Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 19

Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 19
 DaoM.. 81. '19 dóm. Fólk tengir alnæmi svo mikið við kynsjúkdóma. Viltu segja, að við séum ekki hommahópur. Hugs- aðu þér allt unga fólkið sem bytjar kynlíf á hvetju ári? Við erum ósköp venjulegt ungt fólk. Vorum bara ekki nógu varkár. Hvað má annars bjóða þér? Viltu te, kaffi eða kók?” Hik kemur á mig. Og það særir. „Veistu, að fólk er oft svo hrædd við okkur, að það þorir ekki einu sinni að drekka úr glasi sem við höfum drukkið úr. Og það er særandi að fá allt í einu skammtað á sérdiski í fjölskyldu- boðum.” Auðvitað drekk ég með þeim kók. — Hvað er á bak við jákvæða hópinn? „Hann bytjaði að koma saman sem spjallhópur með Páli Eiríkssyni geðlækni 7. mars ’88. Síðan höfum við komið hér saman a.m.k. einu sinni í viku. Fáum oft einhvern til að leiða umræðurnar. Og samveran styrkir okkur. Við erum smám saman að fá aukið sjálf- straust til að þora að hitta fólk, eins og þig, að koma úr felum. En við vitum af fólki úti í bæ sem lokar sig af, vill ekki viðurkenna að það sé veikt. Þetta fólk viljum við fá inn til okkar og gefa því stuðning. Við erum tuttugu sem hittumst reglulega hérna, en 66 Islendingar bera veiruna í sér sem vitað er um. Ráðstefnan í sumar gaf okkur Iíka mikið. Þá komu hing- að 50 Norðurlandabúar sem eiga við sama vanda að stríða. Viltu líka segja, að við séum oft glöð. Að slúðursögur séu á dag- skrá, eins og sjúkrasögur. En þú mátt ekki halda því fram, að þetta sé ekkert mál. Við verðum alltaf að vera vakandi. Allskonar trölla- sögur eru á kreiki, eins og að það sé næstum að koma lækning við þessu. En við megum ekki lifa í skýjaborgum.” — Hvernig er að lifa með HÍV- veiru í sér? Þau líta hvort á annað eins og leitandi eftir stuðningi. Og lágvært berast svörin hvert af öðru: „Ég var fyrst greindur ’86. Þá sagði hjúkrunarfólk- ið við mig: Ekki tala um /i, þetta inni á Vogi. Hinir sjúklingarnir gætu orðið ofsahræddir. Mundu, að allt er nafnlaust merkt, að enginn tek- ur sérstaklega eftir þér, þegar þú kemur í eftirlit. Og smám saman síaðist inn í mig, að ég gengi með sjúkdóm sem ekki mætti tala um. En síðan bænum passaðu þig.” Smitleiðir eru 100% klárar. Smitun á sér aðeins stað við kynmök, blóðblöndun og frá smit- aðri móður til ófædds barns hennar. Það er erfitt að hjúkra ungu fólki með lífshættulegan sjúkdóm. Við megum ekki líta á viðkomandi ein- göngu sem sjúkling eða „hlut”. Þau þola ekki þegar spurningin „hvernig líður þér í dag” dynur á þeim aftur og aftur. Þessi viðbrögð eru skiljanleg, eftir yfirhlaðna umhyggju heima fyrir. Glaðlegt og létt viðmót er rnjög mikil- vægt.” Hildur segist ásamt öðrum vera að þróa þessa þekkingu. Og sjúklingarnir hjálpa til við það. Sum- ir hafa búið erlendis og færa þekk- ingu inn til okkar. „Við kynnumst þessum einstakl- ingum vel,” segir Hildur. „Það er alltaf erfitt að horfa upp mikil veik- indi og dauðinn er alltaf þungbær.” „Banvænn sjúkdómur er eins og hyldjúp sorg,” segir Vilborg, „þau missa tækifæri til að stofna fjöl- skyldu og gera framtíðaráætlanir. Síðan kemur upp hræðslan við að horfast í augu við sjúkdóminn með samfélaginu. Ef þau segja frá eiga þau á hættu að vera vísað úr vinnu. Og hvað eigum við að gera? Eigum við að ráðleggja þessu fólki að vera með poka á hausnum? Viðhorfin hafa þó mikið breyst frá ’85, þegar hommar voru í felum, þegar fólk roðnaði ef minnst var á „smokk”, þegar fjölmiðlafólk beitti brögðum til að komast inn á spítala, þar sem alnæmissjúkir lágu og varð RÆTT VIÐ UNGMENNIMEÐ ALNÆMISVEIRU Fólk tengir alnæmi svo mikið við kynsjúkdóma. Viltu segja, að við séum ekki hommahópur. Hugsaðu þér allt unga fólkið sem byrjar kynlíf ó hverju óri? Við erum ósköp venjulegt ungt fólk. Vorum bara ekki nógu varkór. % #TUÍ%, s.T 1 lí hefur mikið breyst og fordómar fara vonandi að víkja. Ég hef dottið út á mörgum svið- um. Flosnað upp í samfélaginu. Hættur að vinna. Ósjálfrátt farinn að bíða eftir, að eitthvað gerist. Er orðinn kraftlítill. Alltaf líkam- lega þreyttur. Kannski líka andlega. Veit það ekki. Lyfjagjöfin dregur líka kraft úr manni. Lífsneistinn er að slokkna,” segir þessi ungi mynd- arlegi maður. „Ef ég hefði ekki smitast,” segir vinur hans, „þá hefði ég farið í fjög- urra ára framhaldsnám. Nú spyr ég til hvers? Þetta er líka ofsalega hættulegt fyrir mann fjárhagslega. Ég spyr sjálfan mig: A ég að fara út að borða? Á ég að kaupa þennan jakka? Kannski verð ég óvinnufær á, morgun. Óvissan um framtíðina fer svo illa með okkur. Öllu heldur má segja: Það er lokað á allt sem heítir framtíð fyrir okkur.” „Ég vil njóta líðandi stundar,” segir unga konan, „vil nota allt sem ég á. Ég var greind jákvæð í vor og það var mikið áfall. Ég er gift kona. Og nú má ég ekki eignast b^rn. Það er ekki lítil afneitun. Fyrstu viðbrögð eiginmanns míns voru: „Ekki segja ljölskyldu minni frá því hvað amar að þér.” Ég er búin að liggja mikið veik á sjúkra- húsi í sumar. En ég vil njóta dags- ins í dag. Nú líður mér vel, en kannski verð ég veik á morgun.” „Ég vil fá gefins krítarkort,” seg- ir þriðji pilturinn, „fara í hringferð í kringum hnöttinn á SAGAfar- rými. Ég fyllist stundum svo mik- illi reiði,” segir hann síðan hálf afs- akandi. Þeim kemur saman um, að sú spurning komi upp hjá öllum: „Af hveiju ég?” Að þau verði ýmist mjög reið, eða afar sorgbitin. Að þau fari ósjálfrátt að telja niður, búa sig undir dauðann. Að þau fari að spá í margt um lífið og tilver- una, sem áður hafði ekki komið upp i hugann. Og þau verða oft bitur á að beijast við tryggingakerfið. Finnst að þjóðfélagið geri lítið til að hjálpa þeim. Já, nokkrir gefast upp, aðrir beijast áfram, enn aðrir fara í „guni” stell- ingar. Jákvæði hópurinn er staðfastur í að beijast áfram, gefa hvert öðru eins mikinn jákvæðan stuðning og mögulegt er. Stefnan er að hafa opið hús einu sinni í viku. „Öll höfum við lært,” segja þau, „að tíminn er afar dýrmætur.” 10% afmælisafsláttur 23. og 4. des. % OESEf#^ Skuggi HÍV-veirunnar hvílir yfir kynlífi ungmenna, frjólsar óstir eins og tíðkaðist ó hippatímanum geta verið lífshættulegar. kannski allt í einu frændur Jóns eða Péturs. Nú horfum við fram á þá þró- un í framtíðinni, að alnæmi er að breytast í langvinnan sjúkdóm, hættir að vera bráðasjúkdómur. Og þá kemur upp spurningin: Eiga þessir sjúklingar heima á bráða- sjúkrahúsi eða „Hospice”, sér- hæfðu hjúkrunarheimili fyrir dauðvona sjúklinga? Hingað til hefur sérhæft hjúkr- unarheimili verið fjarlægur draumur. Nú kallar þróunin á, að við hugsum lengra. I heimahjúkr- un hefur Heimahlynning krabba- meinsfélagsins komið til hjálpar. í litlu samfélagi eins og Islandi þyrftu margir aðilar að standa saman að stofnun og rekstri „Hospice”, hjúkrunarheimilis. Hingað til hefur jákvæði hópur- inn ekki þorað að gefa uþp heimil- isfang í athvarfi, af ótta við aðk- ast. En það er vonandi að samfé- lagið fari að sýna alnæmissjúkkl- ingum skilning og samúð, því allir geta smitast og enginn veit hver er næstur. „Hver ber ábyrgð á sjálfum sér,” er boðskapur í for- varnarstarfinu. Allir þurfa að gæta sín og vinna gegn fordómum. Eigum við ekki öll að sameinast gegn alnæmi,” segja þær Hildur og Vilborg. Jákvæði hópurinn er með kaffi- veitingar fyrir áhugafólk um al- næmi, frá kl. 14-19 í dag, 1. des- ember, sem er helgaður alnæmis- siúklingum um allan heim. Sími: 28586. Dömu- og herrasloppar. Glæsilegt úrval. Einnig velúrgallar, snyrtivörur og gjafavörur. Gullbrd, Nóatúni 17, sími 62U217. ❖ ❖ SKIRNIR, Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, 165. árg. jEitt elsta menningartímarit sem kemur út í Evrópu. Skímir, haust-hefti 1991, erkominn út íjölbreyttur að venju. Leitað er fanga hjá íslenskum og erlendum fræðimönnum og eru ritgerðir um íslenskar bókmenntir að fomu og nýju fyrirferðarmiklar. Einnig em greinar um heimspeki, kristna trú, hlutverk rithöfunda, íslensk mannanöfn, mannfræði, myndlist, íslenska leikritun og fleira. Þá em í Skimi frumort ljóð og ljóðaþýðingar. Skímismál er þáttur með greinum um brýn málefni líðandi stundar. Myndlistarmaður Skímis nú er Jóhannes Geir. Ert þú áskrifandi? HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG , SlÐUMIÍLI 21 • PÓSTHÓLF8935 • 128 REYKJAVlK • SlMI A/ 1816 J5 R 1991

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.