Morgunblaðið - 01.12.1991, Side 35
34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991
n , xiioidriiMuelllBEIiaTðflnanA^cu
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991
35
pltripinM&foi!*
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðaistræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakíð.
Hrun miðstjórnar-
valdsins í
Sovétríkjunum
Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, varð fyrir
umtalsverðu áfalli sl. mánudag er
forsetar sjö lýðvelda sáu sér ekki
fært að staðfesta sáttmála þann,
sem Gorbatsjov hefur ákaft beitt
sér fyrir og kveða mun á um fram-
tíðarskipan sovéska ríkjasam-
bandsins. Leiðtogarnir töldu nauð-
synlegt að leggja sáttmálann fyrir
þing einstakra Iýðvelda og er sú
afstaða þeirra enn ein sönnun þess,
að ört fjarar undan miðstjómar-
valdinu í því sem í eina tíð var
með réttu nefnt „sovéska keisara-
dæmið”.
Ekki er langt um liðið frá því
menn töldu sýnt, að framtíð Sovét-
ríkjanna myndi ráðast af sáttavilja
og samstöðu þeirra Gorbatsjovs og
Borís N. Jeltsíns, forseta Rúss-
lands. Nú virðist á hinn bóginn
ljóst, að einstök lýðveldi og ein-
stakar þjóðir og þjóðarbrot hyggj-
ast ekki að fara að fyrirmælum
ráðamanna í Kreml. Þess í stað
verða ákvarðanir um framtíðars-
amskipti við Rússland og hugsan-
lega yfirstjóm ríkjasambandsins
nýja, teknar með tilliti til sérhags-
muna, sem nú um stundir virðast
einkum mótastafþjóðernishyggju.
Enn er því með öllu óljóst, hvort
Míkhaíl S. Gorbatsjov tekst að
mynda nýtt sambandsríki Sovét-
lýðvelda á þeim forsendum seni
hann lagði upp með. Raunar virð-
ist sýnt að það bandalag, verði það
myndað, verði mun laustengdara
en forsetinn stefndi að í upphafi.
Óvíst er hvort og þá hvaða hlut-
verki þing hinna nýju Sovétríkja á
að gegna. Edúard Shevardnadze,
mun einkum ætlað að skera niður
utanríkisráðuneytið sovéska, sem
mun einkum hafa utanríkissam-
skipti á sinni könnu í stað afger-
andi stefnumótunar áður. í stað
miðstýringar á efnahagssviðinu
mun sérstakt ráðuneyti trúlega
hafa með efnahagssamvinnu lýð-
veldanna að gera og hlutverk for-
setans er óljóst. Og verði raunin
sú, að sjö af þeim tólf lýðveldum
sem eftir standa undirriti sam-
bandssáttmálann nýja vaknar sú
spurning, hversu lengi sú skipan
mála verði við lýði. Sérstaklega
verður athyglisvert að fylgjast með
þróun mála í Úkraínu. Um þessa
helgi fara þar fram forsetakosn-
ingar auk þess sem landsmenn
munu taka afstöðu til þess, hvort
Iýsa beri yfir fullu sjálfstæði. Verði
raunin sú rís upp nýtt sjálfstætt
og fullvalda ríki með um 52 millj-
ónir íbúa. Fleiri lýðveldi kunna að
fara að fordæmi Úkraínumanna
og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið.
Gera ber greinarmun á aðild til-
tekinna Iýðvelda að sambandssátt-
málanum nýja, sem kveða mun á
um takmarkaða yfirstjórn eða
umsjón á tilteknum sviðum frá
Moskvu, og efnahagssamvinnu
lýðveldanna tólf. Við blasir, að
Sovétríkin eins og þau eru skil-
greind nú um stundir eru eitt efna-
hagssvæði og hagsmunir ríkjanna
fara saman á þeim vettvangi. Því
kann raunin að verða sú, að tiltek-
in lýðveldi t.a.m. Úkraína taki þátt
í efnahagssamvinnu lýðveldanna
án þess að eiga aðild að sambands-
sáttmálanum.
Einhver lýðveldanna tólf, sem
eftir standa innan þess sem enn
er hentugast að nefna „Sovétrík-
in”, munu líklega ganga til sam-
starfs á grundvelli fullveldis í stað
sósíalískrar miðstýringar frá
Kreml áður.
HELGI
spjall
1. des.
Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán ...
STEINN
Er rétt að vort land sé í dögun af annarri öld
og eldingin rísi við þjóðlíf sem leitar hins sanna?
Vor hugur er bundinn við auðlegð og einskonar völd
og allt sem er veraldleg freisting og hræsni vor manna.
Og hugurinn snýst um hamingjulausa þrá
þótt hjartað sé vongott og leiti þess annað slagið
sem okkur er flestum fyrirmunað að sjá
í fölum skugga við neyzluþjóðfélagið.
Við rányrkjum miðin og teljum okkur svo trú
um að talsverður þjóðarmetnaður sé í okkur
og tölum einsog vort elskaða þjóðarbú
sé íslandsklukkan sjálf eða gapastokkur.
Samt er ekki lengur tízka að tala það mál
með tilþrifum þess sem hefur mikið að þakka,
sem helzt getur ávarpað íslenzka þjóðarsál
en er nú að deyja í fjölmiðlun fyrir krakka.
Við horfum aðeins á verðmerkta veröld sem er
einsog vingjarnlegt jólaskraut í stofunni þinni
en hugum sjaldnast að hinu sem eilífðin ber
af himneskri von í dýrðlegri auðlegð sinni.
Vor hugur er bundinn við vaxtavexti og helzt
við verðtryggingu og örugg kaup eða sölu
en vitum þó sjaldnast um allt sem í orðunum felst
og alls ekki neitt um lánskjaravísitölu.
En allt okkar tal um efnahagsvandamál
er einskisvirði ef sálin deyr innan tíðar
því lífið er stærra og meira en Atlantsál
og eilífðin lengri en dauðinn sem vitjar oss síðar.
M.
(Meira næsta sunnudag.)
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 30. nóvember
IVIÐTALI VIÐ TÍMANN í DAG,
laugardag, segir Magnús Gunn-
arsson, formaður samstarfs-
nefndar atvinnurekenda í sjáv-
arútvegi m.a.: „ ... fyrsta málið,
sem kom upp í tengslum við
EB umræðuna var spurningin
um, hvort það ætti almennt að
fara út í að skipta á veiðiheimildum og
hleypa þar með útlendingum inn f land-
helgina. Það voru ekki allir þessu sam-
þykkir og harðar deilur áttu sér stað um,
hvort það ætti yfirleitt að taka það í mál.
Við sáum það hins vegar fyrir, að við
myndum aldrei geta náð samningi við EB,
hvort sem það væri í gegnum EFTA eða
tvíhliða, nema við samþykktum einhver
skipti á veiðiheimildum.”
Þetta er rétt. Og það var einmitt vegna
þessara sjónarmiða, sem Morgunblaðið
sagði í forystugrein hinn 23. október sl.:
„í samningaviðræðunum milli aðildarríkja
Evrópubandalagsins og Fríverzlunar-
bandalags Evrópu skipti þrennt mestu
máli fyrir okkur íslendinga: í fyrsta lagi
að veija fiskveiðilögsögu okkar fyrir ásókn
fiskiskipa frá Evrópubandalaginu. í öðru
lagi að koma í veg fyrir, að erlend fyrir-
tæki fengju heimild til að fjárfesta í ís-
lenzkum sjávarútvegi. í þriðja lagi að
t'fyggja tollfijálsan aðgang fyrir íslenzkar
sjávarafurðir að mörkuðum Evrópubanda-
lagsríkjanna.
I samningunum, sem nú hafa verið gerð-
ir eru ákvæði um skipti á veiðiheimildum.
Þessar veiðiheimildir eru svo takmarkaðar,
innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu, að það
eru engin rök fyrir því að standa gegn
samningunum á þeirri forsendu, enda
koma sambærilegar heimildir á móti ann-
ars staðar. Hins vegar skiptir mjög miklu
máli, að strangt eftirlit verði með veiðum
þeirra skipa, sem koma til með að sækja
þennan takmarkaða afla á íslandsmið.
Reynslan af veiðum fiskiskipa frá Evrópu-
bandalaginu er mjög slæm annars staðar
og m.a. hefur þess gætt, að þau hafi
hvorki sinnt gerðum samningum né regl-
um. Eftirlitið verður að vera svo strangt,
að óhugsandi sé, að þessir samningar verði
brotnir eða gengið verði á svig við þá.”
Eins og af þessari tilvitnun í forystu-
grein Morgunblaðsins daginn eftir að sam-
komulag náðist um EES má sjá, var það
og er skoðun blaðsins, að um svo litlar
gagnkvæmar veiðiheimildir sé að ræða,
að engin rök séu til þess að standa gegn
samningunum á þeirri forsendu.
I ljósi þeirra umræðna, sem orðið hafa
síðustu daga vegna breyttrar afstöðu sam-
starfsnefndar atvinnurekenda í sjávarút-
vegi má spyija, hvernig fjallað hafí verið
um hinar gagnkvæmu veiðiheimildir í
fréttum Morgunblaðsins, þegar sagt var
frá samkomulaginu. í forsíðufrétt hinn 22.
október sl. sagði: „Þorsteinn Pálsson, sjáv-
arútvegsráðherra sagði eftir fundinn:
„Þetta er ótvírætt mjög góður samningur
fyrir ísland.” Sagði hann, að íslendingar
létu Evrópubandalaginu í-té veiðiheimildir,
sem samsvöruðu 3.000 tonnum af karfa
en í staðinn fengju íslendingar heimildir
til veiða 30.000 tonna af loðnu.”
1 sama tölublaði Morgunblaðsins kom
fram í frétt á bls. 2, að mismunandi sjón-
armið væru uppi hjá íslenzkum stjórnvöld-
um annars vegar og Evrópubandalaginu
hins vegar um þessi 3.000 tonna karfa-
ígildi. í fréttinni sagði: „Til viðbótar þessu
var í tillögunum gert ráð fyrir, að tilboð
íslendinga frá í sumar stæði um sjávarút-
vegssamning, sem innifæli m.a., að floti
EB fái að veiða sem svari 3.000 tonnum
af karfa í íslenzkri lögsögu gegn því, að
íslendingar fái að veiða jafngildi af loðnu
og rækju í lögsögu EB við Grænland.
Miðað hefur verið við af íslands hálfu, að
EB veiði 900 tonn af karfa að hámarki
og afgangurinn verði langhali en frá EB
hafa komið kröfur um, að stærri hluti afl-
ans verði karfi.”
Morgunblaðið var ekki eini aðilinn, sem
á þessum tfma hafði upplýsingar um, að
ósamið væri um þessi 3.000 tonn af karfa-
ígildum. í samtali við Morgunblaðið tveim-
ur dögum síðar, hinn 24. október sl. sagði
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra og varaformaður Framsókn-
arflokksins m.a.: „Þá hefur verið samið
þarna um takmarkaðar gagnkvæmar
veiðiheimildir, sem ríkir veruleg óvissa um.
Á sl. vori var talað um, að það þyrfti að
fara í rannsóknir á langhala, meðal ann-
ars í þeim tilgangi að geta samið um veiði-
heimildir á honum. Við höfum ekki upplýs-
ingar um þennan stofn og við vitum ekki,
hvar hann er veiðanlegur. Þessari undir-
búningsvinnu sýnist mér, að hafí enn ekki
verið hrundið af stað, sem er auðvitað
bagalegt.”
Eins og af þessum ummælum Halldórs
Ásgrímssonar má sjá, var honum fullljóst,
þegar samningamir höfðu verið gerðir um
EES, að ófrágengið væri, hvernig skipting-
in yrði á hinum umræddu karfaígildum,
enda hafði minnisblaði sjávarútvegsráðu-
neytis um þetta efni verið dreift til utanrík-
ismálanefndar Alþingis og hagsmunaaðila
í sjávarútvegi og bæði sjávarútvegsráð-
herra og utanríkisráðherra, höfðu skýrt
frá málinu á fundi utanríkismálanefndar,
þegar við heimkomuna, eins og upplýst
hefur verið samkvæmt hljóðritunum af
fundum utanríkismálanefndar.
I SERBLAÐI
Hinnum-
deildi lailg- Úr verinu, sem út
hali kom hinn 30. okt-
óber sl. var ijallað
ítarlega um þá þætti EES-samninganna,
sem snúa að sjávarútvegi. Vegna þeirra
umræðna, sem orðið hafa um samningana
um gagnkvæmar veiðiheimildir síðustu
daga og yfírlýsinga talsmanna sjávarút-
vegsins um, jið þeim hafi komið á óvart
krafa EB um að allar veiðiheimildir þess
yrðu í karfa er ástæða til að birta hér í
heild kafla úr umfjöllun Versins um þetta
sérstaka atriði. Þar sagði:
„I tengslum við samningana um evr-
ópskt efnahagssvæði verður gerður tví-
hliða samningur milli íslands og Evrópu-
bandalagsins úm samstarf á sviði sjávarút-
vegsmála. Flest efnisákvæði slíks samn-
ings liggja fyrir en endanlega verður geng-
ið frá samningnum síðar, líklega ekki fyrr
en á næsta ári. Þar verður kveðið á um
vísindasamstarf, nýtingu sameiginlegra
stofna (kolmunna) og skipti á gagnkvæm-
um jafngildum veiðiheimiidum. Er gert ráð
fyrir, að árlega verði gert sérstakt sam-
komulag á grundvelli slíks rammasamn-
ings. Við það er miðað, að Efnahagsbanda-
lagsþjóðir fái heimild til veiða á 3.000
tonna karfaígildisveiðum við ísland en í
staðinn fái íslenzk skip heimild til að veiða
u.þ.b. 30.000 tonn af þeim hluta loðnukvót-
ans, sem Evrópubandalagið hefur samið
um að fá frá Grænlendingum. Af hálfu
íslands hefur verið lagt til að 70% af veiði-
heimildum bandalagsríkjanna verði lang-
hali en 30% karfi. Eftir er að ganga endan-
lega frá samningum að þessu leyti en
bandalagið hefur látið í ljós ósk um að
veiða einungis karfa. Þar sem vitneskja
um útbreiðslu og afrakstursgetu langhala-
stofnsins er af skornum skammti er ljóst,
að auka þarf rannsóknir verulega á þessu
sviði. Gert er ráð fyrir, að einstök skip
Efnahagsbandalagsríkjanna sæki fyrir-
fram um leyfí til þessara veiða og að slíkt
leyfí verði aðeins veitt takmörkuðum fjölda
skipa. Skipin yrðu bundin við fyrirfram
ákveðin takmörkuð veiðisvæði og veiði
yrði aðeins heimil á tilteknum tíma ársins
(síðari hluta árs). Um veiðarnar gilda al-
mennar íslenzkar reglur varðandi möskva-
stærð, lokun veiðisvæða o.sv. frv. Skipun-
um verður gert að tilkynna sig til Land-
helgisgæzlu er þau sigla inn í íslenzka
lögsögu og yfirgefa hana. Gert er ráð fyr-
ir, að um borð í skipunum verði að jafn-
aði íslenzkur veiðieftirlitsmaður á kostnað
útgerðar skipsins. Leyfi mun ekki verða
veitt til skipa er vinna aflann um borð.
Veiðar íslenzkra skipa á loðnu sem í þeirra
hlut fellur munu fara eftir íslenzkum regl-
um og ákvæðum þríhliða samnings milli
íslands, Grænlands og Noregs um loðnu-
veiðar. Samkæmt núgildandi ákvæðum
gætu íslenzk skip veitt þennan loðnu-
kvóta, hvort sem væri í íslenzkri lögsögu
eða lögsögu við Grænland eða Jan Mayen.
Fyrst og fremst er rætt um karfaígildi,
langhala að hluta, en EB vill helzt að ein-
göngu verði um karfa að ræða. Þar eru
efasemdir um, að veiðar á langhalanum
geti gengið, enda lítið vitað um hegðan
hans innan íslenzku landhelginnar. Endan-
leg skipting er því ekki frágengin. Sum
árin hefur loðnan ekki veiðst og í slíkum
tilfellum er talað um annað tveggja, að
gagngreiðsla okkar, 3.000 tonna karfa-
ígildi, falli niður, eða við fáum heimildir
til veiða á öðrum tegundum, sem við höfum
áhuga á. Þar höfum við talað um rækju,
en öruggt er, að aldrei komi til fégreiðslur
fyrir veiðiheimildir á hvorn veginn sem þáð
er. Reynist svo að loknum rannsóknum,
að alls ekki verði unnt að Veiða langhal-
ann, er nauðsynlegt að endurskoða veiði-
heimildaskiptin, hvað tegundimar varðar.
Ekki er frágengið með hvaða hætti eftir-
litsmanninum verður komið um borð og
veiðisvæði hafa ekki verið ákveðin.”
Svo mörg voru þau orð. Þessi umfjöllun
Morgunblaðsins viku eftir heimkomu ráð-
herranna tveggja frá samningsgerðinni um
EES sýnir svo ekki verður um villzt, að
allar upplýsingar um þetta mál lágu fyrir
þá þegar og voru ekki einungis í höndum
utanríkismálanefndar og hagsmunasam-
taka sjávarútvegsins. Miðað við þær upp-
lýsingar, sem nér hefur verið vitnað til er
erfitt að skilja, hvað hefur komið talsmönn-
um samstarfsnefndar atvinnurekenda í
sjávarútvegi svo mjög á óvart um skipt-
ingu hinna gagnkvæmu veiðiheimilda.
Atlantshafs-
bandalágið,
200 mílurn-
ar og EES
A FUNDI SEM
sjálfstæðismenn
efndu til á Hótel
Borg, fímmtudag-
inn 24. október sl.
leitaðist Þorsteinn
Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, við
að setja EES-samningana í samhengi við
aðra meiriháttar alþjóðlega samninga, sem
við íslendingar höfum gert og líkti þeim
réttilega við inngöngu okkar í Atlantshafs-
bandalagið og samningana, sem við gerð-
um við aðrar þjóðir og tryggðu yfirráð
okkar yfir 200 mílna fískveiðilögsögu. Síð-
an sagði Þorsteinn Pálsson:
„Við höfum með þessum samningum
tryggt okkur stjórnmálalega, efnahagslega
og viðskiptalega stöðu í Evrópu. Það er
þess vegna, sem þessi samningur er mikil-
vægur fyrir stöðu íslands. Hann veikir
ekki sjálfstæði íslands. Hann treystir og
styrkir fullveldi íslenzku þjóðarinnar. Hann
treystir hagsæld og velferð þjóðarinnar á
breytingatímum.”
Þetta eru orð að sönnu og það sem
meira er: þetta er kjarni málsins. Samning-
urinn um aðild okkar að evrópska efna-
hagssvæðinu er annað og meira en samn-
ingur um gagnkvæmar veiðiheimildir, sem
snerta 3.000 tonn af karfaígildum innan
okkar fískveiðilögsögu. Hann er lykillinn
að nýrri framtíð fyrir þessa þjóð. Hann
opnar okkur ótrúlega marga möguleika,
sem við höfum ekki haft til þessa. Þegar
við metum kosti þessa samnings annars
vegar og hins vegar það óhagræði, sem
við höfum af því, að EB veiði einungis
karfa en ekki langhala og karfa, er hið
síðamefnda slíkir smámunir samanborið
við þau tækifæri, sem opnast fyrir þjóðina
í heild og sjávarútveginn sérstaklega, að
hér er ekki um álitamál að ræða. Raunar
hefur enginn einn einstaklingur lagt jafn
mikla vinnu í að sýna þjóðinni fram á
nauðsyn þess að tryggja greiðan aðgang
að mörkuðum Evrópubandalagsins og ein-
mitt Magnús Gunnarsson, formaður sam-
starfsnefndar atvinnurekenda í sjávarút-
vegi.
Frá því að deilur komu upp um þetta
mál fyrir nokkrum dögum hefur verið sýnt
fram á það með ótvíræðum hætti, að allar
upplýsingar um stöðu málsins lágu fyrir
skjalfestar frá íslenzkum stjórnvöldum'hjá
réttum aðilum, utanríkismálanefnd Al-
þingis, sem þýðir að stjórnarandstaðan
hafði þessar upplýsingar undir höndum og
hjá hagsmunasamtökum sjávarútvegsins,
sem þýðir, að margumrædd samstarfs-
nefnd hafði þær undir höndum. Þetta er
það sem máli skiptir. Auk þess sýnir um-
ijöllun Morgunblaðsins, að allur almenn-
ingur hafði aðgang að sömu upplýsingum.
Hagsmunaaðilar geta í opinberri um-
fjöllun um málið ekki byggt á öðru en
skjalfestum gögnum. Tilvísanir í aðrar
ótilgreindar heimildir duga ekki í máli af
þessu tagi. Telji formaður samstarfsnefnd-
ar atvinnurekenda í sjávarútvegi sig eiga
eitthvað vantalað við utanríkisráðherrann
verður það að vera þeirra í milli en getur
að sjálfsögðu ekki haft áhrif á afgreiðslu
eins stærsta alþjóðlega samnings við aðrar
þjóðir, sem Islendingar hafa gert frá lýð-
veldisstofnun. Þótt þjóðmálaumræður í
þessu landi einkennist of oft af músarholu-
sjónarmiðum verða menn stöku sinnum
að rífa sig út úr músarholunni og horfa á
málin frá stærri sjónarhóli.
Það er við hæfí að ljúka þessum hugleið-
ingum með því að vitna til ummæla Þor-
steins Pálssonar sjávarútvegsráðhen'a, hér
í Morgunblaðinu í gær, föstudag, er hann
sagði, að „vissulega væri sjálfur EES-
samningurinn miklu stærra hagsmunamál
en 3.000 tonn af karfa.”
„Hagsmunaaðilar
geta í opinberri
umfjöllun um
málið ekki byggt
á öðru en skjal-
festum gögnum.
Tilvísanir í aðrar
ótilgreindar
heimildir duga
ekki í máli af
þessu tagi. Telji
formaður sam-
starfsnefndar at-
vinnurekenda í
sjávarútvegi sig
eiga eitthvað van-
talað við utanrík-
isráðherrann
verður það að
vera þeirra í milli
en getur að sjálf-
sögðu ekki haft
áhrif á afgreiðslu
eins stærsta al-
þjóðlega samn-
ings við aðrar
þjóðir, sem Is-
lendingar hafa
gert frá lýðveldis-
stofnun.”
r