Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1,991
2?
FRÁBÆRT AÐ VERA
KOMIN HINGAÐ AFTUR
- segir nœturdrottningin Lydia Rathkolb-Rucklinger
Morgunblaðið/Rúnar Þór.
Stund milli stríða. Það tók því ekki að fjarlægja allan
farða af næturdrottningunni á milli sýninga.
tíma héma og eignaðist marga góða
vini sem ég hlakkaði til að end-
umýja kunningskap við. Mér fannst
næstum því að ég væri að_ koma
aftur heim þegar ég kom til Islands
núna.”
Operan vaxið á ýmsum sviðum
Lydia segir að íslenska óperan
hafi breyst og vaxið á ýmsum svið-
um frá því að hún var hér fyrir níu
ámm. „Ég ætlaði varla að þekkja
Töfraflautuna aftur. Öll umgjörð,
s.s. búningar og sviðsmunir, er
miklu tilkomumeiri en áður og tón-
listin er betri,” segir hún og nefnir
sérstaklega stjórnanda hljómsveit-
arinnar Robin Stapleton. „Mér
finnst alveg frábært að vinna með
honum.”
í framhjáhlaupi má geta þess að
Stapleton stjómaði tónlistarflutn-
ingi í uppfærslum íslensku óper-
unnar á Aidu og Rigoletto auk
Töfraflautunnar nú. Nýverið stjórn-
aði hann tónleikum með José Carre-
ras á Spáni og með Dame Kiri Te
Kanawa í Finnlandi.
Viðdvöl Lydiu á íslandi er stutt
að þessu sinni. „Ég fer aftur til
Vínarborgar á þriðjudaginn en um
kvöldið syng ég Mozartaríur í einum
stærsta tónleikasalnum í borginni.
Daginn eftir syng ég hlutverk
Prímadonnunnar í tveimur sýning-
um á Óperudraugnum í Theater an
der Wien þar sem ég er samnings-
bundin en þess má geta að einmitt
í því húsi, fyrir 200 árum, var Töfra-
flautan fmmflutt. Þá hét húsið
reyndar ekki Theater an der Wien
heldur Theater an der Wieden.”
Syng mikið með stráknum
mínum
„Ég var svo heppin að mér bauðst
3 ára samningur við húsið aðeins
tveimur vikum eftir að ég átti strák-
inn minn sem er 2 ára núna.
Skömmu seinna bytjaði ég enda
hentaði samningurinn mér afar vel,
bæði vegna fjölskyldunnar og tón-
listarlega séð,” segir Lydia og við-
urkennir að erfitt sé að vera með
lítið barn og syngja á sama tíma.
„Mér fannst sérstaklega erfítt að
samræma þetta tvennt meðan
strákurinn var mjög lítill en sem
betur fer hef ég notið mikils stuðn-
ings frá fjölskyldu minni.”
Hún segir að mæðginin syngi
mikið saman. „Stráknum mínum
þykir mjög gaman að syngja. Ég
er mjög ánægð yfir því hversu
músikalskur hann virðist vera ,”
segir Lydia og brosir breitt. Eigin-
maður hennar skrifar rit um sam-
tímasögu og kennir við háskólann
í Vín.
Auðvelt að kynnast
Islendingum
Næturdrottningin tekur vel í
syngja aftur á íslandi. „Kannski á
ég eftir að syngja eitthvað ánnað
hlutverk hér, hver veit,” segir hún.
„Mér líkar afskaplega vel við íslend-
inga. Þeir eru góðviljaðir, opnir og
auðvelt að kynnast þeim.
Ég á afskaplega góðar minningar
frá því fyrir níu árum þegar ég bjó
hjá Signýju Sæmundsdóttur og fjöl-
skyldu hennar. Eitt af því sem
stendur uppúr var þegar ég fór á
bak íslenskum hesti í fyrsta sinn.
Hesturinn var að fara út í fyrsta
skipti að vori og tók á sprett með
mig svo ég hélt að ég myndi detta
af baki. Eg vona að ég fái tæki-
færi til þess að fara aftur á bak
íslenskum hesti,” segir Lydia.
„Annað sem ég man vel eftir er
hversu gaman var að synda úti og
draga að sér ferska loftið á ís-
landi. Mér fannst líka skrítið að
synda úti í snjókomu.”
Sigrún Kristín Jónsdóttir, Helga María Gísladóttir og Bóas
Kristjánsson.
OFBOÐSLEGA
GAMAN AÐ LEIKA
- segja þrír krakkar úr Hafralœkjaskóla
ÞRIR krakkar úr Hafralækjaskóla fóru með hlutverk anda og dýra
í Töfrailautunni í Ydölum. Krakkarnir eru 9 til 10 ára og heita
Helga María Gísladóttir úr Reykjahverfi, Sigrún Kristín Jónasdótt-
ir, Bergi, og Bóas Kristjánsson frá Grenjaðastað.
Við vorum að borða í matsalnum
hérna í skólanum þegar Bob
(tónlistarkennarinn) og skólastjór-
inn komu allt í einu með málband
og fóru að mæla alla krakkana,”
segir Bóas þegar krakkamir eru
spurðir að því hvernig valið hafi
verið í hlutverkin. „Þeir tóku þá
krakka sem pössuðu akkúrat í bún-
ingana fyrir sunnan,” bætir hann
við en Helga María segir að komið
hafi verið í smíðatíma til hennar
bekkjar og krakkarnir mældir. Hún
leikur skjaldböku en Bóas segist
leika broddgölt sem ráfi um pg
þefi af hinum dýmnum. Sigrún
Kristín segist leika anda og halda
uppi einum hluta af skrímsli með
hinum krökkunum.
Krakkarnir vom sammála um að
ofboðslega gaman væri að leika í
ópem en ekkert þeirra sagðist hafa
hugsað sér að leggja fyrir sig söng
í framtíðinni. Bóas segist frekar
vilja verða leikari, Helgu Maríu
langar til að verða fiðluleikari en
Sigrún Kristín segist ekki vera viss
um hvað hún vilji verða.
Auk krakkana þriggja fóm tvær
5 og 6 ára stelpur, Jóna Björg og
Andrea, með hlutverk dýra í Töfra-
flautinni. Þær léku líka litlar Papag-
enur sem koma úr eggjum Papag-
enós og Papagenu.
LYDIA Rathkolb-Riicklinger
söng í fyrsta sinn opinberlega
þegar hún fór með hlutverk
Næturdrottningarinnar í upp-
færslu íslensku óperunnar á
Töfraflautunni fyrir níu árum.
Henni bauðst að taka þátt í upp-
færslunni nú og var að eigin sögn
ekki lengi að segja já eftir að
hún hafði fengið leyfi frá Theat-
er an der Wien óperunni í Vínar-
borg þar sem hún fer með hlut-
verk Prímadonnunnar í Óperu-
draugnum.
Söngkonan er fædd í Vín og nam
við Tónlistarháskólann þar í
borg undir handleiðslu Helene Kar-
usso, dr. Eriks Werba og K. S.
Kmentt. Meðal helstu hlutverka
hennar á óperusviðinu eru Konst-
anza í Brottnáminu úr kvennabúr-
inu, Rosina í Rakaranum frá Se-
villa, Lucia í Luciu Lammermoor
og Olympia í Ævintýmm Hoff-
manns. Hún hefur einnig haldið
sjálfstæða tónleika í Austurríki,
Frakklandi, ísrael og Hong Kong
svo eitthvað sé upptalið.
„Mér finnst frábært að vera kom-
in hingað aftur,” sagði Lydia þegar
hún var spurð að því hvernig væri
að vera komin til íslands að nýju.
„Ég varð mjög ánægð og full til-
hlökkunar þegar mér bauðst hlut-
verkið og fékk leyfi frá Vín þar sem
ég er á þriggja ára samningi til
þess að koma til Islands en hingað
hef ég ekki komið frá því að ég
„debuteraði” í hlutverki Nætur-
drottningarinnar fyrir níu árum í
Reykjavík. Þá dvaldist ég í dálítinn
Sigríður Birna Guðjónsdóttir og Björn Þórarinsson með dóttur
sína Unni Birnu.
KONNÝ Óskarsdóttir, dóttir
hennar Asta Hlöðversdóttir 9
ára og afi Astu Hlöðver Hlöð-
versson voru meðal gesta á
fyrri sýningu íslensku óper-
unnar á Töfraflautunni í Ýdöl-
um á sunnudaginn. Þremening-
arnir eru búsettir á Björgum í
Kinn.
r
Eg er alveg heilluð,” sagði
Konný þegar hún var innt
álits á sýningunni að henni lok-
inni. „Mér fannst hún alveg frábær
og stórkostlegt að fá svona sýn-
ingu hingað norður.” Þegar hún
var spurð hvort einhver sérstakur
söngvari hefði staðið uppúr nefndi
hún Bergþór Pálsson í hlutverki
Papagenós, fuglafangara nætur-
drottningarinnar. „Hann er alveg
sérstakur. Góður söngvari og mik-
ill leikari.”
Ásta var sammála móður sinna
að sýningin hefði verið mjög
skemmtileg og í ljós kom að syst-
ir hennar, Jðna Björg Hlöðvers-
dóttir, hafði fengið að taka þátt í
ópemnni og sagði Ásta að gaman
hefði verið að sjá hana á sviðinu.
Hún sagðist hafa séð tvo söng-
leiki, Amal og næturgestina, sem
sett var upp í Hafralækjaskóla
fyrir um það bil 3 árum og Söngva-
seið.
Hlöðver hrósaði sýningunni og
sagði að framtak af þessu tagi
væri eitt af því sem sterkast
styrkti að íslandi væri eitt. „Það
er mikill viðburður fyrir okkur að
fá þetta fólk hingað og ég býst
við að því finnist það ekki fá síðri
hljómgrunn hér en í höfuðborg-
inni.”
Hlöðver Hlöðversson, Ásta Hlöðversdóttir, Jóna Björg Hlöðvers-
dóttir og Konný Óskarsdóttir.
SAKNAÐIHUÓM-
SVEITARINNAR
segir Björn Þórarinsson
SIGRÍÐUR Birna Guðjónsdóttir og Björn Þórarinsson voru ásamt
Unni Birnu 4 ára dóttur sinni á fyrri sýningunni. Sigríður er
kennari og Björn skólastjóri tónlistarskólans á Laugum.
Mér fannst sýningin mjög góð
og jákvætt að fam með
hana út á land. Hér er fullt af
fólki sem sér ekki svona sýningar
annars en hefur óskaplega gaman
af þeim,” sagði Sigríður Birna eft-
ir sýninguna. Björn tók undir með
henni og sagði að sýningin hefði
verið eins góð og hægt hefði verið
að búast við miðað við aðstæður.
„ Hún var mjög góð. Ég saknaði
að vísu hljómsveitarinnar. Gaman
hefði verið að heyra í að minnsta
kosti 4 fíðlum.”
Bæði nefndu Sigríður Birna og
Björn Bergþór Pálsson og sögðu
að hann væri bæði upplífgandi og
skemmtilegur í hlutverki sínu.
ER ALVEG HEILLUÐ
- segir Konný
Óskarsdóttir