Morgunblaðið - 15.11.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 15.11.1991, Qupperneq 48
 n VÁTRYGGING SEM BRÚAR '&MpVre LÉTTÖL fM SJÓVÁOoALMENNAR sÍmÍ^Ísu'm^FAX 60>U8urp^TH^'LF°\^íKAKmŒYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Snjóblásarinn lá á hliðinni fyrir ncðan snarbratta hlíðiria, um 50-70 metra fyrir neðan veginn. Morgunblaðið/Úlfar Banaslys á Breiðadalsheiði: Snjóflóð hreif með sér snjóblásara BANASLYS varð skömmu eft- ir hádegi í gær á Breiðadals- heiði, sem er milli Skutuls- fjarðar og Önundarfjarðar. Slysið varð með þeim hætti að siyóflóð hreif með sér stór- an snjóblásara niður snar- bratta hlíð, 50-70 metra, og var stjórnandi tækisins látinn þegar að var komið, að sögn lögreglunnar á ísafirði. Maðurinn vann við að opna veginn um svonefnda Kinn, rétt vestan við háheiðina. Þar féll um 100 metra breitt flekaflóð sem hreif snjóblásarann og bar hann með sér niður snarbratta hlíð. Lögreglunni var tilkynnt um slysið rétt fyrir kl. 15. Snjó- blásarinn var að hluta til undir snjó þegar að var komið. Stjórn- andi hans var einn að störfum þegar slysið varð. Hjálparsveit skáta aðstoðaði lögreglu á vél- sleðum við að flytja lík mannsins til byggða. Maðurinn sem lést var frá ísafirði. Ekki er hægt að birta nafn hans að svo stöddu. Vestmannaeyjar: Viðræður um sameinmgu útvegsfyrirtækja hafnar VIÐRÆÐUR um sameiningu Fiskiðjunnar hf. og ísfélags Vestmanna- eyja hf. eru nú hafnar í Vestmannaeyjum og er möguleiki á því að Vinnslustöðin og Hraðfrystihús Vestmannaeyja komi einnig inn í þær viðræður. Þetta staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna fjögurra í samtölum við Morgunblaðið í gær. Jafnvel er búist við því að niður- staða í þessum viðræðum liggi fyrir áður en næsta vika er á enda. Landsbank- inn ákveð- ur 1% vaxta- lækkun BANKARÁÐ Landsbankans tók í gær ákvörðun um vaxtabreyt- ingar sem taka gildi 21. nóvem- ber. Vextir á óverðtryggðum út- lánum lækka um 1% og vextir á óverðtryggðum innlánum Iækka um 0,50-0,75%. Samþykkti bankaráðið að lækka vexti á öllum óverðtryggðum útlán- um um 1% og verða forvextir víxla eftir vaxtabreytinguna 17,5% og vextir á almennu skuldabréfaláni í A-flokki 17,75%. Innlánsvextir » lækka einnig á óverðtryggðum kjör- bókum um 0,75% eða úr 7,75% í 7% og á almennum sparisjóðsbókum og einkareikningum úr 3,75% í 3,50%. Mjólkursamlögin á Akureyri og Húsavík: Verkfall hófst á miðnættí VERKFALL ófaglærðs starfs- fólks í mjólkursamlagi KEA á Akureyri og mjólkursamlagi KÞ á Húsavík hófst á mið- nætti, en þá stóð yfir sátta- fundur deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara í Reykjavík. Verkfall hefur verið boðað í dag og síðan mánudaginn 18. og þriðjudaginn 19. nóvember og ótímabundið frá 25., hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Starfsfólkið gerir kröfu til þess að fá um þrjú þúsund króna námskeiðsálag á mánuði en margt af því hefur setið þessi námskeið og álög tíðkast víða í öðrum framleiðslugreinum. Vinnumálasamband samvinnu- félaganna hefur boðið 12 þúsund króna eingreiðslu vegna nám- skeiðanna en því tilboði hefur verið hafnað. Verkalýðsfélagið Þór á Sel- fossi hefur aflað sér verkfalls- heimildar vegna þessa máls og verkamannafélagið Dagsbrún hefur látið frá sér fara að það íhugi samúðarvinnustöðvun, en það hefur uppi sambærilega kröfu vegna starfsfólks í Mjólk- urstöðinni í Reykjavík. Landsbréf hf.: Margar ástæður munu liggja að baki því að þessar viðræður eru nú hafnar. íslandsbanki, sem er við- skiptabanki fyrirtækjanna, hefur samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins þungar áhyggjur af stöðu fyrirtækjanna og hefur þrýst á for- svarsmenn þeirra um sameiningar- viðræður af þeim sökum. Forsvars- menn fyrirtækjanna munu sömu- verðbréf. Hann sagði það hefði reynst flókið að útskýra kjör hús- bréfanna m.a. vegna lánskjaravísi- tölunnar. Hins vegar hefði yfirlýs- ing stjórnvalda um tengingu krón- unnar við ECU eflaust liðkað fyrir viðskiptunum. Húsbréf erlenda verðbréfafyrir- tækisins verða í vörslu Landsbank- ans en bankinn hefur komið á fót sérstakri vörsluþjónustu fyrir ís- lensk verðbréf sem eru í eigu er- lendra aðila. leiðis vera áhyggjufullir af erfiðri stöðu, vegna minnkandi veiðiheim- ilda, lélegra gæfta að undanförnu og enn verri framtíðarhorfa. Magnús Kristinsson stjórnar- formaður ísfélags Vestmannaeyja hf. og Guðjón Rögnvaldsson stjórn- arformaður Fiskiðjunnar hf. sögðu í gær að viðræður fyrirtækjanna væru skammt á veg komnar, en ljóst væri að ákveðinn gangur þyrfti að verða á þeim. Báðir töldu líklegt að þessar viðræður myndu ekki ein- skorðast við eigin fyrirtæki, heldur að hin tvö stóru sjávarútvegsfyrir- tækin í Eyjum, Hraðfrystistöðin og Vinnslustöðin, kæmu inn í viðræð- urnar. „Við erum í þessu af fullri alvöru og ætlum að reyna að búa hér til almennilega einingu. Það er alveg ljóst, miðað við þær aðstæður sem við búum við nú, að eitthvað verður að gera,” sagði Guðjón. Þeir Sigurður Einarsson forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar og Bjarni Sighvatsson stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar sögðu í gær að enn sem komið væri, hefðu þeir ekki tekið þátt í viðræðunum. „En ég er reiðubúinn til þátttöku í við- ræðunum. Það gerist eitthvað núna. Menn eru að horfa á þannig tölur, að það hlýtur eitthvað að gerast og ekki bætir nú úr skák hversu fiskeríið hefur verið tregt að und- anförnu,” sagði Sigurður. Bjarni sagði: „Við höfum ekki ennþá verið með, en það gæti vel orðið. Maður veit ekkert hvernig þetta endar. Við verðum að fara á fulla ferð, strax i næstu viku.” Botnsdalur: Tugmillj- óna tjón á vmnuvélum STÓRVIRKAR vinnuvélar færðust úr stað og stór grjót- bíll lenti ofan á hjólaskóflu við fyrirhugaðan ganga- munna í Botnsdal við botn Súgandafjarðar í gærmorg- un vegna snjóflóðs. Undirbúningur við ganga- gerð hafði staðið yfir í dalnum og voru tveir 35 tonna grjótbíl- ar, tveir 25 tonna gijótbílar, olíubíll, borvagn og hjólaskófla við fyrirhugaðan gangamunna. Snjóflóð úr fjallinu færði vinnu- vélarnar úr stað og varð þess valdandi að annar stærri grjót- bíllinn lenti ofan á hjólaskófl- unni. Loftur Árnasson, verk- fræðingur hjá ístaki, segir að eflaust sé um tugmilljóna tjón að ræða en skemmdir á vélun- um hafi ekki verið fullkannaðar. Evrópskt verðbréfafyrirtæki keypti húsbréf fyrir 50 millj. LANDSBRÉF hf. seldu í gær húsbréf fyrir 50 milljónir króna til evrópsks verðbréfafyrirtækis. Nafn kaupanda verður ekki gefið upp en að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar, deildarstjóra hjá Landsbréf- um, er fyrirtækið í eigu eins af stærstu bönkum heims. Viðræður við sama fyrirtæki hafa átt sér stað um frekari kaup og fleiri erlend- ir aðilar hafa einnig sýnt því áhuga að kaupa skuldabréf. „Þetta er aðeins byijunin á sölu íslenskra verðbréfa erlendis,” sagði Sigurbjörn í samtali við Morgun- blaðið. „Við höfum verið í viðræðum við fjögur verðbréfafyrirtæki og banka í Evrópu og Bandaríkjunum frá því í lok sl. árs. Þá hefur einnig verið mikið um fyrirspurnir frá er- lendum aðilum upp á síðkastið sem væntanlega má rekja til skulda- bréfaútboðs Norræna fjárfestingar- bankans.” Sigurbjörn sagði það mjög eðli- legt að íslensk verðbréf yrðu seld erlendis þar sem íslendingar væru þegar byijaðir að kaupa erlend

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.