Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR '1'2. ÐESEMBER- 1991 17 „Fagurt kvað fugl í skógi“ Utgáfunefnd Borgfirðingaljóða: Valtýr Guðjónsson, Sveinbjörn Bein- teinsson og Jón Magnússon. DVALARSTAÐUR VITUNDAR Bókmenntir Jenna Jensdóttir Borgfirðingaljóð. Umsjón með útgáfu: Sveinbjörn Beinteinsson. Hörpuútgáfan 1991. Þeim söngurinn er kærastur sem kunna að meta vorið, sem kalla fram í sólina _ bros og gleði manns og láta hvorki athöfn né orð við honum blaka en ávallt rétta höndina erþyngirsporinhans. (bls. 72.) Það leynir sér ekki — þeir yrkja mikið Borgfírðingar og hafa víst alltaf gert. Skáldið Sveinbjörn Bein- teinsson ritar formála að þessari bók, sem gefin er út í tilefni af 30 ára afmæli Hörpuútgáfunnar, 15. okt. 1990 —. Auk Sveinbjörns voru í útgáfunefndinl: Bjarni Valtýr Guð- jónsson, Bragi Þórðarson og Jón Magnússon. I formála getur Sveinbjörn þess að efninu hafi verið safnað um Borg- arfjarðar- og Mýrasýslur og á Akra- nesi. Allir höfundar ljóða voru á lífi. Höfuðkröfur voru þær að skáldskap- ur yrði eingöngu háttbundinn og ekki hvikað frá því. í formála segir einnig: „Um list og skáldskapargildi verður ekki rætt hér.“ í bókinni eru fjölmargar fer- skeytlur og þær flestar býsna snjall- ar — bera þess vott að Borgfirðing- ar eiga marga ágætis hagyrðinga. Landsynningur Hvetur gandinn, hnyklar brá, hvessir brandinn slyngur. Mörgum grandar geislum sá grimmi landsynningur. (bls. 230.) Árstíða- og tækifærisljóð eru flest bundin fólki og átthögum þess. Þekkt skáld eru ekki mörg í bókinni — en það lýsir af skáldskap þeirra: Til einhvers./Til einhvers mun það komið að eiga við þig leik/mitt unga veika hold/þú ægilega veröld með andlit svört og bleik/og orma í þinni mold./ . . .(bls. 319). . . Stórbókin borgfirska, Og þá rigndi blómum geymir aðeins skáldskap kvenna. Hér eru karlar í áberandi meirihluta. Óneitanlega setur það meiri svip á heildina en ýmislegt annað. Hugarheimur er ólíkur, sem og viðhorf og raunsýn. Eigi verður hirt um að færa rök að því hér, þar sem hver sá er bækurnar les getur best leitað þeirra. Hér er vandað til vals að því leyti að jákvætt hugarfar og hlýlegt við- horf, þar sem orð virðast skyggnd, innan þess ramma, er aðal ljóðanna. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Inga Birna Jónsdóttir: Villiblóm, Stokken 1991. Lesanda finnst ekki ýkja langt síðan Inga Birna var þekkt hér á landi fyrir afskipti af landsmálum, skorinorð og framsækin. Nú kveður hún sér hljóðs á öðrum og háleitari vettvangi. Raunar hefur hún búið í Dan- mörku síðan 1977. Þar er hún lektor í ensku og dönsku. Inga Birna hefur gefið út tvær ljóðabækur á erlendum málum: Po- ems og Digte til tiden. Angalangur, barnabók eftir hana, kom út á ís- lensku. Ennfremur hefur hún skrifað Born í Norden (1, 2, 3). Ljóðabókin Villiblóm er á íslensku en gefín út í Danmörku. Þijátíu og sex ljóð eru í bókinni - sum stutt önnur löng. Inga Birna beitir ýmsum aðferð- um í ljóðformun sinni. Best lætur Því verður lesturinn í heild þægi- legur, vekur gleði og skilur eftir mildi og jákvæðu, en aldrei depurð né áreiti. Það hlýtur að vera áhuga- vert hveijum sem gaman hefur af að kynna sér vitundarmisræmi kynj- anna að lesa þessar tvær borgfirsku stórbækur, sem gefa víðtækan sam- anburð á hugsunarhætti, innan marka þess skáldskapar, sem hér er rætt um. Gullfalleg kápa og allur frágang- ur auka gildi bókarinnar. Sólskinið streymir í sál mína inn, ég sé þessa fegurð óskerta, í huganum unað og fögnuð ég finn erfæturnirlandiðmittsnerta. (bls. 254.) henni að segja hug sinn í órímuðum ljóðum. Þar er oft mjúklega og fag- urt slegið á strengi og skáldskapur fágaður: AUGU Þegar augu þín snerta hár mitt og vanga, segir þögnin allt. Ég finn hugsun þína stijúka eyra mitt uns hún fyllir þögnina. Hönd þín er mynd hins ógerða. Tungumál okkar er talað í öllum löndum, en fáir skilja það. (Bls. 24.) . Aftur getur lesanda næstum sárn- að við Ingu Birnu þegar hún sýnir þá léttúð að fela óvandaðan skáld- skap bak við rím: HEILSAÐU HEIM Á sléttlendinu nú ég hjóla, bý í Höfn og kenni í skóla, engar brekkur, engin veður, Iffið létt og landsins feður fara vel með íslendinginn. (Bls. 35.) Inga Birna er eldheit í ljóðum sín- um, þegar kvennabarátta, ást og óréttlæti verða yrkisefni hennar. Þá er stundum eins og hún sjáist lítt fyrir og leyfi hugsunum sínum að finna sér stað án ögunar og gaum- gæfni: .../ fer hún á fund/ konan sú/ segir við guði og þursa/ að kon- ur/ sérfræðingar í /hreingerningum/ séu að skipuleggja/ umhverfis'- vernd/og virðingu/ við veröld alla/ . . . (Bls. 45.) Þegar tími og umhverfi leita í ljóð- in tekst oftast vel til: NÓTT Á NYJU ÁRI./ í nótt/ eiga allir/ einhvers staðar heima./ Enginn á ferli,/ ynd- isleg þögn/ yfir staðnum./ Tilveran staldrar við/ án þess að sofna./ Úr glugga hvers manns/ skín ljós út í heiminn/ eins og hlýlegt viðmót/ án gjalds./ (Bls. 19.) Hvað sem öllu öðru líður þá slær Inga Birna Jónsdóttir íslenskt hjarta í þessum ljóðum og vekur þá spurn hvort vonir, þrár og vonbrigði séu ekki bundin litlu eyj- unni í norðri? Kápumynd er af færeyjafífli og er um hann fræðileg umfjöllun í bókarlok, sem og mynd af höfundi ljóða og upplýsingar um hann. /VWV Frásögn konu af andlegu ferðalagi gegnum tvo lit EUSABETH HAICH vígslan Vígslan í Egyptalandi til torna I og Evropu tuttugustu aldar I KmS riionho+h Elisabeth Haich Vígslan er ævintýraleg ferð um undirdjúp sálarinnar. Hún lýsir einstakri andlegri reynslu, - ferðalagi, sem hefst á einum tíma í fjarlægri fortíð en endar á þessari öld. Ung stúlka er undirbúin fyrir vígslu í dulspeki Forn-Egypta í pýramídanum mikla. Undir leiðsögn æðsta prestsins upplifir hún yfirskilvitleg sannindi og skref fyrir skref kynnist hún leyndardómum dulspekinnar og óráðnum gátum tilverunnar. Á sama tíma kynnist lesandinn sömu manneskju í öðru lífi og því hvernig vitneskja hennar um eigin fortíð veitir henni nýtt og aukið innsæi í nútíðinni. Hér er á ferðinni einhver magnaðasta saga, sem fram hefur komið um andleg og dulspekileg mál og hefur henni oft verið líkt við Vængjaðan faraó eftir Joan Grant, nema hvað að hér er á ferðinni saga er ristir enn dýpra. Höfundurinn fléttar saman á stórskemmtilegan hátt lífunum tveimur og dregur fram mörg dýpstu sannindi dulspekinnar með þeim skilningi sem söguþersónan öðlast á leið sinni. Höfundurinn, Elisabeth Haich, starfaði lengst af sem yoga kennari og er vel þekktur rithöfundur um yoga og önnur andleg málefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.