Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 63
in. Einnig sótti hann sjó frá Patreks- firði og jafnvel frá Reykjavík þegar lítið var um vinnu á ísafirði. Um 1950 veiktist hann af asma og hætti þá sjómennsku og var þá að minnsta kosti eitt ár frá vinnu vegna veikinda. Eftir það vann hann hjá Norðurtanga hf. við fiskvinnu en tók síðan við fiskbúð fyrirtækisins og sá um hana til æviloka. Jóna sinnti nær eingöngu heimili sínu á vetrum meðan börnin voru á skólaaldri, en greip tímabundið í vinnu þegar hún bauðst. Á sumrin stundaði hún ígripavinnu af ýmsu tagi, þegar og ef hún fékkst. Eftir 1950 þegar börnin voru orðin stálp- uð vann hún ýmsa vinnu, en þó mest við fisk. Þorgeir lést 30. desember 1967 nokkuð skyndilega en ekki óvænt, þar sem hann hafði kennt alvarlegs sjúkdóms í nokkur ár. Þá voru öll börnin flutt til Reykjavíkur og urðu við þetta mikil þáttaskil í lífi Jónu. í hennar huga hefur sjálfsagt aldrei komið annað en að hún myndi alla tíð búa á ísafirði og bjó hún þar ' ein fyrstu árin eftir andlát Þorgeirs. Síðan var hún nokkur ár að vetr- inum í Reykjavík í íbúð sem þau hjónin voru svo farsæl að festa sér í sama húsi og dóttir þeirra bjój en á sumrin var hún fyrir vestan. Árið 1974 flutti Jóna alfarin til Reykja- víkur og bjó þar til dauðadágs. Það urðu Jónu greinilega vonbrigði að þurfa að flytja frá Isafírði, svo fast var hún tengd sínu heimahéraði og þar voru ættingjar, vinir og kunn- ingjar. Aðsæður réðu því að ekki þótti ráðlegt að hún byggi ein fyrir vestan, hún var farin að reskjast og líkamleg vanheilsa farin að segja til sín. Þó að svo virtist sem hún yndi hag sínum vel í Reykjavík mátti þó af ýmsu ráða að hún sakn- aði alltaf heimaslóða og hugsaði mikið þangað. Jóna hélt heimili fyrir sig í Reykjavík og á köflum einnig fýrir I Það var einstaklega gaman að hlusta á Björgu hvort sem fjallað var um liðna tíð eða lífið og tilver- Iuna á líðandi stundu. Frásagnar- máti hennar var lifandi og skemmti- legur. Minnistæðar eru sögur frá Iþví að hún var ung kona í Borgar- fírði og af þátttöku hennar í félags- störfum. Sögur frá því hún var í Iskíðadeild Í.K., hvernig þær kon- urnar byggðu skíðaskála í Skála- felli, fóru í glæfralegar skíðaferðir og fleira. Með árunum breyttust þessar stundir okkar. Pönnukökurnar voru að vísu á sínum stað en umræðuef- nið fjölbreyttara. Björg hafði áhuga á mörgu og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hún hafði sérstakan áhuga á dulspeki og draumum, eða því sem maðuririn getur hvorki sannað né afsannað. Mínningarnar eru margar og er- um við þakklátar fyrir þær. Fyrir hönd fjölskyldna okkar þökkum við Björgu allar yndislegu stundirnar. | Minningin um góða konu lifir með- al okkar. g Og sé það tálvon ein um endurfund þá ævisól í þagnardjúp er setzt, ger tregann samt að engri óttastund, | ástvinum sínum guð ljær væran blund, " og vilji hann þeir sofi áfram, en það bezt. (H.A.Huxley) Kristín, Elín og Sólveig. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 63 syni sína á meðan kraftar entust. Fljótlega eftir að hún flutti til Reykjavíkur fóru hrörnunarsjúk- dómar að gera vart við sig og voru það fætur og heyrn sem fyrst gaf sig. Hún hélt sig því mikið heima og fór lítið nema í fylgd barna sinna. Hins vegar var hún sjálfri sér nóg og kvartaði aldrei um einveru eða fámenni, en reyndi að finna sér eitt- hvað við að vera og meðal annars reyndi hún alla tíð að fylgjast með því sem skeði „heima“, bæði í blöð- um og útvarpi. Það var heitasta ósk Jónu að fá að vera heima í sinni íbúð svo lengi sem hægt var, og var reynt að upp- fylla þá ósk hennar með aðhlynn- ingu aðstandenda og utanaðkom- andi hjálpar eftir því sem aðstæður leyfðu. Síðustu tvö árin sem hún lifði var hún meira og minna bund- in við rúmið og síðastliðið sumar var svo komið að ekki var hægt að veita henni alla nauðsynlega hjálp heima og lagðist hún þá inn á öld- runardeild Borgarspítalans þar sem hún lá til hinstu stundar og naut þar frábærrar aðhlynningar og alúð- ar starfsfólksins og eru því færðar bestu þakkir fyrir. Nú er komið að því að haldið sé heim aftur, þangað sem hugurinn leitaði oft, í faðm fjalla blárra, þar sem hún verður lögð við hlið Þor- geirs í kirkjugarðinum á ísafírði. Blessuð sé minning hennar. Páll Lúðvíksson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu biaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skai á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. SA\YO Gefðu góðar gjafir VHR 7100 EX SANYO myndbands- tæki. HQ myndgæði. 365 daga upptökuminni. Fljótþræðing aðeins 1 sek. þar til mynd er komin á skjáinn. Sjálfleitari, tækið leitar að eyðu á spólu. Monitortakki. VHP Z3REE Fjölhæft myndbands- tæki frá SANYO. Hægt er að spila spólur bæði frá USA og Evrópu. Sjálfvirkur hreinsibúnaður á myndhaus. mm- MJ STGR. VHR 7700 SANYO HiFi STERÍO NICAM. Hágæða myndbandstæki í sérflokki. Útgangur fyrir STERlO heyrnartæki með styrkstilli. Sjálfleit- ari. í þessu myndbandstæki eru gerðar kröfur um hljómgæði. CQ.660,- %)j STGR. CEP 2873N SANYO sjónvarp 28 tommu flatur skjár. PIP (mynd f mynd). Lausir hátalarar á hliðum. 78 aðgerðir með fullkominni fjarstýringu. Textavarp ' H DCX 500 SANYO hljómtækjasam- stæða 2x60 W magnari. Tvöfalt snældutæki. Geislaspilari. Útvarp með 12 stöðva minni á FM. Hálfsjálfvirkur plötuspilari. Fullkomin fjarstýring Hátalarar 80 Watta (3 way). CC.960/ STGR. Heildsöludreifing Gunnar Ásgeirsson hf. Sími 626080 HELSTU SÖLUAÐILAB REYKJAVÍK ..............Heimilistæki hf......Sætúni8 Fristund............Kringlan Rafbúð Sambandsins ... Holtagörðum AKRANES ................Skagaradlo BORGARNES ..............Kaupfélag Borgfirðinga HELLISANDUR.............Óttar Sveinbjörnsson ÍSAFJÖRÐUR .............Póllinn hf. SAUÐÁRKRÓKUR.........Rafsjá ÓLAFSFJÖRDUR.........Valberg AKUREYRI ............Radlonaust VESTMANNAEYJAR.......Brimnes SELFOSS..............Kf. Árnesinga KEFLAVÍK ............Radlokjallannn MERKISMENN HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.