Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR L DESEMBER 1991 ISLENSKA OPERAN I YDÖLUM FOLK HRIFIÐ OG ÞAKKLÁTT - segir Margrét BóasdóttirformaÖur Menningarsamtaka Norölendinga Eftir Önnu G. Ólofsdóttur MIKIÐ ROSALEGA er kalt hérna,” segir einn farþeg- anna í flugvélinni um leið og hann fær sér sæti. Nokkr- ir félagar hans úr íslensku óperunni taka í sama streng og hrylla sig. Einhverjir klappa saman lófum en aðr- ir reyna röddina. Hópurinn er á leið til Húsavíkur en þaðan liggur leiðin í Ýdali þar sem tónlistarfólkið ætl- ar að flytja Töfraflautuna fyrir heimafólk á tveimur sýningum seinna um daginn. Smám saman hlýnar í flugvélinni og margir nota tækifærið og ylja sér með kaffisopa þeg- ar flugfreyjan býður upp á hressingu. Flest- ir rabba við sessunaut sinn í róleg- heitunum en Kristín S. Kristjáns- dóttir, sýningarstjóri, rýnir í upp- drátt af salnum í Ydölum. Ekki verð- ur hægt að flytja óperuna á tveimur hæðum eins og í Gamla bíói og þess vegna er nauðsynlegt að æfa nokkur atriði og nýjar innkomur um leið og komið er á áfangastað. Ýdalir Þegar rútan er stöðvuð fyrir fram- an Ydali spyr einhver í gamansömum tón hvort nú sé kominn matartími en sýningarstjórinn hristir höfuðið. Enginn fær mat fyrr en hann er búinn að vinna fyrir honum og æf- ingamar hefjast um leið og búið er að stilla ljósinn. Spyrillinn virðist sáttur við svarið og hópurinn mjak- ast út úr rútinni og inn í félagsheim- ilið. Söngvararnir skima um salinn, stökkva upp á sviðið og syngja nokkra tóna. Þeir kinka kolli hver til annars og virðast nokkuð sáttir við hljóminn. Mannskapurinn fær sér kaffí og kex í eldhúsinu og þeir sem ekki þurfa að taka þátt í æfingum fá leyfi til að fara í gufu og sund í Hafralækjarskóla. Hinir bíða eftir að röðin komi að þeim og tvær söng- konur halla sér í tveimur öftustu sætaröðunum. Þær eru eitthvað lún- ar eftir sýningamar á föstudags- og laugardagskvöldið og önnur „törn” á næsta leiti. Fenginn er flautuleikari að norðan til þess að spara ferðakostnað. Yngstu leikararnir eru líka úr hópi heimamanna. Þeir hafa beðið spenntir eftir söngfólkinu að sunnan og eru nú kynntir fyrir leiðbeinanda sínum, Gunnhildi Einarsdóttur 14 ára, en hún fer með eitt af þeim hlutverkum sem yngri kynslóðin leikur í sýningunni. Gunnhildur fær upptöku af tónlistinni í óperunni og fer með krakkana 5 niður í kjallara þar sem æfingamar fara fram. Á meðan æfir fullorðna fólkið á svið- inu. Tónlistarfólkið tekur sér stutt matarhlé uppúr hádegi en þá er haldið áfram að æfa þangað til klukkan er langt gengin þrjú. Er ekki gaman ? Salurinn fyllist fljótt af prúðbúnu fólki, bömum og fullorðnum. Fólkið er í hátíðarskapi og bíður spennt Morgunblaðið/Rúnar Þór Tónlistarfólkinu var vel fagnað Alina Dubik , Elísabet F. Eiríksdóttir , Bergþór Pálsson með klukku- spil, Þorgeir J. Andrésson með töfraflautuna og Elín Ósk Óskarsdóttir. Ungir og gamlir fjölmenntu á Töfraflautuna. eftir að sýningin hefjist. Áhorfendur em hæverskir fyrri hluta sýningar- innar en taka meiri þátt í henni eft- ir það. Börnin fylgjast gagntekin með. Hver söngvarinn á fætur öðrum birtist í skrautlegum klæðum á svið- inu og dýrin vekja mikla lukku. Ekki síst lítill lundi sem sveiflar fót- unum í takt við tónlistina. Lítill strákur hvíslar að sessunaut sínum, telpu, hvort henni finnist ekki gam- an. Hún jánkar en hættir ekki á að hafa augun af sviðinu enda gæti eitthvað gerst á meðan. Eftir sýning- una flytur Margrét Bóasdóttir, for- maður Menningarsamtaka Norð- lendinga, stutt ávarp og tónlist- arfólkinu eru færðar gjafir. Eftir súpu og brauð hefst undir- búningur undir sýninguna um kvöld- ið. Sýningin er ekki síðri en sú fyrri en sumir söngvaranna eru þó farnir að lýjast. Yngstu leikararnir hafa ofan af fyrir sér meðan þeir bíða eftir að röðin komi að þeim með því að lita og skoða bækur en í búnings- herberginu er skrafað um alla heim og geima meðan verið er að flétta eina af aðalsöngkonunum og festa hvítar hárkollur á þrjá litla anda. Svartur mári lítur inn og biður um meiri svertu á fæturna þar sem glitt- ir í ljóst. Allt virðist ganga snurðu- laust fyrir sig. I lok sýningarinnar er tónlistar- fólkinu vel fagnað af áhorfendum en eftir að búið er að pakka niður er öllum boðið til veislu á Grenjaðar- stað. Undir morgun er haldið á næturstaði. Þarf að klípa mig í handlegginn Margrét Bóasdóttir, formaður Menningarsamtaka Norðlendinga og húsfreyja á Grenjaðarstað, sagði að íslenska óperan hefði komið með Rigoletto norður yfir heiðar fyrir 2 árum. HefOi sú tilraun tekist svo vel að menn hefði spurt sig hvort ekki væri ráð að gera slíkar uppákomur að föstum viðburði enda hentaði félagsheimilið afar vel fyrir sýningar af þessu tagi. Húsið væri stórt, vel búið og miðsvæðis, frá Eyjafirði norður í Þingeyjarsýslu. Þegar ákveðið var að setja upp Töfraflautuna sagðist Margrét hafa farið þess á leit við Islensku óperuna að hún kæmi með sýninguna í Ýdali og úr því hefði orðið fyrir góðan vilja allra sem hlut áttu að máli. Hún sagði að óperan hentaði ágæt- lega að því leyti að hún höfðaði til mjög margra. „Hún er skemmtileg blanda af gamansemi og virðuleika sem höfðar til barnsins í okkur öll- um, sama á hvaða aldri við erum. Fólk þekkir mörg lög úr óperunni og getur sungið með en þar að auki skiptir miklu máli að óperan er á íslensku,” sagði Margrét og bætti við að hún þyrfti að klípa sig í hand- legginn til þess að átta sig á því að flutningur óperunnar í Ýdölum hefði verið veruleiki en ekki draumur. „Fjöldi fólks hefur haft samband við mig til þess að segja mér að sýning- in hafí verið ógleymanleg og ótrú- lega skemmtileg. Fólk er mjög hrifið og þakklátt vegna þess að það veit hvað tónlistarfólkið hefur þurft að leggja á sig til þess að koma hingað og setja upp tvær sýningar sama daginn.” Margrét sagði að framtak af þessu tagi skipti miklu máli fyrir fólk úti á landi því fólk setti fyrir sig hvort hægt væri að njóta ein- hvers annars en hafa í sig og á þar sem það settist að. Hún sagðist hafa fengið afar góðar viðtökur þegar hún leitaði eftir styrktaraðilum fyrir sýninguna og sagði að margir hefðu haft orð á því að meira vit 'væri í því að styrkja eitthvað sem kæmi á staðinn en eitthvað sem færi. Hún vildi þakka þessum styrktaraðilum fyrir hjálpina, starfsfólki Hafralækj- arskóla fyrir óaðfinnanleg störf og Sigmari Ólafssyni, skólastjóra og umsjónarmanns félagsheimilisins. Sigmar sagðist í samtali við Morgunblaðið vera þokkalega ánægður með aðsóknina en hálka á vegum hefði sennilega sett strik í reikninginn hjá einhveijum. Um það bil 520 manns sóttu sýningarnar, um 320 þá fyrri en um 200 seinni sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.