Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA Bogmaður tendrar eldinn með logandi ör úr miðju- hring ólympíuleikvangsins 25. júlí 1992 mun skotfimur bogmaður skjóta logandi ör frá miðju Ólympíuleikvangsins í Barcelona og tendra þannig ólympíueldinn. Um það bil 3,5 milljarðar manna munu fylgjast með þessum ævintýralega at- burði á sjónvarpsskermi. Þetta verður endapunktur langr- ar niðurtalningar er hófst 17. október 1986, þegar forseti Alþjóða ólympíunefnarinn- ar, Juan Antonio Samaranch, lySti því yfir að Barcélona hefði orðið fyrir vai- inu sem aðsetur Óiympíuleikanna 1992. í 17 daga verður Barcelona höfuðborg íþróttaheimsins og mið- depill víðtæks skipulagskerfís. 167 ólympíunefndir jafn margra þjóð- landa munu leggja tii 10.000 íþróttamenn, 5.000 íþróttatækna og þjálfara, 15.000 fréttamenn, 100.000 aðstoðarmenn ólympíuijöl- skyldunnar og 30.000 kappsama sjálfboðaliða, auk nærri 400.000 gesta frá öllum heimshornum, sem eflaust verður tekið á móti með orðunum: Vertu velkominn, en ekki með bílinn þinn. Fjölmennustu leikarnir? Væntanlega verða Ólympíuleik- arnir 1992 þeir fjölmennustu sem um getur í sögunni, bæði hvað varð- ar fjölda íþróttamanna og þeirra þjóða sem leggja leikunum lið. Enda þótt alþjóða ólympíunefndin hafi boðið öllum aðildarþjóðunum 167, er búist við þátttöku á 160-164 þjóða. Á leikunum í Seoul tóku alls 160 þjóðir þátt. Hvorki Norður- Kórea, Kúba, Nícaragva, Albanía, Eþiópía, Seyschell-eyjar né Mad- askar sendu fulltrúa til leiks. Aftur á móti hafa bæði Kúba og Norður- Kórea lýst yfir þeim ásetningi að vera til staðar á leikunum í Barcel- ona ’92. Albanía, sem hingað tii hefur aldrei verið með, hefur sótt um fjárhagsaðstoð til alþjóða ólympíunefndarinnar fyrir íþrótta- menn sína. Fyrir skemmstu veitti alþjóðanefndin Suður-Afríku upp- reisn æru, eftir 25 ára brottrekst- ur, og Namibía hefur hlotið aðild. Húsnæðisekla - öngþveiti Þegar tæj)ir sjö mánuðir eru til setningar Olympíuleikanna, hefur byggingarframkvæmdum og öðrum undirbúningi, svo sem fyrirkomu- lagi atriða, miðað vel áfram. Þrátt fyrir það á Barcelona-borg enn eft- ir að ráða bót á mörgum óleystum vandamálum. Húsnæðisekla og umferðaröngþveiti innan borgar- innar er skipuleggjendum enn áhyggjuefni. En þó svo að áætlað sé að sumarieyfí í skólum hafí í för með sér 15% fækkun ökutækja, og lagðar hafí verið tvær nýjar hrað- brautir í sveig umhverfis borgina með það í huga að draga töluvert úr umferðarþunga, veldur stríður ferðamannastraumurinn, sem búast má við, auk fiutnings 40.000 boðs- gesta á vegum nefndarinnar, skipu- leggjendum þungum áhyggjum. Þeir hafa þegar útlistað ýmsar fyr- irbyggjandi aðgerðir, svo sem tak- mörkun umferðar um miðborgina, bílastæði í úthverfum og betrum- bætur á samgöngukerfi borgarinn- ar. Þegar hafa verið bókuð 15.000 hótelherbergi undir óiympíugesti, eða um 80% af því rými sem til er. Þar sem hótelin munu ekki anna Sergej Bubka, stangarstökkvarinn frábæri frá Sovétríkjunum, verður væntan- í Barcelona. leg í sviðsljósinu á Ólympíuleikunufn eftirspurn hafa hótelrekendur skuldbundið sig tii að bjóða upp á gistingu í heimahúsum. Að auki munu 11 millilandaskip liggja fyrir akkerum í Barceiona-höfn sem nokkurs konar fljótandi hótel á meðan á leikunum stendur. Á hinn bóginn hefur COOB — skipulags- nefnd Olympíuleikanna í Barcelona — kvartað yfir of hárri gjaldskrá við samtök hóteirekenda í Barcel- ona. Reikna má með að ódýrasta hótelherbergið (tvímenningur á 3ja stjörnu hóteli) kosti 23.000 peseta, eða um 11.000 krónur á dag. Borg- arstjórinn óttast að leikarnir orsaki brask og dýrtíð í borginni. Sá ótti virðist á rökum reistur, leiga á íbúð- arhúsnæði er víða rokin upp í eina milljón peseta á mánuði. íþróttasvæðin Keppt verður á fjórum skýrt af- mörkuðum svæðum sem tengjast með hringbraut þeirri er liggur umhverfis borgina. Hæðin Montju- ich, Öskjuhlíð þeirra Barcelona-búa, verður miðpunktur ólympíuleik- anna. Þar er ólympíuhringurinn, en svo kalla borgarbúar svæðið þar sem helstu íþróttayiðburðirnir munu eiga sér stað. Ólympíuleik- vangurinn var byggður 1929, en hefur verið algjörlega endurnýjaður í þessu tilefni. Á leikvanginum, sem tekur 70.000 áhorfendur í sæti, fer fram setningar- og lokaathöfn, að ónefndum öllum keppnisatriðum í fíjálsum íþróttum. íþróttahöil heil- ags Georgs, eða Palau Sant Jordi, eins og hún kallast á máli inn- fæddra, ei; sérhönnuð í tilefni Ólympíuleikanna af japanska arki- tektinum Arata Isozaki. Við bygg- ingu hennar var notuð byltingar- kennd ný tækni og óvenjulegur efni- viður. Hún rúmar 17.000 áhorfend- ur og þar fer m.a. úrslitakeppni í blaki og handbolta. Bernat Picornell-sundlaugarnar eru einnig hluti al' ólympíuhringn- um. Þar komast 10.000 áhorfendur í sæti, en í stærstu lauginni (25x50m) verður keppt í sundi og sundknattleik. Annað íþróttasvæðið er við breið- götuna Diagonal. Ber þar hæst leik- vang FC Barcelona, Camp Nou, þar sem 120.000 komast í sæti. Á Camp Nou, eða Nýju völlum, og Sarria- leikvanginum munu helstu kapp- leikir í knattspyrnu eiga sér stað. Palau Blau Grana, blárauða höllin, er dregur nafn sitt af litum í búning- um leikmanna FC Barcelona, og litlivöllur, Mini Estadi, eru á sama svæði. Þar verður keppt í júdó og hestamennsku. í Vall d’Hebron, Hebron-dal, er þriðji íþróttakjarninn. Þar verður haldin innanhússkeppni í hjólreið- um, bogfimi og tennis. Loks er röðin komin að Parue del Mar, sem hefur yfír að ráða glæsilegri íþróttahöfn. í sjávargarð- inum er ólympíuþorpið staðsett, en þar hefst ólympíufjölskyldan við meðan á leikunum stendur. Selst hefur rúmlega þriðjungur þeirra 5.400.000 aðgöngumiða á ólympíuleikana, sem boðnir hafa verið til sölu. Uppselt er á setningu og lokaathöfn, úrslitaleikinn í körfubolta og allmargar úrslita- keppnir í fijálsum íþróttum. En þó svo að miðar væru ekki fáanlegir væri óþarft að hafa áhyggjur. I gegn um útsendingar sjónvarps er hægt að fýlgjast með 98% þraut- anna, og það frá ólíklegustu sjónar- hornum. Sjónvarpsáhorfendur um heim allan munu geta virt fyrir sér á heimili sínu afrakstur nýstárlegr- ar myndatöku með fjarstýrðum vél- um, hæðarmyndavélum, sem hreyf- ast á sama hraða og keppendur, myndavélum sem tengdar eru við startbyssuna og örsmáum vélum á ótrúlegustu stöðum, svo nokkur dæmi séu tekin. Fyrir þá sem staðráðnir eru í að mæta á Ólympíuleikana í Barcel- ona, þrátt fyrir allt, er skylt að geta þess að þeirra bíður að minnsta kosti 28o hiti í forsælu, þó að að næturlagi gæti hann farið niður 21 stig. Rakinn er að meðaltali 69% á þessum árstíma, loftþrýstingur 757 millibör og hverfandi líkur á rign- ingu. Síðustu 30 ár hefur einungis rignt sex sinnum í ágúst og það aðeins að meðaltali 23 ml á hvern fermetra. Gífurleg fjárútlát Fjárútiát Barcelona-borgar vegna Ólympíuleikanna eru nú 2,4 milljarðar peseta (um 1,2 milljarðar ÍSK). Þar af er tæpur milljarður til ýmissa framkvæmda í beinum tengslum við leikana. Þegar gröfur og jarðýtur hafa lokið störfum og malbikið er komið á sinn stað mun borginni hafa áskotnast 350 hekt- arar af almenningsgörðum og torg- um, nýtt íþróttasvæði á Montjuich- hæð, sem áður var í niðurníðslu, 4 km af almennings-baðströndum, íþróttahöfn og tvær hringbrautir sem gera 900.000 ökutækjum kleift að sneiða hjá umferðarteppu í mið- borg Barcelona daglega. Það þarf ekkert minna en Ólympíuleika til að borg sem Barc- elona takist á herðar þau fjárútlát sem hafa í för með sér að breyta borginni í nútíma heimsborg. Ágóði af einkaréttindum sjónvarps og for- sjálni COOB, að ákvarða upphæðina í dollurum, vegur upp á móti út- gjöldum en dugar samt ekki til. Barcelona-borg mun sitja eftir skuldum vafin og sárt þjökuð af dýrtíð. Þrátt fyrir það virðist enginn í vafa um að þetta verði bestu ól- ympíuleikar sögunnar. ÍÞRÚmR FÓLK ■ SEVE Ballesteros var í gær útnefndur kylfíngur ársins í Evrópu 1991. Þó svo að Ballesteros hafi ekki unnið eitt af stórmótum at- vinnumanna, náði hann frábærum árangri. Hann sigraði í Volvo PGA meistaramótinu, Dunhill Masters og varð heimsmeistari í holukeppni auk þess sem hann vann þrjú mót í Japan á árinu. Hann lék einnig mjög vel í Ryder-bikarnum. ■ BERNHARD Langer frá Þýskalandi sigraði á alþjóðlegu golfmóti í Sun City í Suður-Afríku um síðustu helgi. Hann fékk mijljón dollara, eða um 60 milljónir ÍSK, fyrir sigurinn. Hann lék á 272 högg- um, sem er 16 höggum undir pari vallarins. Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia var annar, fimm höggum á eftir Langer. ■ ELENA Vialbe frá Sovétríkj- unum byijaði skíðagöngutímabilið í heimsbikarnum eins og hún hætti í fyrra — með sigri í 5 km göngu sem fram fór í Silver Strar í bresku Columbíu um síðustu helgi. Hún fékk tímann 15:09.03 mín. Stef- ania Belmondo frá Ítalíu varð önn- ur á 15:19.7 og Svetlana Nagej- kína frá Sovétríkjunum þriðja á 15:27.3 mín. ■ VEGARD Ulvang frá Noregi sigraði í fyrsta heimsbikamótinu í karlaflokki sem fram fór á sama stað. Hann gekk 10 km á 26:22.9 mín. Sovétmaðurinn Vladímír Smirnov varð annar, 11 sek á eft- ir Ulvang. Teije Langli frá Nor- egi varð þriðji á 26:43.2 mín. ■ LOUISE Karlsson frá Svíþjóð náði besta tímanum í heiminum í 100 metra fjórsundi kvenna í 25 metra laug á óopinberu Evrópumóti í 25 metra laug sem fram fór í Gelsenkirchen í Þýskalandi um síðustu helgi. Hún synti á 1:01.61 mín., en hún átti áður besta tím- ann, 1:01.96 mín. ■ SANDRA Völker frá Þýska- landi náði besta tíma heimsins í 50 metra baksundi kvenna á sama móti í Gelsenkirchen. Hún synti á 28.68 sek. Þýska kvennasveitin náði einnig besta tímanum í 4 X 50 m skriðsundi, synti á 1:41.13 mín. ■ JANI Sievinen frá Finnlandi setti óopinbert Evrópumet í 50 m baksundi er hann synti á 25,18 sek í 25 metra braut í Gelsenkirchen. Þjóðverjinn Frank Hoffmeister átti áður „metið“ 25,24 sek og var það sett í Rostock í mars. ■ GORDON Pirie hlaupari frá Bretlandi, er látinn. Pirie, sem hefur búið nærri Lymington í suð- ur Englandi, hafði legið veikur um nokkurt skeið er hann lést á sextug- asta aldursári. Hann vann m.a. silf- urverðlaun í 10.000 metra hlaupi á Olympíuleikunum í Melbourne 1956 og átti einnig heimsmet í 3.000 og 5.000 metra hlaupum á þeim tíma. OLYMPIULEIKAR Ágúst aðal- fararstjóri í Albertville Agúst Ásgeirsson, sem á sæti í framkvæmdastjórn Ólypíu- nefndar íslands, verður aðalfarar- stjóri Óiympíunefndar íslands á Vetrarólympíuleikunum í Albert- ville í febrúar. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar Ólymp- íunefndar Islands í gær. Hreggviður Jónsson átti upphaf- lega að vera aðalfararsjóri í Álbert- ville, en hann tilkynnti fyrir nokkr- um dögum að hann gæti ekki tekið starfið að sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.