Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 31

Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 31
MOKGUNBLAÐIÐ SU^NUDAGUR 1. DgSEMBER 139,1. Starfsfólk ræðismannsskrifstofu Japana á Pearl Harbor skömmu fyrir hinn örlagaríka dag. Yoshikawa er í miðjunni í fremstu röð, með húfu. hjá mér né gerði uppdrætti. Ég geymdi allt í höfðinu á mér. „Ég var góður sundmaður og grandskoðaði hafnarmannvirkin. Stundum var ég lengi í kafi og andaði þá gegnum hálmstrá.” Og Yoshikawa heldur áfram: „Eftirlætis skoðunarstaðurinn minn var indælt japanskt tehús með út- sýni yfir höfnina sem hét „Shunc- horo”. Ég vissi hvaða skip voru í höfninni, hve mikið lestuð þau voru, hverjir yfirmenn þeirra voru, og hvaða búnaður var um borð. „Grunlausu ungu foringjarnir sem heimsóttu tehúsið sögðu stúlk- unum hvað sem var. Og það sem þeir gátu ekki upplýst veiddi ég upp úr bandarískum sjóliðum sem ég tók upp í bílinn þegar þeir voru að sníkja far.” Starfið var hættulegt. „Eitt sinn sá varðmaður úr bandaríska flotan- um mig þar sem ég kraup upp við rafmagnaða girðingu. Hann skaut á mig úr riffli sínum, en hitti ekki.” Um tíma þóttist Yoshikawa vera Filippseyingur og þvoði upp í mat- sal foringja í bandaríska flotanum - þar sem hann hafði eyrun opin og var alltaf á verði. Njósnaflug hans, sund f höfninni, uppþvotta- störfin, yfirheyrslur yfir japönsku geisunum og raunveruleg störf hans hjá ræðismannsskrifstofunni leiddu til þess að hann var alltaf úrvinda. Auk alls þessa vann hann langt fram á nótt við að senda upp- lýsingar sínar í dulmálsskeytum til Tókýó. Stóri dagurinn nálgaðist. Yosh- ikawa lét leynilegan japanskan sendiboða fá 97 svör við spurning- um frá Yamamoto aðmírál varðandi skip, flugvélar og mannafla í Pearl Harbor haustið 1941. Þar komst aðmírállinn meðal annars að því að flest væru skipin í höfn í Pearl Harbor á sunnudögum - svo hann ráðgerði árásina á þeim degi. 6. desember sendi Pearl Harbor- njósnarinn lokaorðsendingu sína: „Engir loftvarnabelgir sjáanlegir. Engin felunet á orustuskipunum. Ekkert bendir til að aðvaranir hafi verið sendar til nærliggjandi eyja. Enterprise og Lexington (flugvéla- móðurskip) eru farin frá' Pearl Harbor.” í Tókýó komu starfsmenn ut- anríkisráðuneytisins upplýsingun- um áfram til Yamamotos aðmíráls og sá kæni höfundur árásaráætlun- arinnar símaði flota sínum, sem var tilbúinn til árásar: „Skip við festar í höfninni - 0 orustuskip, 3 beiti- skip í B flokki, 3 skip búin sjóflug- vélum, 17 tundurspillar. Öll flugvél- amóðurskip og stærri beitiskipin farin úr höfn ... ekkert bendir til neinnar viðbragðsstöðu eða neins óvenjulegs hjá bandaríska flotan- um.” Árásin í næturhúminu 400 mílum fyrir norðan Honolulu fékk Chichi Ag- umo undiraðmíráll fyrirskipanir sín- ar um að hefja árásina - „Klífið Niitaka-ijall.” í flota hans voru 31 skip, sex flugvélamóðurskip, tvö orustuskip, þijú beitiskip, níu tundurspillar og þrír kafbátar auk birgðaskipa, og lagði flotinn af stað á fullri ferð. Árásarflugvélar hans, 350 talsins, áttu brátt eftir að komast á spjöld veraldarsögunnar. Árásin hóst næsta morgun: sunnudaginn 7. desember 1941 (samkvæmt Kyrrahafstíma í Bandaríkjunum). Klukkan 7.40 fyr- ir hádegi var Yoshikawa að borða morgunmat og ekki vel vaknaður þegar fyrstu sprengjurnar féllu. „Ræðismaðurinn og ég vorum að hlusta á stuttbylgjusendingu frétta frá Tókýó,” segir hann. Þeir heyrði dulmálstilkynninguna um árás: „Austan vindur, rigning,” sagði japanski þulurinn tvívegis, mjög hægt, í lestri veðurspárinnar. Það táknaði að Japan hefði ákveðið að hefja styijöld gegn Bandaríkjun- um, sagði gamli njósnarinn. Yoshikawa og ræðismaðurinn tókust í hendur. Starf hans hafði borið árangur. Árásin var hafín. Þeir flýttu sér á skrifstofur sínar og tóku að brenna dulmálslyklum og leynilegum fyrirmælum. „Ég heyrði óvenjuleg hljóð og hljóp út,” segir hann. „Ég horfði upp til himins og sá dýrlegustu sjón. Sprengjuflugvél kom þjótandi út úr dökkum skýjunum áleiðis til Pearl Harbor og hvarf þar sjónum í reykj- armekki sem lá yfir herstöðinni. Á vængi vélarinnar var málað tákn hinnar rísandi sólar - hinnar rísandi sólar Japans. Brátt voru flugvélar okkar hvert sem litið var. Þetta var frábær árás. Við misstum aðeins 30 menn þennan dag - Bandaríkin misstu rúmlega þijú þúsund.” Fljótlega umkringdi fjöldi reiðra nágranna ræðismannsskrifstofuna svo Yoshikawa og aðrir starfsmenn þar lokuðu sig inni til öryggis. Klukkan 8.30 komu lögreglumenn til að vernda þá þar til fulltrúar Alríkislögreglunnar, FBI, mættu á m staðinn. „í marz vorum við fluttir í sér- stakar búðir í Arizona sem voru fullar af saklausum bandarískum Japönum. Þeir höfðu ekkert gert af sér. Þetta var kaldhæðin ráðstöf- un. Svo vildi til að ég gat alls ekki reitt mig á hjálp þeirra í Hawaii. Þeir héldu tryggð við Bandaríkin.” Seinna flutti FBI Yoshikawa og aðra sendifulltrúa til New York- borgar þar sem þeir bjuggu á glæsi- hótelinu Astoria. Stuttu síðar voru þeir sendir heim til Japan í fanga- skiptum, og vissu Bandaríkjamenn ekkert um að þeir hefðu misst af Pearl Harbor-njósnaranum. En honum var engan veginn fagnað sem hetju við heimkomuna - engar opinberar aðgerðir, hvorki þá né nú. Hann kvæntist og hélt stöðu sinni sem sjóliðsforingi í jap- önsku leyniþjónustunni. Þegar styijöldinni lauk og Bandaríkjamenn hófu hersetu í Jap- an, óttaðist Yoshikawa að hann yrði hengdur og fór í felur. Hann settist að úti á landi dulbúinn sem Búddamunkur. Þegar bandaríski herinn hvarf á brott sneri hann heim til konu sinnar. Árið 1955 opnaði Yoshikawa sælgætisverzlun. En menn vissu hver hann var. Þeir vildu ekki eiga viðskipti við njósnara - njósnara lands sem hafði tapað stríðinu. „Þeir ásökuðu mig jafnvel fyrir atómsprengjuna,” sagði hann með tárin í augunum. Og hann hefði allt eins getað soltið á liðnum árum ef konan hans hefði ekki unnið fyr- ir honum með tryggingasölu. „Konan mín sýnir mér mikla virð- ingu,” sagði gamli njósnarinn. „Hún hneygir sig fyrir mér á hveijum degi. Hún veit að ég heyri \sögunni til.” \ Svo lyfti hann saki-bollanum sín- um. „Ég drekk til að gleyma. Það eru svo margar hugsanir sem sækja að mér svona löngu eftir stríðið ... Hversvegna hefur sagan svikið mig?” 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.