Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 55' Hvað var gert fyrir söfnunarfé Hjálparstofnunar kirkjunnar? ur Fer inn á lang flest heimili landsins! FRA ITALÍU ■ NÝ VERSLUN hefur opnað við Óðinstorg, Parket og hurðir sf. Eigendur segjast leggja áherslu á vandað gegnheilt parket á góðu verði. Harðviðurinn sem notaður er í parketið er ættaður frá Afr- íku, Suður-Ameríku og Ástralíu. Nýjar harðviðartegundir eru á boð- stólum sem ekki hafa verið fáan- legar á íslandi. Eins og nafn versl- unarinnar ber til kynna er einnig hægt að fá hurðir, bæði' innihurðir og útihurðir. Einnig eru seldir stig- -ar eftir pöntunum. Eigendur eru Ivar Atlason og Orri Wilbergs- son. Eigendur Parkets og hurða sf. í verslun sinni. Verð kr.18.600,- stgr. Verð kr. 14.700,- stgr. Skatthol - bókaskápar - skrifborð - hornskápar- smáborð - kommóður - stakir stólar. Ármúla 8, símar 812275 og 685375. Starfið hefur skilað árangri segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri - Á þessu ári hefur Hjálparstofnun kirkjunnar varið alls um 30 milljónum króna til verkefna og er það talsvert meiri upphæð eu nokkur síðustu árin. Við teljum að þessum fjármunum hafi verið vel varið og með þeim hafi bæði tekist að bjarga mannslífum og bæta kjör þeirra sem minnst mega sín í þeim löndum sem við höfum starfað, segir Jónas Þórisson framkvæmdasljóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar í samtali við Morgunblaðið. Jónas Þórisson lýsir hér á eftir nokkrum verkefnum Hjálparstofn- unar og nefnir dæmi um árangurs- ríkt starf stofnunarinnar. Hann hefur á árinu fylgt starfinu eftir, bæði sendingu vegna neyðarað- stoðar í „rak og nýlega var hann í Indlandi þar sem hann ræddi við samstarfsaðila Hjálparstofnunar og kynnti sér starfið. Priscilla Njoroge sér um starf meðal kvenna í Nairobi. Indland: Námið bætir aðstöðu bamanna Konum hjálpað í Kenýju Síðustu tvö árin hefur Hjálpar- stofnun styrkt starf meðal kvenna í Nairobi í Kenýju og verður svo einnig á næsta ári. Þarna er um að ræða hjálp fyr-^ ir ungar konur og einstæðar mæður til að koma undir sig fótunum en sumar hverjar hafa lent í ógöngum vegna áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Aðstoðin felst í því að útvega konunum húsaskjól og kennslu. Einnig er rekstur barnaheimilis styrktur. Konum þessum er kennd einhvern handiðn, saumskapur eða annað og þeim hjálpað við að koma á fót framleiðslu á fatnaði og að koma henni á markað. Priscilla Njoroge veitir þessu starfi forstöðu en hún hefur m.a. sótt nám til Bandaríkjanna. Þá hefur hún einn- ig tekið að sér fjölfötluð börn. Svipuð starfsemi hefur einnig verið kostuð í Afríkuríkinu Les- hoto. Þar er áfengis- og eiturlyfja- neysla vandamál eins og í mörgum öðrum ríkjum Afríku. Samanlagð- ur kostnaður við þesi verkefni var á árinu um 1.200 þúsund krónur. Verð kr. 29.600,- stgr. Uppbyggingarstarfið sem við kostum á Indlandi gengur mjög vel og ég er mjög ánægður með samstarfsaðila okkar þar. Eg leit nyög gagnrýnum augum á allt starfið og get fullyrt eftir þessa heimsókn að þarna eru fjármunir vel nýttir og hver krón a frá ís- landi kemst til skila til hagsbóta fyrir þá lægst settu á starfssvæð- um okkar, segir Jónas Þórisson eftir ferð sína til Indlands í síð- asta mánuði. Samstarfsaðilar Hjálparstofnunarinnar á Ind- landi eru tveir, Social Action Movement og United Christian Church of India og starfa bæði samtökin meðal hinna lægst settu, landbúnaðarverkamanna og svokallaðs þvottafólks. Starf þessara samtaka fer fram í suðurhluta landsins, ekki langt frá Madras. Hjálparstofnun kirkjunnar hóf að styrkja starfsemi þeirra fyr- ir tveimur árum. Samtök þessi eru styrkt á þann hátt að kostað er framfæri og skólaganga barna og haf a fjölmargir einstaklingar á Islandi og nokkur fyrirtæki tekið að sér fósturbörn. í ráði er að Hjálp- arstofnunin kosti fleiri börn. Börnin búa í heimavistum og eru sum þeirra munaðarlaus en öll eiga það sammerkt að vera frá fátækum og barnmörg um fjölskyldum og geta ekki stundað nám án stuðnings. Einnig hefur verið styrkt framfæri fjölfatlaðra barna sem Jónas segir að sé litið niður á í Indlandi og að þau séu álitin fyrir. - Fósturbörnin eru dugleg og yfirleitt heilsuhraust og fylgist hjúkrunarkona með heilsufari þeirra, segir Jónas. -Þau vita að þau eru styrkt af fjölskyldum frá Islandi enda hafa sumum börnunum Hjálparstofnun sér um framfæri rúmlega 300 barna á Indlandi með stuðningi fósturforeldra á íslandi. I ráði er að byggja heimavist fyrir börnin sem reist verður ofan á bygginguna vinstra megin á myndinni. borist myndir og kveðjur héðan. Heimavistarrými er e kki enn nægi- leg stórt fyrir öll börnin og því hef- ur verið farið fram á að Hjálpar- stofnun fjármagni byggingu svefn- rýmis. Þá vantar einnig aðstöðu til að matast en í dag taka börnin bara matinn hvert á sinn disk og hreiðra um sig úti eða inni e ftir atvikum og borða þar. Hjálparstofn- un mun einnig aðstoða við að koma upp þessari aðstöðu sem nýtist fóst- urbörnunum á fleiri vegu. Auk þess sem framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar ræddi við forráða- menn samstarfsaðila sinna var hann viðstaddur vígslu 40 manna sjúkraskýlis sem safnað var til í síðustu söfnun Hjálparstofnunar. Hefur þegar verið ráðinn þangað læknir og hjúkrunarlið og var það nýlega tekið í notkun. Nokkurn tækjabúnað vantað þó ennþá og verður haldið áfram að aðstoða við útvegun þeirra. En hver verður framtíð þeirra barna sem nú eru kostuð í grunnskólanám? - Framtíð hinna lægst settu á Indlandi er lítil í augum þeirra sjálfra og í augum hinna sem eru ofar í þjóðfélagsstiganum. Hindú- isminn boðar að maður verði ævi- langt á því þjóðfélagsstigi sem hann er fæddur inn í. Það á að vissu leyti við þessi börn en það að þau fá tækifæri til náms breytir þó miklu. Báðir þessir samstarfsaðilar okkar eru að undirbúa kennslu í einhverj- um verkmenntum sem börnunum koma til góða. Dæmi um slíkt eru smíðar, saumaskapur, vélaviðgerði r og fleira og börn sem kunna eitt- hvað slíkt fyrir sér hafa möguleika á starfí. Þar með er hugsanlegt að kjör þeirra verði önnur en þau að lifa við örbirgð alla ævi því þeir lægst settu í Indlandi eru vart ann- að en matvinnungar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.