Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 6
6 FRETTiR/INNLENT
1
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991
Norræn fegurð til Purto Rico
Fegurðardrottningar flykkjast nú til Puerto Rico til þess að taka þátt
í keppninni um Ungfrú heim. Svava Haraldsdóttir, fegurðardrottning
íslands 1991, sést hér ásamt fjórum norrænum stöllum sínum er þær
höfðu viðdvöl í London á föstudag. Næst henni í fremri röð er Sharon
Givskav, ungfrú Danmörk, og Nina Autio, ungfrú Finnland. í aftari
röð eru frá vinstri Catrin Olsson, ungfrú Svipjóð, og Anne-Britt Ro-
vik, ungfrú Noregur.
Flugleiðir:
Flugafgreiðsla áfram
rekin með líkum hætti
Flugafgreiðsla Flugleiða í Leifsstöð verður áfram rekin með svip-
uðum hætti og hingað íil. Kannaðir hafa verið aðrir rekstrarmögu-
leikar en sparnaður af slíkum breytingum þykir ekki svara kostnaði.
Aðeins verður gerð sú breyting
að ákveðin verkefni verða færð til
annarra deilda en með því móti
næst nokkur hagræðing samkvæmt
frétt frá flugfélaginu. Þar segir að
kannaðir hafl verið aðrir rekstrar-
möguleikar fyrir farðþegaafgreiðsl-
Sýningn Gunn-
ars lýkur í dag
I myndlistargagnrýni í blaðinu í gær
sagði að sýning Gunnars S. Magn-
ússonar í Gunnarssal í Þemunesi
4, Arnarnesi, stæði fram að heigi.
Hið rétta er að sýningin hefur að-
eins verið opin undanfamar helgar
og er síðasti sýningardagur í dag,
sunnudag.
una og hafi þar á meðal verið út-
boð. Rekstarspamaður af slíkum
breytingum þykir hins vegar ekki
nægur til þess að þær svari kostn-
aði. Fram kemur að þegar ákvörðun
hafí verið tekin um að halda starf-
seminni áfram undir merkjum Flug-
leiða hafí einnig verið haft til hlið-
sjónar að tekið yrði í notkun nýtt
og fullkomið tölvuinnritunarkerfí á
næstunni. í fréttinni segir að nýja
kerfíð gefí færi á mun meiri hag-
ræðingu í rekstri og betri þjónustu
við farþega.
Þijátíu og fjórum þeirra þijátíu
og átta starfsmanna í flugaf-
greiðslu og söluskrifstofu sem
fengu uppsagnarbréf um síðustu
mánaðamót hefur verið boðin end-
urráðning.
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, við píanó Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar, tónskálds.
Fullveldistónleikar
í Þjóðminjasafninu
ÍSLENSKA hljómsveitin heldur fullveldisdaginn 1. desember hátíð-
legan með kammertónleikum í Þjóðminjasafni íslands. Tónleikarnir
eru helgaðir Sveinbirni Sveinbjörnssyni, en hann var fyrsta mennt-
aða íslenska tónskáldið. Tónleikunum verður útvarpað beint á Rás
1 og hefst útsending klukkan 16.30.
Þorkell Sigurbjömsson, tónskáld,
flytur inngangsorð. Jón Þórarins-
son, tónskáld, kynnir verk Svein-
bjöms og rekur helstu æviatriði
hans. Karlakórinn Fóstbræður
syngur kórlög eftir Sveinbjöm und-
ir stjórn Arna Harðarsonar, auk
þjóðsöngsins. Sum þessara verka
hafa ekki heyrst á tónleikum um
langan aldur.
Flytjendur auk karlakórsins eru
þau Anna Guðný Guðmundsdóttir,
Ema Guðmundsdóttir, Þóra Fríða
Sæmundsdóttir, John Speightj
Richard Talkovskíj, Sean Bradley
og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Stutt
verk veröur leikið á píanó Svein-
bjöms, en hljóðfærið er í vörslu
Þjóðminjasafnsins. Tekið er á móti
miðapöntunum í síma Þjóðminja-
safnsins frá klukkan 14 í dag og
miðasala hefst síðan við innganginn
klukkan 16.
Föstudaginn 6. desember verður
opnuð sýning í Þjóðminjasafninu á
ýmsum tónminjum í vörslu þess, er
tengjast söngiðkun þjóðarinnar.
(Ur fréttatilkynningu)
Þyrlukaup eða samstarf við varnarliðið:
Fullkomin bj örgunarþyrla í
okkar höndum betri kostur
fyrir þá sem lenda í nauð
- segja flugstjórar Landhelgisgæslunnar
„ÞAÐ er okkar bjargfasta trú að ný og fullkomin björgunarþyrla í
höndum okkar íslendinga sé miklu betri kostur fyrir þá sem lenda í
nauð en einungis aukið samstarf við varnarliðið,” sagði Benóný Ás-
grímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni þegar rætt var við hann
og Pál Halldórsson yfirflugstjóra gæslunnar um hugmyndir Alberts
Jónssonar stjórnmálafræðings og „þyrlukaupanefndar” um hugsanlegt
samstarf við Bandaríkjamenn um rekstur björgunarþjónustu eða yfir-
töku á björgunarsveit varnarliðsins.
Páll telur að það sé mjög fjarlægt
að íslendingar geti tekið að sér rekst-
ur björgunarsveitar fyrir varnarliðið.
I sveitinni séu nú fimmtíu menn og
áætlað að fjölga þeim í hundrað með
tilkomu nýju Sikorsky Pave Hawk-
þyrlnanna. Við ættum fáa þyrluflug-
menn og langan tíma tæki að þjálfa
nýja menn. Auk þess þyrfti væntan-
lega að þjálfa íslensku þyrluflug-
mennina í vígvallarbjörgun því það
væri aðalhlutverk björgunarsveitar
vamarliðsins. Páll og Benóný sögðu
að Bandaríkjaher hefði hvergi falið
öðrum aðilum rekstur björgunar-
sveita fyrir herinn, ekki einu sinni í
heimalandinu sjálfu. Þar tækju
björgunarsveitir hersins ekki þátt í
almennum leitar- og björgunarstörf-
um nema í undantekningartilvikum,
til dæmis í miklum náttúruhamför-
um.
„Við viljum að það komi skýrt
fram að öflugt björgunartæki í hönd-
um íslendinga og uppbygging flug-
deildar Landhelgisgæslunnar verður
að vera óháð veru vamariiðsins hér
á landi. Það má ekki tefja þá brýnu
aðgerð að fá öfluga björgunarþyriu
sem hentar íslenskum aðstæðum.
Þegar það er fengið má alltaf auka
samstarfíð sem reyndar er ágætt nú
þegar. Þeir em bakhjarl okkar og
við þeirra eftir því sem við getum,”
sagði Páll.
Landhelgisgæslan hefur lagt
áherslu á að fá franska Super Puma-
þyrlu og flugmennirnir talað mjög
fyrir kaupum á henni. Þyrlukaupa-
nefnd lagði til að kannað yrði ræki-
lega hvort Sikorsky Pave Hawk, sem
björgunarsveit varnarliðsins er að
taka í notkun, eða svipaðar þyrlur
gætu hentað Landhelgisgæslunni.
Benóný og Páll telja að þær komi
ekki til greina. „Þessi vél var upphaf-
lega hönnuð til liðsflutninga á her-
mönnum á vígvöll. Við endumýjun
björgunarþyrlna flughersins var ósk-
að eftir sérstakri þyrlutegund en
vegna fjárskorts var því neitað og
þeir látnir fá liðsflutningavélamar
með útbúnaði fyrir þá. Þannig varð
Pave Hawk til,” sagði Benóný þegar
hann var spurður hvað Gæslumenn
hefðu út á Pave Hawk-þyrlumar að
setja. Sagði hann að í nýju varn-
ariiðsþyrlunum væri að hans mati
of lítið pláss. Þær tækju 8-10 menn
fyrir utan áhöfn og væri það ekki
nægjanlegt miðað við íslenskar að-
stæður.
Aðalaðfínnsluefni flugmannanna
er þó tækjabúnaður þessarar þyrlu-
tegundar. „Hún er ekki þeim tækjum
búin sem við teljum nauðsynleg. Þar
má nefna að í henni er ekki sjálfvirk-
ur aðflugsbúnaður til björgunar-
starfa og stendur ekki til að útbúa
hana þannig. Þessi búnaður gerir
þyrium kleift að „hanga” yfír skipi
í myrkri án þess að flugmaðurinn
þurfí að hafa viðmiðun. Hún er ekki
með neyðarflot og fengjum við slíka
þyrlu ekki skráða hér á landi nema
með því skilyrði að hún flygi ekki
yfír sjó. Neyðarflot er mikið öryggis-
tæki ef eitthvað kemur fyrir í
björgunarleiðangri yfír sjó sem leiðir
til nauðlendingar. Það er hugsanlega
hægt að útbúa þessar þyrlur með
neyðarflotum en verksmiðjumar
tryggja ekki að þau dugi iengur en
tvær mínútur og er það allt of stutt-
ur tími. Þetta tvennt, sjálfvirkur að-
flugsbúnaður og neyðarflot, eru að
okkar mati algert skilyrði fyrir nú-
tíma björgunarþyrlu. Fleiri atriði má
nefna. Þessar vélar eru með tak-
markaðan afísingarbúnað sem engin
flugmálastjóm hefur viðurkennt enn
sem komið er,” sagði Benóný.
Þeir félagar töldu að kaup á þyrlu
sömu gerðar og er á Keflavíkurflug-
velli gæti haft ákveðinn sparnað í
för með sér, til dæmis í sambandi
við varahluti og þjálfun. Það byggð-
ist þó algerlega að því að Landhelgis-
gæslan væri með nákvæmlega sömu
tegund og herinn, en það gæti ekki
komið til álita vegna búnaðar þeirra.
„Við sjáum ekki eftir hverju verið
er að bíða með þyrlukaup ef raunver-
ulegur vilji er á bak við yfírlýsingar
um að hingað eigi að kaupa öflugri
björgunarþyriu. Það er nú tuttugu
mánaða afgreiðslufrestur á nýjum
þyrlum og skiljum við því ekki að
það sé forgangsatriði í málinu að
ræða við Bandaríkjaher, það er að
segja ef á annað borð á að hlusta á
okkur sem fagmenn,” sagði Páll
Halldórsson.
Kammer-
músíktón-
leikar í Nor-
ræna húsinu
Kanunermúsíktónleikar verða
haldnir í Norræna húsinu þriðju-
daginn 3. desember kl. 20.30 á
vegum Tónlistarskólans í Reykja-
vík.
Á efnisskránni eru hinn frægi
píanókvaitett í g-moll eftir Mozart,
flaututríó eftir Carl Maria von Web-
er, strengjakvartett eftir Brahms og
blásarakvintett eftir Reicha.
Flytjendur eru nemendur í fram-
haldsdeildum Tónlistarskólans í
Reykjavík.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Edda Jónsdóttir sýn-
ir 75 ný verk í París
Frá Laufeyju Helgadóttur, fréttantara Morgunblaðsins í París.
ÞANN 19. nóvember síðastliðinn var opnuð sýning á verkum Eddu
Jónsdóttur í París. Sýningin er óvenjuleg að því leyti að hún fer ekki
fram í hefðbundnu galleríi heldur í glæsilegum húsakynnum fasteigna-
sala og arkitckts við Quai Voltaire á hægri bakkanum. Það er algengt
hér í París að efnaðir einkaaðilar eða fyrirtæki bjóði listamönnum að
sýna verk sín á skrifstofu eða fundarveggjum fyrirtækisins og sjá þá
fyrirtækin yfirleitt um opnun sýningarinnar og allan kostnað.
Edda sagði í stuttu viðtali við opn-
ún sýningarinnar að sér hefði verið
boðið að sýna þarna fyrir algjöra til-
viljun og vissi varla út í hvað hún
væri að fara, en sagðist vera ánægð
með móttökur og hún hefði frekar
viljað sýna þama heldur en í ein-
hveiju óþekktu galleríi. En eins og
flestir vita sem eitthvað fást við
myndlist þá er ekki hlaupið að þvi
að komast inn í viðurkennd gallerí í
París og þurfa listamennirnir helst
að vera orðnir þekkt nöfn í hinum
alþjóðlega listaheimi eða vera á
staðnum sjálfum svo galleríeigend-
umir geti komið og fylgst með fram-
vindu vinnunnar.
„Það getur hver sem er keypt sig
inn í slæm gallerí, en það er lítið
unnið með því og þykir oft verra að
hafa Iéleg gallerínöfn á sýningariist-
um sínum heldur en hreinlega ekki
neitt. Áftur á móti eru margir lista-
menn sem vilja gjarnan sýna á veggj-
um fyrirtækja vegna þess að oftast
em það kunnáttumenn sem standa
á bak við boðin sem vanda til vals
á listamönnunum. Með vali sínu opin-
bera þeir „smekk” sinn og vilja líka
með því styrkja ímynd sína út á við.
Síðan er aðal viðskiptavinum fyrir-
tækisins auðvitað boðið á opnun sýn-
ingarinnar.”
Tilbrigði við vörður
Edda kom með 75 splunkuný verk
frá íslandi sem henni tókst að hengja
upp á mjög smekklegan hátt í þess-
um sérstöku salarkynnum. Verkin
eru í öllum stærðum, en gegnum-
gangandi þema þeirra er hið aldar-
gamla fyrirbæri, varða, eða „caim”
eins og Frakkar og Englendingar
kalla það.
Varðan er mjög einkennandi fyrir
íslenskt landslag og þó flestir íslend-
ingar viti við hvað er átt þegar varða
er nefnd á nafn eru margir Frakkar
sem vita varla hvað „cairn” þýðir.
En það er augljóst að Frakkamir
ráku ekki í vörðumar, þeir kunnu
vel að meta þessar íslensku beina-
kerlingar og fóru sumir þeirra á flug
í umræðum sínum um verkin á opn-
uninni eins og þeim einum er lagið.
Vörðumar hennar Eddu eru ekki
vörður í eiginlegri merkingu, þær eru
ekki hlaðnar úr gijóti, hrauni né
hijúfar áferðar heldur flatar og
gegnsæar — stundum eins og fléttað-
ar úr litaböndum, stundum eins og
rispaðir bautasteinar. En hún styðst
Edda Jónsdóttir
við grunnform þeirra og spinnur út
frá því, ýmist með aðstoð akríllita
eða í gegnum einþrykkstæknina.
Megin tilgangur vörðunnar er jú
að vísa veginn. Þess vegna geta vörð-
ur Eddu líka verið vegvísar til fund-
ar við nýja áfanga, nýjar áhættur inn
í völdunarhús sjónlistanna. • „Sum
verkin em unnin í Sveaborg í Finn-
landi þar sem ég dvaldi á vinnustofu
í þijá mánuði síðastliðið vor, önnur
em unnin á íslandi og Ítalíu stuttu
fyrir sýninguna,” sagði Edda þegar
hún var spurð út í verkin og hún
sagðist „hafa mikla þörf fyrir að
ferðast til annarra landa, sjá nýja
hluti, upplifa nýjar stemmningar” og
sagðist „vonast til þess að geta kom-
ið meira til Parísar á næstunni”.
Sýningin er við 3 Quai Voltaire í
7. hverfí Parísarborgar og henni lýk-
ur 9. janúar.