Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 80

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA Bogmaður tendrar eldinn með logandi ör úr miðju- hring ólympíuleikvangsins 25. júlí 1992 mun skotfimur bogmaður skjóta logandi ör frá miðju Ólympíuleikvangsins í Barcelona og tendra þannig ólympíueldinn. Um það bil 3,5 milljarðar manna munu fylgjast með þessum ævintýralega at- burði á sjónvarpsskermi. Þetta verður endapunktur langr- ar niðurtalningar er hófst 17. október 1986, þegar forseti Alþjóða ólympíunefnarinn- ar, Juan Antonio Samaranch, lySti því yfir að Barcélona hefði orðið fyrir vai- inu sem aðsetur Óiympíuleikanna 1992. í 17 daga verður Barcelona höfuðborg íþróttaheimsins og mið- depill víðtæks skipulagskerfís. 167 ólympíunefndir jafn margra þjóð- landa munu leggja tii 10.000 íþróttamenn, 5.000 íþróttatækna og þjálfara, 15.000 fréttamenn, 100.000 aðstoðarmenn ólympíuijöl- skyldunnar og 30.000 kappsama sjálfboðaliða, auk nærri 400.000 gesta frá öllum heimshornum, sem eflaust verður tekið á móti með orðunum: Vertu velkominn, en ekki með bílinn þinn. Fjölmennustu leikarnir? Væntanlega verða Ólympíuleik- arnir 1992 þeir fjölmennustu sem um getur í sögunni, bæði hvað varð- ar fjölda íþróttamanna og þeirra þjóða sem leggja leikunum lið. Enda þótt alþjóða ólympíunefndin hafi boðið öllum aðildarþjóðunum 167, er búist við þátttöku á 160-164 þjóða. Á leikunum í Seoul tóku alls 160 þjóðir þátt. Hvorki Norður- Kórea, Kúba, Nícaragva, Albanía, Eþiópía, Seyschell-eyjar né Mad- askar sendu fulltrúa til leiks. Aftur á móti hafa bæði Kúba og Norður- Kórea lýst yfir þeim ásetningi að vera til staðar á leikunum í Barcel- ona ’92. Albanía, sem hingað tii hefur aldrei verið með, hefur sótt um fjárhagsaðstoð til alþjóða ólympíunefndarinnar fyrir íþrótta- menn sína. Fyrir skemmstu veitti alþjóðanefndin Suður-Afríku upp- reisn æru, eftir 25 ára brottrekst- ur, og Namibía hefur hlotið aðild. Húsnæðisekla - öngþveiti Þegar tæj)ir sjö mánuðir eru til setningar Olympíuleikanna, hefur byggingarframkvæmdum og öðrum undirbúningi, svo sem fyrirkomu- lagi atriða, miðað vel áfram. Þrátt fyrir það á Barcelona-borg enn eft- ir að ráða bót á mörgum óleystum vandamálum. Húsnæðisekla og umferðaröngþveiti innan borgar- innar er skipuleggjendum enn áhyggjuefni. En þó svo að áætlað sé að sumarieyfí í skólum hafí í för með sér 15% fækkun ökutækja, og lagðar hafí verið tvær nýjar hrað- brautir í sveig umhverfis borgina með það í huga að draga töluvert úr umferðarþunga, veldur stríður ferðamannastraumurinn, sem búast má við, auk fiutnings 40.000 boðs- gesta á vegum nefndarinnar, skipu- leggjendum þungum áhyggjum. Þeir hafa þegar útlistað ýmsar fyr- irbyggjandi aðgerðir, svo sem tak- mörkun umferðar um miðborgina, bílastæði í úthverfum og betrum- bætur á samgöngukerfi borgarinn- ar. Þegar hafa verið bókuð 15.000 hótelherbergi undir óiympíugesti, eða um 80% af því rými sem til er. Þar sem hótelin munu ekki anna Sergej Bubka, stangarstökkvarinn frábæri frá Sovétríkjunum, verður væntan- í Barcelona. leg í sviðsljósinu á Ólympíuleikunufn eftirspurn hafa hótelrekendur skuldbundið sig tii að bjóða upp á gistingu í heimahúsum. Að auki munu 11 millilandaskip liggja fyrir akkerum í Barceiona-höfn sem nokkurs konar fljótandi hótel á meðan á leikunum stendur. Á hinn bóginn hefur COOB — skipulags- nefnd Olympíuleikanna í Barcelona — kvartað yfir of hárri gjaldskrá við samtök hóteirekenda í Barcel- ona. Reikna má með að ódýrasta hótelherbergið (tvímenningur á 3ja stjörnu hóteli) kosti 23.000 peseta, eða um 11.000 krónur á dag. Borg- arstjórinn óttast að leikarnir orsaki brask og dýrtíð í borginni. Sá ótti virðist á rökum reistur, leiga á íbúð- arhúsnæði er víða rokin upp í eina milljón peseta á mánuði. íþróttasvæðin Keppt verður á fjórum skýrt af- mörkuðum svæðum sem tengjast með hringbraut þeirri er liggur umhverfis borgina. Hæðin Montju- ich, Öskjuhlíð þeirra Barcelona-búa, verður miðpunktur ólympíuleik- anna. Þar er ólympíuhringurinn, en svo kalla borgarbúar svæðið þar sem helstu íþróttayiðburðirnir munu eiga sér stað. Ólympíuleik- vangurinn var byggður 1929, en hefur verið algjörlega endurnýjaður í þessu tilefni. Á leikvanginum, sem tekur 70.000 áhorfendur í sæti, fer fram setningar- og lokaathöfn, að ónefndum öllum keppnisatriðum í fíjálsum íþróttum. íþróttahöil heil- ags Georgs, eða Palau Sant Jordi, eins og hún kallast á máli inn- fæddra, ei; sérhönnuð í tilefni Ólympíuleikanna af japanska arki- tektinum Arata Isozaki. Við bygg- ingu hennar var notuð byltingar- kennd ný tækni og óvenjulegur efni- viður. Hún rúmar 17.000 áhorfend- ur og þar fer m.a. úrslitakeppni í blaki og handbolta. Bernat Picornell-sundlaugarnar eru einnig hluti al' ólympíuhringn- um. Þar komast 10.000 áhorfendur í sæti, en í stærstu lauginni (25x50m) verður keppt í sundi og sundknattleik. Annað íþróttasvæðið er við breið- götuna Diagonal. Ber þar hæst leik- vang FC Barcelona, Camp Nou, þar sem 120.000 komast í sæti. Á Camp Nou, eða Nýju völlum, og Sarria- leikvanginum munu helstu kapp- leikir í knattspyrnu eiga sér stað. Palau Blau Grana, blárauða höllin, er dregur nafn sitt af litum í búning- um leikmanna FC Barcelona, og litlivöllur, Mini Estadi, eru á sama svæði. Þar verður keppt í júdó og hestamennsku. í Vall d’Hebron, Hebron-dal, er þriðji íþróttakjarninn. Þar verður haldin innanhússkeppni í hjólreið- um, bogfimi og tennis. Loks er röðin komin að Parue del Mar, sem hefur yfír að ráða glæsilegri íþróttahöfn. í sjávargarð- inum er ólympíuþorpið staðsett, en þar hefst ólympíufjölskyldan við meðan á leikunum stendur. Selst hefur rúmlega þriðjungur þeirra 5.400.000 aðgöngumiða á ólympíuleikana, sem boðnir hafa verið til sölu. Uppselt er á setningu og lokaathöfn, úrslitaleikinn í körfubolta og allmargar úrslita- keppnir í fijálsum íþróttum. En þó svo að miðar væru ekki fáanlegir væri óþarft að hafa áhyggjur. I gegn um útsendingar sjónvarps er hægt að fýlgjast með 98% þraut- anna, og það frá ólíklegustu sjónar- hornum. Sjónvarpsáhorfendur um heim allan munu geta virt fyrir sér á heimili sínu afrakstur nýstárlegr- ar myndatöku með fjarstýrðum vél- um, hæðarmyndavélum, sem hreyf- ast á sama hraða og keppendur, myndavélum sem tengdar eru við startbyssuna og örsmáum vélum á ótrúlegustu stöðum, svo nokkur dæmi séu tekin. Fyrir þá sem staðráðnir eru í að mæta á Ólympíuleikana í Barcel- ona, þrátt fyrir allt, er skylt að geta þess að þeirra bíður að minnsta kosti 28o hiti í forsælu, þó að að næturlagi gæti hann farið niður 21 stig. Rakinn er að meðaltali 69% á þessum árstíma, loftþrýstingur 757 millibör og hverfandi líkur á rign- ingu. Síðustu 30 ár hefur einungis rignt sex sinnum í ágúst og það aðeins að meðaltali 23 ml á hvern fermetra. Gífurleg fjárútlát Fjárútiát Barcelona-borgar vegna Ólympíuleikanna eru nú 2,4 milljarðar peseta (um 1,2 milljarðar ÍSK). Þar af er tæpur milljarður til ýmissa framkvæmda í beinum tengslum við leikana. Þegar gröfur og jarðýtur hafa lokið störfum og malbikið er komið á sinn stað mun borginni hafa áskotnast 350 hekt- arar af almenningsgörðum og torg- um, nýtt íþróttasvæði á Montjuich- hæð, sem áður var í niðurníðslu, 4 km af almennings-baðströndum, íþróttahöfn og tvær hringbrautir sem gera 900.000 ökutækjum kleift að sneiða hjá umferðarteppu í mið- borg Barcelona daglega. Það þarf ekkert minna en Ólympíuleika til að borg sem Barc- elona takist á herðar þau fjárútlát sem hafa í för með sér að breyta borginni í nútíma heimsborg. Ágóði af einkaréttindum sjónvarps og for- sjálni COOB, að ákvarða upphæðina í dollurum, vegur upp á móti út- gjöldum en dugar samt ekki til. Barcelona-borg mun sitja eftir skuldum vafin og sárt þjökuð af dýrtíð. Þrátt fyrir það virðist enginn í vafa um að þetta verði bestu ól- ympíuleikar sögunnar. ÍÞRÚmR FÓLK ■ SEVE Ballesteros var í gær útnefndur kylfíngur ársins í Evrópu 1991. Þó svo að Ballesteros hafi ekki unnið eitt af stórmótum at- vinnumanna, náði hann frábærum árangri. Hann sigraði í Volvo PGA meistaramótinu, Dunhill Masters og varð heimsmeistari í holukeppni auk þess sem hann vann þrjú mót í Japan á árinu. Hann lék einnig mjög vel í Ryder-bikarnum. ■ BERNHARD Langer frá Þýskalandi sigraði á alþjóðlegu golfmóti í Sun City í Suður-Afríku um síðustu helgi. Hann fékk mijljón dollara, eða um 60 milljónir ÍSK, fyrir sigurinn. Hann lék á 272 högg- um, sem er 16 höggum undir pari vallarins. Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia var annar, fimm höggum á eftir Langer. ■ ELENA Vialbe frá Sovétríkj- unum byijaði skíðagöngutímabilið í heimsbikarnum eins og hún hætti í fyrra — með sigri í 5 km göngu sem fram fór í Silver Strar í bresku Columbíu um síðustu helgi. Hún fékk tímann 15:09.03 mín. Stef- ania Belmondo frá Ítalíu varð önn- ur á 15:19.7 og Svetlana Nagej- kína frá Sovétríkjunum þriðja á 15:27.3 mín. ■ VEGARD Ulvang frá Noregi sigraði í fyrsta heimsbikamótinu í karlaflokki sem fram fór á sama stað. Hann gekk 10 km á 26:22.9 mín. Sovétmaðurinn Vladímír Smirnov varð annar, 11 sek á eft- ir Ulvang. Teije Langli frá Nor- egi varð þriðji á 26:43.2 mín. ■ LOUISE Karlsson frá Svíþjóð náði besta tímanum í heiminum í 100 metra fjórsundi kvenna í 25 metra laug á óopinberu Evrópumóti í 25 metra laug sem fram fór í Gelsenkirchen í Þýskalandi um síðustu helgi. Hún synti á 1:01.61 mín., en hún átti áður besta tím- ann, 1:01.96 mín. ■ SANDRA Völker frá Þýska- landi náði besta tíma heimsins í 50 metra baksundi kvenna á sama móti í Gelsenkirchen. Hún synti á 28.68 sek. Þýska kvennasveitin náði einnig besta tímanum í 4 X 50 m skriðsundi, synti á 1:41.13 mín. ■ JANI Sievinen frá Finnlandi setti óopinbert Evrópumet í 50 m baksundi er hann synti á 25,18 sek í 25 metra braut í Gelsenkirchen. Þjóðverjinn Frank Hoffmeister átti áður „metið“ 25,24 sek og var það sett í Rostock í mars. ■ GORDON Pirie hlaupari frá Bretlandi, er látinn. Pirie, sem hefur búið nærri Lymington í suð- ur Englandi, hafði legið veikur um nokkurt skeið er hann lést á sextug- asta aldursári. Hann vann m.a. silf- urverðlaun í 10.000 metra hlaupi á Olympíuleikunum í Melbourne 1956 og átti einnig heimsmet í 3.000 og 5.000 metra hlaupum á þeim tíma. OLYMPIULEIKAR Ágúst aðal- fararstjóri í Albertville Agúst Ásgeirsson, sem á sæti í framkvæmdastjórn Ólypíu- nefndar íslands, verður aðalfarar- stjóri Óiympíunefndar íslands á Vetrarólympíuleikunum í Albert- ville í febrúar. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar Ólymp- íunefndar Islands í gær. Hreggviður Jónsson átti upphaf- lega að vera aðalfararsjóri í Álbert- ville, en hann tilkynnti fyrir nokkr- um dögum að hann gæti ekki tekið starfið að sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.