Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga: Efnt verði til samráðs ríkis og sveitarfélaga á jafnréttisgrundvelli STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær yfirlýsingu „vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að brjóta samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og verkaskipti, og stórfelldar álögur á sveitarfélögin". í yfirlýsingunni segir meðal ann- ars að stjóm sambandsins treysti því að ríkisstjómin falli frá áform- um sínum og að efnt verði til sam- ráðs ríkis og sveitarfélaga á jafn- réttisgmndvelli, svo sem samningar og lög geri ráð fyrir. Einungis með þeim hætti sé hægt að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er að til staðar sé milli þessara stjóm- valda, og er forsenda fyrir árang- ursríku samstarfi þeirra. Stjóm Sambands íslenskra sveit- arfélaga mótmæli harðlega áform- um ríkisstjómarinnar, og telur þau alvarlegt brot á nýgerðu samkomu- lagi ríkis og sveitarfélaga um tekju- stofna og verkaskipti. Ekkert sam- ráð hafí verið haft við forsvarsmenn sveitarfélaganna né Samband ís- lenskra sveitarfélaga um þær tillög- ur sem ríkisstjórnin hafi nú lagt fram. Samningsbundið og lögform- legt samstarf hafi verið rofíð og einskis virt af ríkisstjóminni, og þessi vinnubrögð leiði til trúnaðar- Uppboð hjá Toll- stjóraembættinu: 22 millj. skulda- bréf á 1 millj. brests milli sveitarfélaganna og rík- isvaldsins. Nú liggi fyrir nýjar hug- myndir um sameiningu sveitarfé- laga og endurskoðun á verkefnum, tekjum og öðrum samskiptum þeirra við ríkisvaldið, sem góð sam- staða gæti náðst um. Framgangur þessa máls byggist á því að traust og trúnaður ríki milli aðila, og að því sé hægt að treysta að samning- ar og lög um samskipti þeirra séu virt. -----» ♦ ♦------ Maður grun- aður um ölvun ók á ljósastaur MAÐUR, sem grunaður er um ölvun við akstur, slasaðist nokk- uð í andliti og á brjósti eftir að hafa ekið á ljósastaur á Suður- landsbraut í fyrrinótt. Áreksturinn var mjög harður og virtist sem Galant-bíl mannsins hefði verið ekið með talsverðum hraða. Bíllinn skemmdist mikið og ljósastaurinn kubbaðist í sundur, að sögn lögreglunnar. Morgunblaðið/Þorkell Sjómenn senda mótmælaskeyti Fjármálaráðherra hefur borist fjöldi mótmælaskeyta frá áhöfnum skipa undanfarna daga vegna fyrirhugaðrar skerðingar sjómannaaf- sláttar. í gær var fjöldi skeytanna orðinn um 70 talsins en á mánu- deginum einum bárust rúmlega 50 skeyti, sem sjást hér í höndum Ingibjargar Bjömsdóttur, ritara íjármálaráðherra. Þess má geta að ráðherra barst einnig eitt skeyti með baráttukveðjum þar sem lýst er stuðningi við aðgerðimar. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu: Tvö slys á Reykjanes- braut í fljúg- andi hálku Tveir á slysadeild TVÖ umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbraut síðdegis í gær. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en annar fékk að fara heim eft- ir skamma viðdvöl. Mikil hálka var á brautinni þegar óhöppin áttu sér stað. Fyrra óhappið átti sér stað í Kúagerði þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún snerist á brautinni, fór útaf og valt um kl. 17.40. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fiuttur á sjúkrahúsið í Keflavík en fékk að fara heim eftir skoðun. Jeppinn er mikið skemmdur. Seinna óhappið átti sér stað um það bil 10 mínútum síðar í Hvassa- hrauni rétt áður en komið er að Kúagerði á leiðinni til Keflavíkur. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hún snerist á braut- inni, fór útaf og valt. Tveir farþeg- ar voru í bílnum auk ökumanns og var annar þeirra fluttur á Borg- arspítalann þar sem hann kvartaði um verk í höfði. Bifreiðin er stór- skemmd. Ökumenn bifreiðanna og farþegi í framsæti voru í bílbeltum. Bandaríkin hafa lengi reynt að tryggja heiðarleika ráðsins Nefnd leggnr til að Bandaríkin séu áfram á móti hvalveiðum Á UPPBOÐI borgarfógetans í Reykjavík hjá Tollstjóraembætt- inu sl. laugardag var 22,6 milljón króna skuldabréf slegið á eina milljón króna. Skuldabréf þetta var boðið upp á vegum Islands- banka sem gert hafði ijárnám í því. Bréfið er með veði í fast- eign. Það var íslandsbanki sem bauð hæst I bréfíð. Jónas Gústafsson borgarfógeti í uppboðsrétti segir að það sé ekkert einsdæmi að skuldabréf séu boðin upp á uppboði sem þessu enda eru þau í raun eins og hvert annað lausafé. „En þess ber að geta að á síðustu árum hefur verið sjaldgæft að fá skuldabréf á uppboð hjá okk- ur,“ segir Jónas. „Hér fyrr á árum var það mun algengara að svona pappírar væru boðnir upp.“ AÐALFULLTRÚI Bandaríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu, John A. Knauss, hefur skrifað Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra bréf, þar sem hann lýsir þeirri von sinni að Island gangi ekki úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Banda- rísk stjórnskipuð nefnd hefur jafnframt lagt það til að Banda- ríkin haldi áfram að vera á móti hvalveiðum innan hvalveiðiráðs- ins, og taki meira tillit til annarra sjónarmiða en vísindalega þegar hvalveiðar eru vegnar og metnar. Knauss skrifar bréfið vegna frétta um að ísland íhugi að fara að ráðum aðalfulltrúa íslands og ráðgjafar- nefndar um að segja sig úr ráðinu. Knauss segir Bandaríkin hafa unnið lengi að því að tryggja heiðarleika og samheldni ráðsins. Á fundinum í Reykjavík í vor, hefðu Bandaríkin unnið af kostgæfni við að þróa end- urskoðaðar veiðistjórnunarreglur sem vísindanefnd ráðsins mælti með. Knauss segist munu halda áfram þessari vinnu, og vilji einnig leggja mikið á sig við að reyna að viðhalda þeirri stöðu hvalveiðiráðsins að vera leiðandi í rannsóknum og stjórnun á hvalastofnun heims,. Með bréfínu fylgdu skýrslur frá svonefndri Sjávarspendýranefnd, sem er ráðgefandi stjómskipuð nefnd í Bandaríkjunum. Þar er kom- ist að þeirri niðurstöðu, að þótt vís- indi geti sýnt fram á að hægt sé að veiða úr einhveijum hvalastofnum, taki þau ekki tillit til ýmissa mikil- vægra nútímalegra sjónarmiða sem ekki einskorðist við nýtingu náttúru- auðlinda. Um leið sé ljóst að ef hval- veiðiþjóðir fari íir ráðinu þýði það endalok ráðsins og því beri að forða. Nefndin telur, að endurskoða eigi stofnsáttmála hvalveiðiráðsins og veiðistjómunaraðferðir þess, með til- liti til friðunarsjónarmiða nútímans, og ef aðildarþjóðir fallast á slíka endurskoðun sé ástæða til að ætla að ráðið geti orðið virkara. Nefndin leggur því til að Banda- ríkjastjóm taki meira tillit til annara gplda en neyslusjónarmiða og viður- kenni að vísindi ein skuli ekki segja til um hvort hvalveiðar verði teknar UPP að nýju. Þá eigi Bandaríkin að vera á móti hvalveiðum vegna fyrri mistaka ráðsins við veiðistjórnun. Komist ráðið hins vegar að þeirri niðurstöðu að leyfa eigi hvalveiðar að nýju með ströngum skilyrðum eigi Bandaríkjastjórn ekki að beita þær þjóðir viðskiptaþvingunum sem tækju upp hvalveiðar á slíkum for- sendum. í bréfi Knauss til Þorsteins Páls- sonar kemur fram, að hann muni ræða þetta skjal við fulltrúa annara stjórnsýsjudeilda. Sjá nánar á miðopnu. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands um fjárlagafrumvarpið: Ekki gnindvölliir kjarasamn- inga nema ýmislegt breytist ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að ýmislegt þurfi að breytast í fjárlagafrumvarpinu áður en það geti orðið grundvöllur kjarasamninga. Það sé heldur ekki tímabært að ræða kjarasamninga á vettvangi heildarsamtakanna fyrr en niður- staða hafí fengist í þeim sérviðræðum sem einstök félög og lands- sambönd eigi í og nýjasta dæmið sé um verkfallsátök Dagsbrúnar. Hann geti hins vegar tekið undir það með Einari Oddi Kristjáns- syni, formanni Vinnuveitendasambands íslands, að veruleg raun- vaxtalækkun sé forsenda þess að kjarasamningar takist, en í Morgunblaðinu í gær sagði hann að efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar væru grundvöllur að kjarasamningum og 6% raunvaxta- stigi á næsta ári. Asmundur sagði að hvorki at- vinnuh'f né einstaklingar stæðu undir þessu raunvaxtastigi og því væri það forsenda þess að upp- bygging ætti sér stað í einhverjum atvinnurekstri yfirleitt. Hins vegar sagðist hann vantrúaður á að þau markmið myndu nást sem sett væru varðandi fjárlagahallann. Hann hefði til dæmis ekki traust á því að almennur hlutfallslegur niðurskurður skilaði árangri eins og fyrirætlanir væru um. Þá væri mjög víða gengið þvert á þau sjónarmið sem Alþýðusam- bandið hefði látið uppi. Til dæmis hvað varðaði verðlagningu á lyfj- um hefðu þeir lýst því yfir að það ætti að auka eftirlit með lyfja- ávísanaútgáfu Iækna og ýtt á að þeir ávísuðu á ódýrari lyf, en það ekki látið fara eftir greiðslugetu sjúklings hvaða Iyf væru valin. Það væri augijóslega verið að setja þyngri byrðar á fólk sem yrði veikt, þó vissulega væri það jákvætt að sett væri hámark á greiðslur fyrir læknisþjónustu. Auk þessa mætti nefna breyt- ingar á fyrirkomulagi á ríkis- ábyrgð á launum, skerðingu á barnabótum, breytingar á sjó- mannaafslætti og fleira. Út af fyr- ir sig væri hann ekki á móti skerð- ingu á barnabótum hjá fólki með 'náar tekjur, en það mætti deila um hvar sú skerðing ætti að byija og að því er honum skildist væri notuð sú viðmiðun að um helming- ur hjóna yrði fyrir skerðingu. Hann sæi ekki annað en að ef fram- kvæmdur yrði almennur niður- skurður á sjómannafrádrættinum þá myndi það valda uppþotum. Auk þess væri hiutafjárkaupaaf- slátturinn áfram inni og ekkert væri að finna um fjármagnsskatt. Það væri óþolandi vegna ellilífeyr- isþegans sem fengi skerta tekju- tryggingu ef hann hefði einhveijar tekjur úr lífeyrissjóði á sama tíma og hægt væri að hafa miklar tekj- ur af fjármagni án þess að það væri skattskyit eða hefði áhrif á tekjutryggingu. Slík mismunun í meðferð tekna gengi ekki. „Það er margt sem við höfum við það að athuga hvernig staðið er að niðurskurðinum, en það skiptir auðvitað máli að það verði samdráttur í útgjöldum hins opin- bera til þess að auðvelda það að vextirnir lækki. Hins vegar veit ríkisstjórnin það fullkomlega hvaða atriði það eru sem spilla því að samkomulag náist. Ef hún meinar eitthvað með því að hún vilji stuðla að því að samningar takist hlýtur hún að taka tillit til okkar sjónarmiða," sagði Ásmund- ur ennfremur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.