Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 46

Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991 46 Minning: Björg Benediktsdóttír frá Efri-Lækjardal Fædd 13. janúar 1894 Dáin 20. nóvember 1991 Fyrir ári var ég á leið til útlanda og síðasta verk mitt áður en að ég lagði af stað var að koma við hjá Björgu og kveðja hana. Eins og ævinlega fékk ég í fararnesti góðar óskir og tilmæli um að fara nú varlega. Ég hét því og bað hana að taka nú ekki upp á neinu meðan ég væri í burtu. Hún hélt nú ekki að hætta væri á því, ég kæmi og segði henni ferðasöguna þegar ég kæmi heim, sem ég og gerði, henni til óblandinnar ánægju. Þann 19. nóvember síðastliðinn var ég aftur á leið í flandur eins og hún sagði stundum og fáeinum dögum áður en ég lagði af stað fór ég til henn- ar, þá var hún hress og kát, stríddi mér góðlátlega, spurði hvort ég hefði eignast eitthvað í safnið mitt nýlega. Hýrnaði öll þegar yngstu börnin mín tvö stungu sér inn um dyrnar og komu að rúminu henn- ar. Þegar við kvöddum hana bað hún okkur allrar blessunar og bað mig að fara nú varlega. En við heimkomuna nú var rúmið hennar autt. Hún hafði kvatt þessa veröld að kvöldi 20. nóvember á afmælis- degi elsta bróður míns. Við fínnum öll systkinin frá Núpi tómarúmið í tilverunni þegar hún er horfin. Alveg frá barnæsku var Björg ríkur þáttur í tilveru okkar, þá er hún bjó á Úlfagili á sumrin með Dóra. Ég man hve við hlökkuðum til á vorin að nú færu þau að flytja. Ekki liðu margir dagar frá því að þau voru flutt að stuttir fætur tifuðu út Hólagötuna fyrir utan Núp og niður að plankan- um yfir ána. Ef við vorum að stel- ast og því ekki í fylgd fullorðinna, kom Dóri á móti okkur til að gæta þess að við dyttum ekki í ána. Síð- an var hlaupið heim túnið á Úlfag- ili, beint í fangið á Björgu sem beið í bæjardyrunum. Inni beið heitt kakó og kleinur, sem aldrei virtist þijóta í höndum hennar. Stuttir fætur stækkuðu, börnin breyttust í unglinga og síðan full- orðið fólk, en Björg breyttist ekki. Hún hætti að vísu að búa á Úlfa- gili á sumrin og bjó allt árið í Lækjardal. Annað breyttist ekki, viðmót hennar var ætíð jafn elsku- legt og hreint. Það var alltaf jafn gott að koma til hennar, segja henni hvað hefði gerst síðan síðast og fá í farar nestið hlýjar kveðjur hennar og fyrirbænir. Eitt og annað breytist í áranna rás, við systkinin vorum komin með heimili og fjölskyldur en áfram hélt Björg að fylgjast með hópnum stækka og dreifast um landið. Ég man enn hve hún gladdist á afmæl- isdaginn sinn er hún varð níræð og Valgarður bróðir kom til henn- ar, það var svo langt síðan hún hafði séð hann. Hún hafði það líka á orði við Kidda þegar hann heim- sótti hana í Lækjardal eftir að hafa flutt frá Patreksfírði til Reykjavík- ur að nú myndi hún sjá hann oftar. Ég man líka vel hve broshýr hún var í sumar þegar hún sagði mér frá því að Valli sinn hefði komið með nýfæddan son sinn inn í stofu til sín og leyft henni að sjá hann. Ég hef aldrei heyrt eins vel og fal- lega beðið fyrir nýfæddu barni og í þetta skiptið. Ég vissi líka að á meðan beðið var eftir þessum dreng fór Valli í Úlfagil og tíndi í varpan- um síðsumarsblóm og hann og Kiddi fóru síðan í heimsókn til hennar með blómin svo að hún gæti fundið einu sinni enn ilminn af því sem óx í varpanum hennar, eins og hún kallaði hlaðið á gamla býlinu í dalnum. En nú er varpinn svellaður og frosinn og Björg er dáin. Eftir eigum við minningamar um hana sem eru okkur systkinun- um dýrmætur fjársjóður. Bænimar hennar vaka áfram yfir þeim Kidda og Valla á sjónum, þar sem þeir era við sín skyldustörf og geta ekki fylgt henni síðast spölinn. Þær varða líka veginn okkar Jóns Tryggva og greiða okkur götuna. Við leiðarlok erum við þakklát af öllu hjarta fyrir að hafa átt Björgu að vini, konuna sem veitti góðvild og gleði og öllum vildi vel. Hún lifði langa ævi og var sátt í þeirri vissu að hinum megin biðu vinir í varpa þegar vistaskiptin yrðu. Við sjáum þegar dýrð á djúpið slær þá degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þöpin við þína sæng að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng svo bijóstið þitt fái svala, Nú strýkur hann bijóst þitt blítt og hljótt svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dapr og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Halla Jökulsdóttir frá Núpi Sífellt fækkar börnum nitjándu aldarinnar í heimi hér. Fólki, sem með elju sinni, ósíngirni og heiðar- leika lagði kjölfestu að þeirri vel- ferð, sem við búum við í dag. Synd er að segja, að sú kynslóð, sem nú er óðum að kveðja, hafi verið þurft- arfrek á þau gæði sem hún sjálf skóp afkomendum sínum og ekki leitaði hún lífshamingjunnar út á við heldur ræktaði sinn garð í sátt við Guð og menn. Ungur má en gamall skal, en jafnan er þó skarð fyrir skifdi þeg- ar einn úr þessum nægjusama val- mennahópi kveður og fer. Með hveijum einstaklingi gömlu kyn- slóðarinnar deyr einnig reynsla og þekking, niður aldanna og hverf- andi hugarfar; brot af sjálfri ís- landssögunni. Verðugur fulltrúi þessarar öldnu sveitar er nú fdllinn frá. Björg Benediktsdóttir, fyrrum húsfreyja að Lækjardal, er látin, eftir langan ævidag. Þessi kona var mér, er þessar línur rita, í senn hugstæð og kær, erida á ég henni margt upp að inna. Hún var ekki há í loftinu né burðug, fimm ára telpan sem kom í hlaðið að Lækjardal í fyrsta sinn, til að leika sér við stallsystur sína ogjafnöldru, En ekki hefði ég þurft að kvíða móttökum á heimilinu því, síst af öllu hjá elstu kynslóð þeirra þriggja ættliða sem jörðina byggðu. Þau Björg og sambýlis- maður hennar, Halldór Guðmunds- son, tóku þessari litlu aðkomudömu sem væri hún þeirra eigið barna- barn. Enda kunnu þau Ieiðina að barnshjartanu: A hveijum morgni hlupum við telpurnar niður til gömlu hjónanna og buðum þeim góðan dag með kossi. Á sama hátt lukum við liðnum degi og aldrei stóð á því að þær stuttu fengu „mæru” í munninn að kveðjulaun- um. Halldór var söðlasmiður og fékkst löngum við iðju sína. Eydd- um við stöllurnar löngum stundum hjá honum og þóttumst vera að hjálpa til. Seinna meir varð mér ljóst, að ekki hefur sú „hjálpin” orðið til að flýta fyrir verki gamla mannsins, en aldrei mælti hann aukatekið styggðaryrði við okkur. Heimsóknir mínar að Lækjardal urðu ófáar og langar. Ekki liðu svo sumrin, jól né páskar, að ég nyti ekki gestrisni og hlýju á þessu myndarbýli sem ég fór fljótlega að líta á sem mitt annað heimili. í minningunni er bjart yfir þeim tíu sumrum æsku minnar sem ég átti að Lækjardal. Oft hefur mér orðið hugsað til þess, hvers börn samtímans fara á mis. Fæst þeirra eiga þess kost að alast upp í skjóli sona og dætra hins gamla íslands; fólks eins og Halldórs og Bjargar sem voru í sannleika sagnabrunnur kynslóð- anna, jafnt að lausu máli sem ljóð- um. Kynni við svo heilsteypt, grandvart og fjölfrótt fólk er hveiju barni hollt veganesti og gerir það að betri einstakling. Eg tel það sérstaka gæfu, að í september síð- astliðnum auðnaðist mér að heim- sækja Björgu á Héraðshælinu á Blönduósi, þar sem hún dvaldi síð- asta árið, og sýna henni litlu börn- in mín tvö. Þeim auðsýndi hún sömu móðurlegu hlýjuna sem mér sjálfri mætti ávallt og er ég þess sannfærð að blessun gömlu kon- unnar á eftir að lýsa æviveg þeirra beggja. Aðstandendum Bjargar votta ég hluttekningu mína og bið góðan Guð að styrkja þau í söknuði þeirra. Ragnhildur Bjamey Traustadóttir Björg í Efri-Lækjardal lést á Héraðshælinu á Blönduósi 20. nóv- ember sl. Hún verður lögð til hinstu hvíldar frá sóknarkirkju sinni, Hös- kuldsstöðum í A-Húnavaatnssýslu, mánudaginn 2. desember. Björg fæddist í Holti í Svínadal, foreldrar hennar voru Benedikt Einarsson og Ásta M. Björnsdóttir bæði til heimilis í Holti. Fyrir aldamótin fóru þau að búa fyrst í Stóradals- seli, þaðan fóru þau að Þröm og síðan að Eldjárnsstöðum í Blöndu- dal. Á þeim árum lágu ekki á lausu góðar bújarðir, svo hjón sem vilu byija búskap urðu að gera sér að góðu reytings kotjarðir langt í döl- um inni. A Eldjárnsstöðum deyr kona Benedikts. Þá er kominn til þeirra Ingvar Pálsson sem giftist Signýu systur Bjargar. Þaðan flyt- ur svo öll fjölskyldan laust' fyrir 1930 að Balaskarði í Vindhælis- hreppi, þangað fer líka Sólbjörg þriðja systirin og Björg með Elsu Geirlaugsdóttur, sitt fyrsta og eina barn. Björg var fyrstu árin eftir fæð- ingu í Holti en fer svo með foreld- rum sínum þegar þau fara að búa, en um níu ára aldur fer hún aftur að Holti og er þar hátt á þriðja áratug eða til ársins 1929. í Holti leið henni vel, enda þótti henni mikið til þess heimilis koma, þar lifði hún sín uppvaxtarár og marg- ar gleðistundir, það var henni eigin- legt svo lundlétt og raunglöð sem hún alla jafnan var. Líka varð hún að þola dapra daga. Hún kynntist þar ungum manni, Geirlaugi að nafni, sem hún felldi hug til, en varð að þola þá sorg að missa hann snögglega um aldur fram. En Björg var ekki ein, hún eignaðist með honum dóttur sem var alla tíð henn- ar sólargeisli. Hún heitir Elsa og býr í Lækjardal ásamt manni sín- um; Friðgeiri Kemp. Árið 1938 keypti jörðina Efri- Lækjardal Halldór Guðmundsson, ættaður úr Langadal, fæddur á Móbergi. Hann var hálfbróðir þeirra Frímannsbræðra frá Hvammi í Langadal. Halldór eign- aðist þar konu, Guðrúnu Bjarna- dóttur frá Björnólfsstöðum. Halldór og Guðrún eignuðust íjögur börn og bjuggu í Holtastaðakoti, einnig upp á Laxárdal. Um eða uppúr 1930 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur og gerðist Halldór daglaunamaður í nokkur ár, en það átti ekki við hann, sveitin togaði hann til sín. Hann fór einn norður og keypti sér Efri-Lækjardal, en þá vantaði hann ráðskonu, því Guðrún varð eftir fyrir sunnan. Þá var hann svo heppinn að hann fór að Balaskarði og réði til sín þá konu sem hann alla tíð var ánægð- ur með, Björgu Benediktsdóttur, þar með var hún komin í trygga höfn ásamt dóttur sinni Elsu, og þar hefur Björg átt heima í meira en hálfa öld. Um 1950 tóku ungu hjónin við jörðinni, Friðgeir Kemp og Elsa. Á næstu árum var ráðist í að endur- byggja bæði íbúðarhús og öll útihús svo nú er þar höfðinglegt 'heim að sjá. Góð kona eins og Björg var, á ekki nema allt gott skilið, hún uppskar líka gleðina þegar barna- börnin hennar komust á legg, en þau eru þijú, tveir drengir og ein stúlka. Það hefur ekki verið kotvís- að að koma í kjöltuna til ömmu og finna handtökin hlý og mjúk og alltaf tilbúin að verma og sefa trega tár. Þeim Halldóri og Björgu bún- aðist vel í Lækjardal, og hef þá trú að vel hafi farið á með þeim, bæði af þeirri kynslóð sem var trú yfír því sem í hendur hennar var lagt. Björg í Lækjardal var ekki kona sem oft fór af bæ, utan þess að versla á Blönduósi, lengra til fór hún síður nema til þess að láta athuga sjónina í sér en það var eitt af því sem hijáði hana seinustu árin. Én minnið og hin andlega heilsa brást henni ekki þótt aðeins vantaði rúm tvö ár til að fylla öld- ina. í Efri-Lækjardal er víður sjón- deildarhringur og margt ber þar fyrir augu. Gamli bærinn stóð mik- ið ofar í túninu en sá nýi, við norð- anverðan Kaldbak þar sem Langa- dalsijall endar og það hátt að út- sýni er þaðan frábært. Björg hefur oft á sumardegi komið snemma út í lognkyrra sól, og með því að horfa til suðurs sá hún fjöllin sem voru henni svo kunn þegar hún átti heima á ættarsetrinu Holti, og sem hún rennir augunum áfram vestur sér hún afmörk dalanna, Vatnsdals og Víðidals, - þá er Vatnsnesið baðað heitri morgunsól frá Hvít- serk til hæstu brúna, þar útaf nes- inu meriar Húnaflói í lognkyrðinni. Lengst í vestur þar sem Húnaflói hættir, hvítblámar á Strandafjöllin svo langt norður sem séð verður, þar nyrst rís Reykjahyrna sem eyja úr hafinu. Senn líður að kvöldi og við horf- um norður til hnígandi sólar þegar nokkrar rastir aðskilja haf og sól fer hún á tólftu stundu að siga bakvið Spákonufellið þangað til allt hverfur, og þá er allt búið. Ég átti þess oft'kost að njóta gestrisni og góðra veitinga hjá þeim Halldóri og Björgu. Fyrir þaðjiakka ég með glöðu hjarta, sömuleiðis einstaka tryggð við mína fjölskyldu og ekki síst fyrir drengina sem hjá þeim voru. Björgu þakka ég fyrir allt elsku- legt, það var mannbætandi að þekkja hana og færi betur að svo væri um fleiri. í Guðs friði. Elsu, Friðgeir og fjölskyldu þeirra votta ég samúð mína. Sigurgeir Magnússon & Lærdómsrit Bókmenntafélagsins - ný bók GORGÍAS eftír PLATÓN Glæsilegasta og vinsælasta samræða Platóns. Jslensk þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson einnig ritar inngang og skýringar. sem Platón (427-347 f.Kr.) segir í Gorgíasi að leið sannleikans, en ekki sannfæringarkraftsins, hljóti að vera til góðs. Þá fári þekking og dyggð , saman, kjaminn I siðfræði hans. í Gorgíasi er að finna ádeilu Platóns á mælskulist eða lýðskrum en hún var undirrótin að ándstöðu hans við lýðræði. Grunnurinn að gagnrýni Platóns _á lýðræðið er lagður í Gorgíasi en rökin setur hann fram í riti sínu Ríkinu. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTÁFÉLAG , SÍDUMÚI.121 • PÓSTHÓI.F8935 • 128 REYKJAVÍK • SÍMI91-679060 ££ 1816 1991

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.