Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 49 HVERIR AISLANDI ❖ eftir Gísla 07. Pétursson Sem fararstjóri og landkynning- armaður langar mig að setja fáein orð á blað um bókina Hverir á ís- landi eftir Björn Hróarsson og Sig- urð Svein Jónsson. Útgefandi er Mál og menning 1991. Fróðleg og falleg bók Hverabókin er vönduð og falleg bók og í henni er mikinn fróðleik að finna um jarðhitann og hverina — þessa hversdagslegu eign okkar Islendinga. Hvaðan kemur þessi jarðhiti og hvernig er hann hag- nýttur? Hvar eru hitasvæðin? Hver eru einkenni þeirra og hvað heita hverirnir? Hvernig líta þeir út? — Það sjáum við á fjölmörgum frá- bærum litmyndum sem bókina prýða. Hverir: hin týnda eign Hverir eru hluti af umhverfi okk- ar. Þeir eru svo sjálfsagðir að varla eyðum við orðum að þeim á dag- legri ferð okkar. Hús okkar eru hituð með heitu vatni og það er jafn sjálfsagt og hreina og tæra loftið sem við öndum að okkur. Og rétt eins og loftið gleymast hverirn- ir þegar við teljum fram eignir okkar. Þessi bók vinnur þarft verk að telja fram hverina, þjóðarauð okk- ar. ÍSLF.NZK FORNRIT HARÐAR SAGA Björn Hróarsson Umgengni við hveri Halda má áfram samlíkingunni við loftið okkar hreina og tæra. Það er nefnilega ekki lengur hreint og tært nema í stinningskalda eða upp til fjalla. í loftgnótt okkar höf- um við ekki hirt um að á næstliðn- um tveimur áratugum hefur loft- mengun hér aukist úr litlu sem engu í að valda fnyk og sviða í öndunarfærum á björtum morgni. í hveragnótt okkar hefur lnð sama gerst. Heitar vætlur í túnjaðri eða við bæi hafa á ótrúlegan hátt orðið að rusladíkjum. Jafnvel þegar þær hafa verið virkjaðar er oft í engu hirt um fráganginn. Þessi bók sýn- Sól í fullu suðri eftir Barða Friðriksson Mig langar með örfáum orðum að vekja athygli á bók, sem birtist endursamin eða öllu heldur endur- sköpuð. Þetta er bókin Sól í fullu suðri eftir Kjartan Ólafsson. Útg. Skjaldborg hf. Þessi metsölúbók hefur lengið verið ófáanleg. Þótt hún kallist ferðasaga frá Suður- Ameríku hafði hún miklu meira til brunns að bera en aðrar þess liátt- ar sögur. Hún var að öllu leyti svo vel úr garði gerð að mér kom síst til hugar að hún yrði nokkru sinni endurskoðuð. En höfundur hefur gert svo miklar breytingar á henni, að ný bók hefur að dtjúgum hluta litið dagsins ljós. Hann hefur numið burt örlitla hnökra, feilt niður tíma- bundið efni, sem ekki tilheyrir al- mennri sögu en bætt við öðru, varð- andi atburði er gerðust síðar á þess- um slóðum. Mér virðist bókin því óháð tíð og tíma. Frásaga Kjartans hefst á Haiti, ey blökkumanna í í Karíbahafi, fá- tækasta landi allrar latnesku Amer- íku og skemmst á veg komið. Síðan áfram til Sante Domingo, Venezu- ela, Guayanas, Brasilíu, Úruguay, Argentínu og endar í Paraguay mitt í hjarta Suður-Ameríku. Þar hafnaði höfundur í lok borgarastyij- aldar, fékk hvergi hótelherbergi í höfuðstað landsins, nema í úthverf- um, en þar kváðu enn við skotdrun- ur um nætur. En þrátt fyrir þetta virðist Paraguay hafa orðið honum hjartfólgnara en jiokkurt annað land latnesku Ameríku. Kjartan Ólafsson er vel í stakk búinn til að njóta og rita um slík ferðalög. Hann er hámenntaður, m.a. með háskólagráðu í hagfræði, og einn mesti tungumálagarpur ís- lendinga, að minnsta kosti meðal leikmanna, enda hafði hann stund- að nám á sjötta ár í Evrópu, m.a. í Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Sviss, og auk þess dvalist á sumrin í Frakklandi, Hollandi og Englandi. Síðar lagði hann stund á ýmsar fleiri tungur m.a. í Asíu og Suður-Afríku. Þá hefur hann ferð- ast um allar álfur heims um ára- tuga skeið og dvalist í þeim öllum lengur eða skemur. Mun hann vera meðal allra víðförlustu íslendinga, Sigurður Sveinn Jónsson ir okkur þennan bitra sannleika og um leið vekur hún á bls. 62 at- hygli á góðum frágangi við afkast- amesta hver landsins, Deild- artunguhver. Þess ber þó áuðvitað að geta að Islendingum er fullkunnugt að hverir eru hættulegir. Það er því eðlilegt að einhver merki eða varn- ir hafi verið sett við þá hveri sem eru nærri húsum og vegum til að- vörunar eða brú eða stiklur til að stíga yfir heita læki þar sem at- hugalaus mundi annars stíga í. Þar af kann margt að stafa sem með tímanum breytist í rusl og stingur í augu. Leiðsögnbók Hverabókin kemur sér frábær- lega vel þegar komið er á hvera- svæðin. Af mörgum þeirra er yfir- litsteikning og margvíslegur nyt- samur fróðleikur bæði um svæðið sjálft og úr sögu þess. ítarleg nafn- askrá flýtir allri leit og eykur enn á gildi bókarinnar. Mjög góður texti Höfundarnir eru fræðimenn sem hafa til að bera þann frábæra hæfileika að geta komið þekkingu sinni til skila á góðu máli í mjög vel skrifiðum texta þar sem þeir flétta fræðilegar upplýsingar af miklum hagleik við skráðar frá- sagnir og ljóð. Við höfundana og útgefandann vil ég segja: Bestu þakkir fyrir góða bók! Höfundur er fararstjóri og landkynningarmadur. VTÐBURÐURIISLENSKRI FRÆÐIRITAÚTGÁFU Lokabindi íslendingasagna komið út. ÞetXa er vandaðasta heildarútgáfa Islendingasagna sem gefin hefur verið út í þessu nýja bindi eru fjórar Islendingasögur og niu íslendingaþættir. Islendingasögumar em: Harðar saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Þorskfirðinga saga og Flóamanna saga. í bókinni er ítarlegur formáli Þórhalls Vilmundarsonar. Þar er og að finna myndir, kort og ættar- og nafnaskrár. Útkoma þessa lokabindis í 14 binda útgáfu Fomritafélagsins á íslendingasögum, er í tvennum skilningi viðburður í íslenskri fræðiritaútgáfu. Með því er fullgerð vandaðasta heildarútgáfa Islendingasagna, sem hingað til hefur séð dagsins ljós, og er þá bæði átt við frágang texta, skýringar og fræðilega umtjöllun um sögumar. í annan stað er beitt í þessu bindi að nokkm nýjum aðferðum við könnun sagnanna, með rækilegum rannsóknum ömefiia og ömefnasagna. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlÐUMÚU 21 • í*ÓSTHÓtF8935 • 128 REYKJAVÍK • SlMl 9W79060 175 1816 A 1991 Kjartan Ólafsson ef ekki sá víðförlasti. Sól í fullu suðri er eins og áður segir miklu rneira en venjuleg ferða- bók. Ég tel hana bókmenntaafrek. Hún höfðar jafnt til eldri sem yngri, enda spennandi sem æsilegasti reyfari, en jafnframt skrifuð af slíkri snilld í máli og stíl, að hún hlýtur að falla að smekk hinna vandfýsnustu. Þessi bók hefur m.a. að geyma þijár frábærar smásögur. Ein þeirra er um vitstola mann, sem eltir morðingja um mesta frumskóg veraldar (við Amazon) og munu ýmsir telja hana eina bestu smá- sögu, sem skráð hefur verið á ís- lenska tungu. Stíll Kjartans er stundum hrað- ur, stundum háðskur, en ávallt máttugur og oft svo lýrískur, að hann líkist fremur ljóði en lausu máli. Eftir hina gagngeru endurskoðun höfundar á Sól f fullu suðri virðist mér sem hún sé hnökralausasta bókmenntavérk á íslensku að Gerplu Halldórs Laxness einni und- anskilinni. Með ofangreindum um- mælum á ég aðeins við mál og stíl Kjartans Ólafssonar. Þeir, sem vilja öðlast vald á ís- lenskri tungu, færu ekki í geitarhús að leita ullar, ef þeir læsu Sól í fullu suðri. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Póstsendum samdægurs. 5% stabgrei&sluafsláttur. Toppskórinn, Kringlunni, Domus medica, Veltusundi, sími21212. s. 689212. Egilsg.3, s. 18519.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.