Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUpAgUJ? 1. pESE^BER }991
FRIÐRIK SOPHUSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA:
eftir Ólaf Þ. Stephensen
FRIÐRIK Sophusson fjármála-
ráðherra var nýkominn af ríkis-
stjórnarfundi þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann á föstudaginn.
Þar var ákveðið að standa við
fyrri markmið um að halda fjár-
lagahallanum innan við fjóra
milljarða króna án skattahækk-
ana, þrátt fyrir afturkipp í fisk-
veiðum og frestun álversfram-
kvæmda. Erfitt verkefni þar fyrir
fjármálaráðherrann. Friðrik var
á leiðinni á annan fund; þing-
flokksfund Sjálfstæðisflokksins,
þar sem búizt var við að allt yrði
í háalofti vegna deilna flokks-
formannsins og eins þingmanna.
Annar vandi þar fyrir varafor-
mann Sjálfstæðisfíokksins. Frið-
rik Sophusson hefur með höndum
ýmis vandasöm verkefni, sem
hann ræðir hér á eftir.
Nú stefnir hallinn á ríkissjóði
í 10,4 milljarða á árinu í
stað 4,1 sem gert var ráð
fyrir í fjárlögum. Þýðir
þetta ekki að eitthvað hef-
ur farið úrskeiðis í stjórn
ríkisíjármála hjá þessari
ríkisstjórn?
„Þegar fjárlögin voru samþykkt
var gert ráð fyrir fjögurra milljarða
halla í ár. Lánsfjárlög voru hins veg-
ar ekki afgreidd fyrr en í vor, og í
þeim voru alls kyns heimildir og
samþykktir, sem gengu út á að auka
hallann. Þegar á fyrstu mánuðum
ársins var þess vegna ljóst að hallinn
yrði umtalsvert meiri en fjárlögin
gerðu ráð fyrir, og það hefur smám
saman verið að koma í ljós hvað fjár-
lög þessa árs eru óraunhæf. Þau eru
kannski gott dæmi um það hvernig
kosningabarátta verður efnahags-
vandamál, vegna þeirra lausataka
sem verða í efnahagsmálum og eink-
um ríkisfjármálum, þegar kosningar
standa fyrir dyrum. Ég get nefnt
sem dæmi um óraunsæið að þegar
ríkisstjórnin tók við, var okkur sagt
að það vantaði 300-400 milljónir í
Lánasjóð íslenzkra námsmanna.
Þegar dæmið var gert upp, kom í
ljós að það vantaði heilan milljarð!
I fjáraukalögunum koma svo inn
hækkanir, sem beinlínis má rekja til
kosninganna, á borð við kaup á húsi
Sláturfélags Suðurlands, sem kost-
aði 700 milljónir króna.”
— Þegar þið komuð að í lok apríl,
einsettuð þið ykkur að spara sex
milljarða í ríkisrekstrinum. Þegar
upp er staðið, kemur í Ijós að þið
spöruðuð ekki nema tvo'og hálfan.
Sýnir það ekki að þótt nýja ríkis-
stjórnin hafi farið af stað með stór
loforð, gengur henni ekkert betur
að halda utan um skattpeningana
okkar en fyrri stjórnum?
„Sannleikurinn er sá að flest af
því, sem við ætluðum okkur að
spara, náðist fram. Þetta tókst að
langmestu leyti, en það sem gerðist
var að ný tilefni til hækkana komu
upp á borðið, til dæmis fjárþörf
Lánasjóðsins. Eins hækkuðu útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðarafurðir
um fleiri hundruð milljónir ogþað,
sem ef til vill vegur þyngst, er að
lán til húsnæðismála hækkuðu langt
umfram það, sem ætlunin var, vegna
ákvarðana sem lágu fyrir áður en
stjórnarskipti urðu.”
— Hallarekstur ríkissjóðs hefur
verið fjármagnaður með yfirdrætti
í Seðlabankanum, sem er kominn í
ellefu milljarða króna. Verður hann
réttur af öðru vísi en með erlendri
lántöku? Er ekki ósigur fyrir þig að
þurfa að taka erlent lán fyrir hallan-
um?
m síðustu áramót var tekið erlent
lán og yfirdrátturinn í Seðla-
bankanum greiddur með því.
Þetta var gert þrátt fyrir sífelldar
yfirlýsingar þáverandi fjármálaráð-
herra um að engin erlend lán hefðu
verið tekin. Strax í maí á þessu ári
var yfirdrátturinn í Seðlabankanum
kominn í um tíu milljarða, og hefur
haldizt í því horfi síðan. Sé sala ríkis-
verðbréfa fyrstu fjóra mánuði ársins
borin saman við söluna á sama tíma
í fyrra, kemur í ljós að hún var 6,7
milljörðum minni í ár. Með öðrum
orðum var stórkostlegt útstreymi úr
ríkissjóði, af því að vextirnir á þeim
voru langt fyrir neðan það, sem
markaðurinn viðurkenndi. Eitt af
fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var
því að hækka vextina og koma í veg
fyrir áframhaldandi útstreymi úr
ríkissjóði. Við höfum ekki náð æski-
legu marki, en við höfum stöðvað
útstreymið og bætt stöðuna. Til
marks um það get ég bent á að í
maí var talið að nýr spamaður hér-
lendis yrði 24 milljarðar á árinu, en
nú er talið að hann verði 30 milljarð-
ar, sem má rekja fyrst og fremst til
aðgerða ríkisstjórnarinnar. Árang-
urinn er líka að koma í ljós á sein-
ustu mánuðum með minnkandi inn-
flutningi.
Vegna hallans á yfirstandandi ári
verðum við að taka erlent lán upp
á 12-13 milljarða. Það er ekki hægt
að fá nýtt lánsfé innanlands. Okkur
var ljóst strax frá byijun að við
gætum aldrei komizt hjá því að taka
erlent lán, þannig að það ætti ekki
að koma nokkmm manni á óvart.
Takmarkið er það að draga úr er-
Iendri lántöku, en égtel augljóst að
það takist ekki heldur á næsta ári
vegna þess afturkipps, sem fyrirsjá-
anlegur er í efnahagslífinu.”
— Þegar þú mæltir fyrir fjárlaga-
frumvarpinu sagðir þú að nauðsyn-
legt væri að lækka vextina á láns-
fjármarkaði. Baráttan við vextina
gengur hægt og bankastjórar segja
að þeir ráði ekki vöxtunum; ríkið
verði að ganga á undan Ert þú tilbú-
inn að lækka vextina á ríkisskuida-
bréfum og ríkisvíxlum?
„Það er alveg rétt að stærstu lán-
takendur á markaðnum em annars
vegar opinberir aðilar og hins vegar
heimilin. Atvinnureksturinn tekur
hins vegar sáralítil ný lán. Mikil
lánsíjárþörf fyrrgreindu aðilanna
heldur uppi vaxtastiginu. Hún er
vegna umframeyðslu og stafar af
því að bæði opinberir aðilar og ein-
staklingar eyða um efni fram. Það
er þess vegna rétt að til þess að ná.
niður raunvöxtum þurfa þessir aðilar
að draga verulega úr eyðslunni. Við
höfum lækkað vexti af ríkisvíxlum
fullkomlega í takt við lækkun á vöxt-
um í bankakerfinu. Til þess hins
vegar að lækka raunvexti á ríkis-
skuldabréfum þarf meira að koma
til. Til þess þarf að draga úr lánsfjár-
þörf ríkisins. Við höfum sett okkur
það markmið að á næsta ári taki
opinberir aðilar innan við 24 millj-
arða í lán, en á þessu ári má reikna
með að þeir taki til sín 36 milljarða.
— Hvernig metur þú stöðu fjár-
lagafrumvarpsins í þinginu? Sumir
segja að þegar upp verði staðið,
muni hallinn á íjárlögum næsta árs
verða um níu milljarðar, sem væri
nú ekki beinlínis í samræmi við lof-
orðin um að ganga á uppsafnaðan
halla ríkissjóðs.
„í vor einsettum við okkur að fjár-
lagahallinn yrði innan við fjóra millj-
arða á næsta ári, án þess að skattar
yrðu hækkaðir. Fráþeim tíma hafa
tvö áföll dunið yfir. I fyrsta lagi var
tekin sú ákvörðun að draga mjög
úr fiskveiðum á næsta ári og í öðru
lagi hefur álversframkvæmdum ver-
ið frestað. Áhrif þessa á ríkissjóð
þýða um það bil þriggja milljarða
tap. Þessa dagana erum við þess
vegna að fást við það að lækka út-
gjöld ríkisins umfram það, sem við
áttum von á. Á fundi sínum í morg-
un [föstudag] ítrekaði ríkisstjórnin
að hún ætlaði sér að ná markmið-
inu, sem hún setti sér síðastliðið
vor. Þetta þýðir að ijárlaganefndin
og ríkisstjórnin munu á næstu dög-
um þurfa að fara yfir öll útgjalda-
áformin og finna leiðir til að lækka
þau í samræmi við þann afturkipp,
sem er í efnahagslífinu.
Eg legg mjög þunga áherzlu á að
langsamlega stærsta efnahags-
aðgerðin, sem ríkisstjórnin getur
gripið til, er að styrkja ríkisfjármálin
og fylgja þessarí stefnu sinni eftir.
Ef við ætlum að ná niður vöxtum
og halda stöðugleika í efnahagslífinu
til að vetja þá, sem verst eru settir
og lægst hafa launin, eigum við að-
eins einn möguleika. Það er að draga
úr útgjöldum ríkisins og koma verð-
bólgunni niður fyrir það, sem hingað
til hefur þekkzt hér á landi; tvö til
þijú prósentustig. Þess vegna er af-
greiðsla fjárlaganna — og láns-
fjárlaganna líka — langþýðingar-
mesti hluti þeirra aðgerða, sem ríkis-
stjórnin stendur nú frammi fyrir.
Hér hefur myndazt vítahringur í
efnahags- og atvinnumálum. Opin-
berir aðilar eyða um efni fram. Það
þýðir að eftirspurn eftir lánsfjár-
magni hefur aukizt. Þessi eftirspurn
hefur síðan leitt til hærri vaxta.
Háir vextir bitna á atvinnufyrirtækj-
um og valda þeim erfiðleikum. Þau
hafa síðan farið fram á fjárhagslega
aðstoð úr hendi ríkisvaldsins, sem
hefur svarað með því að sækja sér
nýtt lánsfé, sem veldur nýrri eftir-
spum, ennþá hærri vöxtum og þann-
ig heldur hringurinn áfram. Þennan
vítahring verður að ijúfa. Skynsam-
legasta efnahagsráðstöfun ríkis-
stjórnarinnar hlýtur þess vegna að
vera að draga saman ríkisútgjöldin
og koma í veg fyrir að ríkisvaldið
og opinberir aðilar standi að of mik-
illi eftirspurn eftir lánsfjármagni. í
staðinn þarf að skapa svigrúm fyrir
atvinnulífíð með því að lækka vexti.
Þessar aðgerðir, sem verið er að
ræða um þessa dagana, mega ekki
undir nokkrum kringumstæðum
verða til þess að tefla í tvísýnu
markmiðinu um stöðugleika. Þær
mega ekki verða til þess að færa
vandann yfir á ríkissjóð, því að í slíku
felst engin lækning. Þess vegna reyn-
ir nú á ríkisstjórnina og ég tel að
afgreiðsla fjárlaga sé prófsteinn á
það, hvort ríkisstjóminni sé alvara
þegar hún lýsir því yfir að hún vilji
viðhalda stöðugleika í landinu.”
— Hvar er þá líklegt að skorið
verði niður, umfram það sem þegar
er orðið?
Við þurfum að ná niður útgjöldun-
um um rúma þijá milljarða í
viðbót. Það er alveg ljóst að það
verður ekki gert án þess að lækka
launakostnað ríkisins. Launafúlgan
í fjárlögunum er 33 til 34 milljarðar,
um 70% af almennum rekstrarkostn-
aði ríkisins. Þegar þjóðartekjur
lækka um tæplega 6%, hlýtur það
að hafa áhrif á útgjöld ríkisins, ekki
sízt á launin, sem eru svo stór hluti
af ríkisútgjöldunum. Nú er verið að
kanna leiðir til að draga úr yfirvinnu
opinberra starfsmanna og við getum
gert ráð fyrir því að á næsta ári _
verði að fækka starfsmönnum. Ég
bendi á að bankarnir hafa verið að
fækka fólki, og uppsagnir standa
fyrir dyrum hjá bygginga- og þjón-
ustufyrirtækjum. Það verður varla
hægt að ná tilætluðum árangri í
ríkiskerfinu án fækkunar starfs-
'manna. Svo einfalt er það."
— Þarf með öðrum orðum að
segja upp ríkisstarfsmörínum?
„Auðveldast væri að fækka með
því að ráða ekki í þær stöður, sem
losna, heldur færa til innan kerfis-
ins. Ef það dugar ekki til, verðum
við eins og aðrir að segja upp fólki.” .
— Á undanförnum dögum og vik-
um hafa menn velt því fyrir sér hvort
sú samheldni og eindrægni sé í
stjórnarliðinu, sem dugi til að koma
í gegn hörðum aðgerðum eins og
þeim, sem þú ert að lýsa. Það virðist
ekki sízt hrikta í stoðum innan
þingliðs Sjálfstæðisflokksins. For-
sætisráðherra hefur opinberlega
staðið í illskeyttum deilum við Matt-
hías Bjarnason og Inga Björn Al-
bertsson. Þegar upp kemur viðkvæm
staða í EES-málum, talar sjávarút-
vegsráðherrann á skjön við forsætis-
og utanríkisráðherra. Þorsteinn Páls-
son leggur líka fram efnahagsað-
gerðir fyrir sjávarútveginn, sem virð-
ast ekki hluti af heildarpakka ríkis-
stjórnarinnar eða Sjálfstæðisflokks-
ins. Hvað segir varaformaður Sjálf- -
stæðisflokksins um þetta?
Stjórnarsamstarfið og stjórnar-
stefnan eru ennþá á þroska-
skeiði, eins og eðlilegt er. Ég
held að eldskírn stjórnarinnar muni
eiga sér stað við fjárlagaafgreiðsl-
una og í kjarasamningum. Ef stjórn-
in kemst klakklaust í gegnum þetta,
tel ég að samstarfíð geti gengið vel
upp frá því. Á hinn bóginn hafa ný
þingsköp leitt til þess að menn eru
að reyna á nýtt kerfi í þinginu.
Menn eru að móta samskiptareglur
stjórnar og stjórnarandstöðu og
reyna að komast eins langt og þeir
geta í upphafi til að móta reglurnar
sér í vil.”
— Varla eru stjórnarmyndunar-
viðræður í gangi innan þingliðs
Sjálfstæðisflokksins? Eru menn líka
þar að láta reyna á, hversu langt
þeir komast hver með annan?
„Já — mér sýnist nokkuð augljóst
að það geta gífurleg átök átt sér
stað þegar verið er að breyta um
stefnu, eins og við erum vissulega
að gera. Þegar við verðum fyrir ytri
áföllum og verðum að draga saman
seglin, er eðlilegt að hrikti í innviðun
stjórnarflokkanna."
— SumirsegjaaðforystuSjálf-
stæðisflokksins skorti eindrægni.
„Menn verða að gera sér grein
fyrir hversu mikilvægt það er fyrir
ríkisstjórnina í heild að hafa frum-
kvæði og forystu um þær aðgerðir,
sem þarf að grípa til, á þeim tíma
sem við teljum æskilegan. Það hefur
þess vegna óheppileg áhrif ef fram
koma ótímabærar tillögur um að-
gerðir fyrir einstakar atvinnugrein-
ar, án þess að það sé liður í heildar-
aðgerðum. Það er líka afar nauðsyn-
legt í þessari stöðu að ríkisstjórnin
og aðilar vinnumarkaðarins séu sam-
ferða í athöfnum sínum og allir beri
ábyrgð á niðurstöðunni. Skilyrði
þess að slíkt sé hægt, er að menn
þjófstarti ekki.”