Hvernig stendur á því að fólki sem kaupir svokallaðar þjónustu- ibúðir stendur til boða alls konar þjónusta frá borginni sem öðrum öldruðum sem búa í húsum sínum og íbúðum víðsvegar um borgina er ekki heimil? Nýlega hafa verið auglýsir þjón- ustuíbúðir í stórri blokk í Fossvogi á vegum söluaðiia eða félags, sem heitir Sólvogur. Stærstu íbúðirnar í húsinu eru tæpir 140 fermetrar og eftir þeim upplýsingum sem birst hafa í blöðum um verðið, er ferm. reiknaður á kr. 115.000, eða 40.000 krónum meira en fermetrinn hjá Félagi eldri borgara. I auglýsingunni segir svo m.a. „í húsinu verður íbúð fyrir húsvörð, salur þar sem verður ýmis þjónusta af hálfu Reykjavíkurborgar, gufu- böð, sturtur, búningsklefar, heitir pottar o.fl. Getur fólk sem býr í gömlum húsum í borginni fengið sett upp hjá sér gufubað, sturtur og heita potta á kostnað þess opinbera? Hvers vegna er fólki mismunað með þessum hætti? Þeir sem búa í þjónustuíbúðum sem eru staðsettar í sama húsi og þjónustu- og félagsmiðstöðvar fyrir hverfið eru reknar í, fá ókeypis afnot af salarkynnum með öllum búnaði fyrir allt að hundrað manna afmælisveislur, en þegar ellilífeyris- þegar sem búa í hverfinu óska eftir sömu fyrirgreiðslu er þeim sagt að þeir geti ekki fengið salinn lánaðan nema þeir taki þátt í föndri, leik- fimi, eða annarri starfsemi sem rekin var í húsinu. Þetta gengur svo langt að íbúar þjónustuíbúða verða fyrir allskonar skætingi af hálfu hinna, sem fínnst þeir bera skarðan hlut frá borði vegna þess að þeir kjósa að vera áfram í húsum sínum í stað þess að kaupa sér þjón- ustuíbúðir. Borgaryfii-völd geta ekki leyft sér að nota skattpeninga almennings með þessum hætti. Skattborgari Þessir hringdu . . Karlmannsgleraugu tapast Karlmannsgleraugu í brúnni umgjörð töpuðust föstudaginn 8. nóv. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 691209. Meira um kennitöluna Jóna hringdi og vildi taka undir með ensku konunni sem var að mótmæla notkun kenni- tölunnar. Jóna sagði það fyrir neðan allar hellur að geta hvergi farið án þess að gefa upp kenni- töluna og þar með hvenær mað- ur væri fæddur. Aldurinn væri einkamál hvers og eins. Jóna sagðist ekki lengur fara með visa-kortið í hverfisbúðina eða á hárgreiðslustofuna því hún vildi ekki láta fólk vita hvenær hún væri fædd. Hún vildi kenni- töluna í burtu og taka ætti gamla nafnnúmerakerfið upp á ný- Jólafötin týnd Poki með fatnaði tapaðist í strætóleið 3 frá Seltjarnarnesi og niður í miðbæ föstudaginn 8.-nóv. Hér er um mjög tilfinn- ingalegt tap að ræða þar sem í pokanum var allur jólafatnaður 14 ára stúlku; jakki, skór og tvennar buxur. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 611634 eða 76298. Fundarlaur í boði. Týndur köttur Köttur úr Kópavoginum hef- ur verið týndur í tæpar tvær vikur. Um er að ræða flekkóttan kött sem er svartur á baki, hvít- ur á háls og kviði með gráa flekki. Finnandi vinsamlega hringi í síma 42599. Ógeðfelldur bókarkafli S.H. vildi koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri: „Laug- ardaginn 2. nóv. birtist í DV pistill úr viðtalsbók sem mun korna út fyrir jólin eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Ég var ákaflega hneyskluð á þessum kafla úr bókinni og fannst hann dónaleg- ur og manni misboðið með þess- ari birtingu og ég vona að ung- ar stúlkur hafi ekki lesið hann. Að mínu mati var hann ekki hollur. Vonandi skilar bókin betra efni en þessi kafli mætti missa sín.” Víkverji skrifar Það hefur vart farið framhjá fólki að íslendingar voru í fararbroddi þeirra sem studdu við bakið á þjóðum Eystrasaltsríkjanna í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Frétta- stofa ríkissjónvarpsins hefur und- anfarnar vikur a.m.k. tvisvar notað kort af Sovétríkjunum þar sem landamærin eru óbreytt og Eystra- saltsríkin því enn með sovéskum lit. Öllum getur orðið á en endurtek- inn trassaháttur af þessu tagi er ólíðandi og ekki virðist Sjónvarpið sjá ástæðu til að biðja afsökunar á svona mistökum. Hvað veldur því? Sá Víkverji sem hér skrifar ótt- ast að margir landsmenn fái aðal- lega innsýn í alþjóðamál með því að fylgjast með sjónvarpsfréttum, gefa sér of sjaldan tíma til að lesa ítarlegri fréttir dagblaða og tíma- rita. Éinmitt vegna þessa er það mikilvægt að ríkissjónvarpið sýni metnað og gæti þess. ,að æinföld undírstöðuatriði séu í lagi. Fyrst Víkveiji er byijaður að nöldra er eins gott að minnast á annað atriði. Oft kemur það fyrir að erlendar fréttir verða „innlyksa” hjá sjónvarpsstöðvunum eins og eðlilegt er; önnur mál koma óvænt upp, eins er vafalaust reynt að safna í sarpinn og sumar fréttir þola vel nokkra bið. En þegar þetta gerist finnst Víkveija jafn eðlilegt og sjálf- sagt að lesnum/rituðum texta sé annaðhvort breytt eða reynt með einhverjum hætti að lagfæra rangar dagsetningar á fréttunum. Dæmin um hið gagnstæða eru allt of mörg; sagt er „í dag” eða „í gær” þótt þeim sem betur vita sé Ijóst að lengra er liðið frá umræddum at- burðum. Mikil lægð hefur verið á mörg- um sviðuip þjóðfélagsins undanfarna tvo mánuði. Sem dæmi má nefna að mikið hefur borið á þessu í verslun og sölu gamalla bíla. Seljendur gamalla bíla sögðu skrif- ara að þeir myndu varla svo langan tíma þar sem sala hefur verið í lágmarki. Annað athyglisvert á þessum erf- iðu tímum eru hinar svokölluðu verslunarferðir sem seljast á þessa mánuðina eins og heitar lummur. Ferðaskrifstofurnar auglýsa þessar ferðir á mjög lágu verði hafa þær lítið hækkað frá því í fyrra. Vík- veiji dagsins fór í ferð til írlands í fyrra og greiddi þá í grunnverð 23.655 krónur á fimm stjörnu hót- eli. Samsvarandi ferð kostar nú 23.900 krónur sem er „hræbillegt” og eðlilegt að landinn sæki sér upp- lyftingu út fyrir landsteinana á tím- um álþrenginga og minnkandi kaupmáttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.