Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 30
30’
. .mo&gíÍnblaðiðÍsÍinnííÓXgíjíÍ -li J~"
19
Hinn mikli njósnari-
„drekkur nú til að
gleyma”, að eigin
sögn. „Japanir
hugsa nú bara um
peninga og hvernig
þeir eigi að vinna
nýja markaði,” segir
hann.
Rcett vib Pearl
Harbor-njósn-
arann sögu-
frcega, Takeo
Yoshikaway en
hálföld er nú
libin frá þessari
afdrifaríkustu
hemabarabgerb
seinni heims-
styrjaldarinnar
PEARL
eftir Ron Laytner
„Munið eftir Pearl Harbor” voru ein áhrifaríkustu hvatningar-
orð sögunnar, en styijöldin sem þau áttu rætur í boðaði upp-
haf atómaldar og kjarnorkuótta. Nú, 50 árum síðar, minnast
hernaðaryfirvöld árásarinnar á Pearl Harbor með ógnbland-
inni lotningu. Litla Japan kostaði Bandaríkin þúsundir manns-
lífa, herskip, flugvélar og mannvirki, en missti sjálft aðeins
þrjátíu menn. Þúsundir unnu að framgangi skyndiárásarinn-
ar, en árangur hennar byggðist á aðeins einum manni -
Pearl Harbor-njósnaranum sögufræga. Hvar er þessi meistar-
anjósnari í dag? Hvaða sómi hefur honum verið sýndur?...
Ron Laytner fann hann í Japan.
atsuyama, Japan.
Takeo Yoshikawa er
njósnarinn sem aldrei
kemst inn úr kuldanum.
Njósnir hans voru svo
árangursríkar að þær
eyðilögðu líf hans. Yoshikawa er
sá sem mesta ábyrgð ber á vel-
gengni skyndiárásar Japana á Pe-
arl Harbor sem neyddi Bandaríkin
til þátttöku í síðari heimsstyijöld-
inni. Hann er „Pearl Harbor-njósn-
arinn” sögufrægi.
Þúsundir Bandaríkjamanna, sem
vissu ekki einu sinni hvað hann
hét, bölvuðu tilvist hans í fjölda
ára. Og margir Japanir leggja einn-
ig fæð á hann, ásaka hann fyrir
að hafa dregið þá út í styijöld sem
Japan tapaði. Honum er einnig
óbeint kennt um atómsprengjurnar,
sem féllu á Hiroshima og Nagasaki.
Herfræðingar víða um heim telja
Yoshikawa meðal þeirra njósnara
sögunnar sem mestum árangri hafa
náð. Samt hefur hann enga umbun
hlotið, hann hefur ekki verið verð-
launaður á neinn hátt, ekki einu
sinni með eftirlaunum frá japönsk-
um yfírvöldum, sem hann þjónaði
svo vel. Hann hefur verið atvinnu-
laus í áratugi, konan hans vinnur
fyrir honum, og hann stundar
drykkju til að gleyma.
„Ég hef verið þurrkaður algjör-
iega út úr sögu Japans,” sagði hann
mér þegar ég fann hann þar sem
hann býr á Shikoku eyju fyrir sunn-
an Tókýó. „Þegar ég varð sextugur
sótti ég um eftirlaun, og þeir svör-
uðu: Við höfum aldrei heyrt þín
getið.”
„Þegar ég sagði þeim frá njósna-
starfí mínu, öllum árunum sem ég
eyddi í að verða sérfræðingur í öllu
varðandi bandaríska flotann, og um
hættuför mína til Honolulu, sýndu
þeir enga samúð. Þeir sögðu mér
að Japan njósnaði aldrei um neinn.”
Hvað svo sem nútíma Japönum
eða öllum öðrum fínnst verður þeirri
staðreynd ekki haggað að árásin á
Pearl Harbor byggðist á þeim ótrú-
lega árangri sem hann náði.
Árásin var óþokkabragð, óvægin
og lágkúruleg. Þetta var ekki árás
sem almenningur var sáttur við á
borð við skynaiárás ísraela í Ug-
anda þar sem landgönguliðar leystu
gísla úr haldi. Þetta var lymskuleg
skyndiárás „hinna aðilanna”.
Pearl Harbor var engu að síður
svo bíræfíð, svo snjallt, og svo djarf-
lega skipulagt og framkvæmt hem-
aðarlegt afrek að það hefur verð-
skuldað sérstakt bindi í annálum
styijalda. Það var hemaðarsigur
mjög fámenns liðsafla gegn ofur-
efli.
Og litli maðurinn sem situr fyrír
framan mig og drekkur saki hrís-
gijónavín, litli sveitamannsklæddi
maðurinn sem ég hafði leitað að í
mörg ár, hann bar mikla beina
ábyrgð á árásinni á Pearl Harbor.
Engin upphefð
„í dag er stríð af hinu illa,” seg-
ir þessi bitri gamli meistari njósnar-
anna. „Stríð á ekki rétt á sér. En
í þá daga var stríð af hinu góða.
Það sem ég gerði var réttmætt. Ég
var sönn hetja Japans. En hvers
nýt ég á gamalsaldri?”
EFTIR
HARBOR
„Ég var fæddur á dögum hins mikla japanska keisaradæmis þegar
þegar það þótti heiður að berjast fyrir keisarann,” segir hinn aldni
njósnari þar sem hann ríður hesti sínum á kyrrlátum sléttum Matsuy-
ama.
Með skjálfandi hendur kvartar
hann yfír Japan nútímans. „Allt er
orðið svo breytt. Þeir hugsa ekki
um annað en peninga og að vinna
nýja /narkaði fyrir japanskar vörur.
Það er engin upphefð eins og áður
var. Þeir bera enga virðingu fyrir
þeim eldri”.
Það var öðruvísi þegar Yosh-
ikawa fæddist árið 1914. Þá var
her japanska keisaradæmisins i
sókn. Þegar ungur maður féil þá í
bardaga, var það í augum Japana
stórkostlegur dauðdagi.
Þessi verðandi njósnari hóf nám
sem liðsforingjaefni í keisaralega
japanska flotaskólanum, einum
þyngsta skóla veraldar. Fjórum
árum síðar útskrifaðist hann og var
efstur sinna bekkjarbræðra.
Japanska keisaraveldið ætlaðist
til mikils af honum. Hann stóð sig
afburða vel meðan hann gegndi
þjónustu um borð í orustuskipinu
Asama. Seinna starfaði hann um
borð í kafbátum og hlaut þjálfun
sem flugmaður hjá flotanum, og
var reiknað með því að hann næði
því að verða skipherra eða aðmíráll
í flota keisarans.
En skyndilegur endi var bundinn
á frama hans í flotanum tveimur
árum síðar þegar magakvilli neyddi
hann til að hætta. Þetta var mikið
áfall, og hann íhugaði að fremja
sjálfsmorð. En nokkrum vikum síð-
ar bauð háttsettur foringi honum
starf hjá leyniþjónustu japanska
flotans.
Sérfræðingur
Yoshikawa ásetti sér að verða
sérfræðingur í öllu er varðaði
bandaríska flotann. Hann starfaði
t fjögur ár við bandarísku deiidina
í Tókýó, og fylgdist vel með Jane’s
Fighting Ships and Aircraft, og svo
til öllum dagblöðum, bókum og
tímaritum útgefnum í Bandaríkjun-
um._
„í upphafi voru verkefni mín hjá
leyniþjónustunni ekki mjög spenn-
andi,” segir þessi 77 ára gamli
njósnari. „Það voru hvorki fagrir
kvennjósnarar né James Bond æv-
intýri. Hvaða bókavörður sem var
hefði getað sinnt þessum verkefn-
um. Njósnastarfíð í dag er enn það
sama - að safna gagnlegum upplýs-
ingum.”
Árið 1940 varð þetta meira
spennandi. Hann bjó sig undir að
gegna njósnastörfum erlendis með
því að ljúka enskuprófi utanríkis-
ráðuneytisins. Hann átti að fara
utan undir því yfirskini að hann
væri lágt settur stjórnarerindreki.
Jafnvel meðan á enskunáminu
stóð reyndist Yoshikawa hættuleg-
ur Bandamönnum. Eitt sinn náði
hann útvarpssendingu á ensku frá
Ástralíu þar sem skýrt var frá því
að 17 herflutningaskip væru að
fara frá Freetown áleiðis til Eng-
lands. Japanir sendu þessar upplýs-
ingar áfram til nazistayfirvalda í
Þýzkalandi, og skipunum var öllum
sökkt. Leiddi þetta til mjög mikils
mannfalls og þjáninga, þar sem
hákarlar heijuðu á mennina í sjón-
um að næturlagi.
Seinna sendi Adolf Hitler Yosh-
ikawa persónulegt þakkarbréf.
„Það var eina opinbera viðurkenn-
ingin sem ég hlaut fyrir þjónustu
mína í stríðinu,” segir hann bitur-
lega.
Árið 1941 fékk Yoshikawa sér-
stakt vegabréf stjórnarerindreka og
hélt til Honolulu undir nafninu Tad-
ashi Morimura. Hann varð vararæð-
ismaður við japönsku ræðismanns-
skrifstofuna.
Áætlunin
Hann komst að því síðar að Tsor-
oka Yamamoto aðmíráll hafði sam-
ið ítariega áætlun um árás á Pearl
Harbor snemma á árinu 1941, og
kynnt hana fyrir flotastjórninni í
ágúst 1941.
„Ég var njósnari á staðnum án
þess að vita um þessa leynilegu
áætlun,” segir hann, „en ég taldi
víst að verkefni mitt væri að und-
irbúa árás á Pearl Harbor svo ég
vann dag og nótt að því að afla
nauðsynlegra upplýsinga.
„Bandaríkjamenn voru ósköp
kjánalegir. Sem stjórnarerindreki
mátti ég ferðast um eyjarnar. Eng-
inn skipti sér af mér. Oft leigði ég
mér litla flugvél á John Rodgers-
flugvellinum i Honolulu og fór í
skoðunarflug yfír herbúðir Banda-
ríkjamanna. Ég skrifaði aldrei neitt