Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 68

Morgunblaðið - 01.12.1991, Síða 68
W*f Reghibundinn JL/# sparnaðiir Landsbanki íslands FORGANGSPOSTUR UPPLYSINGASIMI 63 71 90 MOHGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 liEYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. VEL BUINN I VETRARKULDA Morgunblaðið/KGA Slátursamlag Skagfirðinga; Aukið magn og hærra verð fyrir hrossakjöt til Japans 500 hross hafa verið felld á árinu Sauðárkróki. VERULEG aukning hefur verið í pöntunum þeirra fjögurra aðila í Japan, sem kaupa hrossakjöt frá Slátursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Að sögn Gísla Sverris Halldórssonar, fram- kvæmdasljóra slátursamlagsins, var í upphafi slátrað á bilinu 14-15 hrossum á viku, en í síð- ustu slátrun fyrir jól verða hins vegar 80 hross felld, og þá hafa samtals um 500 hross verið felld á árinu. Bændur fá nánast stað- greitt fyrir sína vöru, en Gísli segir að slát.ursamlagið geti boð- ið þeim allt að 40 krónum yfir grundvallarverði. Gísli segir að hinir japönsku kaupendur hafí lýst sig mjög ánægða með vöruna héðan frá Sauðárkróki, og nú væri pöntunar- kerfið og salan komin í fastan far- veg og þess vegna væri bjart fram- undan í þessum útflutningi. Hann sagði að síðasta slátrun fyrir ára- mót yrði um miðjan desember og þá yrðu allir biðlistar hreinsaðir upp og þeim fjölda náð sem yrði lágmarkið á ársgrundvelli fram- vegis, eða um 500 hrossum. Gert væri ráð fyrir að markaðurinn geti tekið við mun meira magni, eða allt að 800 hrossum á ári. Gísli sagði að kaupendurnir í Japan vildu fá kjöt í hverri viku, og ef ekkert kæmi uppá væri um fastan markað að ræða allt árið. Hefði kaupendum verið gerð grein fyrir því að um hærra verð myndi vera að ræða þegar slátra þyrfti allt árið, og um þetta hefðu náðst góðir samningar. Þetta kæmi einnig til vegna þess að bændur yrðu líka að gera betur við hrossin til þess að fítu- - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra RÍKISSTJÓRNIN hyggst standa við það markmið sitt að hallinn á ríkissjóði verði innan við fjórir milljarðar á næsta ári, án þess að skattar verði hækkaðir. Aflasamdráttur og frestun álversframkvæmda þýða að skera þarf niður rúma þrjá milljarða í viðbót við það, sem þegar er orðið. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið I dag að fækka verði ríkisstarfsmönnum til að draga úr launakostnaði og svo geti farið að segja þurfi upp fólki hjá ríkinu. „Ég legg mjög þunga áherzlu á að langsamlega stærsta efnahagsað- gerðin, sem ríkisstjórnin getur gripið til, er að styrkja ríkisfjármálin og fylgja þessari stefnu sinni eftir,” segir Friðrik í viðtalinu. „Ef við ætlum að ná niður vöxtum og halda stöðugleika í efnahagslífínu til að veija þá sem verst eru settir og lægst hafa launin, eigum við aðeins einn möguleika. Það er að draga úr útgjöldum rikisins og koma verð- bólgunni niður fyrir það, sem hingað til hefur þekkzt hér á landi; tvö til þijú prósent.” Friðrik segir að launakostnaður ríkisins sé um 70% af rekstrarkostn- aði þess, eða 33 til 34 milljarðar. Draga verði úr yfirvinnu og fækka opinberum starfsmönnum. „Auð- veldast væri að fækka með því að ráða ekki í þær stöður, sem losna, heldur færa til innan kerfisins. Ef það dugar ekki til, verðum við eins og aðrir að segja upp fólki,” segir fjármálaráðherra. Aðspurður lækkun vaxta á á ríkis- skuldabréfum og ríkisvíxlum sagði Friðrik að mikil lánsfjárþörf vegna umframeyðslu hins opinberra og heimilanna í landinu héldi vaxtastig- inu uppi. Hann segir að vextir á rík- isvíxlum hafí lækkað í takt við lækk- un á vöxtum í bankakerfinu. Til þess, hins vegar, að lækka raun- vexti á ríkisskuldabréfum þurfí að draga úr lánsfjárþörf ríkisins. Ríkis- stjórnin hafi sett sér það markmið að á næsta ári taki opinberir aðilar innan við 24 milljarða í lán, en á þessu ári megi reikna með að þeir taki tii sín 36 milljarða. Aðspurður um skort á eindrægni innan forystusveitar Sjálfstæðis- magn í kjötinu minnkaði ekki. Um 80% þeirra hrossa sem lógað hefur verið eru úr Skagafirði, en að sögn Gísla hafa einnig fengist hross bæði úr Eyjafjarðar- og Húnavatnssýslum og væntanlega yrðu fyrstu hrossin sem felld yrðu eftir áramót austan af Tjömesi. -BB. Ríkisstjórnin hyggst skera ríkisútgjöld enn frekar niður: Uppsagnir starfsmanna hjá ríkinu koma til greina Úlnliðs- brot eru algeng í hálkunni UNDANFARNAR tvær vik- ur hefur verið mjög hált í höfuðborginni og eins og ávallt gerist í hálku fjölgar mjög beinbrotum hjá al- menningi. Tryggvi Þor- steinsson yfirlæknir á slysa- deild Borgarspítalans segir að úlnliðsbrotin séu algeng- ust í hálku og áberandi að fullorðið fólk er í meirihluta þeirra sem koma á slysa- deild af þessum sökum. Tryggvi segir að hann hafí ekki nákvæmar tölur um fjölda tilfella undanfarnar tvær vikur en þegar hálkan er mikil er algengt að 5-6 einstaklingar komi daglega með brotinn úlnlið á slysadeild. „Og hér á árum áður man ég eftir einum degi þar sem 17 slík tilfelli komu til okkar,” segir Tryggvi. Af öðrum al- gengum brotum í hálkunni má nefna mjaðmagrindarbrot, oln- bogabrot og fótbrot auk sára og hruflna á andliti og hnjám. Tryggvi segir að það sé mikilvægt að fólk, einkum full- orðið fólk, fari sér varlega í hálkunni og sé á góðum skóm. flokksins og tillögur Þorsteins Páls- sonar sjávarútvegsráðherra um efnahagsaðgerðir vegna sjávarút- vegsins, segir Friðrik: „Menn verða að gera sér grein fyrir hversu mikil- vægt það er fyrir ríkisstjórnina í heild að hafa frumkvæði og forystu um þær aðgerðir, sem þarf að grípa til, á þeim tíma sem við teljum æski- legan. Það hefur þess vegna óheppi- leg áhrif ef fram koma ótímabærar tillögur um aðgerðir fyrir einstakar atvinnugreinar, án þess að það sé liður í heildaraðgerðum. Það er líka afar nauðsynlegt í þessari stöðu að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkað- arins séu samferða í athöfnum sínum og allir beri ábyrgð á niðurstöðunni. Skilyrði þess að slíkt sé hægt, er að menn þjófstarti ekki.” Sjá „Munum halda fjárlagahall- anum í skefjum” á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.