Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER <1991 41 ERLENT Israelar og arabar: f- * ar * ■w-7’ * Keuter Þiða í Koreu Eftir síðustu atburði í Sovétríkjunum og afvopnunarsamninga á þessu ári þykja auknar líkur á bættum samskiptum Norður- og Suður-Kóreu. Hér sést Yon Hyong-nok, forsætisráðherra Norður-Kóreu (fyrir miðju), í heimsókn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Skoðaði hann meðal annars skemmtigarð í fylgd Kim Woong-se starfsmanni garðsins (2. frá vinstri). Deilur um forms- atriði tefja fyrir Washington. Reuter. VIÐRÆÐURNAR um frið í Miðausturlöndum héldu áfram í Was- hington í gær en dagurinn hjá Israelum, Jórdaníumönnum og Palestínumönnum fór aðallega í deilur um hvort ræðast ætti við í einu herbergi eða tveimur. Israelar og Sýrlendingar voru svo aftur á öðrum fundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Viðræðurnar hófust aftur á þriðjudag eftir fimm vikna hlé og deilur um fundartíma og fundar- stað og litlar líkur þykja á, að tekið verði til við raunverulega Atlantshafsflugleiðin: samninga á næstunni. Jórdaníu- menn og Palestínumenn vilja, að sameiginlegri sendinefnd þeirra verði skipt en á það vilja ísraelar ekki fallast. Með því viðurkenndu þeir í raun Palestínumenn sem sérstakan samningsaðila og segj- ast aðeins tilbúnir til að rðsða við undirnefnd, sem Palestínumenn hefðu meirihluta í. Jórdanir og Palestínumenn segjast ætla að biðja Bandaríkjamenn að skera úr um þetta mál ef allt um þrýtur. í viðræðum ísraela og Sýrlend- inga sökuðu hvorir aðra um ósveigjanleika en góður gangur virtist í viðræðum Israela og Lí- bana. Stríðið í Króatíu: Sjálfstæðisviðurkenning gæti leitt til enn harðari bardaga — segja eftirlitsmenn Evrópubandalagsins Belgrad, Zagreb. Reuter, The Daily Telegraph. BARDAGAR geisuðu enn víðs vegar um Króatíu í gær og útséð virt- ist um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda friðargæslusveitir til Júgóslavíu í bráð. Eftirlitsmenn Evrópubandalagsins (EB) sögðu að viðurkenning á sjálfstæði Króatíu kynni að verða til þess að bardag- arnir breiddust út til nágrannalýðveldisins Bosníu-Herzegovínu. Þjóðvarðliðar Króatíu virtust í gær vera að sækja í sig veðrið á nokkrum vígstöðvum í lýðveldinu. Sjónvarpið í Belgrad skýrði frá því að herinn hefði hörfað frá bænum Lipik í austurhluta lýðveldisins, sem barist hefur verið um undanfarnar vikur. Króatar segjast einnig hafa náð á sitt vald þrettán þorpum í grennd við bæinn. Serbar og Króatar skiptust á föngum á þriðjudag og einn króa- tísku fanganna, læknirinn Vesna Bosanak, sakaði Serba um alvarleg brot á Helsinki-sáttmálanum um meðferð stríðsfanga. „Það var farið illa með fangana allan tímann,“ sagði hún. „Okkur var haldið í klef- um sem ég hélt að væru aðeins til í kvikmyndum um seinni heimssfytj- öldina. Hinir særðu sættu illri með- ferð og þegar ég mótmælti henni var því ekkert sinnt.“ Cyrus Vance, sérlegur sendimað- ur Sameinuðu þjóðanna, sagði í New York að hann gæti ekki lagt til við samtökin að þau sendu friðargæslu- sveitir til Júgóslavíu fyrr en bardög- unum linnti. Utanríkisráðherrar Evrópuband- alagsins koma saman á mánudag til að ræða hvort viðurkenna eigi sjálf- stæði Króatíu og nágrannalýðveldis- ins Slóveníu. Þýska stjórnin hefur sagt að hún hyggist viðurkenna sjálfstæði þeirra fyrir jól. Ed Koest- al, talsmaður eftirlitsmanna EB í Júgóslavíu, sagði að slíkt myndi kalla á hörð viðbrögð Serba og kynni að leiða til enn harðari bardaga, sem gætu gætu jafnvel breiðst út til Bosníu-Herzegovínu. Margir stjórnarerindrekar í Belgrad eru sömu skoðunar. „Við- urkenning leiðir til enn harðari bar- daga og stríðið verður langvinnara," sagði einn þeirra. „Það gæti staðið í tuttugu ár.“ Njósnastarfsemi KGB fyrir valda- ránstilraunina í Moskvu: 1.500 manns njósnuðu um forsetafjölskylduna Flugfar á hálfvirði Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. MIKIL lækkun verður á flugfar- gjöldum milli Bandarikjanna og Evrópu í vetur. Þrjú stærstu flug- félögin, American Airlines, Delta og TWA hafa lækkað þessi far- gjöld um 50% og brezka flugfélag- ið Virgin Island segir sitt verð alltaf verða einum dollar lægra en hjá bandarísku flugfélögunum. Eftir þessa lækkun er hægt að fá farmiða fram og til baka frá Boston til London fyrir 318 dollara og frá Los Angeles til Parísar fyrir 478 dollara (fram og til baka). Til að fá lægstu fargjöldin verður að fljúga á mánudegi til fimmtu- dags. Helgarfargjöld eru hærri. Fyrri legginn verður að fljúga á tímabilinu frá 7. janúar til 31. marz en hinn síðari fyrir 7. apríl. Kaupa verður farmiðana fyrir 15. janúar og yfirleitt er ekki hægt að láta kaupin ganga til baka eftir það. Sérstök vetrarfargjöld eru ekki óþekkt í flugrekstrinum, en þetta er meiri lækkun en í boði hefur ver- ið um margra ára skeið, og ber vitni hinnar hörðu samkeppni í fluginu. William Kennedy Smith: Vitnaleiðslum og málflutn- ingi í nauðgunarmáli lokið Vestur Pálmaströnd, Flórída. Reuter. VITNALEIÐSLUM og málflutn- ingi í réttarhöldunum yfir Will- iam Kennedy Smith lauk í gær en liann er ákærður fyrir að hafa nauðgað þrítugri konu á grasflöt við bústað Kennedy- fjölskyldunnar í mars sl. I lokaræðu sinni hélt saksókn- ari fram sekt Smiths, sagði að hann hefði neytt konuna til sam- ræðis og komið fram vilja sínum þrátt fyrir mótspyrnu hennar. Hvorki hefði verið um ástarleik né kynlíf að ræða heldur ofbeldis- verk. Verjandi Smiths hélt fram sak- leysi skjólstæðings síns og krafðist sýknunar. Fullyrti hann að um hreinan tilbúning væri að ræða, vitnisburður og sönnunargögn sem lögð hefðu verið fram við rétt- arhöldin renndu ekki neinum stoð- um undir nauðgunarákæruna. T.d. væru áverkar á hinu meinta fórn- arlambi augljóslega eldri en frá Reuter' Sakboniingurinn á leið í réttarsal ásamt móður sinni Jean Kennedy Smith, systur, Kym, og fjölskylduvininum séra Charles O’Byrne. nóttinni örlagaríku er þau William Kennedy Smith hittust. I lokaræðu sinni til kviðdóm- enda sagði dómari að enginn vafi mætti leika á sekt eða sakleysi sakbornings, niðurstaða þeirra yrði að vera algjörlega samhljóða á hvorn veginn sem hún yrði. SOVÉSKA leyniþjónustan KGB fól 1.500 starfsmönnum sínum að fylgjast með ferðum og hlera samtöl Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta og fjölskyldu hans fyrir valdaránstilraun sovéskra harðlínukommúnista í ágúst. Þetta kom meðal annars fram við yfirheyrslur sovéskrar nefndar, sem var skipuð til að rannsaka valdaránstilraunina, að sögn breska dagblaðsins The Independent KGB kom meðal annars fyrir hlerunartækjum í hárgreiðslu- stofu, sem eiginkona Gorbatsjovs, Raísa, átti viðskipti við. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, fór ekki heldur varhluta af njósnastarf- seminni. Leyniþjónustan lét ekki nægja að hlera samtöl dóttur hans og tennisþjálfara, heldur þótti henni ástæða til að koma fyrir hlerunartækjum í eftirlætis sánabaðstofu hans, að sögn so- véska vikublaðsins Moskvu- frétta. Ennfremur kom fram við yfir- heyrslurnar að þegar einn af ráðgjöfum Gorbatsjovs, Alexand- er Jakovlev, þurfti að ræða við Oleg Kalúgín, umbótasinnaðan hershöfðingja KGB, hefðu þeir farið út á götu í Moskvu til að geta rætt saman án þess að hafa áhyggjur af hlerunartækjunum. Það nægði þó ekki því hvorki meira né minna en 72 KGB-menn reyndust hafa fylgst með ferðum þeirra og tekið allt samtal þeirra upp. Njósnastarfsemin fór fram all- an sólarhringinn. Að sögn Moskvu-frétta fundust upptökur af því sem fram fór á nóttunum í svefniherbergjum þeirra sem leyniþjónustan lét fylgjast með. Njósnunum linnti ekki heldur þá þijá daga sem valdaránstil- raunin stóð. Vladímír Kijútsjkov, þáverandi yfirmaður KGB, færði sig meira að segja upp á skaftið og lét lilera samtöl samstarfs- manna sinna í neyðarnefndinni, sem var stofnuð í valdaráninu. Kijútsjkov situr nú í fangelsi ásamt sjö öðrum samsærismönn- um og búist er við að réttarhöld- in hefjist í janúar. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að KGB réð því að miklu leyti hvaða upplýsingar Gorbatsjov fékk fyrir valdaránið. Rannsókn- arnefndin fékk upplýsingar um að af 3.900 starfsmönnum utan- ríkisráðuneytisins hefðu 2.200 starfað á vegum KGB. Þótt almennt sé álitið að Krjútsjkov hafi verið leiðtogi sam- særismannanna var það miðstjórn kommúnistaflokksins sem gaf fyrirmæli um svo viðamikið eftir- lit með öllum forystumönnum umbótaaflanna. Tvö eintök voru af afrakstri njósnanna og mið- stjórnin fékk annað en yfirstjórn KGB hitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.