Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRfcl- hUMf-SUNNUL)AGUK!l. DESEMBEK .1991
MATREIÐSLA
Uppskriftir að réttum
með allt frá murtu
til hreindýra
*_t er komin á vegum Forlags-
I ins bók með 45 uppskriftum
^ að þess háttar villibráð sem
hérlendis er að hafa. Leitað var í
smiðju „Kokkalandsliðsins” sem
rakaði saman efni í bókina á furð-
uskömmum tíma nú síðsumars og
í haust. Það kemur ef til vill ein-
hverjum á óvart hversu fjölbreyti-
leg villibráð hér finnst. I bókinni
er að finna uppskriftir fyrir allt
frá lunda og súlu, til murtu og
til hreindvrs. Og auðvitað eru
fastir liðir á ferð eins og lax,
bleikja, ijúpa og gæs. Og margt
fleira, bæði forréttir, aðalréttir og
eftirréttir. „í upphafí far þess far-
ið á leit við okkur að við settum
saman bók um svona fínni mat-
reiðslubók, en svo skiptu þeir hjá
Forlaginu um skoðun og vildu
villibráðarbók. Það var knappur
tími og við vældum eitthvað um
það, en þeir voru ákveðnir og við
hrifumst því með og settum allt á
fulla ferð og þetta hafðist, mest
fyrir tilstilli góðs hóps sem lagðist
á eitt,” sagði Sigurður Hall blaða-
fulltrúi Klúbbs matreiðslumeistara
í samtali við Morgunblaðið.
Við vorum út og suður að ná
okkur í hráefni og ekki hlaupið
að því í öllum tilvikum, þó fannst
flest í frosti einhvers staðar það
sem ekki var annars staðar að
hafa. Við vorum reknir áfram og
þetta var 16 til 17 stunda vinna
á dag í svona viku við myndatök-
urnar sem fóru fram í gamla
Matreiðsluskólanum í Hafnarfirði.
Þar voru útlitshönnuðurinn, ljós-
myndarinn og textahöfundurinn
María, sem Ieysti eitl vandasam-
asta verkið úr hendi, þ.e. að fella
saman texta og uppskrfitirnar.
Það er ekki grín að láta uppskrift-
Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurðsson.
Keppnislið matreiðslumeistara, myndin tekin í veiðihúsinu við Hítará.
ir stemma við réttina. Það þarf
að vera samræmi. Þar kom texta-
höfundurinn og leysti málið með
snilldarlegum hætti,” segir
Sigurður. En hvað segir hann um
réttina sem bókin snýst um?
„Sumir þessara rétta eru nýir
og urðu til á meðan á mynda-
tökunum stóð. Aðrir hafa verið í
lengri eða skemmri þróun, annað
hvort hjá okkar mönnum, eða að
þeir hafa verið teknir sem frum-
hugmynd af erlendum matseðlum
og heimfærðir upp á íslenskt hrá-
enfi ef við getum orðað það þann-
ig. Notað íslenskt hráefni og ein-
hveijum hugmyndum bætt við.
Einn af réttunum sem ég á þarna,
villigæsasúpa, hef ég reynt með
ýmsum tilbrigðum í veiðihúsini við
Laxá í Kjós þar sem ég hef unnið
á sumrin og í bókinni er sú útgáf-
an sem besta gaf raunina. Það er
gott dæmi um hvernig sumir rétt-
ana hafa þróast með tíð og tíma.
Og það er eitt sem má ekki
gleyma. Réttirnir eru valdir þann-
ig, að hver og einn sem hefur
aðgang að ósköp venjulegu eld-
húsi á að geta farið í þessa bók,
valið þann rétt sem hann kærir
sig um og eldað hann,” svarar
Sigurður Hall.
Fannir hf. • Krókhálsi 3 • Sími 67 25 11
Dúkurinn er uiulirstaða að glœsilegu veisluborði.
Duni-dúkarúllur eru fáantégar í fallegum litum sem lífga
upp á borðið, hvort heldur sem er við hátíðleg
tœkifœri eða bara hversdags.
Duni-dúkarúllurnar eru 25 metrar á lengd og 1,25 metrar
á breidd og jiassa því á Jlest borð.
Líttu eftir Duni-dúkarúllu í nœstu verslun.
Metsölublað á hvetjum degi!
Morgunblaðið/Ari
AUG^SING
100 manns
umiii í fiinm
sólahringa
að lengstu
leiknu aug-
lýsingunni
Nýlega var lokið við gerð leikinn-
ar auglýsingar sem Frostfílm
vann fyrir Gosan með þátttöku ung-
menna úr samtökunum Módel ’79.
Verið var að auglýsa Pepsí kóla og
var mikil og ströng vinna lögð í verk-
ið og það unnið fram á rauðanætur
í einni fimm daga törn. Útkoman
ætti að sjást á hvítum tjöldum um
þessar mundir, því auglýsingin var
unnin með því augnamiði að vera
fyrirrennari stórmynda í Sagabíói
sem opnar um þessar mundir. Aug-
lýsingin er merkileg fyrir ýmsa hluta
sakir, en ekki kannski hvað síst
vegna þess að hún er trúlega lengsta
leikna auglýsingin sem gerð hefur
verið hér á landi, en svo telur að
minnsta kosti Karl Óskarsson kvik-
myndagerðarmaður sem fór fyrir
verkinu ásamt Magnúsi Scheving hjá
Módel ’79. Auglýsingin er þijár mín-;
útur og fimmtán sekúndur.
Karl sagði í samtali við Morgun-;
blaðið, að gerð hefðu verið tvö eintökj
af auglýsingu þessari, annaðv
svart/hvítt og hitt í lit. „Þetta er
svona lítil tallaus glæpasaga frá ár-
1 •