Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESÉMBER 1991
%
Johihn: 11Ai.i-.nix I iLvrrt'
SllDUKSKAlITSI.ANDII): ÞjÓDGARDllK KDA KYDII.AND?
Opna úr bókinni, þar sem fjallaó er um Suðurskautslandið.
Uppþomað vatn. Aralvatn var eitt sinn Jjórða steersta stöðu-
vatn i heimi. En á síðasta aldarfjórðungi hefur meira en helm-
ingurinn aj 681.000ferkilómetra svceði þess breyst í saltsléttur
og auðn.
Að lifa af í loftmengun.
voni helgispjöll að óhreinka tæra lind
eða fagra á, ekki af því að þær veittu
innblástur og fagurfræðilega full-
nægingu, heldur vegna þess að þær
voru náttúruleg uppspretta gjafa
drottins sem líf þeirra byggðist á.
Mengun er hins vegar aðferð nútím-
ans til að lýsa þessu sama ferli.
Hluti af þessari mengun blasir við
augum allra: Froða við árbakka, olíu-
brák á yflrborði tjamar, lækir sem
eru morandi í rusli og óþverra. En
stór hluti hennar er ósýnilegur.
Stöðuvötn sem mengast hafa af súru
regni geta enn verið fögur á að líta
en undir yfirborðinu eru þau lífvana.
Rányrkja hafsins
Illu heilli er lýsingunni á mengun
vatnakerfis okkar ekki þar með lok-
ið. Höf okkar, tjarnir og ár geyma
feikilega fjölbreytni mismunandi
tegunda sem margar hveijar hafa
öldum saman séð mannkyninu fyrir
nærandi fæðu. Ekkert ógnaði þess-
ari varanlegu fæðuuppsprettu fyrr
en á 19. öldinni.þegar stærri veiði-
skip og aukin veiðitækni tóku að
höggva alvarleg skörð í stofna eftir-
sóttustu tegundanna. Ætar tegundir
hafa orðið fyrir gegndarlausri ofveiði
hins iðnvædda manns, allt frá
stærstu hvölum úthafsins til minnstu
lindýra í ferskvatni.
Fá dæmi um þetta eru skýrari en
það sem bandaríski vistfræðingurinn
Garrett Hardin kallaði „harmleik
sameignarinnar”. Af ótta við að
verða undir í samkeppninni finnst
engum fiskimanni hann geta haldið
aftur af sér; hann reynir því að fá
sem allra mest í sinn hlut. Þetta
hefur leitt til hvers umhverfísslyssins
af öðru sem valdið hafa gífurlegum
(og að mestu óþörfum) mannlegum
þjáningum vegna atvihnumissis og
versnandi lífsafkomu.
Hreint vatn: Þverrandi auðlind
Enn er tvennt ótalið sem þegar
er farið að hafa alvarleg áhrif á líf
milljóna manna: Skortur á drykkj-
arhæfu vatni og hreinn og beinn
vatnsskortur. Ohugnanlega hátt
hlutfall af sjúkdómum og ótímabær-
um dauðsföllum í löndum Þriðja
heimsins á rætur að rekja til meng-
aðs drykkjarvatns. Áætlað er að dag-
lega deyi 25.000 manns af því að
drekka mengað drykkjarvatn. Árið
1980 hófu Sameinuðu þjóðirnar al-
þjóðlegt átak undir kjörorðinu
„Hreint vatn og viðunandi hreinlæt-
isaðstaða handa öllum fyrir árið
1990”.
Þótt milljónum væri séð fyrir hæfu
drykkjarvatni dró aukin fólksfjöiguni
víða úr ábatanum. Nokkurn veginn
sama hlutfall íbúa heims bjó við skort
á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu
í lok áratugarins og í upphafi hans.
í Þriðja heiminum er skorturinn
ekki á vatninu sjálfu heldur skortir
samkennd, réttlæti og fjárframlög
frá auðugu ríkjunum í norðri. Reynd-
ar er vel hugsanlegt að það verði
ríkin í norðri sem fínna fyrst allra
fyrir afleiðingum af raunverulegum
vatnsskorti vegna hinnar gegndar-
lausu sóunar.
Nú er talið að þurft hefði að verja
80 milljónum bandaríkjadala á hveij-
um degi allan áratuginn til að ná
því marki sem Sameinuðu þjóðirnar
settu sér árið 1980. Það virðist feiki-
leg fjárfúlga en með hliðsjón af því
að Bretar eru nú að íhuga að veija
um 26.000 milljónum sterlingspunda
(50.000 milljónum bandaríkjadala)
til úrbóta í vatnsveitu- og umhverfis-
málum heima fyrir, er augljóst að
unnt hefði verið að afla þess fjár.
Þetta ósamræmi í fjárfestingum
rennir stoðum undir þá almennu trú
að allt tal um „verndun umhverfis-
ins” leiði aðeins til aðgerða í hinum
auðugu iðnaðarríkjum og auki þá'nn-
ig hið geigvænlega djúp sem stað-
fest er milli norðurs og suðurs.
Enginn blettur er óhulturfyrir
mengun og eyðingu
Fjallgarðar eru ímynd stöðugleik-
ans í augum flestra jarðarbúa. Æva-
gamalt bergið og fannhvítar snæ-
breiðurnar virðast hafnar yfir það
hversdagslega, ósnortnar af þeim
spjöllum sem nútíma iðnaður og
landbúnaður hefur valdið niðri á
sléttlendinu. En ekki er allt sem sýn-
ist.
Fjöll ná yfir um 40% af yfirborði
jarðar, og þar býr einn tíundi íbúa
hnattarins. Flestir aðrir jarðarbúar,
sem halda sig við láglendið, sækja
vatn, orku, hvíld og innblástur til
fjallanna. Margslunginn smáheimur
í dölum og hátt og lágt í hlíðum
geymir ótrúlega fjölbreytni sjald-
gæfra dýra- og plöntutegunda. Ekki
er minna vert um ólík og sérstæð
menningarviðhorf fólksins sem býr á
þessum afskekktu og einangruðu
stöðum. Margar þeirra 300 milljóna,
sem tilheyra þjóðflokka- og ætt-
bálkasamfélögum jarðar, búa í fjöll-
um, oft utan við áhrifasvið stórvelda
og fjölmiðla.
Hlutverk fjalla í vistkerfi jarðar
er mjög mikilvægt, þó að skammt
sé frá því menn gerðu sér það fylli-
lega ljóst. Þau eru uppistaðan í
kuldahvolfinu, snæviþöktum svæð-
um hnattarins sem endurkast hita
út í geiminn; ^iessi „endurskins-
hæfni” veldur því að jörðin ofhitnar
ekki. Yfirborð sjávar ræðst af bráðn-
un jökulíss, en meginhluti hans er
læstur iðrum Suðurskautslandsirs —
hálendustu álfu heims. Þáttur skóga
í að taka við gróðurhúsalofttegund-
um úr andrúmsloftinu verður aldrei
ofmetinn, og skógar eru flestir í
fjallahéruðum. Loks má ekki gleyma
að vatnsbúskapur jarðar er mjög
-Áiáður fjöllum; þau eru eins og vold-
ugir vatnsturnar sem miðla af forða
sínum út í árnar. Þaðan fáum við
svo vatn til orku, hreinlætisaðgerða,
iðnaðar og heimilisnota.
Hálendi í /uettu
Alvarleg ógn steðjar að mörgum
stærstu fjallgörðum heims um þessar
mundir. Yfir helmingur skóga í iðn-
ríkjunum er að deyja vegna mengun-
ar og þurrka. Timburvinnsla og bú-
seta veldur mikilli skógareyðingu í
Himalaja- og Andesfjöllunum. Og við
höfum séð í sjónvarpi hvernig há-
lendi Eþíópíu er að breytast í eyði-
mörk. Landeyðing og gífurleg vatns- \
flóð eru meðal afleiðinga slíkrar eyð-
ingar, eins og kom fram nýlega í
náttúruhamförunum í Bangladesh,
þegar mestur hluti landsins fór und-
ir vatn.
Loftslagsbreytingar vegna gróð-
urhúsaáhrifa valda nú auknum þrýst-
ingi. Monsúnrigningar eru til dæmis
orðnar svo tíðar að vafasamt er að
nokkur skógur geti haldið þeim í
skefjum. Hlýnandi loftslag kann að
vera ástæðan fyrir því að það brotn-
ar úr íshellunni á vestanverðu Suður-
skautslandinu. Sumir sérfræðingar
telja að það geti hækkað sjávarborð
um 5-6 metra — 20 sinnum meira
en nú er áætlað — þegar klumpar á
stærð við Belgíu losna frá megin-
landsísnum. Bráðnun sífrera á Norð-
urskautssvæðinu hleypir geysimiklu
metani út í andrúmsloftið, þar sem
meira en nóg er fyrir, og skapar
skilyrði fyrir snjóflóð og skriðuföll.
Fjallavötn, sem urðu til með eðlileg-
um hætti fyrir þúsundum ára, geta
fengið framrás og valdið auknu álagi
á stíflur. Víða eru stíflur líka í stöð-
ugri hættu vegna jarðskjálfta.
Hugum að eigin umhverfi
Allt frá því snemma á sjöunda
áratugnum hefur vistfræðinga grun-
að að tíminn væri að renna út. Ekki
hafði verið hlustað á mörg fyrri við-
vörunarorð þeirra undir því vafasama
yfirskini að tæknin ætti svar við
hverjum vanda. Enginn hörgull er
að vísu á tækniferðum, og við verðum
að treysta á þær í framtíðinni. En
mestu skiptir, hvernig þeim er beitt
á sviði félags- og stjórnmála.
Við vitum nú að löngu áður en
olían gengur til þurrðar eða dýrmæt
hráefni iðnaðarins eru orðin illfáan-
leg verður megingrundvölluriniytmd-
ir lífríki jarðar (hreint loft, ferskt
vatn, og jarðvegur og skógar sem
endurnýjast af sjálfu sér) hruninn
eða óbætanlega skemmdur, ef við
breytum ekki um lifnaðarhætti.
Áð baki hveijum umhverfisvanda
liggja ástæður sem eiga sér rætur í
stjórnmálum, efnahagsmálum og
andlegu viðhorfi manna. Þetta að-
greinir græna hreyfingu nútímans
frá umhverfíssinnum fyrri ára; hafa
verður góða yfirsýn yfir alla þætti
stjórnkerfisins og á alþjóðavettvangi,
ef árangur á að nást í baráttunni
fyrir verndun lífríkisins.
Gerum mikið úr litlu
Ef við ætlum að ná einhvers kon-
ar sáttum milli framagirni okkar og
þeirra takmarkana sem pláneta setur
okkur, verðum við að beina kröftum
okkar í annan farveg. Satt best að
segja getum við nýtt auðlindir jarðar-
innar miklu betur með því að breyta
Um starfshætti og gera mikið úr litlu.
Og við þurfum að snúa okkur í enn
ríkara mæli að þeirri orkulind sem
seint þrýtur, sólinni. En hversu „um-
hverfisvænar” sem þessar nýju að-
ferðir okkar verða, hljóta náttúru-
gæði jarðar alltaf að skerðast lítillega
árið út og árið inn.
Kröfur okkar og langanir verða
vafalítið endalaust deiluefni. „Fólk
vill meira,” er oft sagt, „og þannig
verður það alltaf.” Sé svo, er það
hlutverk stjómmálamanna að verða
við þessum kröfum, en ekki tíunda
galla samneyslunnar og því síður
reyna að „breyta mannlegu eðli”.
Við Vesturlandabúar getum
naumast um annað talað en verð-
bólgu, alþjóðasamkeppni, gengi,
greiðslujöfnuð og þar fram eftir göt-
unum. Okkur gleymist oft sá póli-
tíski jarðvegur sem þessi hagfræði-
frumskógur er sprottinn úr. Ef fólk
hefur nóga peninga (vegna meiri
framleiðslu og neyslu), kemur af
sjálfu sér að það verður ánægt. Það
getur þá keypt þær vörur og þjón-
ustu sem fullnægir þörfum þess.
Skilgreinum þarjir okkar
Þennan boðskap virðast stjórn-
málamenn kyija einum rómi. En
raddir þeirra sem rísa gegn þessu
verða nú háværari, þeirra sem telja
óskynsamlegt, gagnslítið og jafnvel
ómannúðlegt að uppfylla þarfir fólks
á þann hátt, hamingja verði ekki
keypt með peningum og okkur sé
nær að reyna að bæta líf okkar og
gera það fyllra.
Skipta má þörfum mannsins í tvo
meginflokka sem fara að hluta sam-
an, en eru gerólíkir í eðli sínu. Ann-
ars vegar eru þær efnalegu þarfir
sem flestir Vesturlandabúar telja
sjálfsagðar, en margir í Þriðja heim-
inum geta aðeins látið sig dreyma
um: Matur, húsaskjól, hlýja, fatnað-
ur, heilsugæsla og menntun. Allt
þetta má kaup (og er vanalega keypt)
fyrir peninga.
Hins vegar eru svo fjölmargar
leyndari þarfir, ekki eins háðar fjár-
hag og fást raunar oft ekki keyptar.
Þær eru ólíkar eftir menningarsam-
félögum, en ná yfir sum eftirfarandi
atriði og stundum öll:
• Gott starf: vera ekki aðeins fær
um að vinna fyrir sér, heldur njóta
líka starfsins og geta orðið öðrum
að liði um leið.
• Öryggi: geta treyst á og notið
hlýju, vináttu og ástar annarra.
• Sjálfstraust: vera sjálfstæður,
skuldlaus og eiga nóg fyrir brýnustu
þörfum og ögn fram yfir það.
• Afþreying: geta skemmt sér vel
í góðum félagsskap.
• Virðing: finna að maður sé
metinn heima, í vinnunni og í sam-
félaginu.
• Framtak: finna að enn sé ýmis-
legt ógert og þurfa ekki að óttast
sífelldar hindranir sem tefja fram-
kvæmdir.
• Hópkennd: falla inn í hóp ijöl-
skyldu og vina.
• Rótfesta: bundinn ákveðnum
stað þar sem kunnuglegt umhverfið
hressir og endurnærir, en fjötrar
mann ekki.
• Innblástur: hefjast yfir sjálfan
sig eða öðlast djúpan skilning vegna
fræðslu annarra, sérstæðrar reynslu
eða þess sem hefur trúarlegt eða
andlegt gildi.
• Frelsi: persónulegt fijálsræði
sem er nauðsynlegt til að mæta þess-
um þörufm.
Stjórnmálamenn nútímans hafa
aldrei beint athygli að þessum grund-
vallarþörfum mannsins; þeir gera
bara ráð fyrir að þær verði óbein
afleiðing iðnvæðingarstefnunnar eft-
ir stríðið með því að fólk verði stöð-
ugt ríkara og neysla þess aukist.
Maður fær varla áttað sig á svo
dæmalausri flónsku. Mjög oft fer
hæfni einstaklinga og þjóðfélaga til
að mæta slíkum þörfum til spillis,
því allri orkunni er eytt í að afla
meira og meira fjár. Hugtökin
markmið og leiðir hafa endanlega
brenglast, og við erum snauðari eftir
en áður. Þess vegna eru nútíma-
stjórnmál ekki annað en gróðurlaus
auðn í mínum augum.
Flekkun á himninum
Margir heimsþekktir einstakling-
ar, karlar og konur, hafa lagt af
mörkum efni til bókarinnar. Einn
þeirra er forseti Tékkóslóvakíu, leik-
ritaskáldið Vaclav Havel, sem hér
drepur á það skelfilega vandamál
sem mengunin í Austur-Evrópu er:
„Þegar ég var drengur bjó ég
uppi í sveit um skeið og eitt er mér
minnisstætt frá þeim tíma. Ég fór
fótgangandi í skólann í næsta þorpi
meðfram vagnasióð yfír akrana og á
leiðinni blasti við risastór reykháfur
á einhverri verksmiðju sem reist
hafði verið í skyndi, sennilega í
tengslum við styrjöldina. Hann spúði
frá sér þykkum, brúnum reykjar-
mekki sem dreifðist yfír himininn. í
hvert skipti sem ég sá þetta fannst
mér rangt og illa gert að mennirnir
skyldu flekka himininn á þennan
hátt. Ég veit ekki hvort til var nokk-
uð sem hét vistfræði í þá daga; hafi
svo verið hafði ég enga hugmynd
um það. En þessi „flekkun á himnin-
um” fór gífurlega fyrir bijóstið á
mér. Mér fannst sem með þessu
væru mennirnir að gera sig seka um
eitthvað, þeir væru að tortíma ein-
hverju mikilvægu, væru vísvitandi
að brengla hið eðlilega jafnvægi hlut-
anna og slíkt myndi hefna sín.
Reyndar var þessi óbeit mín fyrst
og fremst fagurfræðileg; þá vissi ég
engin skil á þeim eitraða útblæstri
sem átti þegar frá leið eftir að leggja
skóga okkar í auðn, tortíma veiðidýr-
um og spilla heilsu manna.”
Alpamir á völtum Jótum?
Alparnir eru í hjarta Evrópu og
tengja saman ólíka landshluta og
menningarsvæði í sjö ríkjum. Um
langan aldur hefur verið litið á Alpa-
fjöll sem griðastað dýralífs og
gróðurvin óspilltrar náttúru. Um
þriðjungur plöntutegunda í fjallgarð-
inum finnst hvergi annars staðar í
álfunni. Dýralíf er einnig fjölskrúð-
ugt og þar eru margar sjaldgæfar
dýrategundir.
Mikil hætta steðjar hvarvetna að
vistkerfi Alpanna. Skógar hafa orðið
fyrir víðtækum skemmdum vegna
loftmengunar. Stórar stíflur hafa
dregið úr vatnsrennsli víða, breytt
svip landsins og raskað jafnvægi.
Margir vinna nú að því með ýms-
um ráðum að bjarga Ölpunum. Ríkis-
stjórnir nokkurra landa hafa staðið
að strangri löggjöf um mengunarefni
og sumstaðar hefur tekist að draga
úr ágangi ferðamanna, sem skaddað
getur viðkvæmt vistkerfi þessara
fögru og tignarlegu fjalla.