Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT
ERLEIUT
INNLENT
EB vill
fá fullan
karfakvóta
Evrópubandalagið rnun ekki
fallast á þær hugmyndir íslending-
ar að veiðiheimildir EB í íslenskri
landhelgi á 3.000 tonna karfaígild-
um samkvæmt samningi um evr-
ópskt efnahagssvæði skiptist
þannig að 70% verði til veiða á
langhala og 30% á karfa. Gerir
EB kröfu um að fá að veiða karfa
upp í allan kvótann. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
segir líklegt að íslendingar geri
tvíhliða samning við EB sem feli
í sér að EB fái að veiða 3.000 tonn
af karfa á fyrsta ári þess samn-
ings. Samstarfsnefnd atvinnurek-
enda í sjávarútvegi hefur fallið frá
stuðningi við EES-samning þar til
allar upplýsingar um einstök
samningsatriði liggi fyrir í rituðu
máli.
Erfiðleikar á Austfjörðum
Síldar- og loðnuleysið það sem
af er þessari vertíð hefur komið
iila niður á mörgum plássum á
Austfjörðum. Erfiðleikar eru þar
víða í sjávarútvegi og er atvinnu-
leysi margfalt meira miðað við
sama tíma á síðustu árum.
Frumvarp um þyrlukaup
Átta þingmenn úr ölium fiokk-
um hafa lagt fram frumvarp til
laga á Alþingi þess efnis að ríkis-
stjórnin skuli á næsta ári gera
samning um kaup á björgunar-
þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna.
Viðræður við bandarísk stjórnvöld
ERLENT
Israelar
vilja fresta
friðar-
viðræðum
Stjórnvöld í ísrael neituðu í
vikunni að taka þátt í friðarvið-
ræðum við araba sem áttu að
fara fram í Washington þann 4.
desember og kröfðust þess að
þær færu fram fimm dögum síð-
ar. Stjórn Israels hefur einnig
lýst sig andsnúna tillögum
Bandaríkjamanna um efni frið-
arviðræðnanna. Þar er m.a. gert
ráð fyrir að ísraelar hverfí á brott
frá Gólanhæðum sem þeir hert-
óku af Sýrlendingum í sexdaga-
stríðinu árið 1967. Fulltrúar alla
arabaríkja, sem þátt taka í við-
ræðunum, hafa lýst sig reiðu-
búna að mæta á fundinn í Was-
hington og Bandaríkjastjóm seg-
ist ekki geta breytt fundarboð-
inu.
Ekki samkomulag um
sambandssáttmála
Leiðtogar sjö Sovétlýðvelda
náðu ekki samkomulagi um nýj-
an sambandssáttmála, þar sem
m.a. er gert ráð fyrir þjóðkjöm-
um forseta og takmörkuðu mið-
stjórnarvaldi, á fundi sínum á
mánudag. Var undirritun sátt-
máians frestað þar til þing lýð-
veldanna hafa fjallað um drög
að honum. Engin skýring var
gefín á frestuninni en hún þykir
mikið áfall fyrir Míkhaíl Gorb-
atsjov forseta.
Friðargæslusveitir til
Júgóslavíu?
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti á miðvikudag
að senda Cyrus Vance, fyrrum
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sem sérlegan fulltrúa sinn
til Júgóslavíu til að undirbúa
hugsanlega komu friðargæslu-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991
Alþjóðafundur um losun úrgangsefna í hafið:
Sömiunarbyrðinni snúið við
um samstarf íslenskra aðila við
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
um björgunarþjónustu hófust í vik-
unni, en Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra segir að þær viðræð-
ur gætu haft áhrif á val á þyrlum.
Margir á faraldsfæti
Útlit er fyrir að nóvember verði
einn mesti ferðamánuður ársins
hjá íslendingum, og ef svo fer sem
horfir hafa 30% fleiri íslendingar
farið til útlanda í mánuðinum en
í sama mánuði í fyrra.
Bankar lækka vexti
Landsbanki íslands iækkar
nafnvexti á óverðtryggðum innlán-
um um 0,5% um þessi mánaðamót
og nafnvextir óverðtryggðra útl-
ána bankans lækka um
0,50-0,75%. Þá lækkar
íslandsbanki forvexti víxla um
0,50% og vexti yfírdráttarlána um
0,75%, en auk þess tekur gildi 1%
lækkun vaxta á almennum
óverðtryggðum skuldabréfum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra segja að
nafnvextir verði að lækka hratt á
næstunni, og segir viðskiptaráð-
herra að ákvæðum Seðlabanka-
laga til að grípa inn í vaxtaákvarð-
anir banka verði beitt ef tilefni
þykir gefast til.
sveita. Talið er að gæsluliðið verði
skipað allt að tíu þúsund mönn-
um. Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, og Giuilo Andre-
otti, forsætisráðherra Ítalíu, áttu
fund á fímmtudag, og skoruðu
þeir að honum loknum á sem flest
Evrópuríki að viðurkenna sjálf-
stæði Króatíu og Slóveníu fyrir
jól.
Krefjast framsals
Líbýumanna
Stjórnir Bretlans og Bandaríkj-
anna hafa farið þess á leit við
Líbýumenn að þeir framselji tvo
leyniþjónustuménn sem sakaðir
eru um að hafa komið fyrir
sprengju um borð í júmbóþotu
Pan Am-flugfélagsins sem
sprakk á flugi yfir bænum Loc-
kerbie í Skotlandi í desember
1988. Líbýumenn hafa lýst því
yfir að þeir hyggist ekki ganga
að þessari kröfu en harðar að-
gerðir hafa verið boðaðar af hálfu
Vesturlanda geri þeir það ekki.
Ráðist að leiðtoga Rauðu
khmeranna
Ákveðið hefur verið að sátta-
nefnd deiluaðila í málefnum
Kambodfu komi saman í Pattaya
á Tælandi en ekki Phnom Penh,
höfuðborg Kamhodíu, eins og
ráðgert hafði verið. Var þessi
ákvörðun tekin eftir að þúsundir
manna réðust að Khieu Samp-
an, leiðtoga Rauðu khmeranna,
skömmu eftir að hann kom til
borgarinnar. Segjast yfirvöld í
Kambodíu ekki geta tryggt ör-
yggi Ieiðtoga Rauðu khmeranna
í landinu.
ÁRLEGUM alþjóðafundi um los-
un úrgangsefna í hafið, sem
haldinn er á grundvelli sáttmála
um það efni, lauk í London á
föstudag. Davíð Egilsson, full-
trúi Islendinga á fundinum,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að samþykkt hefði verið að
stefna að því að minnka úrgang
úr framleiðslu eins mikið og
unnt væri og einnig að menn
gætu ekki lengur skýlt sér á bak
við þá röksemd að þeir hefðu
ónóga vitneskju um mengunar-
afleiðingar.
„Nú verður sá sem er líklegur
til að valda mengun að sýna fram
á að hann mengi ekki. Það er
búið að snúa sönnunarbyrðinni
við. Menn þurfa ekki lengur að
sýna fram á að tiltekin athöfn
valdi sannanlegri mengun heldur
nægir að benda á að hún sé líkleg
til þess,” sagði Davíð.
Þá sagði hann íslendinga hafa
lagt fram yfirlýsingu, ásamt hin-
um Norðurlandaþjóðunum, um að
engri þjóð væri heimilt að skýla
sér á bak við hernaðarleynd við
losun geislavirkra efna í hafið.
Ukraína:
Yfirgnæfandi meirihluti
talinn vilja sjálfstæði
Úkraínumenn rökræða á Byltingartorginu í Kiev skömmu áður
en íbúar lýðveldisins ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem
búist er við að lýst verði yfir sjálfstæði Úkraínu.
ÍBÚAR sovétlýðveldisins
Úkraínu ganga í dag til fyrri
umferðar forsetakosninga Iýð-
veldisins. Undir venjulegum
kringumstæðum myndu slíkar
kosningar ekki vekja mikla
athygli, hvorki meðal úkraín-
skra kjósenda né umheimsins.
Ef einvörðungu væri verið að
kjósa forseta mætti búast við
að um fimmtungur kjósenda
léti sjá sig á kjörstað. Svo er
hins vegar ekki. Úkraínumenn
lyósa í dag einnig um framtíð
Úkraínu, hvort lýðveldið eigi
áfram að vera í lögum við Sov-
étríkin eða lýsa yfir sjálfstæði.
Búist er við mikilli kosninga-
þátttöku og yfirgnæfandi
meirihluta fyrir sjálfstæði. Þar
með lyki þijú hundruð ára
drottnun Rússlands yfir Úkra-
ínu. Ef svo fer er það gífurlegt
áfall fyrir miðstjórnarvaldið í
Moskvu og Míkhail Gorbatsjov
Sovétforseta. í Úkraínu búa
52 milljónir manna á lands-
svæði áþekku að stærð og
Frakkland og lýðveldið hefur
verið eitt mikilvægasta land-
búnaðar- og iðnaðarhérað Sov-
étrílqanna í gegnum tíðina.
Úkraína var heimili „fyrir-
myndarverkamannsins”
Alexej Stakhanov og þaðan
hafa allt að 70% yfirmanna
Rauða hersins komið.
Sex eru í framboði ýil forseta
og ef enginn þeirra fær
meira en helming atkvæða munu
þeir tveir efstu takast á í annari
umferð tveimur vikum síðar. Sá
sigurstranglegasti er af öllum
talinn vera Leóníd Kravtsjúk,
fyrrum yfírmaður Kommúnista-
flokksins í Kiev og núverandi
forseti úkraínska þingsins. Hon-
um hefur verið spáð allt að rúm-
lega þriðjungi atkvæða sam-
kvæmt nýleg-
um skoðana-
könnunum.
Kravtsjúk var
til skamms
tíma sann-
færður kommúnisti en eftir að
valdaránstilraunin mistókst í ág-
úst tók hann niður Lenín-mynd-
ina sem hafði prýtt skrifstofuna
hans og gaf út tilskipun þar sem
kommúnistaflokkur Úkraínu var
bannaður.
Sigurlíkur Kravtsjúks jukust
verulega eftir að Alexander
Tsjatsjenkó landbúnaðarráðherra
dró framboð sitt til baka og hvatti
stuðningsmenn sína til að veita
Kravtsjúk atkvæði sitt.
Hinn helsti frambjóðandinn er
Wjatsjeslav Tsjornóvíl, blaða-
maður og fyrrum andófsmaður,
sem um tíma sat í fangelsi vegna
skoðanna sinna.
Honum er spáð tæplega
fimmtungi atkvæða. Aðrir fram-
bjóðendur eru ekki taldir líklegir
til að hljóta meira en 3-5% at-
kvæða en 36% kjósenda segjast
enn ekki hafa gert upp hug sinn.
Þetta gæti komið Tsjornóvíl til
góða.
Ellefu milljónir Rússa
Hvorki Kravtsjúk né Tsjornóv-
íl hafa blandað sér um of í um-
ræðuna um sjálfstæði Úkraínu
þó allir frambjóðendur segi þjóð-
aratkvæðagreiðsluna um sjálf-
stæði vera mun mikilvægari en
forsetakosningarnar. Ein helsta
ástæða þess er talin vera að þeir
vilja ekki styggja um of rúss-
neska minnihlutann í lýðveldinu
sem telur um 11 milljónir manna.
Þeir eru hins vegar báðir taldir
eiga eftir að taka mjög harða
afstöðu í sjálfstæðismálinu þegar
kemur að síðari umferðinni.
Úkraínubúar binda miklar
vonir við sjálfstæðið, þó þeir leggi
mismunandi skilning í það, og
hafa miklar vonir verið vaktar
meðal þeirra um að þannig geti
þeir náð vestrænum iífskjörum á
örskömmum tíma. Það gæti hins
vegar reynst torfært. Efnahagslíf
Úkraínu, líkt og annarra núver-
andi og fyrr-
verandi sovét-
lýðvelda, er í
molum og það
gæti reynst
erfitt að finna
einhvern varning sem vestrænir
neytendur væru reiðubúnir að
greiða fé fyrir. Sögulega séð
hefur Úkraína verið matarbúr
Sovétríkjanna og enn kemur
fjórðungur kornframleiðslunnar
þaðan. Áratuga óstjórn, úreltar
framleiðsluaðferðir, uppblástur
°g Tsjernóbýl hafa hins vegar
gert það að verkum að landbún-
aðurinn er ekki svipur hjá sjón.
Það sama má segja um hinn
máttarstólpa úkraínsks efna-
hagslífs, kolagröft.
Nágrannaríki kappkosta góð
tengsl
Nánustu nágrannaríki Úkraínu
hafa hins vegar áhyggjur af öðr-
um málum. Þau eru flest hver
mjög háð úkraínskri raforku og
er því mikið í mun að halda góðum
tengslum við landið og er þegar
komið í gang kapphlaup um hver
verði fyrstur til að viðurkenna
sjálfstæði ríkisins. Sögulega séð
hafa samskipti Úkraínu við ná-
grannaríkin verið mjög góð, sér-
staklega við Pólland og Ung-
verjaland, og þessum ríkjum er
það líka síður en svo á móti skapi
að fá stuðpúða á milli sína og
Rússlands.
Það sem vestræn ríki hafa
helst áhyggjur af eru áform
Úkraínumanna um eigin her.
Fyrr í haust knúði Kravstjúk í
gegnum þingi frumvarp um
stofnun 400 þúsund manna úkra-
ínsks herliðs og að Úkraína fengi
að vera með í ráðum varðandi
þau kjarnorkuvopn sem staðsett
eru í lýðveldinu.
Yfirvöldum i Moskvu er mikið
í mun að halda_ sem nánustum
tengslum við Úkraínu áfram.
Boris Jéltsínj forseti Rússlands,
hefur lofað Úkraínumönnum því
að afskrifa skuldar Úkraínu-
manna upp á 80 milljarða rúblur
ef þeir verða áfram innan ríkja-
sambandsins. Annars hótar hann
því að innheimta þær af fullum
krafti og einnig hafa Rússa gefið
í skyn að þeir muni krefjast til
baka Krímskaga, sem aðallega
er byggður Rússum, en hefur
verið hluti af Úkraínu síðan
1954.
Enn er með öllu óljóst hvort
að hin sjálfstæða Úkraína verði
reiðubúin að taka þátt í einhvers
konar ríkjasambandi með öðrum
fyrrum og núverandi sovétlýð-
veldum. Forsetaframbjóðandinn
Kravtsjúk hefur sagt að ekki
komi til greina að undirrita sam-
komulag þar sem ákvæði um
miðstjórnarvald, sama hversu lít-
ilvægt, sé að finna.
í staðinn hefur hann lagt mikla
áherslu á góð samskipti við Rúss-
land og segist treysta því að
hægt verði að ná góðum tvíhliða
samningum milli ríkjanna ekki
síst hvað varðar vöruskipti. „Ég
treysti meir á samninga við Rúss-
land en þetta ríkjasamband,”
sagði hann nýlega.
„Þá vitum við nákvæmlega
hvað við fáum. 40 milljón tonn
af olíu frá þeim gegn 1,15 millj-
ónum tonna af sykri frá okkur.
Það eru alvöru skipti.”
BAKSVIÐ
eftir Steingrím Sigurgeirsson