Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 16
M,ORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESIyMBER 1991 NALAR LEITAfl í HEYSTAKKI ar, en það reyndist vera 14 dögum áður en sprengjutilræðið í breið- þotunni var framið. Viðskiptavin- urinn í fataverzluninni Mary’s House var sannanlega einn af starfsmönnum líbýsku leyniþjón- ustunnar, el-Mikrahi að nafni, en hann hafði þá búið á gistihúsi einu þar skammt frá. Litli græni málmhlutinn leiddi rannsóknarsérfræðingana á vit fyrirtækis eins í Zúrich, sem heitir Meister und Bollier (Mebo), en það Sönnunargagn til sýnis í Washington: Fjórar milljónir einstakra hluta úr flakinu fundust. Löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs hafa um árabil verið hijáð af sífelldum stríðsátökum og alls- kyns hermdarverkum, en málin hafa þó tekið að þróast nokkuð í friðsamlegri átt að undanförnu. Nú vofir hins vegar yfir þessum heimshluta að verða skyndilega á nýjan leik vettvangur meiri ókyrrðar og nýrra stríðsaðgerða. í Hvíta húsinu hafa hefndarað- gerðir þegar verið til umræðu fyr- ir „þennan viðbjóðslega glæp gegn mannkyninu”. Þá hefur Bandaríkj- aforseti jafnvel íhugað að grípa til vissra hernaðaraðgerða gegn eyðimerkurríki Gaddafís. Tals- maður bandarísku stjómarinnar, Marlin Fitzwater, lét svo unr mælt fyrir skemmstu, að „við úti- lokum engin af þeim úrræðum sem til greina gætu komið.” BðHDIN BERASI 1D GADDAFI Maghrebínski bedúínapilturinn, Múammar el-Gaddafi, hefur þann- ig aftur öðlast það hlutverk, sem hann gegndi hér áður fyrr í forset- atíð Ronalds Reagans, þ.e.a.s. sem morðhundur og hinn versti níðing- ur sem ber ábyrgð á öllum þeim ódæðum sem framin eru í heimin- um. Eftir sprengjuárás hermdar- verkamanna á dansstaðinn „la Belle” í Berlín, þar sem m.a. marg- ir bandarískir hermenn létu lífið, lét Reagan forseti gera loftárás á aðalstöðvar Gaddafis í Trípólis í aprflmánuði 1986 í hefndarskyni fyrir það ódæði líbýskra hryðju- verkamanna. Líbýski einræðis- herrann slapp lifandi, en 16 mán- aða gömul stjúpdóttir hans fórst í þeirri loftárás. Aðeins fáum dög- um, áður en valdatímabili Reagans forseta lauk, eða í janúar 1989, skutu bandarískar orrustuflugvél- ar niður tvær líbýskar herflugvél- ar, og Washington hafði uppi hótanir um að láta aftur gera loft- árásir á staði í Líbýu, af því að Bandaríkjamenn höfðu þá komist á snoðir um starfrækslu eiturgas- verksmiðju í eyðimörkinni, skammt frá bænum Rabita. Að- eins nokkrum vikum áður hafði áðurnefnd breiðþota Pan-Americ- an flugfélagsins sprungið í tætlur yfir Lockerbie. Sýrlendingar, íran- ir og hryðjuverkasamtök Pa- lestínumanna voru fljótlega grun- hvíla þreytta fætur Wlcanders £2. Kork-O'Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa ££ ánila 29, Mílatani, sírI 319(1 P. ÞORGRÍMSSON & CO Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! uð um að standa að baki því ód- æði - en lengi vel beindist grunur- inn hins vegar alls ekki að Líbýu- mönnum. En núna virðist þetta illræmda glæpamál loks vera leyst, en þetta telst einn hinn blóðugasti harm- leikur í allri sögu farþegaflugs í heiminum. Það er álit sérfræðinga á sviði öryggismála í Lundúnum, að rannsóknin í sambandi við Loc- kerbieflugslysið sé „langsamlega umfangsmesta rannsóknaraðgerð sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmd í gjörvallri sögu glæp- arannsókna”. Ein minnsta lögreglustöðin í Bretlandi, „Dumfries and Galloway Constabulary” vann að rannsókn málsins í samvinnu við risavaxnar stofnanir á borð við bandarísku alríkislögregluna, FBI, og bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Hermenn úr brezka land- hemum, flota og flugher skriðu á fjórum fótum um heiðalönd og fenjaflóa, um 2.200 ferkílómetra landsvæði, og höfðu upp úr krafs- inu alls um fjórar milljónir ein- stakra hluta, allt frá afrifnum mannsfingri og niður í örsmáar málmflísar úr flugvélinni. Vitnis- burður 15.000 manna var skráður, 20.000 nöfn voru tekin til at- hugunar, 180.000 hlutir rannsak- ■aðir á rannsóknastofum sem sönnunargögn í málinu. Kostnað- urinn við rannsóknaraðgerðirnar nam um 17 milljónum punda eða um 1,7 milljarði ísl. króna. Það voru tveir örlitlir hlutir af öllum þeim fjölda hluta úr sundur- tættri vélinni, sem að lokum leiddu rannsóknarsérfræðingana á slóð tilræðismannanna: • sviðin pjatla úr buxum. • grænt málmbrot úr rofa- hring, minna en fingurnögl - en einasta vísbendingin um kveikju- búnað sprengjunnar. FRÁBÆR NÁKVÆMNISVINNA Buxurnar reyndust vera af gerðinni „Yorkie”, tegundamúmer 1705, og þær höfðu verið í kopar- litu Samsonite-ferðatöskunni, sem sprengjan hafði líka verið falin í. Skozki lögregluforinginn Harry Bell hafði uppi á verzluninni á Miðjarðarhafseyjunni Möltu, þar sem buxurnar höfðu verið keypt- framleiðir rafeindastýrðan tíma- stillibúnað. Við rannsókn á málm- brotum höfðu sérfræðingarnir komizt að raun um, að vítisvélin hlyti að hafa verið falin í útvarps- og segulbandstæki af gerðinni Toshiba. Sérfræðingur í réttar- læknisfræði, Alan Feraday, hjá Konunglegu vopnarannsókna- og þróunarstofnunni í Kent-héraði, rakti lið fyrir lið í áralöngu púsluf- öndri í hvaða gámi ferðataskan hafði verið um borð í vélinni. Því næst færði hann sönnur á, að hinn banvæni flutningur hefði verið settur um borð í Frankfurt am Main en ekki á Heathrowflugvelli eins og þýzk yfirvöld hafa viljað vera láta til þess að firra sig allri ábyrgð. Tilræðið hafði verið meira en þtjú ár í undirbúningi og hvergi horft í kostnað við þau launráð, og brezki sérfræðingurinn á sviði hermdarverka, Paul Wilkinson prófessor, segist sannfærður um, að hryðjuverk sem hafi verið und- irbúið af þvílíkri smásmygli, geti einungis hafa verið framkvæmt samkvæmt fyrirmælum frá æðstu stöðum - frá Gaddafi ofursta. LANGTÍMAÁÆTLUN Til þess að torvelda mönnum að rekja slóðina, hafði þetta til- ræði verið skipulagt á stöðum sem eru í fleiri en einu landi: Frá Líbýu, Möltu, Sviss og í austur-þýzka alþýðulýðveldinu sem þá var og hét. Þegar árið 1985 hafði núver- andi samgöngumálaráðherra Líbýu, Iss el-Din el-Hanschiri, keypt timastilli (en þá er hægt að stilla á tímalengd sem nemur frá 99 sekúndum og allt upp í 999 daga) hjá fyrirtækinu Mebo AG í Zúrich. Á fyrra árshelmingi 1986 voru líbýsku leyniþjónustumenn- irnir við prófanir á kveikjubúnaði og sprengiefni í æfingabúðum hjá bænum Sabha í Líbýu. Árið 1988 komu þeir plastsprengiefni fyrir á allmörgum stöðum samtímis, þar á meðal á skrifstofu Líbýsk-arab- íska flugfélagsins og í líbýsku menningarmiðstöðinni á Möltu. Þá hófst viðbragðstíminn fyrir framkvæmd ódæðisins. í byijun desember náðu hermdarverka- JOLATILBOÐ dagana 2.-7. desember Stærðir: 28-38 Tilboðsverð aðeins kr. 3.880,- ★ Leður ★ Leðurfóðraðir ★ Sterkir ★ Þægilegir ★ Svartir ★ Grófur sóli Póstsendum Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3, sími 41754 mennimir sér í merkimiða á ferða- tösku á Möltu og keyptu í áður- nefndri maltneskri fataverzlun buxur, tweedjakka og ungbama- samfesting - en samfestingnum vöfðu þeir utan um segulbands- sprengjuna sem þeir létu ofan í ferðatöskuna. El-Mikrahi var útbúinn með falsað vegabréf og gisti þannig dulbúinn á Hótel Holiday Inn í maltneska sjávarbænum Sliema^ 21. desember sendi hann svö ferðatöskuna með sprengjuna falda í segulbandstækinu flugleiðis til Frankfurt og var taskan flutt með flugfélaginu Air Malta, vél merktri KM 18. Enginn veitti því eftirtekt, að ferðataskan tilheyrði engum af farþegunum. Tíma- stillarnir voru settir á þann veg og merkimiðarnir á ferðatöskunni þannig útfylltir, að tryggt var, að taskan yrði sett um borð í flugvél- ina frá Pan-American, flug nr. 103A við umhleðslu farangurs á flugvellinum í Frankfurt, en þaðan átti bandaríska vélin að fljúga til Lundúna. Frá Lundúnum áttu far- þegarnir með Pan-Am flugi 103A að fljúga áfram áleiðis til New York með breiðþotu frá sama flug- féiagi. GADDAFI ORDINN GÆTNARI Að rannsókn Locerbie-ódæðis- ins skyidi þannig hafa leitt til þess, að sekt Líbýumanna þyki sönnuð, kemur sér raunar einkar vel fyrir stjórnvöld í Washington með tilliti til heimspólitískra kringumstæðna um þess^r mundir. Ástæðan er sú, að þær þjóðir sem áður lágu undir grun um að hafa staðið að þessu fólskuverki, þ.e. Sýrlendingar og Palestínumenn, gegna núna mikil- vægu hlutverki í friðaráætlun Bandaríkjamanna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hefðu þessar þjóðir orðið sannar að sök á Lock- erbie-sprengjutilræðinu, sem brezki utanríkisráðherrann Dou- glas Hurd hefur kallað fjöldamorð, þá hefði sú vitneskja getað sett strik í reikninginn varðandi samningaumleitanir um frið í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs, en fyrsta skrefið í átt til slíkra samninga var stigið í Madrid fyrir nokkrum vikum. Nú er eftir að sjá, hvort Bush Bandaríkjaforseti láti sitja við hót- anir einar um hefndaraðgerðir gegn Líbýumönnum eða hvort bandaríska þjóðin vænti þess af forseta sínum, að hann láti til skar- ar skríða og hefni ódæðisins á svipaðan hátt og Reagan forseti gerði á sínum tíma. Vinsældir Bush forseta virðast fara síminnk- andi, og á hann því úr vöndu að ráða um þessar mundir. Trípólis útvarpið lék hergöngu- lög og hermannasöngva klukku- stundum saman, sendinefnd Líbýu hjá Sameinuðu þjóðunum bar fram formleg mótmæli gegn ásökunum unl að líbýskir aðilar hefðu staðið að „hinu hörmulega atviki við Lockerbie”, og talsmaður líbýsku stjómarinnar hvatti þjóðina til að halda ró sinni: „Við munum ekki fremur en hingað til beygja okkur fyrir þandarísku heimsvaldasinn- unum og hinum zíonísku hjálpar- kokkum þeirra.” En Gaddafi hefur líka lagt sig nokkuð fram að undanförnu við að reita ekki Bandaríkjamenn frekar til reiði, og er ætlun hans að vinna með því tíma og svigrúm í algírska sjónvarpinu kom hann fram með þá tillögu, að Alþjóða- dómstóllinn í Den Haag ætti að skera úr um það, hver bæri ábyrgðina á Lockerbie-tilræðinu: „Ég vil, að þetta vandamál verði leyst á löglegan hátt. Það á að leiða hina ákærðu fyrir rétt og láta þá sjálfa halda uppi vörnum fyrir sig.” Þýtt og endursagt úr Der Spiegel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.