Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 284. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Námsmenn hand- teknir og háskól- um lokað í Burma Bangkok. Reuter. Herforingjastjórnin í Burma lokaði ölluni háskólum landsins í gær er námsmenn efndu til mótmæla í höfuðborginni, Rangoon, annan daginn í röð. Hermenn, vopnaðir vélbyssum og rifflum með byssustingj- um, réðust inn í Rangoon-háskóla og handtóku tugi námsmanna, sem kröfðust þess að herforingjastjórnin færi frá og lýðræði yrði komið á. Reuter. Borís Jeltsín Rússlandsforseti glaðbeittur með dádýrskálf úr gulli, Bambi-verðlaunin, sem þýskir blaðaútgef- endur veittu honum í gær fyrir þátt hans í að stuðla að pólitískum umbótum og lýðræði í Sovétríkjunum. Leiðt ogar Kazakhstans sýna samveldinu áhuga Gorbatsjov sagður linast í andstöðu við samveldið Moskvu. Reuter. Hundruð námsmanna höfðu efnt til mótmæla við háskólann á þriðju- dag til að krefjast þess að Aung San Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár, yrði látin laus úr stofu- fangelsi. Hermennirnir voru fluttir með brynvörðum liðsflutningabifreiðum að háskólanum og á eftir þeim komu Kennedy Smith var sýknaður Vestur Pálmastönd. Reuter. WILLIAM Kennedy Smith var sýknaður í gærkvöldi af ákæru um að hafa nauðgað þrítugri konu á grasflöt bú- staðar Kennedy-fjölskyld- unnar á Vestur-Pálmaströnd á Flórída. Þegar formaður kviðdómsins skýrði frá niðurstöðunni færðist breitt bros yfír andlit Kennedy Smiths og hann gat ekki leynt gleði sinni og felldi tár. Við vitnaleiðslur hélt hann því statt og stöðugt fram að hann hefði haft samfarir við meint fórnar- lamb sitt að frumkvæði þess. Réttarhaldið yfír Smith tók 10 daga og voru 45 vitni leidd fyrir réttinn. Tók það sex manna kviðdóm eina klukku- stund og 20 mínútur að komast að einróma niðurstöðu. liðsmenn óeirðalögreglunnar með skildi og kylfur. Hermennirnir vísuðu námsmönnum úr heimavistum há- skólans og borgarbúi sagði að 20-40 þeirra hefðu verið handteknir. Útvarpið í Rangoon sagði að mennta- og heilbrigðisráðuneytið hefði fyrirskipað að öllum háskólum landsins skyldi lokað „vegna óeirða og samviskulausra glæpamanna og nokkurra stjórnmálaflokka". Mótmælin undanfarna daga hafa verið þau mestu frá því Suu Kyi var sett í stofufangelsi í júlí 1989. Flokk- ur hennar vann yfirburðasigur í þing- kosningum árið 1990 en herforingja- stjórnin 'neitaði að fara frá völdum og lét handtaka alla leiðtoga flokks- ins. AUKNAR líkur þóttu á því í gær að nýtt samveldi sjálfstæðra ríkja í stað Sovétríkjanna yrði að veru- leika eftir að stjórnvöld í Kazak- hstan sýndu áhuga á aðild að sam- veldinu. Þá sagði Borís Jeltsín Rússlandsforseti eftir viðræður við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seta í gær að andstaða Gorbatsj- ovs við samveldisstofnunina færi þverrandi. „Ég vil ekki segja að hann styðji samvcldisstofnunina en mótspyrna, sem felur í sér hvers kyns valdbeitingu, er útilok- uð af hans hálfu,“ sagði Jeltsín eftir fund forsetanna. Jeltsín sagði á fundi með nokkrum þingmönnum Rússlands í gær að hann teldi Míkhaíl Gorbatsjov vera að mýkjast í afstöðunni til stofnunar samveldisins. Þingmaðurinn Stan- íslav Shústov, sem sat fundinn, sagði að Jeltsín hefði skýrt þeim frá því að Gorbatsjov hefði ákveðið að end- urskoða afstöðu sína til samveldis- •stofnunarinnar. „Jeltsín sagðist hafa það á tilfinningunni að forsetinn væri farinn að hallast að stuðningi við samkomulagið,” sagði Shústov. Pavel Vostsjanov, talsmaður Jeltsíns, staðfesti síðar að frásögn Shústovs af fundinum væri rétt. „Það er ekki einungis Gorbatsjov sem er að snú- ast í afstöðu sinni,“ sagði hann og bætti við að yfírvöld í Kazakhstan og þremur lýðveldum öðrum áform- uðu jafnvel aðild að samveldinu. Núrsúltan Nazarbajev, forseti Kazakhstans, hefur hafíð beinar samningaviðræður við rússneska leiðtoga um hugsanlega aðild að samveldinu, að sögn aðstoðarmanna forsetans. Jeltsín sagði þýskum emb- ættismönnum í Moskvu í gær að hann teldi nær öruggt að Kazakhstan gengi í samveldið. Stjórnmálaskýr- endur töldu það veikja stöðu Gorb- atsjovs til muna yrði það að veru- leika. Jeltsín sagði einnig að Armen- ía og Kirgizistan hefðu lýst yfir stuðningi við samveldið. Jeltsín átti í gærmorgun viðræður við helstu yfirmenn sovéska herafl- ans og skýrði þeim frá ákvörðun leið- toga slavnesku ríkjanna þriggja, Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rúss- lands, um stofnun nýs samveldis sjálfstæðra ríkja í Mínsk sl. sunnu- dag. Daginn áður hafði Gorbatsjov rætt við fulltrúa hersins. Jeltsín sagði að Jevgeníj Sháposhníkov varnar- málaráðherra hefði hringt í sig eftir fund þeirra og lýst ánægju sinni með viðræðurnar. Háttsettir rússneskir embættismenn sögðu að yfirmenn hersins aðhylltust samveldisstofnun- ina en opinberlega er afstaða hersins þó með öllu óljós. Gorbatsjov hefur sagt að þing lýð- veldanna verði að samþykkja sam- veldisstofnunina og ef til vill verði að bera ákvörðun leiðtoga Rúss- lands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu undir þjóðaratkvæði. Thatcher segist ánægð með árangur Majors í Maastricht Finnar bóka far með lest Svía og Austurríkismanna inn í EB London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðhcrra Bretlands, þykir hafa náð miklum ár- angri í harðskeyttum samningaviðræðum á leiðtogafundi Evrópubanda- lagsins í Maastricht í Hollandi sem lauk i fyrradag. Honum tókst að undanskilja Breta sameiginlegri félagsmálalöggjöf EB og fá heimild fyrir þjóð sína til að standa utan við gjaidmiðilssamruna bandalagsins. Margaret Thatcher, einn kunnasti andstæðingur aukins samruna Evr- ópuríkja, hældi enda eftirmanni sínum í embætti forsætisráðherra Bretlands, að sögn aðstoðarmanna hennar. Míyor stóð sig að hcnnar sögn „mjög vel“ og hún getur „í grundvallaratriðum stutt Evrópu- stefnu hans“. John Major og Neil Kinnock, leið- togi Verkamannaflokksins, tókust á í breska þinginu í gær í vikulegum fyrirspumatíma forsætisráðherrans. Kinnock gagnrýndi Major fyrir að hafna sameiginlegri félagsmálalög- gjöf: „Hvemig geturðu sagst hafa náð besta hugsanlega samningi fyrir Breta á meðan þú ert staðráðinn í að búa breskum launþegum sem verst kjör.“ Norman Tebbit, fyrrum formaður íhaldsflokksins og kunnur Evrópubandalagsandstæðingur, sagðist ósáttur við samninginn sem gerður var í Maastricht en bar eigi að síður lof á Major fyrir snjalla varnarbaráttu. Talið er að klofningur innan Ihaldsflokksins sé nú ólíklegri en fyrir leiðtogáfundinn og því er jafnvel spáð að Major boði til kosn- inga á næstunni. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, var mjög ánægður með samningsnið- urstöðuna í Maastricht og segja fréttaskýrendur að Þjóðveijar hafi vegna vægi síns innan EB augljós- lega haft mest að segja um innihald samninganna. Undanfarna daga hef- ur þó orðið vart ótta jafnt í röðum ráðherra sem stjórnarandstæðinga við sameiginlegan gjaldmiðih Birtist hann einnig á forsíðu stærsta dag- blaðs Þýskalands og Evrópu, Bild, í gær: „1999 — Andlát marksins“ sagði þar í fyrirsögn. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, sagði í gær að EB-aðild yrði ávinningur fyrir Norð- menn hvað snertir utanríkis- og varn- armál. Hins vegar væri hagurinn af því að ganga í EB ekki jafn augljós þegar landbúnaðar og skattamál væru athuguð. Brundtland sagðist ekki sjá ástæðu til að hraða ákvörð- un um aðildarumsókn en Verka- mannaflokkurinn ætlar ekki að gera upp hug sinn fyrr en næsta haust. Aðilar í Finnlandi hafa hins vegar greinilega áhyggjur af því að emb- ættismenn innan EB herma að þau ríki sem ekki sækja um innan þriggja mánaða fái ekki inngöngu um leið og Svíar og Austurríkismenn sem þegar hafa sótt um. Pertti Salolain- en, utanríkisviðskiptaráðherra Finn- lands, sagði í gsér að ef Finnar ákvæðu næsta vor að sækja um þá vildu þeir endilega verða samferða Svíum og Austurríkismönnum. „Við viljum bóka far núna með lest Svía og Austurríkismanna,“ sagði hann en talið er að þessar þjóðir geti feng- ið inngöngu árið 1995. Sjá „Líklegt að...“ á bls. 40.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.