Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991 ----1 i’i> f 'ífvIí't'W}—f—';i' i 1 )Á(T r/Mi ii*. <1 i(í /■ if iVr tfiMCR/- IFJ \ rier sunnudagur 1. desember, 334. dagur U ársins 1991. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Jólafasta hefst. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 2.31 og síðdegis- flóð kl. 14.51. Fjara kl. 8.40 og 21.07. Sólarupprás í Rvík kl. 10.44 ogsólarlagkl. 15.49. Myrkurkl. 16.58. Sóliner í hádegisstað í Rvík kl. 13.17 og tunglið er í suðri kl. 9.29. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á græn- um grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötn- um, þar sem ég má næðis njóta. (Sálm. 23,1-3.) ÁRNAÐ HEILLA ára varð þann 19. nóv. si. frú Jóhanna G. Baldvinsdóttir, Bræðra- borgarstíg 23A, Rvk. Eigin- maður hennar Hjalti Jóns- son, lést árið 1.971. Jóhanna býr nú á Grund við Hring- braut. ára afmæli. í dag er sextug Margrét Sig- urðardóttir, Háaleitisbraut 56. Eiginmaður hennar er Guðmundur Þórir Einars- son. Hún verður erlendis á afmælisdaginn. fréttir/mannamót FÉLAG austfirskra kvenna í Reykjavík verður með jóla- fund á Hallveigarstöðum nk. mánudag 2. des. kl. 20. ÞJÓNUSTU- og félagsmið- stöð aldraðra Vesturgötu 7. Dömukvöld nk. mánudag kl. 20. Heiðar Jónsson snyrtir kynnir undirfatnað. Söng- kona við píanóið. Húsið opnað kl. 19.30. Kaffíveitingar. Gaman væri að sjá sem flest- ar konur með hatta. NORRÆNA Húsið. í dag verða sýndar tvær sænskar kvikmyndir fyrir eldri böm kl. 14. JC-NES heldur 4. félagsfund sinn á morgun, mánudag, kl. 20.30 á Austurströnd 3. HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar heldur aðventu- hátíð í Hallgrímskirkju í dag kl. 16.30 ítilefni af landssöfn- un Hjálparstofnunarinnar. KVENFÉLAG Laugames- sóknar heldur jólafund á morgun, mánudag, kl. 20. Munið jólapakkana. Fjöl- mennið. RANGÆINGAFÉLAGIÐ. Síðasta spilakvöld ársins verður í Ármúla 40 á morg- un, máhudag, kl. 20.30. Spilaverðlaun og kaffiveiting- ar. KVENFÉLAGIÐ Freyja í Kópavogi heldur félagsvist í dag kl. 15 á Digranesvegi 12. Kaffiveitingar og góð verð- laun. Einnig verður laufa- brauðsdagur fjölskyldunnar laugardaginn 7. des. kl. 13. KVENFÉLAG Garðabæjar heldur jólafund á Garðaholti nk. þriðjudag kl. 20. Ath. breyttan fundartíma. Félags- konur sýna handunna muni og gestir fundarins verða sr. Bragi Friðriksson og Guðrún Ásmundsdóttir. FRAM-KONUR halda sinn glæsilega kökubasar í Fram- heimilinu við Safamýri í dag kl. 14. SYSTRAFÉLAGIÐ Alfa heldur basar í dag kl. 14 í Ingólfsstræti 19. Á boðstólum verða kökur, jólavörur, lukku- pokar o.fl. Állur ágóði rennur til líknarmála. LÁRÉTT: 1 kvenmanns- nafn, 5 smábarn, 8 stuðning- ur, 9 vísan, 11 þátttakanda, 14 reið, 15 væskillinn, 16 duglegar, 17 beita, 19 manns- nafn, 21 í fljótinu, 22 jurtin, 25 hreyfingu, 26 veinar, 27 svelgur. LÓÐRÉTT: 2 mánuður, 3 rengja, 4 afkomendurna, 5 óvitlaus, 6 fornafn, 7 áhald, 9 át, 10 æringi, 12 starfinu, 13 vegarhluta, 18 hremma, 20 handsama, 21 vantar, 23 kusk, 24 ending. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 skots, 5 báran, 8 áttan, 9 hrapi, 11 nakin, 14 kyn, 15 ræpan, 16 agnir, 17 aur, 19 karm, 21 laga, 22 ómennið,_ 25 ris, 26 lak, 27 iði. LÓÐRÉTT: 2 kýr, 3 táp, 4 stikna, 5 bannar, 6 ána, 7 aki, 9 horskur, 10 alparós, 12 kannaði, 13 nartaði, 18 unna, 20 mm, 21 LI, 23 el, 24 nk. FÉLAG BREIÐFIRSKRA kvenna heldur jólafund í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,í dagkl. 19.30. Muniðjóla- pakkana. FÉLAG eldri borgara. Bók- menntakynning verður haldin nk. þriðjudag kl. 15 í Risinu. Lesið úr nýjum bókum. Höf- undar lesa úr ævisögu Krist- jáns Eldjáms og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Árni Tryggvason les úr ævisögu sinni. Guðmundur Andri Thorsson les úr nýrri skáld- sögu sinni og lesið verður úr skáldsögu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur jólafund í Domus Mejjica við Egiisgötu nk. fimmtudag kl. 20. Dag- skráin er fjölbreytt að vanda. Kaffihlaðborð. Allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Ágóðinn rennur til líknar- mála. FÉLAGS- og þjónustumið- stöðin Hvassaleiti 56-58. Á morgun, mánudag, er fijáls spilamennska og bridge- kennsla kl. 13. Kl. 15 verður drukkið aðventusúkkulaði og meðlæti og jólalög sungin. Á þriðjudag kl. 15 verður farið á bókakynningu til Arnar og Örlygs. Rútuferð og kaffíveit- ingar. FÉLAG nýrra íslendinga heldur félagsfund í Gerðu- bergi, sal D, nk. miðvikudag 4. des. kl. 20. Kaffiveitingar. Fyrirlestur kvöldsins fjallar um menningarsjokk. FÉLAGSSTARF aldraðra í Kópavogi. Ferð í bókabúð Máls o g menningar á morgun, mánudag. Farið verður frá Fannborg 1 kl. 13.15. Boðið upp á kaffí á áfangastað. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Á morgun, mánudag, kl. 13.30 kemur lögreglan í heimsókn, mynda- sýning, síðan boðið í ökuferð og kaffi á lögreglustöð. KVENNADEILD Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, heldur fund á morgun, mánu- dag, kl. 20.30 á Háaleitis- braut 11-13. Gestur fundar- ins verður Anna Gunnarsdótt- ir stílfræðingur. Takið með ykkur gesti. KVENFÉLAG SeUasóknar heldur jólafund nk. þriðju- dagskvöld kl. 20. Hátíðarmat- ur, hugvekja, söngur, upplest- ur. Munið litlu jólapakkana. KVENFÉLAG Háteigs- sóknar heldur jólafund sinn nk. þriðjudag, 3. des., kl. 20 í Sjómannaskólanum. Á borð- um verður hangikjöt m.fl. Þá syngur Hrönn Hafliðadóttir. Skipst verður á jólapökkum. SJÁLFSBJÖRG heldur jóla- basar sinn í dag, sunnudag, í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð, inngangur að vestanverðu og hefst salan kl. 14-18. Jafnframt verður kaffisala/ijómavöfflur. KIRKJA GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. H ALLGRÍ MSKIRK J A: Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk mánudagskvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Bibiíu- lestur mánudagskvöld kl. 21. LANGHOLTSKIRKJA: Jólafundur Kvenfélags Lang- holtssóknar verður þriðjudag- inn 3. des. kl. 20.30 í safnað- arheimilinu. Dagskrá venju- leg fundarstörf. Jólapakkar opnaðir. Systkinin Kristbjörg og Einar Clausen syngja nokkur lög. Heitt súkkulaði og góðgæti. Jólahugvekja í kirkjunni. Félagar taki með sér gesti. LAUGARNESKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Mánudag: Æskulýðsfundur kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn kl. 10-12. SELTJARNARNES- KIRKJA: 10-12 ára starf mánudag kl. 17.30 REYKJAVÍKUR-prófasts- dæmi eystra og vestra: Há- degisverðarfundur presta verður í Bústaðakirkju 2. des- ember kl. 12. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsstarf í kvöld kl. 20. Helgi- stund. Foreldramorgunn í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudag kl. 10-12. Halldóra Einarsdóttir hannyrðakona verður með jólaföndur. Leik- fimi fyrir aldraða á þriðjudög- um kl. 13.30. Opið hús mið- vikudagkl. 13.30. Fyrirbæna- stund kl. 16.30. FELLA- og Hólakirkja: Fyrirbænir í kirkjunni mánu- dag kl. 18. Mánudag: Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 18. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Söngur, leikir, helgistund. Upplestur í Gerðubergi kl. 14.30. SELJAKIRKJA: Mánudag: fundur hjá KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Æskulýðsfélagið Sela, spila- kvöld kl.20. Helgistund. KÁRSNESSÓKN: Mömmu- morgunn nk. mánudag kl. 10-12. Halldóra Einarsdóttir kemur í heimsókn og kynnir jólaföndur. BRJÓSTAGJÖF. Ráðgjöf fyrir mjólkandi mæður. Hjálparmæður Barnamáls eru: Amheiður, s. 43442, Dagný, s. 680718, Fanney, s. 43180, Guðlaug, s. 43939, Guðrún, s. 631341, Hulda Lína, s. 45740, Margrét, s. 18797, og Sesselía, s. 680458. HAPPPRÆTTI____________ LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp. Dregið hefur verið í almanakshappdrætti samtakanna fyrir nóvember. Upp kom númerið 15618. ORÐABÓKIIM Stanza — stöðva Síðast var rætt um so. að stoppa og eins no. stopp, en þau orð eru í reynd óþörf í máli okkar. Við eigum einmitt orð í stað- inn, sem sum hver hafa vafalítið þekkzt allt frá fornöld eða hafa þá unnið sér langa hefð í málinu. Vissulega er vafalaust, að so. að stanza er einnig komið úr dönsku og eins no stanz. Hins vegar hafa þau orð verið í íslenzku um aldir og því unnið sér verulegan þegnrétti í máli okkar. Elztu dæmi eru þegar kunn á 16. öld. Frá þeirri öld er heimild um no. stanz í söfnum OH. í sálmabók Guðbrands biskups segir svo:: „æ medan eg er i Lijfe/ so alldrei verde a stans.” í pontus rímum frá seinni hluta 16. aldar segir Magnús prúði þetta: „Pontus þagði herrum hjá,/ er hræðslan tók að stanza.” Ekki eru þessi orð alltaf sem samheiti, þ.e. að annað geti að öllu leyti komið í stað hins. Við þurfum ekki að tala um að stoppa á e-m stað, heldur getum við stanzað þar. Eins má tala um að staðnæmast eða nema staðar. Ólíkt eru þessi orð skemmtilegri í máli en so. að stoppa. Aftur á móti getum við ekki talað um að stöðva í þessu sam- bandi. Hins vegar fer vel á því að tala um að stöðva bílinn, þótt oft heyrist stoppa í því sambandi. Stanza mun svo vart not- hæft í þessu dæmi. J.A.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.