Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991
----1 i’i> f 'ífvIí't'W}—f—';i' i 1 )Á(T r/Mi ii*. <1 i(í /■ if iVr tfiMCR/-
IFJ \ rier sunnudagur 1. desember, 334. dagur
U ársins 1991. Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Jólafasta hefst. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 2.31 og síðdegis-
flóð kl. 14.51. Fjara kl. 8.40 og 21.07. Sólarupprás í Rvík
kl. 10.44 ogsólarlagkl. 15.49. Myrkurkl. 16.58. Sóliner
í hádegisstað í Rvík kl. 13.17 og tunglið er í suðri kl. 9.29.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á græn-
um grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötn-
um, þar sem ég má næðis njóta. (Sálm. 23,1-3.)
ÁRNAÐ HEILLA
ára varð þann 19. nóv.
si. frú Jóhanna G.
Baldvinsdóttir, Bræðra-
borgarstíg 23A, Rvk. Eigin-
maður hennar Hjalti Jóns-
son, lést árið 1.971. Jóhanna
býr nú á Grund við Hring-
braut.
ára afmæli. í dag er
sextug Margrét Sig-
urðardóttir, Háaleitisbraut
56. Eiginmaður hennar er
Guðmundur Þórir Einars-
son. Hún verður erlendis á
afmælisdaginn.
fréttir/mannamót
FÉLAG austfirskra kvenna
í Reykjavík verður með jóla-
fund á Hallveigarstöðum nk.
mánudag 2. des. kl. 20.
ÞJÓNUSTU- og félagsmið-
stöð aldraðra Vesturgötu
7. Dömukvöld nk. mánudag
kl. 20. Heiðar Jónsson snyrtir
kynnir undirfatnað. Söng-
kona við píanóið. Húsið opnað
kl. 19.30. Kaffíveitingar.
Gaman væri að sjá sem flest-
ar konur með hatta.
NORRÆNA Húsið. í dag
verða sýndar tvær sænskar
kvikmyndir fyrir eldri böm
kl. 14.
JC-NES heldur 4. félagsfund
sinn á morgun, mánudag, kl.
20.30 á Austurströnd 3.
HJÁLPARSTOFNUN
kirkjunnar heldur aðventu-
hátíð í Hallgrímskirkju í dag
kl. 16.30 ítilefni af landssöfn-
un Hjálparstofnunarinnar.
KVENFÉLAG Laugames-
sóknar heldur jólafund á
morgun, mánudag, kl. 20.
Munið jólapakkana. Fjöl-
mennið.
RANGÆINGAFÉLAGIÐ.
Síðasta spilakvöld ársins
verður í Ármúla 40 á morg-
un, máhudag, kl. 20.30.
Spilaverðlaun og kaffiveiting-
ar.
KVENFÉLAGIÐ Freyja í
Kópavogi heldur félagsvist í
dag kl. 15 á Digranesvegi 12.
Kaffiveitingar og góð verð-
laun. Einnig verður laufa-
brauðsdagur fjölskyldunnar
laugardaginn 7. des. kl. 13.
KVENFÉLAG Garðabæjar
heldur jólafund á Garðaholti
nk. þriðjudag kl. 20. Ath.
breyttan fundartíma. Félags-
konur sýna handunna muni
og gestir fundarins verða sr.
Bragi Friðriksson og Guðrún
Ásmundsdóttir.
FRAM-KONUR halda sinn
glæsilega kökubasar í Fram-
heimilinu við Safamýri í dag
kl. 14.
SYSTRAFÉLAGIÐ Alfa
heldur basar í dag kl. 14 í
Ingólfsstræti 19. Á boðstólum
verða kökur, jólavörur, lukku-
pokar o.fl. Állur ágóði rennur
til líknarmála.
LÁRÉTT: 1 kvenmanns-
nafn, 5 smábarn, 8 stuðning-
ur, 9 vísan, 11 þátttakanda,
14 reið, 15 væskillinn, 16
duglegar, 17 beita, 19 manns-
nafn, 21 í fljótinu, 22 jurtin,
25 hreyfingu, 26 veinar, 27
svelgur.
LÓÐRÉTT: 2 mánuður, 3
rengja, 4 afkomendurna, 5
óvitlaus, 6 fornafn, 7 áhald,
9 át, 10 æringi, 12 starfinu,
13 vegarhluta, 18 hremma,
20 handsama, 21 vantar, 23
kusk, 24 ending.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: 1 skots, 5 báran, 8 áttan, 9 hrapi, 11 nakin,
14 kyn, 15 ræpan, 16 agnir, 17 aur, 19 karm, 21 laga, 22
ómennið,_ 25 ris, 26 lak, 27 iði.
LÓÐRÉTT: 2 kýr, 3 táp, 4 stikna, 5 bannar, 6 ána, 7 aki,
9 horskur, 10 alparós, 12 kannaði, 13 nartaði, 18 unna, 20
mm, 21 LI, 23 el, 24 nk.
FÉLAG BREIÐFIRSKRA
kvenna heldur jólafund í
Breiðfirðingabúð, Faxafeni
14,í dagkl. 19.30. Muniðjóla-
pakkana.
FÉLAG eldri borgara. Bók-
menntakynning verður haldin
nk. þriðjudag kl. 15 í Risinu.
Lesið úr nýjum bókum. Höf-
undar lesa úr ævisögu Krist-
jáns Eldjáms og Jónasar
Jónssonar frá Hriflu. Árni
Tryggvason les úr ævisögu
sinni. Guðmundur Andri
Thorsson les úr nýrri skáld-
sögu sinni og lesið verður úr
skáldsögu eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson.
HÚSMÆÐRAFÉLAG
Reykjavíkur heldur jólafund
í Domus Mejjica við Egiisgötu
nk. fimmtudag kl. 20. Dag-
skráin er fjölbreytt að vanda.
Kaffihlaðborð. Allir velkomn-
ir meðan húsrúm leyfir.
Ágóðinn rennur til líknar-
mála.
FÉLAGS- og þjónustumið-
stöðin Hvassaleiti 56-58. Á
morgun, mánudag, er fijáls
spilamennska og bridge-
kennsla kl. 13. Kl. 15 verður
drukkið aðventusúkkulaði og
meðlæti og jólalög sungin. Á
þriðjudag kl. 15 verður farið
á bókakynningu til Arnar og
Örlygs. Rútuferð og kaffíveit-
ingar.
FÉLAG nýrra íslendinga
heldur félagsfund í Gerðu-
bergi, sal D, nk. miðvikudag
4. des. kl. 20. Kaffiveitingar.
Fyrirlestur kvöldsins fjallar
um menningarsjokk.
FÉLAGSSTARF aldraðra í
Kópavogi. Ferð í bókabúð
Máls o g menningar á morgun,
mánudag. Farið verður frá
Fannborg 1 kl. 13.15. Boðið
upp á kaffí á áfangastað.
FÉLAGSSTARF aldraðra,
Gerðubergi. Á morgun,
mánudag, kl. 13.30 kemur
lögreglan í heimsókn, mynda-
sýning, síðan boðið í ökuferð
og kaffi á lögreglustöð.
KVENNADEILD Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra,
heldur fund á morgun, mánu-
dag, kl. 20.30 á Háaleitis-
braut 11-13. Gestur fundar-
ins verður Anna Gunnarsdótt-
ir stílfræðingur. Takið með
ykkur gesti.
KVENFÉLAG SeUasóknar
heldur jólafund nk. þriðju-
dagskvöld kl. 20. Hátíðarmat-
ur, hugvekja, söngur, upplest-
ur. Munið litlu jólapakkana.
KVENFÉLAG Háteigs-
sóknar heldur jólafund sinn
nk. þriðjudag, 3. des., kl. 20
í Sjómannaskólanum. Á borð-
um verður hangikjöt m.fl. Þá
syngur Hrönn Hafliðadóttir.
Skipst verður á jólapökkum.
SJÁLFSBJÖRG heldur jóla-
basar sinn í dag, sunnudag,
í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni
12, 1. hæð, inngangur að
vestanverðu og hefst salan
kl. 14-18. Jafnframt verður
kaffisala/ijómavöfflur.
KIRKJA
GRENSÁSKIRKJA: Æsku-
lýðsfundur í kvöld kl. 20.
H ALLGRÍ MSKIRK J A:
Fundur í Æskulýðsfélaginu
Örk mánudagskvöld kl. 20.
HÁTEIGSKIRKJA: Bibiíu-
lestur mánudagskvöld kl. 21.
LANGHOLTSKIRKJA:
Jólafundur Kvenfélags Lang-
holtssóknar verður þriðjudag-
inn 3. des. kl. 20.30 í safnað-
arheimilinu. Dagskrá venju-
leg fundarstörf. Jólapakkar
opnaðir. Systkinin Kristbjörg
og Einar Clausen syngja
nokkur lög. Heitt súkkulaði
og góðgæti. Jólahugvekja í
kirkjunni. Félagar taki með
sér gesti.
LAUGARNESKIRKJA:
Fundur í æskulýðsfélaginu í
kvöld kl. 20.
NESKIRKJA: Mánudag:
Æskulýðsfundur kl. 20.
Þriðjudag: Mömmumorgunn
kl. 10-12.
SELTJARNARNES-
KIRKJA: 10-12 ára starf
mánudag kl. 17.30
REYKJAVÍKUR-prófasts-
dæmi eystra og vestra: Há-
degisverðarfundur presta
verður í Bústaðakirkju 2. des-
ember kl. 12.
ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku-
lýðsstarf í kvöld kl. 20. Helgi-
stund. Foreldramorgunn í
safnaðarheimili kirkjunnar
þriðjudag kl. 10-12. Halldóra
Einarsdóttir hannyrðakona
verður með jólaföndur. Leik-
fimi fyrir aldraða á þriðjudög-
um kl. 13.30. Opið hús mið-
vikudagkl. 13.30. Fyrirbæna-
stund kl. 16.30.
FELLA- og Hólakirkja:
Fyrirbænir í kirkjunni mánu-
dag kl. 18. Mánudag: Starf
fyrir 11-12 ára börn kl. 18.
Fundur í æskulýðsfélaginu
mánudagskvöld kl. 20.30.
Söngur, leikir, helgistund.
Upplestur í Gerðubergi kl.
14.30.
SELJAKIRKJA: Mánudag:
fundur hjá KFUK, yngri deild
kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30.
Æskulýðsfélagið Sela, spila-
kvöld kl.20. Helgistund.
KÁRSNESSÓKN: Mömmu-
morgunn nk. mánudag kl.
10-12. Halldóra Einarsdóttir
kemur í heimsókn og kynnir
jólaföndur.
BRJÓSTAGJÖF. Ráðgjöf
fyrir mjólkandi mæður.
Hjálparmæður Barnamáls
eru: Amheiður, s. 43442,
Dagný, s. 680718, Fanney,
s. 43180, Guðlaug, s. 43939,
Guðrún, s. 631341, Hulda
Lína, s. 45740, Margrét, s.
18797, og Sesselía, s.
680458.
HAPPPRÆTTI____________
LANDSSAMTÖKIN
Þroskahjálp. Dregið hefur
verið í almanakshappdrætti
samtakanna fyrir nóvember.
Upp kom númerið 15618.
ORÐABÓKIIM
Stanza — stöðva
Síðast var rætt um so. að
stoppa og eins no. stopp,
en þau orð eru í reynd
óþörf í máli okkar. Við
eigum einmitt orð í stað-
inn, sem sum hver hafa
vafalítið þekkzt allt frá
fornöld eða hafa þá unnið
sér langa hefð í málinu.
Vissulega er vafalaust, að
so. að stanza er einnig
komið úr dönsku og eins
no stanz. Hins vegar hafa
þau orð verið í íslenzku
um aldir og því unnið sér
verulegan þegnrétti í máli
okkar. Elztu dæmi eru
þegar kunn á 16. öld. Frá
þeirri öld er heimild um
no. stanz í söfnum OH. í
sálmabók Guðbrands
biskups segir svo:: „æ
medan eg er i Lijfe/ so
alldrei verde a stans.” í
pontus rímum frá seinni
hluta 16. aldar segir
Magnús prúði þetta:
„Pontus þagði herrum
hjá,/ er hræðslan tók að
stanza.” Ekki eru þessi
orð alltaf sem samheiti,
þ.e. að annað geti að öllu
leyti komið í stað hins.
Við þurfum ekki að tala
um að stoppa á e-m stað,
heldur getum við stanzað
þar. Eins má tala um að
staðnæmast eða nema
staðar. Ólíkt eru þessi orð
skemmtilegri í máli en so.
að stoppa. Aftur á móti
getum við ekki talað um
að stöðva í þessu sam-
bandi. Hins vegar fer vel
á því að tala um að stöðva
bílinn, þótt oft heyrist
stoppa í því sambandi.
Stanza mun svo vart not-
hæft í þessu dæmi. J.A.J.