Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Ég* man ekki
margt um skýin
ISókmenntir
Jón Stefánsson
Sjón: Ég man ekki eitthvað um
skýin
Ljóð. Mál og Menning. 1991
Eftir fimm ára ljóðahlé kemur
Sjón með áttundu Ijóðabókina, ég
man ekki eitthvað um skýin. Ef
mælt er í titlum er óhætt að kalla
Sjón afkastamikið skáld; pilturinn
er 29 ára en hefur sent frá sér átta
ljóðabækur (fyrstu sjö komu út í
ljóðasafninu Drengurinn með
röntgenaugun, 1986), tvær skáld-
sögur, nokkur leikrit og hann hefur
sungið vinsælt rokklag með Sykur-
molunum. Skáldið hefur því langt
í frá tekið sér frí frá orðunum þessi
fimm ljóðalausu ár. Áður en lengra
er haldið vil ég hrósa bókarkápunni
sem er aldelis mögnuð. Þá er það
frá.
Spurningin um iireytingu, þróun,
hlýtur að leita á þegar langt líður
á milli bóka. Og vissulega eru hin
gleymdu ský um margt ólík fyrri
bókum Sjóns; Sjón í skýjunum er
einlægari og um leið persónulegri
en Sjón með röntgenaugun. I röntg-
enaugunum var ljóðmælandinn
svalur, bauð konum liminn miklu
frekar en rós og allt ilmaði af leðri.
Nú situr ljóðmælandinn með stúlk-
unni og saman búa þau til haf af
glitrandi augum meðan regndropar
fanga götuljósin- á gleraugum
skáldsins:
(nótt)
glitrandi
mistur af hafi
götuljósin stækkuðu
eitt ljósker skein í hveijum dropa
á gleraugunum mínum
við sátum á svölum
og skárum sítrónur
köstuðum sneiðunum fram af
svo þær þöktu götuna
glitrandi
augu og augu
í nóttinni
(sítrónunnar)
Þetta er skrambi gott ljóð; vel og
nærfæmislega unnin mynd af sam-
hangandi augnablikum næturinnar.
Eg man ekki eitthvað um skýin
byijar á orðsendingu frá skáldinu
um hvernig lesandinn eigi að sjá
hann fyrir sér og síðan er tiltölulega
þekkt skáld frá síðustu öld dregið
fram á síðurnar:
. (hallgrímsson)
: eina krónu fyrir lóuna!
(jónas)
Á eftir Jónasi koma ellefu ljóð, þá
birtist hann í „morgunsvörtum silf-
urfrakka" og önnur ellefu fylgja
Jónasi í silfurfrakkanum.
Ljóðin er misjöfn, bæði að lengd
og gæðum. Lengstu ná yfir fjórar
síður, stystu eru einungis ein lína.
Um hvað er ort? Ég er að hugsa
um. að hundsa þessa spurningu,
segi bara að Sjón sé að yrkja um
manninn og tilfinningar hans. Það
er nokkuð traust. En menn mega
búast við að rekast á vasaþjófa sem
SAGA
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jerzy Kosinski: Fantatak
Þýðing: Gísli Þór Gunnarsson
Utg. Trúbadorforlagið
Fantatak mun hafa komið út í
fyrsta sinn fyrir níu árum og heit-
ir Pinball á frummálinu. Þekktast-
ur hérlendis er Kosinski eflaust
fyrir bókina „Being there“ og
fræga mynd með Peter Sellers sem
var gerð eftir bókinni.
Hér segir frá Patrick Dom-
ostroy, hann hafði um hríð verið
áberandi í tónlistarheiminum en
stjarna hans er hnigin og hann
verður að sætta sig við að taka
þá vinnu sem býðst þó eimi eftir
af fornri frægð. Hann kemst í
kynni við kynduga stúlku, Andreu.
Hennar takmark í lífinu er að hafa
Sjón
langar í hland og gamalt blóð, þarna
skjótast smokkfiskar um líkamann,
maður er vakinn upp af himninum
en annar bíður eftir stúlku sem loks-
ins kemur en þá bara til að taka
Ijósið burt. Ljóðmælandinn er að
leggja af stað í ferðalag eða koma
úr ferðalagi en er af einhveijum
ástæðum viss um að villast þegar
hann kemur til baka. Lýrískt „ég“
upp á rokkstjörnunni Goddard sem
má ekki reka upp hljóð eða semja
nótu svo Bandaríkin standi ekki á
öndinni.
Hængurinn er bara sá að það
veit ekki nokkur maður hver Godd-
ard er né hvar hann er að finna.
Andrea fær þó Domostroy til að
aðstoða sig við leitina og þau hefj-
ast handa við að ná Goddard úr
felum. Meðal annars með því að
skrifa honum bréf sem eiga að
vekja athygli hans á því hvað
Andrea sé spennandi og eftirsókn-
arverð manneskja svo hann muni
nálgast hana og lífsdraumur henn-
ar uppfyllast þar með.
Um það leyti sem bókin er vel
hálfnuð eða svo og ég var orðin
svona hér um bil viss um að Dom-
ostroy væri sjálfur Goddard og
fannst það eiginlega harla góð
lausn og sennileg kúvendir höfund-
ur og leiðir Goddard sjálfan fram
er til staðar í flestum ljóðunum og
því virðist persóna skáldsins nálæg;
þess vegna sagði ég bókina per-
sónulega og einlæga.
Þrátt fyrir að ljóðmælendur haf-
ist ólíkt að er einhver tónn sem
tengir þá alla saman ogjgefur bók-
inni heildstæðan svip. Eg á erfitt
með að skilgreina þessa Sjónsrödd
nákvæmlega, en hún frekar lág-
stemmd, hvorki myndræn né orð-
mikil. Stundum kærulaus. Rödd
bókarinnar er því nokkuð skýr en
ekki finnst mér hún nógu sterk til
að fanga athyglina í langan tíma í
senn. Langsamlega best er hún í
nótt sítrónunnar og góð er hún í
fáeinum stuttljóðum sem minna á
hækur:
sölblóm snúa krónum
að borginni
En of mörg ljóð ná ekki að ýta
við manni, skilja ekkert eftir. Eru
bara orð á pappír:
(feðrun)
enn myrkur
enn myrkur
* ég er lítill drengur
sonur minn
sonur minn
ég er lítill drengur -
* afhveiju?
á sjónarsviðið. Og síðan tekur við
enn mergjaðri atburðarás, ýmsar
eftirminnilegar persónur eru leidd-
ar fram á sjónarsviðið og lesandi
velkist í vafa fram á allra síðustu
stundu um hvað hér er eiginlega
á ferðinni.
Þessi saga Kosinskis er við
fyrsta lestur dálítið tyrfin, hispurs-
lausar kynlífslýsingar ekki skornar
við nögl og orðbragðið ekki beint
sunnudagaskólalegt.
Þegar Goddard hefur verið
leiddur fram og lesandi fær að
velta fyrir sér þeim svívirðilegu
brögðum sem hann er beittur og
af hvetju hann hefur kosið að fara
þá leið sem raun ber vitni um,
færist meira jafnvægi yfír frásögn-
ina. Þó er nún miskunnarlaus og
óvægin. En hún heldur áhuganum
föngnum og eru síðstu kaflar bók-
arinnar áhrifamiklir nokkuð en
kannski í langdregnara lagi.
ekkert
af hverju?
(feðrun)
Ljóðið líkist helst uppkasti, hug-
mynd sem á eftir að vinna úr. Það
em of mörg ljóð í bókinni sem lcalla
ekki á mig eftir að ég er búinn að
lesa þau. Ég geri mjög einfalda
kröfu; ljóðin eiga að hrífa mig, ann-
ars eru þau ekki góð. Mér er alveg
sama hvort ég skilji ljóðið eða ekki.
Bara að það hrífi. Eins og til dæm-
is fjórar línur úr café selsíus þar
sem Sjón líkist dulítið Braga Ólafs-
syni; barnsleg upplifun á hvers-
dagslegu atviki sem fullorðinn ljóð-
mælandi breytir í ljóð:
einhver á afmæli
til dæmis maðurinn á næsta borði
hann treður þvi sem hann elskar í pípuna
sína
tendrar með agnarsmáu hjarta
En svona hrifljóð em of sjaldséð
hjá Sjóni í hinum gleymdu skýjum.
Skáldið kemst ekki nægjanlega oft
undir yfirborð orðanna, virðist láta
sér nægja að fá hugmynd án þess
að vinna úr henni. Bendi til dæmis
á óskáldlega nærvem Jónasar Hall-
grímssonar.
Þegar upp er staðið er ég dulítið
hræddur um að ég eigi ekki eftir
að muna margt um skýin.
Jerzy Kosinski
Hér er sögð eftirtektai-verð saga
af töluverðri ósvífni en óumdeilan-
legri leikni þar sem fléttað er sam-
an lýrískum tónlistarlýsingum og
groddalegu ofbeldi. Manneskjan er
ekki alltaf á háu plani í þessari
sögu Kosinskis og vægðarleysi
náungans stundum algert, kannski
líkast því að lífsreiði höfundar hafí
stundum tekið af honum ráðin.
Samt er manninum ekki alls vam-
að að hans dómi og þeir báðir,
Goddard og Domostroy, og píanó-
leikarinn Donna verða minnisstæð
og vekja til umhugsunar. Án efa
hefur verið töluvert vandaverk að
þýða þessa bók. Þýðandi er kjam-
yrtur og skefur ekki af lýsingum
höfundar. Rit- og beygingavillur
eru of margar og eins mætti próf-
arkalestur vera mun betri. Ekki
er samræmi í feitletrunarnotkun
sem ég fékk ekki séð annað en
væri stórlega ofbrúkuð á köflum.
-----» ♦ ♦-----
Málþing um
hamingjjuna
á laugardag
Rannsóknarstofnun í siðfræði
stendur fyrir inálþingi fyrir al-
menning um hamingjuna í sal 4
í Háskólabíói næstkomandi laug-
ardag klukkan 13.00 - 16.45.
Meðal annars verða ræddar hug-
myndir kristninnar, goðafræðinnar
og heimspekinnar um hamingjuna.
Fyrirlestarar em Vilhjálmur Arna-
son, dósent í heimspeki, Þórir Kr.
Þórðarson, prófessor í guðfræði,
Jón Björnson, félagsmálastjóri á
Akureyri, Eyjólfur Kjalar Emilsson,
dósent í heimspeki, séra Ólöf Ólafs-
dóttir og Páll SKúlason prófessor í
heimspeki.
Aðgangseyrir er 500 krónur.
Ævintýri guða ogmanna
Askur og Embla með syninum Búa.
_________Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Leikbrúðuland
BANNAÐ AÐ HLÆJA
Höfundur: Hallveig Thorlacius
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðs-
son
Tónlist: Eyþór Arnalds
Brúðugerð: Bryndís Gunnars-
dóttir, Erna Guðmarsdóttir,
Hallveig Thorlacius og Helga
Arnalds Leiktjöld: Bryndís
Gunnarsdóttir
Aðstoð við lýsingu: Kristinn
Daníelsson, Björn B. Guðmunds-
son og Egill Órn Árnason
I upphafi tóku æsir jötuninn
Ymi, bútuðu hann sundur og sköp-
uðu heiminn úr líkamspörtum hans,
samkvæmt fornum norrænum goð-
sögnum. Jörðin okkar er því af
holdi og blóði og í eðli sínu hrein.
En þrátt fyrir göfugan tilgang er
ekki allt jafn gott sem frá guðunum
kemur. Meðal þeirra ríkir öfund
og illgimi og þar fer Loki fremstur
í flokki. Hann ákveður að Ieggja
sig allan fram um að eyða
sköpunarverki guðanna og fær til
þess lítinn hund sem heitir Fenni.
Fenni nærist á rusli og markmið
Loka er að gera Fenna svo stóran
að hann geti gleypt sólina; þá verð-
ur eilíft myrkur og ragnarök. Og
Loki safnar rusli handa hundinum
sínum Fenna sem vex og dafnar
og í ljós kemur að hann er sjálfur
Fenrisúlfur. Hann verður stærri en
Loki og mennirnir og dýrin og
áfram safnar Ijoki rusli. Sólin týn-
ist, það ríkir frost og kuldi á jörð-
inni og enginn veit sitt íjúkandi
ráð. Lítill drengur, Búi, sonur Asks
og Emblu, er sendur af stað til að
leita sólarinnar. En hann er ósköp
einn og lítill og það eru svo mörg
þúsund kílómetrar á jörðinni og
hvernig finnur maður einhvem
annan sem vili bjarga henni, ég
tala nú ekki um ef hann heitir Búi
og er hvalur. Og hvernig eiga þeir
svo að vita að eina leiðin til að
koma Fenna fyrir kattarnef er að
láta hann hlæja og það er bannað
að hlæja.
Það er víða leitað fanga í þess-
ari viðamiklu sýningu. Það er leitað
í Vöiuspá og Snorra-Eddu og Fal-
lega fiughvalinn eftir Ólaf Gunn-
arsson, og það er óhætt að segja
að mjög sterk skilaboð felist í verk-
inu; skilaboð um að umgangast
jörðina okkar af meiri nærgætni,
vináttu og kærleika. Skilaboð eru
alltaf vandmeðfarin ef þau eiga
ekki að vferða að þreytandi prédik-
un, en hér hefur heldur betur te-
kist vel til. Ævintýrið er svo hárfínt
samtvinnað, átök góðs og ills svo
vandlega útfærð að þau kalla fram
andúð á hinu iila fremur en ótta
við það.
Uppsetningin er líka hreinn un-
aður fyrir auga og eyra; myndirnar
sem brugðið er upp eru ævintýra-
lega fallegar, brúðurnar skemmti-
lega útfærðar, og þá einkum og
sér í lagi Loki - hann er alveg í
sérflokki og ljóst er að við getum
vænst margra og skemmtilegra
hluta af Helgu Arnalds í framtíð-
inni. Lýsingin á stóran þátt í hversu
vel tekst til með myndrænan þátt
sýningarinnar; hún stjórnar ná-
lægð og fjarlægð leiksviðsins; stýr-
ir stærðarhlutföllum og afmarkar
þann heim sem verið er að birta
áhorfendum: Ásamt leiktjöldum og
búningum skapar hún sérstæða og
mjög vel heppnaða mynd. Tónlistin
er líka einkar skemmtileg, en mað-
ur þarf að hlusta vel, því hún fell-
ur svo vel að sýningunni að það
er næstum eins og hún sé ekki
þarna. Hún á þó stóran þátt í að
kalla fram viðbrögð við aðstæðum
hverju sinni, ásamt leiknum.
Leikarar í Bannað að hlæja eru
Bára L. Magnúsdóttir, Bryndís
Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdótt-
ir, Hallveig Thorlacius og Helga
Arnalds. Auk þeirra leika Anna
S. Einarsdóttir, Margrét Ólafsdótt-
ir og Þórhallur Sigurðsson raddir
leikbrúða. Leikurinn var góður og
raddsetning brúðanna mjög
skemmtilega unnin. Sýningin er í
alla staði vönduð og bráðskemmti-
leg, fléttuð saman af ótrúlegu hug-
myndaflugi.
UM GRIMMD