Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Margfróður og' málhagur Bókmenntir Erlendur Jónsson Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli: MINNINGAR ÚR MÝR- DAL. II. 184 bls. Örn og Örlyg-ur hf. 1991. Eyjóífur Guðmundsson á Hvoli þá minnisstæða viðurkenning af Halldóri Laxness sem útnefndi fyrir sitt leyti Pabba og mömmu bók ársins 1944. Þá voru sviptingar í pólitík og menntalífí og margur ranglega lofaður eða lastaður. En Eyjólfur stóð fyrir utan og ofan allt slíkt. Og útþrykkilega reis hann undir lofinu. Ætli megi ekki segja að hann hafí verið fæddur rithöf- undur? Minningar úr Mýrdal sanna það enn og aftur. Að dómi undirritaðs er þetta afar skemmtileg bók. Þótt hún heiti Minningar er þetta í raun hluti sjálfsævisögu; hefstþegar höfundur er orðinn kennari í Mýrdal, kom- ungur, og lýkur þegar hann kvæn- ist og setur saman bú, rösklega þrítugur. En auk kennslunnar má segja að Eyjólfur hafí verið allt í öllu í sveit sinni. Það voru einkum félagsmálin sem hann lét til sín taka. En um þetta leyti var að vakna félagsmálaáhugi í sveitum. Vegna kennslustarfanna hafði Ey- jólfur lítið eitt rýmri fjárráð en jafn- aldrar hans og gat því verið útslátt- arsamari. Hann hafði yndi af að ferðast, var í raun á stöðugum þeyt- ingi. Hann sinnti mörgu samtímis, dreifði kröftunum; var lengi vel óráðinn hvaða stefnu skyldi taka á framtíðina, óaði við að hefja búskap en fann sér þá ekki heldur annan útveg sem hann taldi sér mundu henta til frambúðar. Eitt sinn fór hann til Reykjavíkur og keypti sér þar nokkra enskutíma í þeim vænd- um að flytjast til Vesturheims. Úr því varð þó ekki. Hann stundaði sjóinn. Og hann greip í verslunar- störf en staðnæmdist í hvorugu. Félagsmálaafskiptin öfluðu honum ekki eintómra vinsælda. Þannig liðu árin. Og grónir bændur tóku að líta á hann sem hálfgerðan ráðleys- ingja; undruðust hví hann fengi sér ekki konu og færi að búa. Því nóg voru konuefnin í nágrenninu. Og jarðarpart til að hokra á var líka hægt að útvega. Lengi vel lét Eyjólfur sveim þenn- an sem vind um eyru þjóta. Svo fór þó að lokum að hann setti saman bú. En þá vantaði bústýruna. Þeim málum varð að kippa í liðinn ef búskapurinn átti að rísa undir nafni. Vafalaust hefur þá einhveijum sýnst hann leita langt yfir skammt. Svo vildi til að systir hans var úti í Edinborg í Skotlandi. Ungar stúlk- ur sóttu þangað til húsmæðranáms um þær mundir. Eýjólfur skrifaði nú systur sinni og spurði hana hvort hún gæti ekki útvegað sér bústýru úr hópi þessara íslensku stúlkna! Og stúlkan kom. Og þau urðu bóndi og húsfreyja. Og lýkur svo sögu þessari eins og segir í þjóðsögunum. Eyjólfur rekur þessa sögu sína með dálitlum undirhúmor en sýnu meiri hreinskilni. Sjálfsmynd hans er skýr; hann hefur snemma gert sér ljóst hver hann var, hvaða eðlis- kostum hann var búinn og hvernig hann gæti best nýtt hæfileika sína í umhverfi sem bauð ekki upp á mörg úrræði. Hvergi skýtur hann sér undan að segja skoðun sína á mönnum og málefnum. Mannlýsingar hans eru greinagóðar og skorinorðar. Glögg- lega lýsir hann t.d. bræðrunum, Gunnari og Boga Ólafssonum. Þeir voru þá ungir verslunarmenn í Vík- urkauptúni. Flestum betur lýsir Eyjólfur óþreyju þeirri sem því fylgir að vera ungur og fijáls. Hann segir ekki aðeins frá fólki og atburðum. Hann endurvekur líka stemmning- una, andblæinn. Trútt hefur minni hans verið; frásagnargáfan óbrigð- ul. Þess vegna tekst honum svo listi- CMD Góð vörumerki. - ótrúlegt verð. SWTSVCAR (51RPON KAUPSTADUR ÍMJÓDD Eyjólfur Guðmundsson lega sem raun ber vitni að endur- skapa söguefnið, gera það náið og lifandi. Árin fyrir og eftir aldamótin síð- ustu eru að sjálfsögðu orðin hálf- gerð fornöld fyrir sjónum okkar sem nú lifum. En fyrir þálifandi ungkyn- slóð var þetta ótvírætt breytinga- skeið. Kynslóð Eyjólfs var leitandi; átti um fleiri kosti að velja en bú- hokur í sveit og þráði eitthvað nýtt og betra. Fögnuður þessa unga fólks, afkomenda karla og kerlinga sem urðu að sitja á sömu þúfunni alla sína tíð, braust því eðlilega út í ferðagleði eins og þeirri sem Eyj- ólfur lýsir svo prýðilega í þessum endurminningum sínum. Stíll Eyjólfs er vandaður og mál- farið Ijölskrúðugt. í texta hans bregður fyrir íjölda orða og orðtaka sem vart heyrast lengur. Einskorð- ast það síður en svo við gamalt »sveitamál«. Eyjólfur gat tjáð hug sinn um hvað sem var, dagleg störf jafnt sem viðkvæmustu málefni í samskiptum manna. Tilgerðar verð- ur hvergi vart. Þvert á móti skrifar Eyjólfur á lifandi máli síns tíma; nema hvað hann hefur auðvitað lagað sig að hreintungustefnu þeirri sem svo sjálfsögð þótti á aldar- morgni og lengi síðan. Eyjólfur var orðinn gamall þegar hann færði í letur þessar minningar sínar. Og þá voru lífshættir vitan- lega breyttir og málfarið þar með. Það hefur hann gert sér ljóst. En hann hefur jafnframt skilið að gamla tímanum yrði ekki rétt lýst nema með sínu málfari. Um útgáfu þessa er margt gott að segja nema hvað eitthvað hefur fallið niður á milli bls. 61 og 62, þar hlýtur eitthvað að vanta í text- ann. Ekki tíðkast lengur að útnefna bók ársins. Væri það gert kæmi þessi ekkert síður til álita en sú sem forðum vakti athygli á þessum mýrdælska bónda og barnakenn- ara. Konumar þeirra Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Betri helmingurinn 3. bindi. Viðtöl við Ólöfu Stellu Guðmundsdóttur, Sigríði Guðmundu Brynjólfsdóttur, Ástríði Andersen og Jónu Dóru Karlsdóttur. Ritstjóri Jón Daní- elsson. Útg. Skjaldborg hf. 1991 Betri helmingurinn er viðtalsbók við fimm eiginkonur þekktra manna. „Þær hafa áhrif. Þær eru sjaldan í fjölrniðlum. Þær hafa frá ýmsu að segja“ segir á kápu bókar- innar. Þetta er í þriðja skipti sem Betri helmingurinn er í jólabóka- flóði svo væntanlega hefur hann fengið hljómgrunn hjá lesendum. Það er ekki að sökum að spyija; áhugi lesenda á að kynnast þó ekki sé nema lauslega „konunni bak við manninn“ er fyrir hendi hvað sem öllu jafnrétti líður. Sú sem er elst kvennanna er fædd 1918 og sú yngsta 1956 og því eru viðhorf, gildismat og áhuga- mál nokkuð ólík. Þær eiga allar sameiginlegt að vera miklar ijöl- skyldukonur, koma fram sem sjálf- stæðir einstaklingar, oft með einkar afgerandi skoðanir og hafa sitt til málanna að leggja. Sem er oft fróð- legt aflestrar. Það má finna að því að fyrst rit- stjóri er skrifaður fyrir bókinni hefði hann átt að samræma þessa kafla langtum betur. Það er með öllu óþarft að einn skrásetjari komi með spumingar - sem oft hefði verið óþarft og viðmælandi hefði getað svarað með beinni ræðu - þegar hinir gera það ekki. Sá kafli, þ.e. eftir Ingibjörgu Daníelsdóttur um Sigríði Brynjólfsdóttur er og lakari vegna þess að málfar er ekki nægi- lega vandað. Það er ekkert sniðugt að ætla að láta persónueinkenni halda sér ef það vakir fyrir ef þau felast einkum í að nota blótsyrði. Talmál af slíku tagi á ekki heima í þessari bók og gerir óleik þessari ágfetu og áhugaverðu konu. Inn- skot skrásetjára eru á stundum al- gerlega óþörf og vinna beinlínis gegn efninu. Það á til dæmis við í kaflanum um Jónu Dóru Karlsdótt- ur (t.d. bls. 277). En allir kaflarnir hafa eitthvað sér til ágætis. Það er þó augljóslega misjafnt hversu skrásetjarar hafa náð miklum tökum á viðfangsefn- inu. Kafli Jóns Daníelssonar um Ólöfu Stellu Guðmundsdóttur, konu Róberts Arnfinnssonar, er kraft- mikill og gætir skemmtilegrar kímni og greinilegt að Ólöf Stella tekur sig bara rétt mátulega hátíð- lega. Sem er ósköp frískandi. Kaflinn um Ástríði Andersen eftir sama höfund er á hinn bóginn mun léttvægari. Þar hefði verið meira gaman að fá að heyra meira um glímu Ástríðar við listagyðjuna og minni lýsingar á veisluhöldum. Sem er líka andkannalegt þar sem höf- undur lætur viðmælanda segja á einum stað að vinna í utanríkisþjón- ustunni felist einkum í að sækja kokkteilboð og lifa í vellystingum en sannleikurinn sé sá að þetta sé heilmikil vinna og ekki síður fullt starf fyrir konuna en manninn. Þó ýmsar góðar frásagnir í þessum kafla gefi skemmtilega og líflega mynd af Ástríði og sýni á henni fleiri hliðar var mér þó ekki alls kostar ljóst hvað sendiherrafrú tek- ur sér fyrir hendur annað en að sækja veislur og velgerðarbasari - svo fremi sem hún hafí ekki eitt- hvert sérstakt áhugamál eins og Ástríður. Áður hefur verið minnst á kafl- ann um Sigríði Brynjólfsdóttur sem geldur hroðvirkni skrásetjara því þar er greinilega á ferð skemmtileg kona. Kristján Björnsson skrifar vandaðan og virðulegan kafla um Matthildi Jónsdóttur, konu Bolla Gústavssonar. Önundur Björnsson skrifar um Jónu Dóru Karlsdóttur, konu Guðmundar Árna Stefánsson- ar, bæjarstjóra. Líflegur kafli og Jóna Dóra segir vel og hreinskilnis- lega frá. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða tilgangi svona stuttviðtöl þjóna. Svala fróðleiks- og forvitnis- þörf. Segja manni eitthvað gott og viturlegt líka. -----♦-------- Píanóbók BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út bókina: Söng- og píanó- bók barnanna - ný bók með nýjum söngvum. Árni Elfar út- setti og valdi lögin. í þessari bók eru tólf lög og er bókin með hljómborði sem hægt er að leika á. Lögin eru þessi: Afí minn fór á honum Rauð, Sá ég spóa, Það er leikur að læra, Bí, bí og blaka, Heyrðu snöggvast Snati minn, Hjólin á strætó snú- ast, í Betlehem er barn oss fætt, Vorvindar glaðir, I leikskólanum er gaman, Siggi var úti með ærnar í haga, Dansi dansi dúkkan mín, í skóginum stóð kofí einn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.