Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 46

Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 HANDBOLTI Júlíus Jónasson cA' PARIS ISNIERES Júlíus haffði betur gegn Geir BIDASOA, lið Júlíusar Jónas- sonar, sigraði Avidesa, lið Geirs Sveinssonar, í spænsku deildinni í Valencia, 23:27, í fyrrakvöld. Július gerði fimm mörk fyrir Bidasoa og Geir tvö fyrir Avidesa. Júlíus sagði að leikurinn hafi ver- ið jafn lengst af og í hálfleik var staðan 13:13. í síðari hálfleik var það markvarslan og hraðaupp- hlaup Bidasoa sem gerði gæfumun- inn. „Við tókum Alemany úr um- ferð allan leikinn með þeim árangri að hann gerði aðeins þijú mörk, en hann er tíu marka maður. Við erum mjög ánægðir með gang mála hjá okkur það sem af er deildarkeppn- inni,” sagði Júlíus. Rúmeninn Vasile Stinga lék ekki með Avidesa vegna meiðsla sem hann hlaut í Evrópuleiknum gegn '•‘Víkingi. Hann er með slit í lær- vöðva og veður frá í tvær til þijár vikur. Voinea var markahæstur í liði Avidesa með 4 mörk. Bogdan Wenta var markahæstur í liði Bid- asoa með 8 mörk. Bidasoa er með 13 stig, tveimur stigum á eftir Barcelona og Granoil- ers, sem eru í efsta sæti. Avidesa er í fjórða sæti með 11 stig. Júlíus átti að fara með íslenska landsliðinu til Ungveijalands, en fékk ekki leyfi frá félaginu á síð- ► ustu stundu vegna þess að einn leik- manna liðsins handarbrotnaði í Evr- ópuleik um síðustu helgi. „Ég var búinn að fá frí til að fara til Ung- __^v’erjalands. en þar sem við eigum að leika á laugardag var það aftur- kallað. Ég er að sjálfsögðu mjög óhress með það en ég er nú einu sinni samningsbundinn liðinu og því ekkert við því að gera,” sagði Júlíus. Ikvöld BLAK 1. deild karla kl. 20: KA-hús, Akureyri.....KA - ÍS Kvennaflokkur kl. 20: Digranes....UBK - Þróttur Nesk. Kvcnnafiokkur kl. 21.15: KA-hús, Akureyri.....KA - ÍS KÖRFUKNÁTTLEIKUR Stjömuleikur í körfuknattleik verður í kvöld í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst kl. 19.30. Þar mætir Suður- nesjaúrval liði skipuðu erlendu leik- mönnunum sem leika með íslensku félögunum í vetur. SUND Bikarkeppnin í sundi, 2. deild, fer fram um helgina i Sundhöll Reykja- > víkur. Keppni hefst í kvöld kl. 20. OLYMPINEFND Ólympíunefnd íslands breyt- ir ÓL-lágmarkinu í júdó FRÍvill að lágmarkið í kúluvarpi verði lækkað úr 20,10 m í 19,85 metra ÓLYMPÍUNEFND íslands hefur ákveðið að breyta ólympíulág- markinu í júdó að beiðni Júdósambands íslands. Mikil óánægja var með það lágmark sem Ólympíunefndin hafði sett fyrir leikana i Barcelona. Einnig hefur Ólympíunefndinni borist beiðni frá Frjálsíþróttasambandi íslands um að lækka lágmarkið íkúlu- varpi karia úr 20,10 m niður í 19,85 metra. Gísli Halldórsson, formaður Ólymplunefndar íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hafi verið að breyta lág- mörkunum í júdó. Hann sagði að fyrra lágmark hafi verið of stangt, það strangt að okkar besti júdómað- ur, Bjarni Friðriksson, hefði varla átt möguleika að ná því. „Bjarni Friðriksson er okkar fyrsti maður inn á Ólympíuleikana ef hann verð- ur búinn að ná sér af meiðslunum ÞRJÚ skautafélög hafa samein- ast um að halda Islandsmót í íshokkí- þaðfyrsta á íslandi og verður mótið nefnt „Bauer deildin”. Fyrsti leikurinn í deild- inni verður á Akureyri 30. nóv- ember milli Skautafélags Akur- eyrar og Skautafélags Reykja- víkur. Þriðja félagið sem tekur þátt í mótinu er ísknattleiks- félagið Björninn. Skautíþróttinni hefur vaxið fisk- ur um hrygg og er orðin mjög vinsæl í Reykjavík eftir að vélfrysta skautasvellið í Laugardal var tekið og sýni fram á fyrri getu,” sagði Gísli. Viðmiðunarnefnd Ólympíunefnd- ar Islands hefur komist að sam- komulagi við Júdósambandið um breytingar á ÓL-lágmarkinu. Lág- markskröfurnar eru eftirfarandi: 1. Að ná 1. - 12. sæti á EM 1992, eða að vinna tvær glímur. 2. Að ná 1. - 7. sæti á svonefndum A-mótum alþjóðajúdósambands- ins á ólympíuárinu. í notkun. Þangað hafa komið yfir 1.100 gestir á einum degi. Akur- eyringar hafa einnig haft vélfryst skautasvell síðan 1987. í „Bauer”- deildinni verða leiknar fjórar um- ferðir, eða 12 leikir. Leikið verður bæði heima og að heiman. Íshokkí- deildin er nefnd eftir „Bauer” skautunum kanadísku, sem eru mest notuðu skautarnir í NHL deildinni í Kanada og Bandaríkjun- um. Á miðvikudag gerði Macom hf., sem er umboðsaðili „Bauer” skauta á íslandi, auglýsingasamning við Skautafélag Akureyrar, Skautafé- 3. Að hafna í 1. eða 2. sæti á Norð- urlandamótinu 1992. 4. Að ná 70 keppnispunktum sam- anlagt á tímabilinu frá 1989 til 15. júní 1992. Alþjóða Ólympíunefndin hefur einnig sett það sem skilyrði að keppendur nái lágmarki fyrir Evr- ópumeistaramótið 1992 og taki þátt í minnst tveimur A-mótum og sanni getu sína, aðrir koma ekki til greina. Eins gerir nefndin það að skilyrði að keppendur hafi að minnsta kosti 1. dan. Eins og staðan er í dag eru það fimm júdómenn _sem eygja von um að taka þátt í Ólympíuleikunum í Barcelona. Það eru þeir Bjarni Frið- riksson (5. dan), Sigurður Berg- mann (1. dan), Halldór Hafsteins- lag Reykjavíkur og ísknattleiksfé- lagið Björninn. Samningurinn er að verðgildi um 800 þúsund krónur. Skautafélögin eru öll með er- lenda þjálfara á sínum snærum. Sovéskur þjálfari er hjá Skautafé- lagi Reykjavíkur, bandarískur hjá Birninum og von er á finnskum þjálfara til Skautafélags Akureyrar. Forráðamenn félaganna þriggja hyggjast stofna Skautasamband Islands í framtíðinni. Fróðlegt verð- ur að fylgjast með framgangi skautaíþróttarinnar á íslandi á næstu misserum - áhuginn á íþrótt- inni virðist að minnsta kosti vera fyrir hendi. son (2. dan), Freyr Gauti Sigmunds- son (1. dan) og Eiríkur Ingi Krist- insson (2. dan). Staða þeirra varðandi keppnis- punkta er þannig: Bjarni Friðriksson............172 Sigurður Bergmann..............56 Halldór Hafsteinsson...........47 Freyr Gauti Sigmundsson........31 Einkur Ingi Kristinsson........15 Ólympíunefnd íslands hefur einnig borist beiðni frá Fijáls- íþróttasambandi Islands um að nefndin lækki lágmarkið í kúluvarpi karla úr 20,10 metrum í 19,85 metra. Og eins að nokkur mót hér innanlands verði tekin gild til ÓL- lágmarks. Nefndin á eftir að fjalla um þessa beiðni FRÍ. Mm FOLK ■ KARA TESAMBAND íslands hefur hætt við þátttöku í lands,- keppni í Norður-Irlandi sem fram átti að fara um helgina. Ástæðan: Halldór Svavarsson meiddist á fæti og Karl Viggó Vigfússon komst ekki vegna vinnu. ■ MICHAL Tonar, leikmaður HK og Petr Baumruk, leikmaður Hauka, fóru í gær til Þýskalands þar sem þeir leika með tékkneska landsliðinu í handknattleik í Risa- mótinu [Super-Cup] sem fram fer um helgina. ■ BAYERN Miinchen, sem er í 13. sæti í þýsku úrvalsdeildinni, keypti í gær varnarmanninn Alois Reinhardt frá Bayer Leverkusen fyrir rúmlega 30 milljónir ÍSK. Reinhardt, sem hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Þýskaland, er keyptur til að þétta vöm Bayern sem hefur fengið á sig 25 mörk í 17 leikjum. ■ FRANZ Beckenbauer, fyrrum fyrirliði Bayern Miinchen og landsliðsþjálfari Þýskalands, er kominn til hjálpar hjá Bayern og hefur verið gerður af sérstökum ráðgjafa'og verður væntalega sett- ur aðstoðar framkvæmdastjóra í næstuviku. ■ SÖREN Lerby, danski þjálfar- inn hjá Bayern, meiddist á æfingu í vikunni og verður að fara í minni- háttar aðgerð vegna hnémeiðsla. Það má því segja með sanni að allt gangi á afturfótunum hjá þessu rík- asta félagi þýskalands um þessar mundir! ■ KENNY Dalglish, nýráðinn framkvæmdastjóri Blackburn Ro- vers, hefur boðið 1,1 milljón punda (117 milljónir ISK) í miðherjann Mike Newell hjá Everton. Leik- maðurinn hefur samþykkt félaga- skiptin, fer í læknisskoðun í dag og talið er líklegt að Newell skrifi undir samning strax að henni lok- inni. - . . Morgunblaðið/KGA Edda Jónsdóttir, starfsmaður ISI, dregur hér um það hvaða lið eiga leika fyrsta leikinn í ísþokkídeildinni. Aðrir á myndinni eru: (f.v) Magnús Finnsson, frá SA, Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Macom hf., Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sigurjón P. Sigurðsson, Birninum, Edda Jónsdóttir, Haraldur Haraldsson og Hannes Siguijóns- son, SR. Fyrsta íslands- mótið í íshokkí BADMINTON Broddi og Ámi Þór í 2. umferð - í tvíliðaleik á opna norska meistaramótinu um síðustu helgi Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson voru slegnir út í 1. umferð á opna norska meistara- mótinu í badminton um síðustu helgi. Broddi tapaði fyrir Jonas Herrgardh frá Svíþjóð, 18:14, 6:15 og 5:15. Árni Þór tapaði fyrir Jim Laugesen frá Danmörku, 4:15 og 2:15. í tvíliðaleik unnu Broddi og Árni Þór Svíana Lundström og Hansson, 1.5:11 og 15:7, í 1. umferð. í 2. umferð töpuðu þeir fyrir Jacobsen og Hansen frá Danmörku, 13:15 og 15:18. Broddi og Árni Þór höfðu forystuna nær allan tímann í báðum lotunum. Þetta danska par komst svo í úrslit og tapaði þar fyrir sænsku pari, J. E. Antonsson og S. Österberg. Broddi og Árni Þór taka þátt í opna skoska meistaramótinu í Glas- gow sem hefst í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.