Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 15

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR. 12. DESEMBER. L99,l as Hugljúfar Bókmenntir Sigurjón Björnsson Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum: Silfuráin heima. Bókaútgáfan Hildur, 1991, 132 bls. Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum andaðist á þessu ári. Þetta er því hinsta kveðja hans til vina og lesenda. Frá Guðmundar hendi eru átta bækur, fimm skáldsögur og er þetta þriðja smásagnasafnið. Fyrir síð- ustu jól kom út skáldsagan í af- skekktinni sem ritara þessa pistils þótti einkar vel gerð. Árið þar áður kom út skáldsagan Sóleyjarsumar. Þá voru liðin átta ár frá því að Guðmundur hafði látið bók frá sér fara. Það virðist því sem grósku- tímbil hafi verið hafíð í ritferli þessa höfundar þegar skyndilega var kippt í tauma af þeim sem meira mátti sín. í þessari bók eru níu smásögur, allar stuttar. Hafa sumar þeirra birst áður í tímaritum. Allar bera sögurnar glögg einkenni höfundar. Fíngerðar sögur, einkenndar af ljúf- leika, stundum dempaðri kímni blandaðri nokkrum dapurleika. Dauðinn er oft nálægur. Ljóðrænar eru þessar sögur. Oft er brugðið upp skýrum myndum. Málfar er eðlilegt, látlaust og hreint. Guðmundur var óumdeilanlega sveitamaður. Enda þótt hann ætti um árabil heima í kaupstað var hugarheimur hans tengdur sveitinni óijúfanlegum böndum. Þann heim þekkti hann flestum betur og kunni að lýsa honum. í bókum hans er auðvelt að finna afar vel gerðar lýsingar á fólki, náttúru lands, veð- urfari og búpeningi og samskiptum manns við þessa þætti tilverunnar. Sögurnar í þessari bók bera mprg þessara sömu einkenna. Á einn eða annan hátt höfða flestar þeirra til sveitalífs þó að þær gerist ekki all- ar í sveitinni. Það er söknuður eftir liðinni tíð sem kemur fram í endur- minningum gamalla manna. Björt- um æskumyndum fagurra sumar- smásögur Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum. daga og nótta bregður fyrir með ást og yndi. Og svo er það „silfurá- in heima“ sem einhvern veginn er alltaf í bakgrunni þó að hún sé ein- ungis nefnd í einni setningu í síð- ustu sögunni. Guðmundur er fæddur og uppal- inn í Svartárdal í Austur-Húna- vatnssýslu. Það er sékennilegur dalur. Djúpur, þröngur og firna- langur. Grösugar hlíðar ganga nið- ur að Svartánni sem liðast í fögrum sveigum eftir öllum dal uns hún sameinast Blöndu. Það er „silfuráin heima“ sem erfitt er að þoka úr minni hafí maður á annað borð kynnst henni. Þessi sérstæði dalur með silfuránni fögru og víðum heiðalöndum að baki var heimaland höfundar. Það er alls staðar nálægt í skáldskap hans. Sögur þær sem hér koma saman í bók eru ekki átakamiklar og telj- ast varla til þess besta sem Guð- mundur gerði. En þær eru ljúf og hugnæm kveðja og sóma sér vel meðal íslenskra smásagna fyrr og nú. Fögrir myndabók Bókmenntir Sigurjón Björnsson Iceland. Life and Nature on a North Atlantic Island. Myndir: Páll Stefánsson o.fl. Texti: Bern- ard Scudder. Hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson og Magnús V. Pálsson. Iceland Review, Reykjavík 1991, 96 bls. Enginn hörgull er á myndabók- um um ísland á þessum árum. Margar eru þær gullfallegar og vel gerðari Langflestar ætlaðar útlend- um vinum og vandamönnum, vel- unnurum íslands, sem vinargjöf til gesta og viðskiptavina. Vissulega eru þetta nauðsynleg rit og hentug- ar og viðeigandi gjafir í margs konar tilgangi. Ein þess háttar bóka er sú sem hér birtist, gefin út af Iceland Revi- ew og myndir hafa verið teknar fyrir það tímarit. Flestar eru mynd- irnar gerðar af Páli Stefánssyni sem hefur getið sér orð sem list- fengur kunnáttumaður. Texti er þó nokkur og skrifaður á ensku af Bernard Scudder. Þessi bók er meðal hinna minni og látlausari en þeim mun smekk- legri. Það sem mér fellur sérstak- lega vel í geð er að hún er „samin“ ef svo má að orði komast. Fyrst er farið með ströndum fram og hægt er að gera sér grein fyrir hvernig landi er háttað við firði og voga. Síðan er langur þáttur um fossa, eld og ísa. Þá er vikið að dýralífí, einkum fuglum. Sagan og menningarlíf er viðfangsefni næsta kafla. Þá koma auðlindir til lands og sjávar og að lokum er híbýla- kostur landsmanna og búseta. Hver þáttur hefst á yfirlitstexta og síðan fylgir nokkur texti hverri mynd. Myndirnar eru afar vel gerðar Páll Stefánsson og sumar mikil listaverk sem njóta sín vel á stórum fleti í góðri prent- un. Það sem er mikilsvert er að myndirnar þjóna ætíð tilgangi, eru upplýsandi og skýrandi, en ekki gerðar til þess eins að sýna færni myndasmiðsins eins og mér hefur stundum þótt vilja brenna við. Textar eru upplýsandi og efnism- iklir og því næsta gagnlegir. Helst mætti það að þeim fínna að þeir eru á stundum full uppskrúfaðir og bera blæ fullmikillar „sölu- mennsku" að mínum dómi. Að öllu samanlögðu féll mér þessi bók afar vel og líklega kysi ég helst að senda hana til erlendra móttakenda af öllum þeim mörgu sem úr er að velja. Nýárskvöl d 19 9 2 NYARSFAGNAÐUR A HOTELISLANDI S Oumdeilanlega glæsilegasti nýársfagnaður til fjölda ára DAGSKRÁ: Samleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur, fiðluleikara og Selmu Guðmundsdóttur, pianóleikara. Óperusöngvararnir Inga Bachman og Sigurður Steingrímsson flytja óperudúetta og lög úr pekktum söngleikjum við undirleik Bjama Jónssonar. Okkar ástkæra söngkona Þuríður Sigurðardóttir laðar fratn Ijúfa tóna. Hinn landskunni skemmtikraftur Ótnar Ragtiarsson flytur nýja gamanþætti. ÓMAR MATSEDILL Tordrykkur: Ritz Fizz Hátíðarkvöldverður: Hvítlauklskryddaður vatnaáll Kjötseyði Federal Hindberjasorbert Innbökuð nautalund Logandiistindur Hvítvín: Gewurzraaminer Rauðvtn: Chátcau Haut-Mardrac Nýársballettinn Stórkostleg, sérsamin dansatriði undir stjórn Astrósar Gunnarsdóttur, Jóns Péturs og Köru Amgrímsdóttur. Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er Artúr Björgvin Bollason. Kynnir: Rósa Ingólfsdóttir. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi ásamt söngkonunum Sigrúnu Evu og Berglindi Björk. tililÍlillSllillil Verð kr. 8.950,- Takmarkaður miðafjöldi. ROSA Gestir njóta pess besta i mat og drykk, við tw.dirlcik Ingimars Eydal, píanólcikara. HOTEL jjlAND Fastagestir staðfestið pantanir sem fyrst. Borðapantanir eru þegar hafnar í síma 687111 GAMLÁRSKVÖLD Á HÓTEL ÍSLANDI DANSLEIKUR MEÐ A)ýPÖA)SK FRÁ KL. 24-04. VERÐ KR. 2000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.