Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 2
2 FRETTIR/I!MI\ILEI\IT MÖRGUNBLAÐIÐ- SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991 EFNI Karl Steinar Guðnason: Bæta verð- ur rekstur ferja og flóabáta VERULEGUR vandi er í rekstri ferja og flóabáta. Gera má ráð fyrir því að í stað 173,2 milljóna króna framlags í fjárlagafrum- varpi 1992 verði þörfin 376,9 millj- ónir króna. Munurinn er sam- kvæmt þessu liðlega 200 milljónir króna. Karl Steinar Guðnason for- maður fjárlaganefndar telur að margt megi bæta í rekstri feija. Frumvarp til ijáraukalaga fyrir árið 1991 var til umræðu á Alþingi á föstudag. Það kom m.a. fram í ræðu Karls Steinars að fjárlaga- nefndin gerir tillögu um að bæta við liðinn „flóabátar og vöruflutningar” 88 milljónum til viðbótar þeim 7 milljónum sem hefðu þcgar verið teknar inn. En talið væri að vanskil feija og flóabáta yrðu 95 milljónir króna að óbreyttu. Formaður fjárlaganefndar sagði Ijóst að útgjöld ríkisins til feijurekstr- ar myndu aukast verulega nema til einhverra ráðstafana yrði gripið. Gera mætti ráð fyrir því að í stað 173,2 milljóna króna framlags í Ijár- lagafrumvarpi næsta árs yrði þörfin 376,9 milljónir. Árleg íjárþörf færi síðan vaxandi þegar við bættust af- borganir af nýja Hetjólfi og næði hámarki árið 1995, 435,9 milljónir króna, þar eftir yrði framlagið 400 milljónir fram til aldamóta. Sigrún SK dregin til Siglufjarðar Siglufirði. VÉLBÁTURINN Viggó frá Siglufirði kom með óvenjulegan afla að landi á föstudagskvöld. Skipverjar á Viggó voru með trilluna Sigrúnu SK í togi og drógu hana á hvolfi inn á Siglu- fjarðarhöfn. Trillan sökk fyrir tveimur vikum á Málmeyjarsundi og var tveimur mönnum þá bjargað af trillunni. Skipveijar á Viggó fundu Sig- rúnu marandi í hálfu kafi á svoköll- uðum Flysjum norður af Skagafirði og tóku hana með sér í land. Þegar komið var til Siglufjarðar var trillan rétt við og virðist hún vera lítið skemmd. -mj Smiðja jólasveinanna Morgunblaðið/KGA Fyrsti jólasveinnninn er ekki væntanlégur til byggða fyrr en þrettán dögum fyrir jól, en víða má sjá jóla- sveinabrúður sem stillt hefur verið upp í verslunum. í Kringlunni hefur smiðja jólasveinanna verið sett upp, og vekur hún greinilega athygli yngstu kynslóðarinnar. Smásöluálagning á kjötvör- um hækkað um allt að 50% Verðlagsstofnun vill að kjötvinnslur endurskoði smásöluverðlagningu ALLT að 50% hækkun hefur orðið á smásöluálagningu á sumum unn- um kjötvörum á nokkrum undanförnum árum, en álagningin á þeim hefur hækkað úr 20% í 30% á tímabilinu. Þetta eru niðurstöður könnun- ar. Verðlagsstofnunár á smásöluverðlagningu, bæði á unnum og óunn- um kjötvörum. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, yfirviðskiptafræð- ings hjá Verðlagsstofnun, hefur stofnunin nú beint þeim tilmælum til kjötvinnslustöðva að þær endurskoði leiðbeinandi smásöluverðlagn- ingu á unnum kjötvörum og hætti jafnframt verðmerkingu á þeim vörum sem seldar eru staðlaðar að þyngd. Að sögn Guðmundar var smásölu- álagning á unnum kjötvörum og öðrum matvörum að mestu gefin fijáls á árinu 1984, en þá var algeng hámarksálagning á matvörum 30-38% og 17-20% á unnum kjötvör- um. Frá því verðlagsákvæði voru felld úr gildi hefði almenn álagning á matvörum lækkað mikið, en því væri hins vegar öfugt farið með unnar kjötvörur. Svokölluð leiðbein- andi smásöluálagning á þær vörur hefði hækkað mikið á síðustu árum jafnframt því sem afsláttur sem kjöt- vinnslustöðvar veita hefði færst í vöxt. Á sama tíma og smásölukostn- aður verslana hefði minnkað vegna unnina kjötvara hefði álagningin hækkað úr 17% í 25% á sumum vörum og úr 20% í 30% á öðrum, auk áðurnefnds afsláttar. Guðmundur sagði að verðdreifing á unnum kjötvörum í verslunum væri nánast engin, en verslanir selji vönirnar á því verði sem kjötvinnslu- stöðvarnar merki vörumar með. Þannig selji stórmarkaðir vörurnar á sama verði og smærri verslanir, þó verðstefna þeirra sé önnur þegar aðrar vörur eigi í hlut, og leiðbein- andi verðlagning kjötvinnslustöðv- anna sé því í raun bindandi verðlagn- ing. „Bindandi verðlagning á næsta sölustigi er óheimil samkvæmt lög- um. Verðlagsstofnun hefur þó litið svo á að verðmerking kjötvinnslu- stöðva fyrir smásöluverslanir sé til mikils hagræðis og spamaðar fyrir verslanirnar og því ekki gert athuga- semdir við hana, og á þetta einkum við um vörur sem ekki eru staðlaðar að þyngd. Hins vegar lítur stofnunin það alvarlegum augum hve smásölu- álagning hefur hækkað á unnum kjötvömm á síðustu árum án þess að nokkur orsök sé til þess önnur en skortur á samkeppni,” sagði Guð- mundur Sigurðsson. Óðinshanar sjást vart við Tjörnina ÓÐINSHANAR eru hættir að sjást við Tjörnina í Reykjavík þar sem þeir voru árvissir sum- argestir. Sumarið 1973 sáust óðinshanar í 42% fuglataln- inga við Tjörnina. Árið 1980 var hlutfallið komið niður í 4% og sumarið eftir sáust óðins- hanar aðeins tvisvar. Frá þeim tíma hafa engir óðinshanar sést á þessum slóðum. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur, segir að óðinshönum virðist einnig hafa fækkað annars staðar á landinu og leiði menn likur að því að skýringanna sé að leita á úthafinu þar sem fuglarnir haldi sig á veturna. Olafur gerir grein fyrir niður- stöðum 360 fuglatalninga sinna og Jóhanns Óla Hilmarssonar í nýjasta hefti fréttabréfs Fugla- vemdarfélags íslands. Þar kemur fram að hlutfall fuglatalninga við Tjörnina á tímabilinu þar sem óðinshanar sáust hafi minnkað úr 42% árið 1973 í 4% árið 1980. Árið 1981 var kerfis- bundinni talningu hætt en um sumarið sást tvisvar til óðinshana, einn fugl í fyrra skiptið og tveir í seinna skiptið. Síðan hefur ekki sést til óðinshana við Tjörnina. Meðalíjöldi óðinshana í fuglataln- ingu hefur samkvæmt talningu Ólafs og Jóhanns Óla lækkað úr 5 árið 1973 í um 2 árið 1980. Aðspurður um skýringar á þessari miklu fækkun sagði Ólaf- ur að ýmsar vangaveltur væru í gangi. „Menn hafa helst haldið að skýringanna sé að leit í úthaf- inu þar sem fuglarnir halda sig á veturna og fækkunin endur- spegli þá mengun sjávar eða eitt- hvað því um líkt,” sagði Ólafur. Fram kom að ekki væru til tölu- legar upplýsingar um fjölda óð- inshana annars staðar á landinu en í Reykjavík. Aftur á móti sagðist Ólafur hafa heyrt á stað- kunnugum mönnum víða um land að þar fækkaði óðinshönum einn- ig- Óðinshani er votlendisfugl sem verpir í mýrum við polla og tjarn- ir. Hann kemur til landsins seint í maímánuði en kvenfuglinn hugsar sér til hreyfings seint í júní. Karlfuglinn og ungamir fljúga suður á bóginn í júlí ágúst og september. Talið er að íslensk- ir óðinshanar dveljist í Indlands- hafi á veturna. Óðinshani er út- breiddur varpfugl í norðlægum löndum austanhafs og vestan. Alvarlegl vinnuslys í Straumsvík ALVARLEGT vinnuslys varð í steypuskála álversins í Straums- vík á föstudagskvöldið, en þá varð hálfsjötugur maður undir hjóli flutningabifreiðar með þeim af- leiðingum að taka þurfti af hon- um annan fótinn. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Ilafnarfirði barst tilkynning um slysið kl. 20.30. Það varð með þeim hætti að svokölluð áltökubifreið, sem flytur 10-11 tonna ker með bráðnu áli, var að bakka eftir að hafa skilað af sér farminum, og varð maðurinn þá fyrir bifreiðinni með þeim afleið- ingum að hægri fóturinn varð undir framhjóli hennar. Maðurinn var flutt- ur á slysadeild Borgarspítalans, og að sögn rannsóknarlögreglunnar þurfti að taka af honum fótinn um hnéð. Sex á slysa- deild eft- ir bílveltu SEX piltar voru fluttir á slysa- deild eftir að bíll sem þeir voru í ók út af og valt á Reykjanesbraut- inni skammt fyrir ofan Hafnar- fjörð um kl. 22 á föstudagskvöld- ið. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar í Hafnarfirði voru meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Bíllinn var á leið til Reykjavíkur frá Grindavík, en þar höfðu piltarnir verið að keppa í körfubolta. Að sögn rannsóknarlögreglunnar missti öku- maður bílsins stjórn á honum í fram- úrakstri, með þeim afleiðingum að bíllinn hentist út af veginum og lenti á ljósastaur en hvolfdi síðan. Mikil hálka var á.Reykjanesbrautinni þeg- ar slysið varð að sögn rannsóknarlög- reglunnar. Fjársjóður fólginn í furðufiskum ►Fjöldi fisktegunda er í sjónum umhverfis ísland sem ýmist eru vannýttar eða ekkert nýttar. Eink- um em það fjórar tegundir: lang- hali, gullax, búrfiskur og litli karfi./lO Nálar leitað í heystakki ►Lögreglurannsóknin á spreng- ingunni í Pan Am-þotunni yfir Lockerbie er sögð einhver hin umfangsmesta í sögunni og árang- ursríkari en nokkur þorði að vona./14 Erum skuggar þjóðfélagsins ►Rætt við ungt fólk með alnæm- isveiru í tilefni alþjóðlegs Al- næmis-dags, 1. desember./18 Munum haldafjárlaga- hallanum í skefjum ►Rætt við Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra upp gamlan og nýjan vanda í ríkisflármálum, lausnir á honum og ríkisstjórnina./20 Öll ræktun hefst í hugarfari ►Kaflar úr bókinni Bjargið jörð- inni, sem kemur út samtímis í mörgum löndum./22 Fólk hrifið og þakklátt ►Af íslensku óperunni í Ýdöl- um./26 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-24 Hafa aldraðir sérþarfir í húsnæðismálum? ►Hilmar Þór Björnsson arkitekt skrifar um húsnæðismál aldr- aðra./12 Bærinn vaknar ►Fimm ára starfi er að ljúka hjá Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi nú þegar hann er að senda frá sér fyrra bindið af Sögu Reykjavíkur átímabilinu 1870 til 1940. Hér birtum við nokkra kafla úr bók- inni./l Þartína menn kaffi- baunir og banana ►Fijósamt land, steikjandi hiti og nægt vatn. Er þarna ekki ímynd aldingarðsins Edens, draums mannsins um sælureitinn? spyr Elín Pálmadóttir blaðamaður Morgunblaðsins, sem nýlega var á ferð í Kamerún./8 Þegar sálin fer á kreik ►Brot úr bók Sigurveigar Guð- mundsdóttur kennara./12 Einn dagur, ei meir ►Reynslusaga blaðamanns í starfi þingfréttaritara./16 Einn meðfjaili ►Gluggað í ljósmyndabók Páls Stefánssonar um Island./18 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dagbók 8 Hugvekja 9 Leiðari 34 Helgispjall 34 Reykjavíkurbréf 34 Myndasögur 40 Brids 40 Stjörnuspá 40 Skák 40 Fólk! fróttum 62 Úlvarp/sjónvarp 64 Gárur Mannlífsstr. Fjölmiðlar Kvikmyndir Dægurtónlist Minningar Bíó/dans A fömum vegi 32c Velvakandi 32c Samsafnið 34c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.