Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 10
MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUPAGUR 1. DESEMBER 1991 £0 ATVINNULÍFIÐ Á HVERFANDA HVELI # # # eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur. Teikning; Andrés Magnússon. í ÖLLU „fiskleysinu” við íslands- strendur eru á sömu miðum til staðar fiskistofnar, sem til þessa hafa lítt verið rannsakaðir og þaðan af síður nýttir. Eins og alkunna er, hefur á siðustu árum dregið úr sókn í „hefðbundnar” fisktegundir okkar eins og þorsk, ýsu, karfa, lúðu og grálúðu og fleiri tegundir og hafa ýmsar leiðir verið ræddar, nú í aflasam- drætti og minnkandi þjóðartekj- um. Hin allra síðustu ár hefur athygli manna beinst í æ ríkara mæli að djúpsjávarfiskum með nýtingu þeirra í huga enda þarf djúpslóð ekki lengur að vera fyr- irstaða þar sem að allri veiði- tækni hefur fleygt mikið fram. Við eigum til ýmsa fiski- stofna í hafinu sem eru ýmist vannýttir eða ekkert nýttir,” segir dr. Jakob Magnússon, fiskifræðingur og aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, og hann nefnir einkanlega fjórar tegundir, sem íslendingar ættu að gefa meiri gaum. Það eru langhalar, gulllax, búrfiskur og litli karfi, en auk þess segir hann að fjöldi annarra teg- unda séu lítt nýttar, svo sem alls kyns háffiskar, sem einnig finnast á djúpslóð og tindabikkja. Hann nefnir einnig hryggleysingja ýmis konar, svo sem ígulker, en rann- sóknir hafa sýnt að kostnaðurinn við öflun þeirra og markaðssetningu virðist vera það mikill að ekki sé ennþá fýsilegt að nytja þá, en besta verðið fæst ef þau eru flutt lifandi út í skelinni. Svipaða sögu má segja um krækling. „Það er hægt að nýta flest sjávar- fang í dag á einn eða annan hátt. Spurningin held ég að sé öðrum fremur hvernig best til þess að koma því í verð. Hingað til hefur ekki „þótt taka því” að hirða þessar aukategundir, en með minnkandi bolfiskafla hefur orðið vart nokk- urrar hugarfarsbreytingar. Mark- aðir eru sjálfsagt fyrir hendi, en það þarf að leita þá uppi. Og óneit- anlega spyr sá sem ekki veit, af hverju skyldum við ekki gera út á „allar” okkar auðlindir, sérstaklega nú þegar þrengir að þjóðarbúinu? Þessar tegundir gætu hæglega orðið búbót fyrir okkur ef við bara veittum þeim aukna athygli. Rann- sóknir og tilraunaveiðar verða þó alltaf að vera fyrsta_ skrefið í þá átt,” segir Jakob. „Ég vil sjá að farið verði út í umtalsverðar til- raunaveiðar og rannsóknir á þess- um tegundum, en Hafrannsókna- stofnun hefur ein og sér ekki fjár- hagslegt bolmagn til að standa undir þeim. Ef áhugi virðist vera til að sinna þessu að einhveiju marki, þarf að koma til utanaðkom- andi aðstoð, til dæmis frá útgerðar- aðilum því í slíkar tilraunaveiðar þarf vel búin skip,” segir Jakob og bætir við að sjálfur hafi hann smakkað á mörgum þessum fisk- tegundum og þætti honum þær hið mesta lostæti. Jakob segist persónulega vera á móti því að stofnunin sé kostuð alf- arið af sjávarútveginum. Hafrann- sóknastofnun eigi að vera óháð stofnun, kostuð af ríkinu. „Hitt er svo annað mál að þegar upp koma sérverkefni á borð við þau t.d. að kanna vannýttar fisktegundir, tel ég að sjávarútvegurinn eigi að standa undir þeim að mestum hluta þar sem slíkar rannsóknir eru bein- ir hagsmunir útvegsins. Og við myndum fagna því mjög ef útvegur- inn myndi kosta ákveðin verkefni og teldum það í raun mjög eðli- legt,” segir Jakob. Langhalar Langhalar eru af ættbálki þorsk- fiska. Þeir hafa flestir snubbótt höfuð og eru mjög undirmynntir. Bolurinn er yfirleitt stuttur og hár, en stirtlan er dregin út í langan hala án sporðu^ga. Af þeim er mik- ill fjöldi tegunda. Þær fínnast víðar um höf og hafa mikla útbreiðslu, bæði hvað svæði og dýpi snertir. Meðal þeirra fiska sem dýpst hafa fundist, eru langhalar. Hér við land hafa verið skráðar fimm tegundir af langhalaætt, þar af eru aðeins tvær sem þýðingu hafa fyrir fisk- veiðar á okkar hafsvæðum, slétti langhali og snarpi langhali. Lang- halar hafa ýmis sérkenni fiska sem lifa á miklu dýpi, t.d. stór augu. Þeir hafa vel þroskaðan sundmaga og geta þeir framleitt hljóð með honum. Auk þess hafa margar teg- undanna sérstök ljóstæki á kviðun- um. Talið er að þessi ljóstæki og hæfileikinn til að framleiða hljóð séu til að auðvelda kynjunum til að finna hvort annað og til að halda hópnum saman. Þótt langhalar séu fyrst og fremst botnlægar tegundir, þá munu þeir oft og tíðum fara nokkuð upp í sjó, t.d. eftir fæðu sem er iðulega ýmsar svifdýrategundir og dýr sem eru nálægt og á botni. Fjöldi fisktegunda er í sjónum um- hverfis ísland sem ýmist eru vannýttar eða ekkert nýttar. Aðallega eru fjórar tegundir nefndartil sögunnar, langhali, gulllax, búrfiskur og litli karfi, sem hugs- anleg búbót fyrir þjóðarbúið. Ekki er þó hægtaðfullyrða um hvenær árs sé best að veiða þess- artegundireða í hve miklu magni nema að undangengnum tilraunaveiðum á stofnum þessum. Slétti langhali Slétti langhali finnst allt frá ír- landi norður með ströndum Noregs, við Island, Suður- og Vestur-Græn- land, meðfram Labrador og Ný- fundnalandi, allt suður undir Nýja England. Um er að ræða dæmigerð- an djúpfisk, sem sjaldan finnst á grunnslóðum. Hér við land er hann ekki algengur í afla fyrr en komið er niður fyrir 500 metra dýpi. Al- gengastur er hann þó á meira en 600 metra dýpi, og dæmi eru til þess að hann hafi veiðst á meira en 2.000 metra dýpi á öðrum haf- svæðum. Slétti langhali er algeng- astur hér við land í landgrunnskönt- unum frá SA- til V-lands og fæst oft á djúpslóð með karfa. Snarpi langhali Snarpa langhala svipar mjög til slétta langhalans, en nó eru nokkur atriði, sem eru verulega frábrugðin. Snjáldrið er meira framdregið á snarpa langhala en á slétta lang- hala og myndar hvassa brún, sem liggur eftir höfðinu alla leið aftur á tálknalok. Hreistrið er mun gróf- gerðara með broddi sem veit aftur og situr fastar en á slétthala, sem oft er verulega afhreystraður þegar hann kemur upp í vörpunni. Lifnað- arhættir eru ennfremur með nokk- uð öðrum hætti. Þannig er út- breiðslusvæði hans norðlægara en slétta langhalans. Mest virðist vera um hann í dýpinu út af Víkurál og vestureftir og í kantinum á_ Dohnrbanka. Hann er einnig al- gengur á djúpslóð úti fyrir Vest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.